Tíminn - 16.01.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.01.1982, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. janúar 1982 s erlent yfirlit ■ Mubarak og Heikal Snýr Mubarak baki við Begin? Begin verður að afhenda allt Súezeiðið ■ ROMIR þrirmánuðir eru liðn- ir siðan Sadat var myrtur. Þótt ekki sé liðinn lengri timi, er oriSð ótrúlega hljóttum hann i Egypta- landi. Fjölmiðlar geta hans litið og verið er að má burtu ýms merki, sem minna á hann. bannig hefur verið rifið hús, sem hann lét byggja sem sérstakt hvildarheimili fyrir forsetann. Því er borið við, að það hafi verið gert af skipulagsástæðum. Ýmsir fréttaskýrendur halda þvi hins vegar fram, að hinn nýi forseti, Hosni Mubarak, hafi fyrirskipað þetta. 1 fyrsta lagi ætli hann sér ekki að taka upp lifnaðarhætti Sadats, sem bjó rik- mannlega og var ekkert feiminn við að láta bera á þvi. I öðru lagi viljihann draga athygli frá Sadat á flestan hátt, ánþess að gera það um rf áberandi. Mubarak gerir eins litið af þvl að minnast á Sadat og honum virðist mögulegt. Hann vitnar yfirleitt ekki til þess, að hann ætli aðframfylgja stefnu Sadats. Hins vegar leggur hann áherzlu á það i viðræðum við Bandarikjamenn og ísraelsmenn að hann vilji halda áfram viðræðum við ísraelsmenn og byggja á grund- velli Camp David-samkomulags- ins. Þetta hefur hann gert nú i vikunni.þegarHaig kom tilKairó til að ræða við hann um þessi mál. FRÉTTASKÝ RENDUR telja, að hér vaki það fyrir Mubarak að gera ekkert, sem gæti réttlætt það, að ísrael standi ekki við samkomulagið, sem búið er að gera um Súe^eiðið. Samkvæmt þvi eiga Isrelsmenn að afhenda þann hluta Suezeiðisins, sem enn er á valdi þeirra, ekki si"ðar en 25. aprfl næstkomandi. Margir telja, að Begin vilji helztkomasthjá þvi að efna þetta samkomulag. Landnemar frá Israel, sem hafa setzt að á þess- um hluta Súezeiðisins, láta mjög ófriðlega. Margir áhrifamenn i tsrael telja öhyggilegt að afhenda þetta land, ef ekkert verður úr samkomulagi milli Israels og Egyptalands um framtiðarstjórn vesturbakkans svonefnda og Gazasvæðisins. Mubarak verður að forðast vegna þessaað gefa Israelsstjtírn tilefni til að rifta samkomulaginu um Súezeiðið á næstu þremur mánuðum. Fyrir þann tima vilja Israelsmenn helzt ná samkomu- lagi um framtiðarstjórn vestur- bakkans og Gazasvæðisins, en i viðræöum um þetta efni hefur hvorki gengið né rekið siðustu misseri. Um þetta mál mun verða mflrið þjark næstu þrjá mánuði. ■ Hosni Mubarak Begin yrði sennilega ósárt um, þótt viðræðurnar færu i strand. Mubarak fylgir að þvi leyti stefnu Sadats, að hann hefur nána samvinnu við Bandarikjastjórn um þetta efni. A fundi þeirra Haigs og Mubaraks nú i vikunni náðist að sögn fullt samkomulag um, hvernig framtiðarstjórn vesturbakkans og Gazasvæðisins skuli háttað. Þar skal stefnt að fullkominni heimastjórn, en Israelsmenn, sem nú ráða þar, vilja takmarka hana sem mest. baö gæti rekið eftir Begin og gert hann samningsfúsari, að striðshættan myndi mjög aukast, ef samvinnuslit yrðu milii ísraela og Egypta. Eins og er, mun Begin ekki álita hana mikla. Sýrlendingar einir eru ekki lik- legir til að ráðast á ísrael. Þeir myndu fljótt biða ósigur. Þeir geta ekki gert sér vonir um stuðning Iraka meðan styrjöld helzt milli þeirra og Irana. Jór- danla myndi halda sér utan styrjaldar á þessu stigi. Þetta myndi gerbreytast, ef Egyptar sameinuðust hinum Arabarikjunum að nýju. Þá gæti komið til sögunnar bandalag, sem yrði jafnoki Israels og meira en það. Egyptar hafa fengið það mikið af bandariskum vopnum, aðþeireru vafalitið hemaðarlega öflugri nú en 1973. Fyrir Israelsmenn skiptir þvi meginmáli að halda Arabarikjun- um klofnum, eins og verið hefur siðan Sadat hóf viðræður við þá. Þetta ætti a.m.k. að hvetja Begin til að hugsa sitt ráð áður en hann slitur viðræðunum um vestur- bakkann og Gazasvæðið. MUBARAK er bersýnilega ljóst, að hann á hér leik á borði. A sama tima og hann segist halda fast við Camp David-samkomu- lagið, er hann hægt og hægt að reyna að bæta sambúðina við hin Arabari"kin. Hann vill sýna Begin, að afstaða Egypta getur breytzt, ef ekki næst samkomulag milli þeirra og Israelsmanna. Þetta hefur meira að segja komið iljós i afstöðunni til Libýu. Nokkru eftir að Mubarak kom til valda, dró hann úr hergæzlu á landamærum Libýu og Egypta- lands og taldi þar minni hættu á ferðum en f yrirrennari hans hafði gert. Mubarak hefur ekki tekið þátt i þvi að einangra Libýu, eins og Bandarikin hafa farið fram á. Mubarak hefur einnig sýnt þetta innaniands með þvi að sleppa ýmsum blaðamönnum og stjórnmálamönnum úr haldi, sem Sadat hafði látið fangelsa nokkru fyrir fráfall sitt. Margir þessara manna voru gamlir fylgismenn Nassers, eins og blaðamaðurinn frægi, Hassanein Heikal. Meira að segja bauð hann sumum þeirra, eins og Heikal, til við- ræðna við sig. Mubarak hefur einnig leyst úr haldi suma trúar- leiðtoga, sem stóöu framarlega I bræðrafélagi múhameðstrúar- manna, sem talið: er mjög ihaldssöm samtök. Mubarak hefur samtimis látið handsama marga öfgamain i þessum samtökum. Hann reynir þannig að skilja á milli þeirra, sem leggja áherzlu á friðsamlega trúrækni, og hinna, sem telja of- beldisverk réttlæta meðalið. Þórarinn Þórarinsson, W' 1 ritstjóri, skrifar bridge Yngri spilarar fá tækifæri Sterk íslensk pör á móti í Noregi Breiðholt ■ S.l. þriðjudag var spilaður eins kvölds tvimenningur i einum 16 para riðli. Úrsiit urðu: 1. Sigfús Skúlason — Hreiðar Hansson 255 2. Guðmundur Baldursson — Jóhann Stefánsson 247 3. Kjartan Kristófersson — Friðjón Margeirsson 244 N.k. þriðjudag hefst aðal- sveitakeppni félagsins. Er á- ætlað að spila tvo leiki á kvöldi. Spilarar eru hvattir til að mæta stundvislega og verð- ur stökum pörum raðað saman i sveitir. Spilað er á efri hæðinni i húsi Kjöts og fisks aðSeljabraut 54 kl. 19.30. Skagfirðingar Staðan i sveitarkeppni eftir sjö umferðir: 1. Sv. Lárusar Hermanns. 221 2. ”, Jóns Stefánss. 220 3. ” Guðrúnar Hinriksd. 217 4. ” Erlendar Björgvinss. 181 5. Sigmars Jónssonar 170 6-7. Hjálmars Pálssonar 148 6-7. Sigurlaugar Sigurðard. 148 Sveit Lárusar á til viðbótar einn leik inni. Næst verður spilað þriðjudaginn 19. jan. Yngri spilarar Fyrirhugað er að fyrsta spilaæfingin fyrir spilara 25 ára og yngri verði laugardag- inn 16. janúar. Spilað verður i Slysavarnarhúsinu Hjalla- braut 7, Hafnarfirði, og áætlað er að spilamennskan byrji kl. 14.00. öllum er velkomið að mæta. Islandsmót fyrir yngri spil- ara verður haldið helgina 27- 28. febrúar næstkomandi. Aldurstakmark er 25 ár, þ.e. þeir sem eru fæddir eftir 1. janúar 1957. Fyrirhugað er að mótið verði um leið fram- haldsskólamtít. Þátttökutil- kynningar þurfa að berast til Bridgesambandsins (simi 18350) eða Guðmundar Sv. Hermannssonar (simi 24371) fyrir 13. febrúar. Framhalds- skólasveitir þurfa að taka það fram við skráningu. Einnig geta laus pör látið skrá sig og verður reyntað mynda sveitir ef þess er óskað. BR Núerlokið 7umferðum af 11 i Board a match keppni félagsins. Röð efstu sveita er þessi: 1. Sævar Þorbjörnsson 76 2. Þórarinn Sigþórsson 68 3-4. Gestur Jónsson 61 3-4. örn Arnþórsson 61 5-6. Jón Þorvarðarson 55 5-6. SigmundurStefánsson 55 Fjórar siðustu umferðirnar verða spilaðar n.k. miðviku- dag I Domus Medica. Hefst spilamennska kl. 19.30 stund- vislega. Tekin hefur verið saman skrá yfir útgefin meistarastig hjá félaginu i sept. til des. s.l. Alls hafa 100 spilarar fengið bronsstig hjá félaginu á þess- um timaþar af 24 yfir 100 stig. Þessir hafa fengið flest stig: Sævar Þorbjörnsson 267 Þorlákur Jónsson 267 JónBaldursson 204 ValurSigurðsson 204 Jakob R. Möller 180 Hafnarfjörður Mánudaginn 11. janúar hófst aðalsveitakeppni BH. með þátttöku 12. sveita. Spilaðir eru tveir 16. spila leikir á kvöldi. Staðan eftir tvær umferðir: 1. Aðalsteinn Jörgensen 36. stig. 2. Kristófer Magnúss. 34. stig. 3. Sigurður Láruss. 31.stig. 4. Ólafur Torfason 28. stig. 5. Sævar Magnússon 28.stig. Næstkomandi mánudag verður spilamennsku fram- haldið. Byrjað verður stund- visiega klukkan hálf átta. Spilað er i Iþróttahúsinu á Strandgötu. Siglufjörður Mánudaginn 14. des. var til lykta leidd þriggja kvölda hraðsveitakeppni, sem i tóku þátt 7 sveitir. Sveit Ara Más Þorkelssonar tók forustu eftir fyrstu umferð af þremur og hélt henni allt til loka þrátt fyrirgóðan vilja sveitar Boga Sigurbjömssonar. Auk Ara eru i sveitinni þeir Asgrimur Sigurbjörnsson, Jón Sigur- björnsson og Þorsteinn Jó- hannsson. Röð sveita varð annars þessi: 1. AriMárÞorkelss. 1414 st. 2. Bogi Sigurbjörnsson 1400 st. 3. NIelsFriöbjarnars. 1320 st. 4. Björn Þórðarson 1311 st.ig. 5. Valtýr Jónasson 1233 st. Félagsstarfið á nýja árinu hófst svo með aðalsveita- keppninni mánudaginn 4. jan. 4 pör spila í Noregi Fjögur sterk bridgepör frá Islandi munu vera meðal þátt- takenda i afmælismóti Bridgesambands Noregs (50 ára). Þessi pör eru tslands- meistararnir Jón Baldursson og Valur Sigurðsson, Reykja- vikurmeistararnir Karl Sigur- hjartarson og Asmundur Páls- son, svo og Þórarinn Sigþórs- son og Guðmundur Páll Arn- arson og Guðmundur Her- mannsson og Jaköb Möller. Mótið, sem er tvimennings- keppni, verður spilað helgina 5.-7. febrúar. Mótið er einnig landskeppni, þar sem árangur 4 para frá hverju landi er reiknaður landinu til tekna. Magnús Ólafsson skrifar ©

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.