Tíminn - 16.01.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.01.1982, Blaðsíða 15
Laugardagur 16. janúar 1982 Ijóri 15 Kristinn Vigfússon húsasmídameistari ■ Kristinn Vigfússon húsa- smihameistari á Selfossi lést þriðjudaginn 5. janúar s.l. tæpra 89ára að aldri, en hann var fædd- ur á Eyrarbakka 7. janúar 1893. Faðir Krisfins var sjómaður en bæði voru foreldrar hans ættuð af Skeiðunum og af traustum bænda ættum komin. Kristinn var hár maður vexti og karlmannlegur, svipfastur og greindarlegur, hæglátur og æðru- laus, hvað sem að höndum bar, alvörumaður, en bjö þó yfir glettni og glaðværð i ríkum mæli, og var hann manna skemmtileg- astur þegar hann var i vina og kunningjahópi á góðri stund. Ég sá Kristin Vigfússon fyrst árið 1927, en þá var hann fenginn til að annast smiði ibúðarhússins að Hlið i Gnúpverjahreppi en það er næsti bær við æskuheimili mitt. Af umtali fólksins fékk ég þá þegar þá mynd af Kristni Vigfús- syni, að hann væri ágætur smiður, hagsýnn verkstjóri og traustur og heiðarlegur maður. Þegar ég flutti að Selfossi i árs- lok 1945 hófst fljótlega náinn kunningsskapur með okkur Kristni og með okkur varð vfð- tækt samstarf 'að mörgum sameiginlegum áhugamálum, og til viðbótar var ég leigjandi hans i tæp 14 ár. A þessum 35 árum sem leiðir okkar Kristins hafa legið saman hér á Selfossi, hefur upprunalega myndin af Kristni Vigfússyni skýrst fyrir mér og dýpkað, og varð mér ljóst að Kristinn hafði hlotið i vöggugjöf mikla hæfi- leika, og til viðbótar fil það sem áður var nefnt vil ég nefna fjöl- þættar gáfur, fróðleiksfýsn, bók- menntaáhuga, stálminni og ó- venjulega frásagnargáfu. Oft hefur það verið haft á orði að aldamótakynslóðin hafi ekki átt kost á skólagöngu og þvi orðið að búa að mestu aðstopulu sjálfs- námi. Þetta átti að nokkru leyti einnig við um Kristinn Vigfússon, enþóerréttað benda á,aðá upp- vaxtarárum hans var barnaskól- inn á Eyrarbakka alveg einstök menningar og fræðslustofnun. Kristinn hafði það oft á orði, hve mikið hann ætti kennurum sinum við barnaskólann að þakka fyrir þá fjölþættu fræðslu, sem þeir veittu, en einnig fyrir þá áhuga- vakningu, sem Kristinn og jafn- aldrar hans nutu i bamaskólan- um á Eyrarbakka á fyrsta áratug aldarinnar. Kristinn ólst upp við sjó og vandist þvi allri sjávarvinnu frá þvi að hann var barn að aldri. Hann var ekki gamall þegar hann hóf sjósókn frá Eyrarbakka. Hann reyndist fljótlega vera úr- vals sjómaður, athugull, úrræða- góður ogfiskinn. Honum var þvi falin skipstjórn strax um tvitugs- aldur og formaður var hann á opnum skipum frá Eyrarbakka og Þorlákshöfn i 12 ár. Jafnframt sjósókninni stundaði Kristinn smiðar allt frá unglings- árum. M.a. stundaði hann bryggju og brúarsmiðiog var t.d. verkstjóri við smlðar hafskipa- bryggju á Norðfiröi og var þá að- eins 22 ára aö aldri. Þáttaskil uröu i lifi Kristins Vigfússonar árið 1931, en þá byggði hann ibúðarhús á Selfossi og settist þar að. Kristinn hafði kvænst Aldisi Guðmundsdóttur frá Litlu-Sandvfk haustið 1929, mikilli mannkostakonu og varð heimili þeirra einn þeirra horn- steina sem hiðunga samfélag hér áSelfossi byggöi á, þegarþað var aö vaxa upp iaö verðaísenn miö- stöð héraðsins og bær með fjöl- skrúðugu menningar- og athafna- lifi. Kristinn Vigfússon sat ekki auðum höndum eftir að hann flutti að Selfossi. Fyrir utan mörg mannvirki, sem hann byggði viðsvegar um héraðiö, sá hann um smiöi barnaskólans á Selfossi, sýslumannssetursins, sláturhúss Sf. Sl. á Selfossi, Landsbanka- hússins, Mjólkurbús Flóamanna 1953-1959, Safnhús Arnessýslu og um 20 i'búðarhúsa. Óþarft er að lýsa þætti Kristins við þessar byggingar, þar héldust i hendur traust vinnubrögð og ráðdeild, eðliskostir, sem Kristni voru i blóð bornir og settu mark hans á öll hans störf. Viö Kristinn Vigfússon störfuð- um saman i' Rótarýfélagi Selfoss i um aldarfjórðung og vil ég segja það.ánþess að kasta rýrð á nokk- urn félaganna, að Kristinn var þar fremstur i flokki alla tið. Mörg voru erindin, sem hann flutti þar um margt sem hafði hent hann til sjós og lands, ekki sist frá þvf erhann var formaður i Þorlákshöfn. Það var ótrúleg lifspeki.sem fólst að baki margra þessara sagnaþátta, sem þvi miður munu aldrei hafa verið ■ festirá blað. Ég man t.d. eftir þvi að hann sagði eitt sinn, að það hefði ekki þótt góður formaður i Þorlákshöfn á þeim árum, sem gert var út á opnum skipum þaðan, nema hann sneri að minnsta kostieinu sinni við i róðri á hverri vertlð og til hafnar án þess að fara á miðin. Til þess þurfti kjark, sem ekki allir höföu. ViðfráfallKristins Vigfússonar erum við aö kveðja mikinn heiðursmann, sem við finnum að hefur skilað lifsstarfi, sem er hið mesta þrekvirki. Hann varð fyrir miklu og ó- bætanlegu sári þegar hann missti hina mikilhæfu konu sina fyrir 15 árum siðan. En að flestu öðru leyti var hann sigurvegari i lifs- glimunni og á flestan hátt hamingjumaður. Ég votta sonum hans og þeirra fjölskyldum sam- úð mina við fráfall hans og nú á kveðjustundinni þakka ég þessum látna velgjörðamanni minum og minnar fjölskyldu innilegar þakkir. Ég trúi þvi að hann hafi haft gott leiði i sinni hinstu för. Blessuð sé minning hans. Hjalti Gestsson. flokksstarf ^ Kópavogur Fundur fulltrúaráðs framsóknarfélaganna i Kópavogi verðurhaldinn 18. janúarkl. 20.30 iHamraborg 5. Dagskrá: 1. Tiinefning til prófkjörs 2. Fjárhagsáætlun Kópavogs 1982 3. önnur mál Fulltrúar og varafulltrúar fulltrúaráðsins eru boðaðir á fundinn. Stjórnin Norðurlandskjördæmi eystra Alþingismenn Framsóknarflokksins i Noröurlandskjör- dæmi eystra halda almenna stjórnmálafundi á eftirtöld- um stöðum: Akureyri: laugardaginn 16. jan. að Hótel KEA (gilda skála) kl. 14.00 Dalvik: laugardaginn 16. jan. i Vikurröst kl. 20.30 • ólafsfjörður: sunnudaginn 17. jan. i Tjarnarborg kl. 15.00 Framsóknarfélag Garða og Bessastaða- hrepps Fundur um bæjarmálefnin veröur haldinn mánudaginn 18. jan. n.k. kl. 20.30 að Goðatúni 2. Mætum vel og stundvislega Stjórnin Borgnesingar Aðalfundur framsóknarfélags Borgarness verður haldinn i Snorrabúð mánudaginn 18. janúar n.k. kl. 21.00 Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Stjórnmálaviðhorfið Frummælandi: Davið Aðal- steinsson alþm. 3. Málefni sveitarstjórnar: Frummælandi: Guðmundur Ingimundarson oddviti 4. önnur mál Stjórnin Frá Happdrætti Framsóknarflokksins Útdráttur hefur farið fram i hausthappdrættinu og eru vinningsnúmerin innsigluð hjá borgarfógeta á meðan fullnaðarskil eru að berast. Dregið var úr öllum útsendum miðum. Samkvæmt giró- seðlum má framvisa greiðslum enn um sinn i næsta póst- húsi eða peningastofnun og eru flpkksmenn vinsamlegast beðnir um að gera skil. Framsóknarmenn Selfossi Framsóknarfélag Selfoss auglýsir eftir framboðum til prófkjörs vegna bæjarstjórnarkosninga á Selfossi 1982 Framboði skal skila til formanns félagsins Sigurdórs Karlssonar Rauðholti 9. Framboðsfrestur rennur út 31. janúar 1982 Stjórnin Ymislegt ■ Vissiröu af hverju gierglös springa, ef sjóðandi vatni er hellt i þau? Það er vegna þess að gleriö mishitnar, þegar vatnið kemur I það. Það kemur vindingur i glasið og þaö springur. Ef hella þarf sjóöheitu vatni I glas, getur þvi reynst vel að setja málm- hlut i glasiö, t.d. skeiö. Málm- urinn verður þá sem hita- leiöari og dregur til sin hita úr vatninu, og þá er minni hætta á að glasiö springi. ■ Vissirðu, að eldur getur kviknað ,,af sjálfum sér”? Það gerist vegna þess, að efnið, sem um ræöir, hafi lágan ikveikjuhita (þ.e. hita- stig, sem þarf aö hita þaö i til að það brenni) og að sam- eining þess við súrefni loftsins eigi sér staö i einhverjum mæli viö þann hita, sem er I þvi. Tuskur, sem vættar eru I linoliu, eru varasamar aö þessu leyti. Koiefnið og vatns- efniö i oliunni geta sameinast súrefni loftsins, svo að sú sameining á sér aö einhverju stað viö venjulegan stofuhita. Að visu fer hún afar hægt og leysir þvi ekki nema litinn varma, en tuskurnar einangra vel, svo aö hitinn hækkar smám saman og kemst að lokum upp i kveikjuhita, og þá er ekki að sökum að spyrja. Af þessari ástæöu er hættulegt aö skilja oliuvættar tuskur eftir i hfúgu, og hafa stundum orðið slys af þeim sökum. GÁTUR 1. Hvað er þaö, sem lækkar, þegar af er tekið höfuðið? 2. Hvaða stökk er auðvelt fyrir þá reiðu, en erfitt fyrir þá, sem ekki eru reiðir? 3. Hvers vegna ganga slökkviliðsmenn með röndótt axlabönd? 4. Maður kom að gömlum túngarði og sagði: Það var fyrir fiski að þessi garður var ull. Hvað þýðir þetta? 5. Hvað þarf til þess að vel gerður skór komi að notum? Svör við gátum: *!lpui e uu;o>is ‘s (jnp6e|je||n) jnp6e| = pn 'n6uo| = jjjsjj) Jnp6e| jba jnpje6 jssatj Qe n6uo| juA) jba péc| þ ujnunxnq 6;s iun ;ddn epieq pe ||j_ •£ •jps jau e ddn eA>|>ip|s pv 'l •uu|ppo>| i Umsjón: Anna Kristín Brynjúlfsdóttir rithöfundur ■ Og þessa mynd gerði Gunnar Már af dýrabil. Uppi á bilnum er kassi til að flytja i dýr. ■ Gunnar Már, 4 ára, Dúfnahólum 2, gerði þessa mynd af manni við bilinn sinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.