Tíminn - 16.01.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.01.1982, Blaðsíða 16
VARAHLUTIR Sendum um lánd allt. Kaupum nýlega bíla til niðurrus Slmi <91) 7- 75-51, (91) 7-80-30. TTf?nri TTT71 Skemmuvegi 20. tlD . Kdpavofti Mikið úrval Opið virka daga 9-19 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag 3i \MyHM Fjórhjóladrifnar drðttarvélar 70 og 90 ha. Kynnið ykkur verð og kosti BELARUS Guðbjörn Guðjónsson ____ heildverslun ■ ,,Ég hafði nú ekki hjól þegar ég var strákur,” sagði Ragnar Konráösson, fyrrverandi sjómaöur, meöan hann kepptist viö á æfingahjólinu i lleilsuræktinni. Timamynd GE. „ÉG ER VANAFASTUR OG VIL HELST RAÐA MÉR SJAlfUR" — segir Ragnar Konrádsson, fyrrverandi sjómaður, sem nú stundar æfingar í Heilsuræktinni í Glæsibæ ■ ,.Ef ég væri ckki svona dug- legur aö halda mcr mcö æfingum væri ég sennilega kominn I kör fyrir tveimur árum þaö er a.m.k. álitlækna sem cg hef gengið til,” sagöi Ragnar Konráösson, cili- lifevrisþegi. mcöan hann hjólaöi á æfingarhjóli i Hcilsurækt Glæsi- hæjar. cn Timamenn voru þar i hcimsókn fyrir skömmu. „Héreröllum ellilifeyrisþegum boðiö uppá endurgjaldslausa þjálfun með bæði læknishjálp og sjúkraþjálfun og ég skil eiginlega ekkerti þvi hvað þaðeru fáirsem notfæra sér þetta. Það eru senni- lega alltof fáirsem vita af þessari starfsemi.” ..Nuddtækið hefur voða «*óð áhrif” „Það er sennilega komið á þriðja ár siðan ég fyrst fór að koma hingað og ef ég mögulega get þá kem ég hingað minnst tvisvar i viku, og er svona klukkutlma til einn og hálfan i senn. Maður fer i heitan pott, gufubaö, ég hjóla og svo fer ég i nuddtækið. Nuddtækið hefur voða góð áhrif á mann. Ég var alltaf sárþjáður af strengjum um allan likamann, en siðan ég fór að fara reglulega i tækið hef ég varla fundið fyrir strengjunum. Það er ekki svo að ég geri mer vonir um að ná fullri heilsu, en ég missti jafnvægisskynið fyrir tæpum þremur árum og mér fer fram.” ..Of vanafastur til að fara á stofnun” „Stærsti kosturinn við að hafa svona heilsuræktarstöð er sá að maöur þarf ekki að yfirgefa heimili sitt til að fá nauðsynlega þjálfun. Ég fæ góðviljaða menn til að aka mérhingað þegar ég fer og svo tek ég yfirleitt strætó til baka. Ég er alltof vanafastur til að fara á stofnun til að sækja þá þjálfun sem mér er nauðsynleg. Ég ernefnilega svo vanafastur að ég vil helst ráða mér sjálfur.” „Égfer nú y f irlei tt fá tt,m áður á orðið erfitt með hreyfingar enda þarf ég að ganga við tvær hækjur. Það er helst að ég gangi svolitið um i garðinum hjá mér og ein- staka sinnum ef vel viðrar þá fer ég aö sundlaugunum i Laugardal og sest þar á bekk og virði fyrir mér mannlifið”. Annars eru ekki nemaum þrjúársiðanéghættiað vinna. Ég vann fulfa vinnu i frystihúsi til 79 ára aldurs en áður var ég til sjós vestur á Snæfells- nesi.þar semég bjó lengst af. Ég var bæði á togurum og bátum,” sagði Ragnar og hélt siðan áfram við æfingarnar. -Sjó. iar Laugardagur 16. janúar 1982 fréttir Svæðamótið: Vinningur, tap og jafntefli ■ Sjötta umferðin á svæðamótinu i skák i Randers i Danmörku var tefld i gær. Arangur islensku þátttakendanna var eftirfarandi: Guö- mundur Sigurjónsson gerði jafntefli við Gut- mann frá Israel i 35 leikjum, Jón L. Arna- son sigraði Birnboim frá Israel nokkuð örugglega og Helgi Ólafsson tapaði fyrir Herzog frá Austurriki, en Helgi náði sér aldrei á strik, eftir slæma byrjun og gafst upp eftir 31 leik. Staðan i A-riðli er nú sú að Grunfeld frá ísrael hefur forystu með 5 vinninga úr 6 skákum og Lobron frá Vestur-Þýskalandi er i 2. sæti með 4,5 vinning og biðskák. Jón leikur i A-riðli og hefur hlotið 3 vinninga af 5 mögu- legum og Helgi er með 2,5 vinninga af 6. Staðan er annars heldur óljós vegna biðskáka og að kepp- endur sitja hjá. 1 B-riðli þá er Murey frá ísrael efstur með 4,5 vinning af 5, Borik frá Vestur-Þýskalandi er með 4 vinninga af fimm og Guðmundur er með 3 af 5. Sjöunda umferð verður tefld i dag. —AB Blaðburðarbörn óskast Skeiðarvogur Vogar Barðavogur Skipasund. Sími 86-300 dropar Kvöldþreyta ■ Og hér er ein af þcss- um góöu úr smáaug- lýsingadálki Dagblaös- ins, sem birtist undir fvrirsögni nni „Konur ath.”: „Er maöurinn alltaf kvöldþrcyttur? Þarfnist þcr tilbreytinga r? Er giftur og þarfnast til- breytingar, 100% þag- mælsku heitiö. Æskilegur aldur 25—45 ára”. Ef þessi ágæti maöur fær mörg svör má nú búast viö að „„kvöld- þrcytan” fari aö sækja aö ýmsum öörum cn kokk- áluöum eiginmönnum. Ikarus- ævintýri ■ t fyrradag var fyrsti Ikarus-vagninn afhentur Rcykjavikurborg mcö pomp og pragt. Borgar- ráösmönnum var boöiö I ökuferð í nýja vagninum og eins og gjarnan er gert I svona tilvikum var komiö viö á öldurhúsi og skálað fyrir herlegheit- unum, — aö þessu sinni á Hótcl Esju. Þegar búið var aö halda skálaræöur um ágætinýja farkostsins var stigið um borö að nýju og mciningin var að halda hcimleiöis. En viti mcnn, — fini billinn fór ekki I gang og varö aö sel- flytja borgarráösmenn ög önnur fyrirmenni mcð öörum hætti á áfanga- staö. Ikarusinn stóö svo í uinkomulcysi sinu viö hóteliö um nóttina, en var fhittur á verkstæöi í gær- morgun. Og úr þvf minnst er á Ikarus á annaö borö má gcta þess. að eftir mæl- ingar Bifreiöaeftirlitsins var kveðinn upp úr- skuröur þess efnis aö vagnarnirtækju aöeins 66 farþega, sem er mun færra en áður haföi verið taliö. Thor og bók- menntaverð- laun Nordur- landaráðs ■ í nýútkominni cnskri þýðingu á ljóðum cftir Thor Vilhjálmsson skrif- ar Thor sjálfur nokkurs konar eftirmála um sjálf- an sig. Þar getur meðal annars að lita þessa setn- ingu: „Þrisvar kom ég til álita i sambandi viö bók- menntaverðlaun Norður- landaráös.en dómararnir eru svo leiöinlegir rithöf- undar, að þeir veittu ein- hverju ööru fólki, sem flokkast undir heföbundn- ari skandinaviskan stf 1, verNaunin”. Láttu ekki hugfaOast Thor, — ekki er öll von úti enn! Krummi ... og svo eru það „austur- þýsku Þjóðverjarnir” hans Bjarna Fel.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.