Tíminn - 17.01.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.01.1982, Blaðsíða 8
 ítiÉtlll utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur öislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjori: Sig uröur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friörik Indriöason, Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrímsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykj.ivik. Simi: 86300. Aualvsinqasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu s.00. Askriftarqjald á mánuöi: kr. 100.00— Prentun: Blaöaprent hf. Umbætur í skipulags- málum borgarinnar ■ Skipulagsmálin eru með veigamestu mála- flokkum, sem sveitarstjórnir fá til meðferðar, og á það ekki sist við um höfuðborgina. Núverandi meirihluti i borgarstjórn Reykja- vikur hefur að ýmsu leyti fylgt annarri stefnu en sjálfstæðismenn i skipulagsmálunum. Gylfi Guð- jónsson, arkitekt, sem á sæti i skipulagsnefnd fyrir hönd Framsóknarflokksins, rakti nokkrar meginaðgerðir núverandi meirihluta i grein i Timanum s.l. fimmtudag, og sagði þar m.a.: „Samþykkt hefur verið á kjörtimabilinu ný og itarleg áætlun um framtiðarbyggð Reykvikinga, sem tekur til næstu tuttugu ára. Um er að ræða hagkvæma byggðarstefnu, sem ólikt fyrra skipu- lagi gerir ráð fyrir ibúðahverfum á landi, sem að langmestu leyti er i eigu borgarinnar. Byggingarsvæðin verða i góðum og eðlilegum tengslum við þá ibúðarbyggð, sem fyrir er i út- jaðri austurhluta borgarinnar, Breiðholts- og Ár- bæjarhverfi. Gert er ráð fyrir, að fyrstu áfangar fyrirhugaðrar framtiðarbyggðar nýti að veru- legu leyti núverandi vegakerfi og þá félagslegu aðstöðu, skóla og aðrar stofnanir, sem fyrir eru i aðliggjandi hverfum. Nú þegar er unnið að skipulagi fyrstu áfanga þessarar nýju skipulagsáætlunar, annars vegar i Ártúnsholti á milli Vesturlandsvegar og Ár- bæjarsafns, þar sem i vor verður úthlutað lóðum undir um það bil 400 ibúðir, en hins vegar i Selási, þar sem um 700 ibúðarlóðir verða byggingarhæf- ar á næsta ári. Þá hefur núverandi meirihluti mótað og hrint i framkvæmd heildaráætlun um þéttingu byggðar vestan Elliðaáa, áræðinni stefnu, sem einkum mótast af þeirri viðleitni að nýta borgarlandið betur og þá félagslegu aðstöðu, sem íyrir er i eldri hverfum borgarinnar. Þannig er leitast við að sporna gegn óhóflegri og mjög kostnaðarsamri útþenslu byggðar. Vegna þeirrar fólksfækkunar, sem orðið hefur vestan Elliðaáa, er ljóst, að öll sú þjónusta, sem fyrir er i grónum hverfum borgarinnar, getur hæglega tekið við þeirri aukningu ibúafjölda, sem ráðgerð er á þéttingarsvæðum. Þétting byggðar er þvi, ef vel tekst til, eins konar endurhæfing borgarhverfa. Á siðastliðnu ári var fyrst úthlutað lóðum á þéttingarsvæðum, þ.e. vestur af núverandi Foss- vogshverfi svo og á svæðinu umhverfis öskju- hliðarskólann. Á næstunni er áformað að halda áfram á þessari braut og gefa kost á ibúðalóðum á Laugarási, i öskjuhlið og á svæðinu milli Suðurlandsbrautar og Miklubrautar. Þá hafa borgaryfirvöld aukið til mikilla muna umfram það sem áður var framboð lóða undir svonefnt sérbýli, einbýlis- og raðhús, á nýjum byggingar- svæðum. Þannig er markvisst leitast við að snúa við þeirri öfugþróun, að Reykvikingar sæki i eins rikum mæli og áður til nágrannasveitarfélag- anna i húsnæðisleit. Reynt hefur verið að stöðva fólksflóttann frá Reykjavik, sem einkum or- sakaðist af vafasamri stefnu fyrrverandi meiri- hluta i skipulags- og húsnæðismálum.” Það er vissulega rétt hjá Gylfa Guðjónssyni, að núverandi meirihluti hefur staðið að ýmsum um- bótamálum i skipulagsmálum borgarinnar, og fylgt þar skynsamlegri stefnu en gamli sjálf- stæðismeirihlutinn gerði. ESJ. Sunnudagur 17. janúar 1982 skuggsjá Sagaheimsins er einungis ævisögur MIKILMENNA”. Svo ritaði breski sagnfræðing- urinn og ævisöguritarinn Thomas Carlyle eitt sinn. Margir hafa i timans rás verið honum sammála. En margs er aðgæta i þessu efni, og málið vart svo ein- falt sem ráða mætti af orðum Carlyles. Satt best að segja finnst mér oft á tiðum, að of mikið sé gert af þvi, að setja samasemmerki á milli æviferils fáeinna mikilmenna og sögu þeirra tima, sem þeir hafa lifað. Gott dæmi um slikt er fyrir- sögn, sem birtist i blaði nýverið. Þar var einfald- lega talað um ,,öld” tiltekins stjórnmálamanns. Vart var hægt að skilja þá fullyrðingu á annan veg en þann, að kenna megi þá öld, sem við lifum á, við einn islenskan stjórnmálamann. Ekki dettur mér i hug að neita þvi, að einstakir stjórnmálamenn hafi á ýmsum timum haft veruleg áhrif á þróun mála á samtið sinni. Þetta á alveg sérstaklega við um forystumenn, sem hafa haft framsýni og dugnað til þess að hrinda i framkvæmd umbótum og stórvirkjum, sem aðrir hafa látið sér nægja að dreyma um dagdrauma. Slikir menn hafa veriðmeðöllum þjóðum. Sá, sem fyrst kemur i hug- ann á Fróni á þessari öid, er Jónas Jónsson frá Hriflu. Við lslendingar búum enn að ýmsum verk- um hans. Slikir menn verða oft umdeildir. Sumir dá þá, en aðrir finna þeim flest til foráttu. Og oft á tið- um lifa þær deilur lengur en mennirnir sjálfir. En jafnvel slik mikilmenni setja ekki, að minu áliti, svo mark sitt á þjóðfélagið, að hægt sé að kenna við þá ákveðin timabil, hvað þá heil öld. Saga þjóðar er nefnilega svo miklu meira en ævisögur nokkurra mikilmenna hennar. Þar leggja ótal margirsittað mörkum. Framlag þeirra er auðvitað misjafnlega mikið, en hefur engu að siður sitt að segja. Þvi dugar skammt að kynna sér ævi fáeinna mikilmenna tii þess að gera sér glögga grein fyrir sögu þjóðanna. i^Evisögur hafa lengi verið vinsælar. Petta á ekki aðeins við hér á landi, heldur viða um heim, þar sem bækur hafa á annað borð hlotið sæmilegan sess meðalfólks. Hérlendis koma út tug- ir bóka á hverju ári af sliku tagi: ýmist sjálfsævi- sögur, frásögur af fólki, viðtalsbækur, og stundum itarlegar ævisögur um liðna áhrifamenn. ■ Saga þjóða — meira en ævisögur mikilmenna Aðdáiutarsýldn og andhverfa hennar Þekktur breskur ævisagnahöfundur, Macaulay lávarður, ritaði eitt sinn, og mælti þar af eigin reynslu, að þeim, sem skrifuðu um ævi annarra manna, væri sérstaklega hætt við að fá það sem hann kallaði „aðdáunarsýkina”. Þarna er að sjálfsögðu komið að einu af erfiðustu vandamálum ævisöguritara. Hann kemst auðvitað ekkihjá þvi að tengjast þeim, sem hann skrifar um, tilfinningalegum böndum, þegar hann kynnir sér jafnvel hin smæstu atriði i lifi hans og starfi. Og óneitanlega hafa slik kynni mjög oft leitt til alvar- legrar „aðdáunarsýkingar” af þeirri tegund, sem Macaulay varar við. Stundum geta ævisögur verið bráðskemmtilegar og fróðlegar þrátt fyrir augljósa aðdáun höfundar- ins á viðfangsefninu. En slikum ævisögum verður alltaf að taka með nokkrum fyrirvara, þvi hætt er við aðlitiðfari fyrir skuggunum i dýrðarljómanum. Jafnvel mikilmenni eru mannleg, hafa kosti og galla, og myndin af þeim getur aldrei verið full- komin, nema þar séu bæði ljós og skuggar. Gagnrvnar ævisögur eru sjaldgæfar A ISLANDI. Jafnvel nú á hinum siðari timum. Viða með öðrum þjóðum er þessu á annan veg farið, og svo hefur reyndar verið um all nokkurt árabil. Ef við lltum til nágranna okkar, Breta, þá var það eiginlega fyrst eftir fyrri heimsstyrjöldina, sem þar i landi fóru að birtast gagnrýnar ævisögur um liðna áhrifamenn. Lytton Strachey gekk þar á undan öðrum með bók sinni „Eminent Victorians”, sem birtist árið 1918 og olli miklu fjaðrafoki. Það var reyndar ekki að furða, þvi Strachey sagði kost og löst á nokkrum hetjum Viktoriutimabilsins, sem hann skrifaði um, en svo vildi til, að þær höfðu fram að þeim tima verið eins konar dýrlingar i margra augum. Hér var um að ræða Manning, kardinála, máttarstólpa kaþólsku kirkjunnar á Englandi, Florence Nightingale, konuna meðiampann, sem i hugum margra var engli likust, viðurkenndasta skólamann Viktóriutimans, Thomas Arnold, og einn af þekktustu herforingjum Englendinga, C.G. Gor- don, sem féll við Khartoum i Súdan. 1 ævisögu Stracheys kynntust Englendingar nýrri hlið á þessum hetjum sinum,sem höfundurinn tók stundum ómildum tökum, svo vægt sé að orði kveð- ið. Jafnframt var brotið blað i breskri ævisögurit- un. Þótt ekki hafi verið gengið að „aðdáunarsýk- inni” dauðri, þá er ljóst, að hún dafnar nú fyrst og fremst I sjálfsævisögum stjórnmálamanna þar i landi. Stundum er þó of langt GENGID 1 GAGNRÝNNI AFSTÖÐU. Þetta á sennilega hvergi frekar við en um ævisögur, sem skrifaðar eru af bandariskum höfundum, þótt dæmi séu viðar fyrir hendi. Þar á ég við ævisögur, sem eru eins konar af- tökur: höfundurinn gengur þannig frá viðfangsefni sinu, að lesendur fyllast fyrirlitningu og viðbjóði langt umfram það sem efni standa til. Nýlegt dæmi um þetta er nær sex hundruð blað- siðna bók, sem Albert nokkur Goldman hefur sett saman um Elvis Presley. Ljóst er, að höfundurinn hefur dregið að sér ógrynni af kjaftasögum um Elvis, og notar þær ótæpilega i bók sinni, oft þó án þess að geta heimilda sinna. Við eigum bara að treysta þvi, aðallt það sem Albert Goldman dettur i hug að segja um Elvis, sé rétt. 1 verkum sem þess- um birtist eiginlega andhverfa „aðdáunarsýk- innar”: höfundurinn fyrirlitur viðfangsefni sitt og gerir sem mest úr skuggahliðunum i lifi hans. Að þvi er Elvis-bókina varðar, þá kann vel að vera, að mest af þvi, sem þar er sagt, sé i stórum dráttum satt og rétt. En á sama hátt og hægt er að skekkja myndina með þvi að leggja of mikla á- herslu á góðu hliðarnar, er augljóslega hægt að gefa alranga mynd af þeim, sem um er fjallað,með þvi aðgerameira úrgöllunum enefnistandatil. A þeim timum, þegar efni islensku dagblaðanna bar mun flokkspólitiskari svip en þau gera flest i dag, var oft sagt, að til þess að fá rétta mynd af ein- hverjumáli, þyrfti að lesa öll blöðin: einungis með slikum samanburði gæti blaðalesandi i raun og veru gert sér grein fyrir, um hvað pólitiskt deilumál snérist. Oft er það svo, að einungis með þvi að lesa ævi- sögur margra stjórnmálamanna, sem starfað hafa á sama tima, er hægt að gera sér tiltölulega ljósa grein fyrir hlut hvers og eins i þróun málanna. Saga hvers og eins fyrir sigsegir oftaðeins brot sögunnar og frá sjónarhóli viðkomandi stjórnmálamanns. Það er haft eftir Abraham Lincoln, sem eitt sinn var forseti Bandarikjanna, að hann læsi aldrei ævisög- ur. Um ástæðuna sagði hann: „Ævisögur, eins og þær eru venjulega skrifaðar, eru ekki aðeins villandi heldur rangar”, þvi ævisöguritarinn „gerir sögupersónuna að dásamlegri hetju. Hann magnar upp kostina — ef þeir eru einhverjir — en félur ó- kostina”. Lincoln taldi slikt aðeins fela sannleikann fyrir siðari kynslóðum : „Sagnfræði fræði nema hún sé sannleikurinn”. er ekki sagn- —E.S.J. Elías f\ Snæland Jónsson skrifar * v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.