Tíminn - 17.01.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.01.1982, Blaðsíða 14
unglingasíðan Sunnudagur 17. janúar 1982 Til lesenda: Eftir R: Við komum hingað 4 ára, og erum þvi biiin að vera i 13 ár. — Hvaðan af landinu eruð þið? R: Ég er frá Egilstööum. E: Ég á heima rétt fyrir utan Egilsstaði og höfum við Rúnar alltaf frá þvi við vorum 4 ára farið samferða austur i flugvél- inni Ur og i' fri. H: Ég á heima á Akureyri. — Heyrið þið eitthvað? R: Já aðeins, vegna þess að við erum með heyrnartæki sem við getum stillt og notað hjálpartæki við þau eins og t.d. simamagnara, en þá getum við skilið hvað verið er að segja i simanum, ef við könnumst við röddina. Svo erum við með tæki sem tengt er við sjónvarpið svo við heyrum aðeins hvað þar er sagt. E: En það versta er hve þjón- ustan er léleg i sambandi við við- gerðir á þessum hjálpartækjum það getur tekið allt að 1/2 til 1 ár að fá gert við þau. Skemmtanir — Hvemig finnst ykkur að vera héma? 011: Agætt”. — Hjarpið þið til við heimQis- störfin? E: JáfVið höfum ákveðið eitt kvöld i einu sem viö vöskum upp eftir kvöldmatinn, svoþvoum við þvottinn og hengjum upp eina viku i senn. Jú og svo er Rúnar mjög duglegur við að baka. — Hvernig er félagslifið i sköl- anum? R: Nemendafélagiö er alltaf á þriðjudagskvöldum með eitthvað t.d. hefur verið spiluð félagsvist, bingo svo hafa ver bió og video sýningar og diskótek. H: bessi kvöld eru fyrir 10 ára krakka og eldri. E: A fimmtudagskvöldum er opi hiis hjá félagi heyrnalausra sem hefur aðsetur á Skólavörðu- stig og þangað förum við stundum til að hitta aðra heyrnalausa. —-Fariðþiö á aðrar skemmtanir en þær sem eru fyrir heyrna- lausa? H: Já ég fer oft á bingó i Sig- túni. R: Við höfum farið i Fellahelli og i Ársel. E : Svo fórum viö á ball á Hótel Loftleiðum sem haldið var i des- ember i tilefni af ári fatlaðra. H: Nú við förum i heimsóknir, bíó og i bæinn á daginn eins og aðrir krakkar. E: Viðhöfum farið á Hallæris- planið, en við förum ekki oft þangað. — Hvað gerið þið i fristundum? E: Ég vinn tvo daga i viku eftir skólann á barnaheimilinu Val- höll, þar er ég að kenna 2 ára heyrnalausum strák táknmál. Svo æfi ég frjálsar iþróttir og sund hjá Armanni. 1 april i fyrra fór ég tU Vestmannaeyja til að keppa i sundi og var nr. 3 og i sumar keppti ég með U.t.A. og varð nr. 4 i spjótkasti. Ég hef lika gaman af þvi' að taka myndir og hef ég lært bæði að taka myndir og framkalla hér við skólann. Titringurinn á dansgólf- inu R: Ég byrjaði i dansi, með vini minum, hjá Heiðari Astvaldssyni i haust. Krakkar verða oft undrandi þegar þau sjá heyrna- lausa dansa og biðja okkur um að dansa fyrir sig aftur og aftur, mörgum heyrnalausum krökkum finnst það leiðinlegt að vera eins- konar sýningardýr. Svo var ég á námskeiði hjá Modelsamtökun- um en hætti, ég nennti ekki alltaf að vera að fara i bað og vera i smart fötum. Mér fannst samt gaman og sniöugt þegar rriaður var að læra að ganga beinn og ýmsar hreyfingar. H: Ég sauma og prjóna dálitið á sjálfa m ig, svo er ég aðlæraábil og ætla kannski að kaupa mér bil þegar ég er búin að læra, þvi ég hefsparaö peningana, sem ég fær úr tryggingunum. — Getið þið alveg haldið takti þegar þið eruð að dansa? R: Já þvi' þo við heyrum ekki lagið þá finnum við taktinn á titringnum á gólfinu. — A hvernig músik hlustið þið? R: Abba og alla Utlenda mUsik. E: Ég hlusta litið á islenska músik og hef engan áhuga á Bubba Morthens og Utangarðs- mönnum. — Eigið þið vini sem heyra? R: begar við kynnumst krökk- um sem heyra koma þau oft til okkar i' heimsókn til að byrja með, svo minnka heimsóknirnar þartgað til þau hætta að koma. E: Já þau eru spennt fyrir okk- ur fyrst, en þar sem það eru bara 200 heyrnalausir á landinu þá höldum við mjög vel hópinn og lika vegna þess aö flestir þeirra eru búsettir i Reykjavik. H: bessvegna er gott að kunna táknmálið, viö getum tjáð okkur okkar á milli mjög fljótt með þvi. E: Oft heldur fólk að við séum að rifast þegar við notum tákn- málið þvi við hreyfum hendurnar hratt og þurfum að hnippa i hvort annað. H: Við lesum af vörum hjá fólki sem talar. (Svo tala þau nokkuð vel) Betra að vera með heyrnarlausum E: Mér finnst betra að vera með heyrnalausum þvi ég næ betur hvað fer fram með þvi að lesa táknmalið, þegar maður er með heyrandi þarf alltaf að vera að túlka og endurtaka. —Hvaö finnst ykkur um fingra- stafrófs kennsluna i Stundinni okkar? H: bað er sniöugt að kenna krökkum það. R: En maður verður oft fyrir aðkasti t.d. i strætó þá eru krakkar að hreyfa fingurnar og gretta sig framan i okkur. — Lærið þið önnur tungumál i skólanum? E: Já við lærum ensku og dönsku, það er að segja að lesa og tala tungumalin. R: 1980 fórum við til Stokk- hólms i 2 vikur og bjuggum á heyrnleysingjaskólanum þar. H: bó að táknmálið okkar sé ekki eins og táknmál heyrna- lausra i Sviþjó þá gátum við gert okkur nokkurn vegin skiljanleg. R: begar við vorum i Sviþjóð skoðuðum við allt markvert, við fórum i Tfvoli og vorum boðin i mörg matarboð m.a. hjá sendi- herra tslands i Stokkhólmi. E: Já og við tókum þátt i iþróttamóti og þurftum að labba mjög mikið á milli staða þannig að þegar við komum heim til Islands aftur vorum við dauð- þreytt og sváfum mOcið. — Nú eruð þiðá siðasta ári hér i skólanum, hvað ætlið þið að gera eftir hann? H: Ég ætla að fara i fóstruskól- ann næsta vetur. I sumar ætla ég að reyna að fá vinnu á barna- heimiliá Akureyri. 1 fyrra sumar var ég atvinnulaus þvi það var mikið atvinnuleysi meðal unglinga fyrir norðan. E: Ég ætla að verða íþrótta- kennari eða ljósmyndari. Ég er búin að læra að taka myndir og svo var ég á starfskynningu hjá Mats ljósmyndara. R: Ég ætla að fara i kokkaskól- ann þvi' ég ætla fyrst að verða kokkur svo þjónn og aö lokum fhigþjónn. Ég vann siðasta sumar sem kokkur i Valaskjálf á Egil- stöðum og á starfskynningunni var ég á Hótel Esju. Og þar með kvaddi ég krakkana og þakkaði fyrir sam- talið. s.P. jólin ■ Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna. Ég vona að þið séuð öll hress og kát (feit og sælleg) eftir áthátiðina mOdu. Jú og upfull af fróðleik eftir bókalestur, bióferðir eða bara af rabbi við kunningj- ana. Eflaust hafa mörg ykkar strengt áramótaheit, það eralveg rétt að gera það, þvi ekki er ráð nema i tíma sé tekið og best að framkvæma flest eða allt sem á- kveðið er strax, þvi árin hlaupa frá manni og áður en maður veit af, er maður kominn á „ruggu- stólaaldurinn”einsog þið vitið þá hefur máltækið „tvisvar veröur gamall maður barn” talsvert sannleiksgildi. bað er ekki tekið út meö sæld- inni að hafa legið í leti, og étið i hálfan manuð. bað má glöggt sjá af aðsókn fólks á likamsrætkar- stöðvarnar sem yfirfyllast eftir hátiðir, þvi fólk verður að ná af sér vetrarforðanum fyrir sumarið, svo það passi f bikinið eða sundskýluna þegar sólin fer að hækka á lofti og hinir „endur- skins” hvitu kroppar fylla sund- laugar og garöa. Nú tekur aftur við grár hvers- dagsleikinn, og vaknar eflaust upp sú spurning hjá einhverjum um hvaða tilgangur sé með þessu puði. En við skulum vona að hún slökkni með hækkandi sól og til- hugsun um páskafn eftir 3 mán- uöi. bær breytingar hafa oröð á Unglingasiðunni, aö i stað tveggja umsjónamanna siðunnar verður framvegis einn. Indiana varö frá aðhverfa vegna anna, en undirrituð ætlar að halda áfram i svipuöum dúr og áður hefur verið og vona ég að ég geti gert sem flestum tfl hæfis. Að lokum endurtek ég gömlu lummuna, „ég tek með fegins hendi við öllum bréfum, efni, á- bendingum eða athugasemdum setjið efniðí umslag og merkið:” 1 Unglingasiðan Helgar-Timinn Siðumúla 15, 105 Reykjavik. S.P. ■ Krakkarnir i Hcyrnleysingjaskólanum. HFYRN ARIAIIS — Heimsókn í Heyrnleysingaskólann ■ Siðastliðið þriðjudagskvöld fór ég i Heymleysingjaskólann til að tala við nokkra krakka. begar ég var búinn aö hringja i' húsmóður heimavistarinnar, Bryndisi Guömundsdóttur og melda mig við hana tók ég strætó nr. 7 og náttúrlega fór ég út úr strætó einni stoppistöö fyrr en ég átti að fara út,og eftir langt labb i slabb- inu hófst leitin i myrkri af húsi nr á svæðinu sem heyrnleysingja- skólinn er til húsa. Loksins komst ég á áfangastað og þar sem ég gerði mér grein fyrir að litið myndi þýða að banka ætti ég beint inn, og f flasið á húsbónda heimavistarinnar Arna Sigfús- syni. Flestir sem aka eftir gamla Hafnarfjarðarveginum hafatekið eftir húsþyrpingu fyrir ofan Foss- vogskirkju, en þar er Heyrn- leysingjaskólinn og heimavistin til húsa. Skólinn rekur heimavist fyrir börn og unglinga utan af landi, á aldrinum 4-17 ára, i þremuraf húsunum. 1 hverju húsi búa ca 7 krakkar sem eru á ýmsum aldri og býr „húsmóðir” með þeim, sem starfar eins og húsmæður á öðrum heimilum. Ég ræddi við þrjá 17 ára krakka, sem öll eru fædd heyrnarlaus.þviað mæður þeirra fengu rauða hunda þegar þær gengu með þau. bau heita Heiö- rún, Rúnar og Elsa Björg. — Hvað eruð þið búin að vera lengi hér?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.