Tíminn - 17.01.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.01.1982, Blaðsíða 16
Sunnudagur 17. janúar 1982 16 á bókamarkadi CORGÍ JOHN IRVING W> Pax J i BRITANNICA i | ' "v'" TO 6ARP John Irving: Thc 158-Pound Marriage Corgi 1980 John Irving er umdeildur höfundur. Fyrir sumum er hann sagnameistari par ex- cellence og séni i makalausum karakterum, undarlegum uppátækjum og skrýtnum samböndum milli manna — öðrum þykir hann vera grunn- hygginn, tilgerðarlegur og i einu orði sagt mesta húmbúk. Frægasta skáldsaga hans, The World According To Garp, er þó altént leiftrandi af frá- sagnargleði og þar má finna marga góða spretti. Eins i þessari hér, sem raunar er skrifuð á undan Garpnum. Söguhetjan er Severin Winter, slagsmálahundur að atvinnu. Hann á konu og annað par kemur mjög við sögu (náttúr- lega frá Vinarborg!), eins og aö likum lætur verða ýmis- legar flækjur. Og fara sist minnkandi eftir þvi sem á liður söguna! Persónur Irvings eru e.t.v. dálitið ýktar en margir munu eíunarlausl láta heillast. lutlin It 'inllc íiiiii Riiharil Ki iun The Pcrn^um CutídiY Díilioiiiny uf BIOGRAPHICAL QUOTATION Khl'J’Ui.AKt.n- i iLK ByroiioiiI.aiiyC.'irolineLamb mad-bad- AXD DANGHROUS i'O K NOVV" 1 July Caroline I jmb on Byron Justin Wintler & Richard Kenin: The Penguin Concise Diction- ary og Biographical Quotation Penguin 1981 Pound sagði um Eliot: „Mr. Eliot er öðru hvoru skinandi gott skáld, og hefur hlotið mikinn orðstir meðal enskra gagnrýnenda, aðallega með þvi að dulbúa sjálfan sig sem lik.” Lafði Karólina Lamb sagði um Byron, skáld- mæring: „Brjálaður — slæmur — og hættulegt að þekkja hann.” Byron hafði fyrir sitt leyti ámóta litið álit á lafðinni: „Haldið ykkur sem lengst frá henni.” I þessari bók fáum við að hnýsast i hvað fræga fólkinu fannst um hitt fræga fólkið — hér er tilvitn- unum um menn raðað eftir þeim sem talað er um en ekki öfugt. Auövitaö er gaman að hnýsast i þetta, tilvalin bók fyrir þá sem stunda hiða eðlu list „namedropping”! Og ansi hefur Byron lávarður veriö skæður, eiturtunga. Varla er til sú manneskja i heimi hans sem hann hafði ekki eitt- hvað ljótt að segja um. Lái manni hver sem vill þó maður spyrji: „Hvernig er Byron?” Jah, ég spyr þig... James Morris: Pax Kritannica Penguin 1981 James Morris? Hljómar nafnið kunnuglega? Ætli það ekki. Hverjir muna eftir þætti úr „Dick Cavett Show” þar sem hann ræddi við konuna Jan Morris — kynskipting? Jan hafði áður en hún lét gera á sér róttækar breytingar verið karlmaður og hét þá ... James Morris. Eitt siðasta verk hans áður en hann varð hún var að skrifa þessa bók og tvær til — trilógiu um upphaf, hámark og loks hnignun breska heimsveldisins: Pax Britannica er I miðið. Hér er heimsveldið á hátindi sinum, rétt fyrir siðustu aldamót, þegar Bretar réðu þvi sem þeir vildu ráða. Bókin er fjör- lega og skemmtilega skrifuð, langt i frá þurrlegt sagnfræði- rit, erfitt annað en.lesa hana i einni striklotu. Tilfinningar Morris til heimsveldisins eru sýnilega blendnar en hann/- hún heldur við þaö íullum trúnaði og afleiðingin er bæði skemmtileg stórlróðleg og já, falleg bók. Stephen King: The Stand A Signet Book / NAL 1980 Stefán þennan er liklega óhætt að telja ókrýndan kóng hryllingssögunnar, bækur hans fara eins og eldur i sinu um a.m.k. Bandarikin og gæsahúðin breiðist út. Og vist kann hann lagið á að láta ónot hrislast um lesara sinn, hug- myndafluginu virðast engin takmörk sett en að auki skrifar hann prýðilega. Þessi saga hér er löng, tæpar 800 blaðsiöur, en ætli menn böðlist ekki i gegnum hana ef svona litteratúr höfðar á annað borð til þeirra. Hér segir frá þvi er ógurleg áföll henda Ameriku, hið illa — fætt i rannsóknar- stofu — leikur lausum hala og þeir teljast heppnir sem deyja strax. Eftir á er landið auðn og þeir sem lifa finna að örlögin hafa búið þeim ógnarlegt hlut- skipti. En náttúrlega... Og svo segjum við ekki meir. Spenn- an verður jú að hafa sinn gang. Viti menn það ekki, þá hefur King skrifað hryllings- sögur á borð við Carrie, The Dead Zone, Firestarter og The Shining, sem Kubrick kvik- mvndaði. _ Grafhýsi keis- aranna í Kína ■ Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Ann Paludan: The Imperial Ming Tombs. Yale University Press 1981. í sumar birtist i Helgar-Tim- anum langt og mikið viðtal við Ann Paludan, eiginkonu danska sendiherrans hér á landi þótt hún sé ensk að ætt og uppruna, þar sem meðal annars var boðuð koma þessarar bókar um Ming-grafhýsin kinversku. Frá 1972-76 voru þau hjónin sendifull- trúar i Peking, þá lærði Ann Paludan kinversku, en hafði auk þess ærin tækifæri til aö ráfa um hinn vfðlenda Ming-kirkjugarð, skoða og taka ljósmyndir, og þegar hún komst að þvi hversu litið hefur verið ritað um graf- hýsin utan Kinaveldis mun hug- myndin að bókinni hafa kviknað. Eða eins og hún segir sjálf frá — að bókin hafi sprottið úr sunnu- dagsgönguferðum i Ming- dalnum. Eftir að þau hjónin settust að á íslandi mun hún hafa farið tvivegis til Kina, viðað að sér frekari heimildum og ráðfært sig við kinverska fornleifa- fræðinga og sagnfræðinga. Sjálf hefur Ann enga sér- menntun á þessu sviði, er hvorki fornleifa- né listfræðingur, þótt litt sjái þess staði i bókinni. A móti háskóluninni vegur staðgóð þekking á lrfnversku máli og siðum, auk eðlisborinnar forvitni og næmis á umhverfi og kenni- leiti, sem best má ráða af þeim glæsilegu myndum sem bókina prýða. Nú er ég heldur litill fyrir mér i Kinafræðunum og ekki hægt að ætlast til að ég leggi mat á annað en það sem bókin hefur fákunn- andi leikmanni að bjóða — þekk- inguna skortir tii að um alvöru gagnrýni geti orðið að ræða. I heild sinni er bókin eins konar kort, uppdráttur eða skrá yfir Ming-grafhýsin þrettán sem standa i stórum dal norðan við Pekingborg. Þar standa byggingar á stóru flæmi, veggj- aðar af og umluktar viðlendum görðum, skreyttar listaverkum bæði innan húss og utan — fágæt dæmi um þokkafullt yfirbragð og glæsilegt handverk sem einkennir kinverska byggingalist. Asig- komulag grafKýsanna þrettán er mjög misjafnt, sum þeirra hafa verið vandlega gerð upp á tima alþýðustjórnar en önnur eru ofur- seld vatni og vindum. Ming-dalurinn er einhver stór- kostlegasti (og kannski um leið fánýtasti) kirkjugarður í viðri veröld, og verður að leita allt til pýramiða faraóanna til að finna samjöfnuð. Eins og kemur glöggt fram i bókinni á allt þetta tilstand i kringum likamsleifar hinna dauðu sér sterkar rætur i arfleifð og trúarbrögðum Kinverja — for- feðurnir voru álitnir milligöngu- menn milli himinsins og jarðar- innar, guða og manna, og þvi til mikils að vinna að halda sem bestu sambandi við þá. Og þegar keisari átti i hlut dugði ekki að reisa honum slorlegri höll dauðum en hann hafði búið i i lifanda lifi. Grafhýsin eru öll skipulögð eftir svipuðum reglum, sem miðuðust við að vernda hina dauðu frá illum utanaðkomandi öflum, öndum og púkum, auk þess sem strangur hervörður var hafður um grafhýsin til þess að hversdagslegri púkar ættu ekki þar innangengt. Siðan varð keis- arinn eða einhver nákominn honum að koma reglulega i graf- hýsi forföðurins, færa fórnir og votta honum viröingu sina — og kaupa i leiðinni frið við himna- völd. Grafhýsi sem þessi eiga sér langa sögu meðal Kinverja og nægir þar að minnast á „forn- leifafund aldarinnar” svokallað- an, grafhýsi Shih-Huang-Ti keisara i Xian frá þvi um 220 f.Kr., þar sem undur mikil og stórmerki hafa komið upp úr jöröinni. Þótt bók Ann Paludan snúist einkum um grafhýsin sjálf, bygg- ingarnar og landið i kring, er hún lika öðrum þræði Kinasaga og menningarsaga. í byggingarlist- inni glittir i glæsileika Ming- skeiðsins (1368—1644) á upp- gangstima sinum, fyrst með keis- aranum og ævintýramanninum Chu-Yuan-Chang, sem reis úr almúgastétt til keisaradóms. Og þá jafnframt i niðurlæginguna, þegar stofnar ættarinnar urðu æ veikari, allt þar til Manchu-ættin, barbarar norðan úr Mongóliu seildust til valda. En á háskeiði sinu var Ming-timinn gullöld, timi uppgangs i bókmenntum, listum, menntun, verslun, sjóferðum og kinverskri menningu almennt. Þá glæddist aftur forn dýrð rikisins i miðjunni sem hafði beðið hnekki þegar Montólar splundruðu Kina- veldi nokkrum öldum fyrr. A tima Ming-ættarinnar var Kina að mestu leyti óskipt, náði yfir næstum jafnstórt flæmi og al- þýðulýðveldið nú. Bók Ann Paludan hefst á inn- gangskafla um Ming-timann al- mennt og rætur grafhýsanna i þjóðmenningu Kinverja. Þar næst gerir hún stuttlega grein fyrir grundvallarreglum i kinverskri byggingarlist, arkitektúr graf- hýsanna sjálfra og hinum fræga „andavegi”, sem liggur úr höfuð- borginni i Ming-dalinn, varðaður kynjadýrum og styttum af hirð- mönnum keisarans. En megin- hluti bókarinnar er greinargóð úttekt á hverju grafhýsi fyrir sig, þeim þrettán sem eru i Ming- dalnum, grafhúsi ættföðurins við Nanking og grafhýsi keisarans Ching-t’ai, sem ekki fékk legu meðal skyldmenna sinna. Þar er tekið fyrir hvað eina sem fyrir augað ber i grafhýsunum, skreytilist og flúr, holræsi og þök og svo náttúra staðarins, blóm og fuglar. Með þessu fylgir ágrip af ævi þess sem grafhýsið byggir, hins framliðna keisara. Enn- fremur eru i bókarlok viðaukar um fórnarathafnir og tilhögun mála i grafhýsunum á tima Ming-keisaranna — og loks kafli um fuglalif i Ming-dalnum. En orð hrökkva skammt þegar þessi bók á i hlut, hún er i aðra röndina myndabók, prýdd afburðafallegum ljósmyndum sem segja hálfa söguna og vel það. Auk þess er I bókinni fjöldinn allur af kortum og uppdráttum. Formála að bókinni um Ming- grafhýsin skrifar L. Carrington Goodrich, þekktur Kinafræðingur og fyrrverandi prófessor i kin- versku við Kólumbiaháskóla — en sá hefur einmitt nýlega gefið út bók með æviskrám Kinverja frá Ming-timabilinu. Texti Ann Paludan er afar læsi- legur og lifandi. Það er vandséð aöþetta verk, skrásetning Ming- grafhýsanna, verði leyst öllu skil- merkilegar af hendi. Egill Helgason Ann Paludan Thor yrkir á ensku Okkur hefur borist i hendur litið kver með ljóðum á ensku. Þau eru reyndar eftir mann sem annars er mjög skrifandi á is- lensku, nefnilega Thor Vilhjálms- son. Bókin er gefin út undir nafninu „The Deep Blue Dea, Pardon the Ocean” eða — Djúp- blár sær, afsakið haf og kemur út hjá forlaginu „Loon Books”, hvers heimkynni eru i Northeast Harbour i Maine-fylki i Banda- rikjunum. Aðstandandi út- gáfunnar heitir Gunnar Hansen og mun vera islenskur að faðerni þótt ekki sé hann mælandi á is- lensku, Gunnar er meðal annars þekktur fyrir kvikmyndaleik og hefur unnið sér það til ágætis að leika i kvikmyndinni „Vélsagar- morðinginn”, sem gerði nokkra lukku hjá frændum okkar Svium. 1 hjáverkum dundar hann sér svo við skriftir og bókaútgáfu. Aðspurður sagðist Thor hafa skrifað ljóöin i bókinni sér til hugarhægöar á nokkuð löngum tima með höppum og glöppum, stöku sinnum kæmi þessi inn- blástur til yrkinga á ensku yfir hann. Þó heföi hann gætt þess vandlega að láta þetta ekki spyrj- ast út — fáein ljóöanna hefðu áður birst i timaritum erlendis, en það sé óhætt, þessi tímarit berist hvort eð er ekki hingað til lands. 1 islensku kvaðst Thor svo til ein- göngu halda sig við óbundið mál núorðið. Við tökum okkur það bessaleyfi að birta hér sýnishorn úr bókinni, kvæðið „Epater”: Mumble jumble from the jungle dies jive retreats from juvenile beatle fcats featuring the hairy ape abbreviated in stature while plaited curls beat the bush in antiquated dreams do me do a do a did he do you in the midnight bells ding ding a dong thinning out Crowds hail the hooligan stealthily breaking windows without a wealth of imagination still at the old game lurking smirking in the dark ’epater les bourgeois. Thor Vilhjálmsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.