Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN 23. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR6 F R É T T A S K Ý R I N G Það var eitt og annað í fréttum síðustu vikna sem gaf fullt tilefni til hugleið-inga. Eitt var frétt um að áfengis- neysla flýtti fyrir Alzheimer, sem hljóta að teljast góðar fréttir fyrir þá sem drekka til að gleyma. En það eru fleiri leiðir til fyrir þá sem þola illa raunveruleikann og þrá sam- band við óminnishegrann heitar en nokkuð annað. Ein er að berja hausnum við stein- inn og í því efni stöndum við oft framar- lega á alla mælikvarða, svo sem höfðatölu og steinaeign. Forsætisráðherra hefur að undanförnu leikið þennan ójafna leik steins og höfuðs í umræðum um evruna og Evrópusamband- ið. Síðast á aðalfundi Samtaka atvinnulífs- ins og uppskar dræmar undirtektir. Innan raða atvinnulífsins gætir nokkurrar ar- mæðu yfir forystuleysi í aðkallandi verk- efnum sem snerta brýnustu hagsmuni þjóðarinnar. Allt er þó enn sem komið er fremur kurteislegt á yfirborðinu. Nú hef ég engan áhuga á að stökkva á lest þeirra sem hrópa um að allt væri í himnalagi ef evran væri gjaldmiðill okkar. Svo væri sannarlega ekki miðað við þá stjórn efnahagsmála sem verið hefur við lýði síðasta áratuginn eða svo. Ég er líka hjartanlega sammála því að evruvæðing atvinnulífsins án hinnar formlegu leiðar aðildar að ESB og upptöku evru er leið sem líkleg er til að grafa undan trúverðugleika alls efnahagskerfisins og skapa okkur frek- ari vandræði. Samtök atvinnulífsins hafa talað fyrir slíkri leið og ég verð að viður- kenna að ég hef skilning á því að atvinnu- lífið í núverandi stöðu varpi slíku fram. Þó að ég sé sannfærður um að þetta sé vond leið er ég hræddur um að hún verði farin, ef forysta þjóðarinnar lætur öðrum eftir ákvörðun í málinu. Sú sýn á evruumræðuna sem forsætis- ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins ítrekar stöðugt felur líklega annað tveggja í sér; að atvinnulífið fjarlægist flokkinn og þar með sá kjarni sem hefur haldið flokkn- um stærstum flokka á Íslandi eða að Ís- lands bíði hlutskipti afnáms krónunnar án atbeina ríkisstjórnarinnar. Slíkt yrði ömur- legur vitnisburður stjórnvalda og líklegt til að leiða til stjórnarslita og uppgjörs áður en til slíks kæmi raunverulega. Í ljósi þessa og þeirrar alvarlegu stöðu sem uppi er í efnahagslífinu og fjármála- kerfinu er afstöðuleysi á alla kanta óskiljan- legt. Í atvinnulífinu gerast raddir hávær- ari um að það óhæði milli ríkisstjórnar og Seðlabanka sem mikilvægt er gildi nú bara í aðra áttina. Þörf er á skýrari forystu ef á að takast að leiða samfélagið í gegnum þann mótbyr sem við okkur blasir. Ríkis- stjórnin verður að leiða slíkt með trúverð- ugum hætti. Yfirlýsing menntamálaráðherra um breytingar á stjórnarskrá til að auðvelda aðild að ESB er skynsamlegt útspil til að vinna tíma til að móta málflutning flokks- ins betur. Hún er skynsamleg og í anda þess að við eigum á hverjum tíma að upp- fylla skilyrði um inngöngu í ESB, viljum við á annað borð taka ákvarðanir um fram- tíð okkar af fúsum og frjálsum vilja. Á sama hátt og frjáls vilji rúmast í lögbundn- um heimi, þá rúmast enn upplýst ákvörðun um framtíðarskipan gjaldmiðilsins, jafn- vel þótt niðurstaðan geti aðeins orðið ein. Þetta rými kann hins vegar að hverfa hratt og þá bíður okkar framtíð nauðhyggju og viljaleysis. Yngri kynslóðin í forystu Sjálfstæðis- flokksins gerir sér grein fyrir því að til einhvers konar uppgjörs milli þeirra sem vilja taka upp evru og hinna hlýtur að koma innan flokksins. Mér segir svo hugur að forsætisráðherra geri sér fyllilega grein fyrir þessu, enda með fullt atgervi til slíks. Útilokandi yfirlýsingar hans fresta ekki slíku uppgjöri. Þær auka fremur líkurn- ar á því að vilji hann ekki vatnið smakka, þá sitji hann ekki meðal þeirra sem landið munu erfa. Heldur verði búinn staður meðal þeirra sem telja sig lögboðna hand- hafa arfsins um eilífð og þrá ekkert heitar en grafskriftina: „Hann hafði alltaf rétt fyrir sér“ sem varla nokkur fengi nema sér til háðungar. Framundan hlýtur að vera nokkur próf- raun fyrir flokkinn um hvort hann verði tækt forystuafl 21. aldarinnar eða sögu legur minjagripur Heimastjórnarflokks innilok- unarmanna sem réðu ríkjum í flokknum á síðari hluta 20. aldar. Sá kostulegi fyrir- sláttur að Evrópusambandsaðild og skref í átt að henni séu ekki í stjórnarsáttmálanum eru brosleg í ljósi þess að samstarfsflokk- urinn myndi ekki leggja stein í götu slíkra breytinga í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það þrengir stöðugt að sjónarmiðum þeirra sem vilja stöðu utan sambandsins og leit þeirra að nýjum leiðum í stað evru verður sífellt vandræða- legri. Forsætisráðherra er nógu skynsamur til að ljá slíku ekki máls. Upptaka norrænn- ar myntar eins og VG hafa slegið fram eða svissnesks franka ungliða Heimastjórnar- flokksins eru hvort tveggja hreint framsal peningamálastjórnar til annars ríkis sem væri miklu meira afsal sjálfstjórnar en innganga í ESB. Enda þótt fræðilega megi leika sér að ýmsum lausnum í peningamálum er stað- an að verða nokkuð einföld. Valið stendur á milli evru og krónu. Ef evran er niðurstað- an, þá þýðir það inngöngu í ESB. Fari nú svo, eins og líkur benda meir og meir til, að útséð verði um að krónan dugi okkur til veru í hópi velmegandi vestrænna lýðræð- isríkja, ætlar stærsti flokkur landsins með forystu í ríkisstjórn, þá fyrst að stíga fram til undirbúnings inngöngu? Slíkt væri til marks um algjört forystu- leysi og yrði vart skýrt með öðru en döng- unarleysi og ótta við að takast á við óum- flýjanlegt uppgjör við samanbitið aftur- haldið í flokknum. Að undanförnu hafa safnast upp nokkur mál sem forysta flokksins virðist ekki geta tekið á. Forystu sem til lengdar tekur ekki af skarið og sýnir myndugleika bíður ekki annað en að aðrir taki forystuna. Ástand efnahagsmála og fjármálakerfisins krefj- ast afgerandi forystu. Þannig má lesa í orð Samtaka atvinnulífsins um sjálfupptöku evrunnar að þar sé á ferðinni raunsætt mat á því hver þróunin verði ríki hér áfram- haldandi verkkvíði og ákvörðunarfælni. Var hann þyrstur þó Kristín Jóhannesdóttir, fram- kvæmdastjóri Fjárfestingar- félagsins Gaums, sagðist ekki telja að við Íslendingar ættum margar færar leiðir til að ná stöðugleika í atvinnulífinu til framtíðar. „Við getum auðveldlega eytt dýrmætum tíma í umræður um hvort hinir ýmsu gjaldmiðlar komi okkur á réttan kjöl. Ég tel hins vegar að við eigum að horfa til evrunnar og aðildar að Evrópu- sambandinu. Því hefur verið hald- ið fram að umræðan um Evrópu- sambandið og evru sé flótti frá því verkefni sem þjóðin standi nú frammi fyrir. Ég get ekki fall- ist á það. Nær væri að segja að við höfum sofið á verðinum og svikist um að marka okkur skýra stefnu í Evrópumálum meðan flest hefur gengið okkur í haginn. Við stöndum frammi fyrir brenn- andi spurningum, sem við höfum svikist um að leita svara við,“ sagði hún. Kristín benti á að þau skref sem Ísland hefði stigið í Evrópusam- starfi hefðu tvímælalaust orðið þjóðinni til framdráttar. „EFTA og svo samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið hafa gef- ist vel, um það er ekki deilt. En þróun undanfarinna vikna færir okkur heim sanninn um að að- ildin að Evrópska efnahagssvæð- inu var bara biðleikur. Sá djarfi biðleikur galopnaði hagkerfið en við héldum áfram að notast við krónu sem er svo aum að spá- kaupmenn á mörkuðum geta spil- að með efnahag heillar þjóðar, eins og fréttir undanfarinna daga og vikna sýna.“ Hún sagði að ekki væri unnt að halda úti galopnu hagkerfi með flöktandi örmynt. Stjórnendur fyrirtækja yrðu að geta gefið sig alla í reksturinn á hverjum tíma og duttlungar krónunnar gætu hvorki né mættu ráða för. „Ekki er víst að fyrirtækin geti starfað áfram við óbreyttar að- stæður. Þá gæti þeim orðið nauð- ugur sá kostur að færa sig úr landi.“ ÓBREYTT ÁSTAND EKKI KOSTUR Áhrifin af alþjóðlegu lausafjár- kreppunni eru meiri á Íslandi en virðist við fyrstu sýn, sagði Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður Greiningardeildar Lands- bankans, í erindi sínu og benti á að valmöguleikum okkar í efna- hagsmálum hefði í raun fækkað. „Óbreytt ástand í peningamálum er til dæmis ekki kostur í stöð- unni – nema fjármálakerfið drag- ist verulega saman,“ sagði hún. Edda Rós sagðist alltaf hafa gert ráð fyrir að ef fram kæmi yfirlýs- ing frá stjórnvöldum um áhuga á að taka upp evru kæmu strax fram jákvæð áhrif á vexti og gengi. „Slík yfirlýsing yrði hins vegar mjög ótrúverðug í kjölfar þess að horfið væri frá verðbólgu- markmiðinu. Alþjóðafjármála- kerfið myndi ekki treysta stjórn- völdum til að grípa til þeirra að- gerða sem nauðsynlegar væru til að evruaðild yrði bærileg fyrir Ís- lendinga. Hér yrði því áfram hátt áhættuálag á vexti og sveiflur í krónunni. Evruvalkostur stæði tæplega til boða í framhaldinu næstu fimm árin.“ Edda Rós sagðist telja tillög- ur um einhliða tengingu krónunn- ar við aðrar myntir til þess falln- ar að grafa undan núverandi pen- ingastjórn. „Þær eru heldur ekki til þess fallnar að auka trú al- þjóðahagkerfisins á íslenska fjár- málakerfið, nema síður sé, því að án aðildar að Seðlabönkum við- komandi myntar vantar íslenska fjármálakerfið það bakland sem bankar þessara landa hafa. Við yrðum því að minnka banka kerfið með sölu eigna eða með því að færa höfuðstöðvar til útlanda. Það er auðvitað raunhæfur kostur, en við verðum þá að vera meðvituð um að það yrði niðurstaðan,“ sagði hún. RÆÐA VERÐUR STJÓRNSKIPUN LANDSINS FYRST Ólöf Nordal, alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði óraunhæft að ræða aðild að Evrópusam- bandinu án þess að viðurkenna að grundvallarumræða um stjórn- skipun landsins hefði ekki farið fram. „Ég hef áður lýst þeirri skoð- un minni að við ættum að læra af reynslunni þegar EES-samningur- inn var innleiddur hér og ég held því fram að þorri landsmanna hafi ekki gert sér grein fyrir því valdaframsali sem í honum fólst. Við verðum að koma okkur saman um stjórnarskrárbreytingar fyrst og við vitum að það tekur nokk- ur ár að koma slíkum breytingum fram,“ sagði hún. Ólöf sagði aðeins til bölvunar að blanda þessum málum inn í um- ræður um lausn þeirra aðkallandi vandamála sem nú væru komin upp í efnahagslífinu. „ESB-aðild tryggir ekki aðild að evrusvæðinu nema Ísland hafi þegar uppfyllt ströng skilyrði um lága verðbólgu, stöðugt gengi og sterk ríkisfjár- mál. Fjármálavandinn nú stafar fyrst og fremst af ytri vanda sem á okkur dynur. Við hann verðum við að berjast með öllum tiltæk- um vopnum. Að því loknu verð- ur að draga af honum lærdóm og ákveða hvaða leiðir eru far- sælastar til að styrkja kerfið til framtíðar. Það er því brýnasta verkefni dagsins að ná efnahag- sjafnvægi, hvort sem við sjáum að því loknu þörf á að breyta stöðu okkar í efnahagskerfi heimsins eða ekki. Það verður ekki útkljáð fyrr en að þessu verki loknu. Við höfum ekki tíma til slíkra hluta nú,“ sagði Ólöf Nordal. - bih Edda Rós Karlsdóttir, Kristín Jóhannesdóttir og Ólöf Nordal skyggndust inn í framtíðina á ársfundi SA. Horft til Evrópu Tillögur Eddu Rósar Edda Rós Karlsdóttir tiltók nokkrar tillögur, sem allar myndu bæta innviði íslenskt efnahagskerfis, tækju á óþarfa sérkennilegheitum og ykju þannig trú- verðugleika kerfisins: ■ Grípa þarf strax til aðgerða til að efla trú á fjármálastöðugleika a Íslandi, meðal annars með því að efla gjald- eyrisforðann og ná samkomulagi við erlenda seðlabanka. ■ Stjórnvöld þurfa að lýsa yfir stuðningi við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Aðrir skammtímakost- ir eru ekki í stöðunni og stanslausar yfirlýsingar um gangleysi vaxtastefnu bankans draga einmitt úr virkni vaxt- anna – sem þó er nógu lítil fyrir. ■ Undirbúa þarf strax breytingar í Seðlabankanum. Setja þarf á stofn peningastefnuráð að alþjóðlegri fyrir- mynd. ■ Auka þarf trúverðugleika bankans og tryggja að minni vaxtabreytingar dugi til að ná árangri. ■ Auka þarf þátttöku Seðlabankans í opinberri umræðu. Það er ótækt að bankinn láti gagnrýni krauma svo vikum og mánuðum skiptir án þess að koma fram og endurtaka rök sín fyrir aðgerðum. ■ Setja fram áætlanir í efnahagsstjórn sem miða að því að ná niður vöxtum og koma á jafnvægi í þjóðarbúskapn- um. Það gerir krónuna að stöðugri mynt. ■ Skoða þarf af fullri alvöru aðild að Evrópusambandinu og Myntbandalagi Evrópu – slíkur undir- búningur gagnast öllum, hvort sem niðurstaðan verður já eða nei. ■ Endurskoða þarf starfsemi Íbúðalánasjóðs, áður en EFTA- dómstólinn krefst þess. Tryggja þarf að Íbúðalánasjóði verði ekki falið hlutverk sem gangi þvert á aðgerðir Seðlabanka Íslands. ■ Bæta þarf hagskýrslugerð, bæði hvað varðar skuldir og eignir þjóðar- búsins og þáttatekjur í uppgjöri á viðskiptahallanum. Það er alveg óþolandi að opinberar tölur skuli sýna meiri viðskiptahalla en efni standa til. H A F L I Ð I H E L G A S O N Að fenginni reynslu af flot- gengisstefnu Seðlabankans og í ljósi þeirrar stöðu sem nú blasir við íslensku atvinnu- lífi er nauðsynlegt að grípa til samhæfðra aðgerða bæði á sviði peningamála og ríkisfjár- mála. Þetta sagði Ingi mundur Sigur pálsson, fráfarandi for- maður Samtaka atvinnulífsins, meðal annars í ræðu sinni. „Því vil ég nota þetta tæki- færi til þess að beina því til forsætisráðherra, hvort ekki sé nú tilefni til þess að ríkisstjórn- in gefi út yfirlýsingu með skýr- um og afgerandi hætti þess efnis, að unnið verði að því að uppfylla viðurkennd skilyrði um stöðugt verðlag, jafnvægi í ríkisfjármálum, stöðugleika í gengisskráningu og samhæf- ingu langtímavaxta, sem sett eru fyrir aðild að myntbanda- lagi Evrópu. Með samningi við Seðlabankann verði hafinn undirbúningur að nauðsynleg- um aðgerðum til þess að ná niður verðbólgu, lækka stýri- vexti og tryggja aðhald í opin- berum rekstri, þannig að sett- um markmiðum verði náð,“ sagði hann. Ingimundur sagði jafnframt brýnt að auka gjaldeyrisforða Seðlabankans og gera honum kleift að tryggja íslenskum fjármálastofnunum aðgang að lausafé og lánsfé á eðli legum kjörum, svo koma mætti í veg fyrir stöðvun nýrra fjárfest- inga, sem byggja á fjármögn- un íslenskra banka. „Að öðrum kosti er hætt við því, að fram- farir stöðvist í íslensku at- vinnulífi um langa hríð.” Uppfylla þarf skilyrði evruaðildar segir fráfarandi formaður SA KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR EDDA RÓS KARLSDÓTTIR ÓLÖF NORDAL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.