Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN 23. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T Bjarni Ármannsson fjárfestir hefur í Bandaríkj- unum fundið bakland til stærri fjárfestinga hjá fjárfestingarsjóði að nafni Paine & Partners. Hann hefur með Norðmanninum Frank Ove Reite, sem er fyrrverandi samstarfsmaður Bjarna úr Glitni, gengið til liðs við sjóðinn sem operating director, eða það sem kalla mætti „athafnastjóra“ í lauslegri þýðingu. Þótt Bjarni hafi strax ákveðið að fara sér ekki að neinu óðslega þegar hann lét af störfum sem forstjóri Glitnis fyrir tæpu ári hefur síður en svo ríkt nokkur lognmolla hjá honum. Eftir „milli- leik“ með Reykjavik Energy Invest (REI) hefur hann nú fundið fjárfestingum sínum farveg til framtíðar um leið og tilveran er að komast í fast- ari skorður og nánasta framtíð er ljós, með flutn- ingi til Noregs með fjölskylduna í sumar. Tíðindi dagsins varða hins vegar nokkurs konar niðurstöðu á vangaveltum Bjarna um hvernig best sé að standa að fjárfestingum. „Maður þarf aðgang bæði að fjármagni og þekkingu,“ segir Bjarni og kveðst um skeið hafa með þetta á bak við eyrað verið í sambandi við ýmsa fjárfestingarbanka og einkaframtakssjóði (e. private equity). „Niður- staðan er að við Frank Reite, sem starfaði með mér í Glitni, höfum gert samkomulag við „pri- vate equity“-sjóð sem heitir Paine & Partners og gerumst það sem kallað er „operating director“.“ Félagið segir Bjarni stofnað árið 1997 og hafa frá þeim tíma fjárfest fyrir tæplega sex og hálf- an milljarð Bandaríkjadala í félögum í ýmsum at- vinnugreinum. „Ávöxtun á það eigið fé sem í þeim fjárfestingum hefur verið bundið hefur að jafn- aði verið 33 prósent á ári. Þeir sem að félaginu standa hafa þannig getið sér mjög gott orð, enda eru á meðal þeirra margir af eftirsóttustu fjárfest- um heims.“ Í LIÐI MEÐ ÖFLUGUSTU FJÁRFESTUM HEIMS Bjarni og Frank Ove starfa með Paine & Partners en hafa að sérsviði fjárfestingar í sjávarútvegi, orkuiðnaði og í fjármálageiranum. „Eðli málsins samkvæmt er áherslan hjá okkur meiri á Norð- ur-Evrópu þótt fjárfestingarnar séu ekki á nokk- urn hátt bundnar við það svæði, en markmiðið er að starfrækja okkar starfsemi frá Osló.“ Í dag segir Bjarni Paine & Partners vera með 44 starfs- menn, þar af helming starfsmanna í beinum fjár- festingum og aðsetur í San Francisco og New York í Bandaríkjunum. Núna fjárfestir félagið úr sjóði sem heitir Paine & Partners III og er um 1.200 milljónir dala að stærð, en það er pottur upp á tæpa níutíu milljarða íslenskra króna. Á þeim rúma áratug sem sjóður inn hefur starfað hefur hann tekið þátt í átján svokölluðum grunnfjár- festingum, eða „platform investments“, sem síðan hafa getið af sér kaup á 59 öðrum fyrirtækjum til vaxtar og styrkingar grunnfjárfestingunum. „Ég sé því fram á að þetta geti boðið upp á ýmis áhugaverð tækifæri vegna stærðar sjóðsins, bak- hjarla hans og þekkingar starfsmanna. Þá hefur verið algengt að sjóðurinn hafi fengið sína fjárfesta sem meðfjárfesta í ákveðnum verkefnum, sem er þekkt fyrirbrigði úr þessum private equity-geira,“ segir Bjarni, en með slíku samspili við suma af öfl- ugustu fjárfesta heims er athafna- og fjárfestingar- getan orðin umtalsvert meiri. „Áherslan verður ýmist á að styðja við bakið á núverandi fjárfest- ingum sjóðsins, eða finna nýjar. Þetta eru geirar sem við teljum okkur hafa ágæta þekkingu á, en með þeirra fjárhagslega hrygg og okkar tengsla- net ættum við að geta hjálpað fyrirtækinu að skapa verðmæti fyrir sína fjárfesta.“ Aðspurður segir Bjarni ekki loku fyrir það skotið að samstarfið verði ákveðinn farvegur fyrir aukna erlenda fjárfestingu hér á landi. „Hvar okkur ber ná- kvæmlega niður verður auðvitað bara að koma í ljós, en við horfum náttúrlega til þessara þriggja greina; sjávarútvegs, orku og fjármálastarfsemi.“ Hann segir hins vegar að sjálfsögðu munu verða horft til áhugaverðra fjárfestinga hér á landi líkt og annars staðar. „Íslensk fyrirtæki hafa enda sýnt fram á það á síðustu árum að þau geta skapað mikil verðmæti og haft þann kraft sem þarf til að búa til fyrirtæki, láta þau vaxa og skapa verðmæti fyrir fjárfesta.“ Ef til vill þarf ekki að koma á óvart að áherslur Bjarna í fjárfestingum eru á sömu sérsviðum og lagt var upp með hjá Glitni þegar hann var þar við stjórnvölinn. Aðkoman er hins vegar önnur sem hluthafi og eigandi, meðan bankinn er meira þjón- ustu- og lánveitandi. Ekki er því útilokað að þarna kunni að vera fletir til frekara samstarfs. ER EKKI BJARTSÝNN Á ÞRÓUN EFNAHAGSMÁLA Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, hefur haft á orði að í fjármálageiranum hafi viðgengist „rugl“, svo sem í launagreiðslum æðstu yfirmanna. Bjarni kveðst hins vegar vilja stíga varlega til jarðar í yfirlýsingum um slík mál. „Fjárfestingarbankastarfsemi er eðli málsins sam- kvæmt þannig að tekjurnar koma í bylgjum og það geta verið fáir einstaklingar sem velta þar því hlassi sem ræður hvort viðskipti lenda þeim megin hryggjar eða annars staðar. Þá hefur sýnt sig í al- þjóðlegu umhverfi á þessum vettvangi að menn fljóta mjög auðveldlega á milli fyrirtækja og leiðir þessara banka til að bregðast við því hafa verið að mismuna fólki með launagreiðslum. Ég held að ís- lenskir bankar geti ekki verið undantekning í þeim efnum, en auðvitað er alltaf matsatriði hvort of langt hafi verið gengið í einstökum tilfellum. Þetta snýst því í raun ekki um grundvallarregluna, heldur hvað sé ásættanlegt og hvað ekki í því umhverfi sem menn starfa.“ Starfsumhverfi alþjóðlegra fjármálafyrirtækja hefur hins vegar breyst síðustu misseri og jafnvel þannig að hrikti í stoðum þeirra sumra hverra sem illa voru í stakk búin til að takast á við lausafjár- þurrðina sem nú ríkir á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum. „Það er alveg ljóst að við lifum á mjög sögu- legum tímum. Í dag eru afskriftir vegna undirmáls- lána og skuldabréfavafninga frá því í júní í fyrra rétt að ná í 300 milljarða dollara og auðvitað ljóst að þær hreyfingar allar og afleiðingar þeirra skekja mark- aðinn gríðarlega. Á öllum eignamörkuðum er undir- liggjandi hræðsla. Jafnframt er ljóst að hlutabréfa- markaðir í heiminum eru almennt mun jákvæðari á þróunina en endurspeglast í álagi á skuldatrygging- ar og á skuldabréfamörkuðum þar sem ríkir svart- sýni og jafnvel sums staðar frost líkt og við höfum mátt þola hér á landi,“ segir Bjarni og kveður ljóst að ekki geti bæði sjónarmið verið rétt. „Raunveruleikinn liggur líkast til þarna á milli einhvers staðar. Ég held að fyrsta stigs áhrifin af þessari undirmálskrísu séu komin eða um það bil að koma fram og stærsta spurningin nú sé hvernig annars stigs áhrifin verði, það er áhrifin á neyslulán og á húsnæðisverð, atvinnuleysi og neytendahegð- un,“ segir hann og telur ekki ástæðu til sérstakr- ar bjartsýni um þá þróun á heimsvísu, að minnsta kosti ekki eins og sakir standa. „Við búum við þær Boltanum verður að halda á lofti Bjarni Ármannsson fjárfestir, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur ásamt fyrrver- andi samstarfsmanni sínum úr bankanum, Frank Ove Reite, gengið til liðs við bandarískt fjárfestingarfélag að nafni Paine & Partners. Óli Kristján Ármannsson tók Bjarna tali og komst að því að þarna fær hann bakland til stærri fjárfestinga með áherslu á Norður-Evrópu. Sjálfur fjárfestir Bjarni svo í smærri verkefnum. Til að mynda hefur hann ásamt fleirum hafið undirbúning að koltrefjaverksmiðju á Sauðárkróki. Hann segir ekki sérstaka ástæðu til að vera bjartsýnn á þróun efna- hagsmála í heiminum og kveður stjórnvöld hér þurfa að bregðast skjótt við og grípa til aðgerða sem efli trú á landinu og fyrirtækjum sem hér starfi. Hann segir daga krónunnar teljanlega og ljóst að gjaldmiðillinn hafi glatað trúverðugleika jafnt innan lands sem utan. „REI-málið var afskaplega lærdómsríkur ferill og eftir á liggur fyrir að hefðu málin þróast með öðrum hætti hefðu legið mikil tækifæri í hugmyndinni,“ segir Bjarni Ármannsson,, sem var stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest og ætlaði að taka þátt í uppbyggingu og útrás í orkugeiran- um þar sem byggt yrði á þekkingargrunni Orkuveitu Reykjavíkur og kallaðir til sam- starfsaðilar úr einkageira. „Orkuveitan gat selt sinn hlut á ein- hverja 23 milljarða króna og ef samruna- ferlið við Geysi Green Energy hefði náð fram að ganga hefði á þessum tíma verið hægt að ná í verulega fjármuni sem nýst hefðu getað núna þegar markaðsaðstæður eru þannig að þessir sömu fjármunir hafa mun meiri kaupgetu en þeir höfðu þá. En slíkar vangaveltur verða í sjálfu sér aldrei annað en akademískar,“ bætir Bjarni við og segir allan eftirleik REI-málsins sífellt minni keim bera af efnislegri umræðu og bera fremur merki persónulegra átaka. „En rykið e að erfitt er staðan er.“ Bjarni se sé geti aldr stefnt. „Ég Verður aldrei það Í SJÓNVARPSS sonar, fyrrveran sonar, fyrrveran tengdar tilurð o kom berlega í l Sjónvarpsins síð R E Y K J A V I K E N E R G Y I N V E S T ( R E I ) . . . E F T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.