Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 12
 23. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● landbúnaður Landbúnaðarsýning verður haldin á Gaddstaðaflötum við Hellu dag- ana 22. til 24. ágúst í tilefni af aldar- afmæli Búnaðarsambands Suður- lands. Fjölbreytni verður þar höfð í fyrirrúmi og áhersla lögð á þróun, tækni, hlutverk og stöðu landbún- aðar í þjóðfélaginu. Til marks um fjölbreytnina eru hugmyndir uppi um að þar verði véla- og tækjasýning, búfjár ræktar- sýningar, afurðasýningar/-kynn- ingar, smalahundasýning, garð- yrkju- og blómasýning, handverks- sýning, vöru- og þjónustusýning. Auk þess stendur til að bjóða upp á fjölbreytta skemmtidagskrá. Svæðið þykir henta vel undir sýningu af þessari stærðargráðu, enda næg bílastæði, tjaldsvæði, hjólhýsa- og fellihýsasvæði og mikið landrými auk þess sem þá verður búið að reisa rúmgóða reið- höll. Nánari upplýsingar má fá hjá Jóhannesi Hr. Símonarsyni, fram- kvæmdastjóra Landbúnaðarsýn- ingarinnar, í síma 480-1809. Sjá www.bssl.is. - rve Fjölbreytni í fyrirrúmi Landbúnaðarsýning verður haldin á Hellu í ágúst á þessu ári. Þar stendur til að sýna eitt og annað sem tengist landbúnaði; handverk og smalahunda svo fátt eitt sé nefnt. Hlédís Sveinsdóttir hleypti nýlega af stokkunum verkefn- inu www.kindur.is, sem veitir almenningi tækifæri til að eignast eða taka kind í fóstur. „Kindur hafa verið stór hluti af mínu lífi enda alin upp í sveit að Fossi á Snæfellsnesi. Þar búa for- eldrar mínir enn og stunda þar sauðfjárrækt. Í dag sé ég hversu mikil forréttindi það eru að hafa aðgengi í sveit og þannig vaknaði hugmyndin að kindarverkefn- inu,“ segir Hlédís Sveins dóttir, sem nýlega hleypti af stokkun- um verkefninu www.kindur.is. Þar gefst almenningi kostur á að eignast eða taka í fóstur kind í íslenskri sveit. Sjálf er Hlédís löngu flutt á mölina en hefur síður en svo gleymt uppruna sínum. „Íslenska sauðkindin er nátengd lífi okkar og menningu, enda erum við upphaflega öll úr sveit og ekki langt síðan bændasam félagið var allsráðandi. Þetta hefur hins vegar breyst á mjög skömmum tíma og flestir hafa misst upprunateng- ingu við matinn sem við borð- um. Mig langaði að gera sveitina aðgengilega fyrir sem flesta og auka skilning almennings á byggð í sveit. Auk þess er eitt markmið- ið að skapa atvinnu- og búsetu- grundvöll fyrir bændur eins og foreldra mína sem ekki eru með kvóta,“ segir Hlé dís, en auk for- eldra hennar á Fossi taka bæirnir Gaul á Snæfellsnesi og Klossar við Dalvík á Norð austur landi þátt í verkefninu. „Fyrirkomulagið er tvenns konar. Annars vegar er hægt að taka kind í fóstur í gegnum heima- síðuna. Þá er hægt að velja kind af síðunni og nefna hana. Hins vegar er hægt að kaupa kind sem er valin af síðunni. Bæði eignar- og fósturkind senda síðan jólakort þar sem farið er yfir árið, auk að- gengis í sveitinni fimm til átta daga á ári á opnum dögum. Síðan er hægt að láta vinna ull gegn aukagjaldi hjá Ullarselinu, og fyrir þá sem kaupa kind er hægt að láta vinna gæruna hjá Sjávar- leðri. Eigendur fá að sjálfsögðu kjötafurðir heim að dyrum, annað hvort fínskornar eða úrbeinaðar,“ segir Hlédís og bætir við að fóstur kind kosti 15.500 krónur á ári eða 1.292 krónur á mánuði og eignarkind kosti 39.500 kr. á ári eða 3.292 kr á mánuði. Viðtökur hafa að sögn Hlédís- ar farið langt fram úr vænting- um. „Mér finnst laumubændur og sauðfjáráhugafólk hafa sprottið upp allt í kringum mig. Ólíkleg- asta fólk hefur haft samband og það er greinilegt að íslenska sauð- kindin á sér djúpar rætur í æsku- minningum margra,“ segir hún hlæjandi. „Kosturinn við eign- ar kindina er kannski að þarna er eigandinn að gæðastýra sínu lambakjöti alveg upp á disk. Þess vegna er líka svo mikilvægt að halda smærri byggð í sveit, svo Ísland endi ekki með örfá risa- býli. Þessi smærri býli eru það sem gerir íslensku sveitina að því sem hún er,“ segir Hlédís, sem hefur fengið fjölda fyrirspurna um annars konar fósturdýr. „Hænur eru greinilega vinsæl- ar eins og sauðkindin því margir hafa spurt um þær, meðal annars sumarhúsaeigendur sem gætu hugsað sér að vera með hænur á sumrin og fá sér egg,“ segir Hlé- dís, sem segir kindina líka vin- sæla gjöf. „Fyrir þann sem á allt er þetta tilvalin gjöf. Svo stendur einnig til að bjóða gjafabréf þar sem fólk getur boðið í mat þegar kindin er komin á diskinn,“ út- skýrir hún. Næsti opni dagur, þar sem fólk getur heimsótt sína kind eða komið til að skoða mögulega eignar- eða fósturkind, er hinn 1. maí að Klossum við Dalvík og hinn 17. maí að Fossi og Gaul á Snæfellsnesi. Sjá www.kindur.is. - rh Laumubændur vakna til lífsins Sauðkindin á sér stað í hjarta bóndadótturinnar Hlédísar Sveinsdóttur, sem býður nú almenningi að kynnast sveitinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI                  !"#$$$%&% '() *+ ,     -       .&/, -- 01 1   1 ,.2  .3 %    1   1  /,  -  41  0.4&0 0. ,4 1&   ,  % 5,    0    6 ,  ,    ,  & . 7   , 6, % 8       9 0. 22    4, ,0  0-1%:    ; 0 7   6,  7 & 4 . --"<9 6,% 6  ,      / !     7 7 =        !!"    #   "  ##   $   %&  ' ()$$ *  (+,)+- ' (-), *  (+-)+. ' (,)- *  ($) ' (/)+,- *  (+/)$,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.