Tíminn - 20.01.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.01.1982, Blaðsíða 3
MiöVikudagUr 20. janií'ar 1982 fréttir Sjólastöðin í Hafnarfirði kaupir 10 ára skuttogara frá Noregi: BREYTfl HONIIM í „Bflf’ MEÐ STYTTINGU UM TVO METRA! ■ Sjólastöðin i Hafnarfirði hefur nýlega fest kaup á 10 ára gömlum skuttogara frá Noregi sem nú er verið að gera á ýmsar breytingar i skipasmiðastöð i Þrándheimi, m.a. verður hann styttur úr 41 metra niður i 39 metra, en á eftir fellur hann ekki undir skilgreininguna á þvi hvað er togari heldur verður hann fluttur til landsins sem bátur. „Við fengum ekki heimild til að flytja skipið inn nema að undangenginni þessari breytingu, við sóttum það itrekað til ráð- herra en það fékkst ekki i gegn,” sagði Haraldur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjólastöðvarinnar i samtali við Timann i gær. „Við áttum fyrir tvo báta sem voru gerðir ónýtir og fengum i þeirra staö að flytja inn þennan sem telst bátur eftir stytting- una.” — t>jónar þessi breyting ein- göngu þeim tilgangi að tilskilin innflutningsleyfi fáist? „Jú, það má segja það. Enda vildum Við ekki gera þetta við vorum mjög ósáttir við það. En þetta var sett sem skilyrði. Þarna var verið að leggja út i kostnað sem við álitum ekki nauðsynleg- an.” — Hvað kostar báturinn? Og breytingin? „Ég held ég sé ekki að fara út i neinar tölur i þvi sambandi,” sagði Haraldur. Einnig felst i breytingunum, sem veriðer að gera á skipinu, að minnka afl vélarinnar. —Sjó. Olfuhöfn verður byggðí Helguvík ■ Akveðið hefur verið að byggja oliugeyma fyrir Keflavikurflug- völl i Helguvik og losunaraðstöðu fyrir oliuskip. Þegar Helguvikur- geymarnir komast i gagnið verða gömlu geymarnir ofan við Kefla- vi"k rifnir. Stærð nýju geymanna miöast við að þeir taki svipað magnog þeir sem nú eru i notkun. I mai s.l. var samþykkt þingsá- lvktun um lausn á vandamálum- vegna eldsneytisgeyma varnar- liðsins þar sem utanrikisráðherra er falið að vinna að þvi, að fram- kvæmdum til lausnar á vanda- málum er skapast hafa fyrir byggðalögin i Keflavik og Njarð- vik vegna oliugeyma varnarliðs- ins verði hraðað. Olafur Jóhannesson utanrikis- ráðherra sagði i samtali við Tim- ann i gær, að farið hafi fram ath- ugun á staðarvali fyrir geymana. Vita- og hafnarmálastjórn, varnarliðið, og samvinnunefnd bæjarstjórna á Suðurnesjum voru sammála um að Helguvik væri besti kosturinn. Náttúruverndar- ráð lagði einnig blessun sina yfir staðarvalið. „Þetta er miklu minni fram- kvæmd en áður var lagt til og mannvirkin smærri, enda þvi slegið föstu að eldsneytisrýmið verði ekki aukið frá þvi sem nú er. Núverandi geymar eru fyrir framkvæmdum i Keflavik og Njarðvik og mikil mengunar hætta stafar af þeim. Ekki er endanlega ákveðið hvort bryggjugerð veröi i Helguvik eða skipin leggist við baujur, en lik- legt er að viðlegukantur verði byggður.Leiðslur milli geymanna og flugvallarins verða grafnar i jörðu. Reynt verður að flýta framkvæmdum eins og kostur er og hönnun á mannvirkjunum hefst á þessu ári en stefnt er að þvi að þeim verði lokið ekki siðar en 1986. Viðkomandi yfirvöld verða að samþykkja allar hönn- unartillögur áður en til fram- kvæmda kemur. Meðal Suður- nesjamanna er mikill áhugi á að fá fullkomna höfn, sérstaklega með tilliti til stóriðju siðar meir, en aðstaðan i Helguvik er aðeins miðuð við oliuhöfn eins og nú er. Oliubryggjan i Keflavik eyði- lagðist i ofviðri fyrir skömmu, og losa oliuskip nú i fiskihöfninni i Njarðvikum og er það óviðunandi ástand,” saði Ólafur. Utanrikisráðherra lagði á- kvörðun sina fyrir rikisstjórnina, en þar urðu ekki miklar umræður um hana. Oó ■ Lögregla þurfti að beita klippum til að ná siasaðri stúlkunni út úr bifreiöinni sem, eins og sést á myndinni, skemmdist mjög i árekstrin- um við Ijósastaurinn. Tlmamynd Sverrir Vilhelmsson. Ok ölvaður á Ijósastaur ■ Stúlka slasaðist talsvert i á- rekstri sem varð i Sætúni við Kirkjusand rétt fyrir klukkan 3 aðfaranótt laugardagsins. Átján ára ökumaður Simca bif- reiðar missti stjórn á bifreiðinni vegna mikillar hálku sem var á götunni. Af þvi leiddi að bifreiðin lenti utan i ljósastaur og stúlkan sem var i framsæti bifreiðarinnar slasaðist talsvert, kjálkabrotnaði m.a. Bifreiðin skemmdist mikið og nota þurfti klippur til að ná stúlkunni út. ökumaðurinn er réttindalaus og grunaður um ölvun. —Sjó. Það er hægt aðhafa þaö notalegt ilaugunum þótt um hávetur sé. Tlmamynd: Ella. ' ÁD /o uTSIuiitir í tilefni af 100 ára afmæli Samvinnuhreyfingarinnar á íslandi hefur Skipadeild Sambandsins ákveðið að veita viðskiptavinum sínum 25% afslátt af skráðum flutningsgjaldatöxtum stykkjavöru til eða frá Hamborg i janúar og febrúar 1982. Út- og uppskipun greiðist samkvæmt töxtum. Farmbókanir annast: Skipadeild Sambandsins, Sambandshúsinu, Sölvhólsgötu, Reykjavík, sími 28200 Norwegische Shiffahrtsagentur G.m.b.H. Kleine Johannisstrasse 10, 2 Hamburg 11, Sími: 040-361.361, Telex 214823 NSA D. \ Aætlaðir lestunardagar í Hamborg: HELGAFELL 25.janúar HELGAFELL 12.febrúar JÖKULFELL 5.febrúar HELGAFELL 3.mars SK/PADEILD SAMBANDSINS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.