Tíminn - 20.01.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.01.1982, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 20. janúar 1982 f réttir Póllands- söfnunin: Um fjórar milljónir hafa borist ■ Póllandssöfnun Hjálparstofn- unar kirkjunnar hefur gengiö al- veg prýðilega hingað til og hafa þegar borist um 4 milljónir króna i hana. Aætlað er að fyrsti farmurinn af islenskum vörum fari héðan i lok þessa mánaðar og er þar aðal- lega um matvæli að ræða, en fyrir um viku fór héðan sending neyðargagna vegna flóðanna i Póllandi. Samkvæmt upplýsingum frá Hjálparstofnun kirkjunnar, þá verður fyrsti farmurinn af is- lensku vörunum sendur með Haf- skip, en fyrirtækið gaf flutnings- gjöldin af honum til söfnunarinn- ar og er það með stærstu gjöfum sem borist hafa. — FRI Reykjavíkur- skákmótid: Ekkert heyrst f rá Sovét- mönnum ■ „Við höfum sent þeim bréf um málið og óskum eftir að fá góða keppendur”, sagði Ingimar Jóns- son formaður Skáksambands ís- lands i samtali við Timann er við spurðum hann um hugsanlega þátttöku Sovétmanna á Reykja- vikurskákmótinu en enn hefur ekkert heyrst frá þeim um það. ,,Ég á von á að þeir sendi hing- að menn en venjan hefur verið hjá þeim að draga það fram á sið- ustu stundu að svara og ætli það verði ekki eins núna.” — FRI Flugleiðir fá leyfi til Glasgow/Kaup- mannahöfn áætlunarflugs ■ Flugleiðir hafa nú fengið leyfi til aukins áætlunarflugs milli Glasgow og Kaupmannahafnar en þetta kom fram i bréfi sem Birni Theódórssyni, fram- kvæmdastjóra markaðssviðs félagsins barst frá breska flug- málaráðuneytinu. Sem kunnugt er krafðist breska flugmála- stjórnin þess að Flugleiðir hættu þessu flugi er það hafði staðið i meir en 30 ár. Flugleiðir gera ráð fyrir þrem ferðum i viku og munu á allra næstu dögum taka endanlega ákvörðun um hvernig þvi verður hagað og hvenær það hefst. — FRI Vilhjálmur ekki með ■ 1 Dropum i gær var sagt frá þvi að Vilhjálmur Vilhjálmsson hefði ásamt bræðrum sinum keypt húsnæði Prentsmiðjunnar Odda við Bræðraborgarstig. Það er ekki nema rétt og satt að bræð- ur Vilhjálms keyptu húsið, en Vil- hjálmur sjálfur mun ekki hafa tekið þátt i þeim viðskiptum. i sama Dropa misritaðist nafn eins bræðra Vilhjálms sem Svan- berg, en á að vera Svanur Þór. Hætta að reykja í Odda ■ Hér er saman kominn hluti starfsfólksins i Prentsmiðjunni Odda, og á þetta fólk allt þaö sameigin- legt að hafa einsett sér að hætta aðreykja. Lengst til vinstri á myndinni er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavikur, Þorvarður örnólfsson, en hann er þessa dagana daglegur gestur i Odda, og heldur þar námskeið með þeim sem vilja hætta reykingunum. Upphaflega voru þeir vist einir 18 sem höfðu ritaö nafn sitt á lista og ætluðu að taka þátt i þessu nám- skeiöi, en þegar það hófst i fyrradag, þá mættu 12 til „leiks”. Það verður fróðlegt að vita hversu margir af þessum 12sleppa frá skaðvaldinum nikótinus, með þátttöku Iþessu námskeiði. AB/Timamynd G.E. imaritið Samvinnan Nýir áskrifendur fá síðasta árgang ókeypis. Samvinnan á sjötíu og fimm ára afmæii á þessu hátíðarári samvinnumanna. Ritið var stofnað árið 1907 tii að kynna sam- vinnuhugsjónina, sem þá var ný og ókunn, en er nú einn af höfuðþáttum í efnahagslífi þjóðarinnar. Nú á dögum er Samvinnan hvort tveggja í senn: málgagn samvinnuhreyfingarinnar og vand- að og læsilegt menningar- og heimilisrit. í tílefni af afmælinu bjóðum við nýjum áskrifendum síðasta árgang ÓKEYPIS. Þú færð 300 blaðsíður fleytifullar af girnilegu lesefni sendar heim til þín, um leið og þú gerist áskrifandi að Samvinnunni. % IPJ 9®r mAttur hinna mörgu amvinnan-áskriftarsími 91 -81255 Smásala Heildsala SALOMOIM Öryggisins vegna Einhell vandaðar vörur Súluborvélar Tværstæröir, hagstætt verö Skeljungsfaúðín Suöulanclsbraut 4 srri 38125 HeidsöUxgóir: SkefLngir hf. SmáMörudeid-Laugavegi 180 síni 81722 VIDE0- HARKADURINM hamraborbio Höfum VHS myndbönd og original spólur i VHS. Opið frá kl. 9 til 21 alla virka daga, laugardaga frá kl. 14—18ogsunnudagafrákl. 14—18. ömmuhillur byggjast á einingum (hillum og renndum keflum) sem. hægt er að setja saman á ýmsa vegu. Fást i 90. sm. lengdum og ýmsum breiddum. Verö: 20sm. br. kr. 116.00 25sm. br. kr. 148.00 30sm. br. kr. 194.00 40sm. br. kr. 217.00 milli-kefli 27 sm. 42.00 lappir 12 sm. 30.00 hnúðar 12sm. 17.00 Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Furuhúsið h.f. Suðurlandsbr. 30 — simi 86605. Cinhell vandaöar vörur Smemlar Margar gerðir. w Afar hagstætt verð. Skeljungsbúðin Suöatendsbraut 4 sini 38125 Heidsölubirgóir: Skeljungur hf. SmáMxudeW-LaugaMegi 180 sími 81722

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.