Tíminn - 20.01.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.01.1982, Blaðsíða 8
8 ‘ s? ’ I . Miövikudagur 20. janúar 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig- urdur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir. Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiöur Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrímsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórn, skrifslofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsinaasími: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 5.00. Askriftargjald á mánuöi: kr. 100.00—Prentun: Blaöaprent hf. á vettvangi dagsins __/ Hver er vandi heima- vistarskóla? eftir Hauk Ágústsson, skólastjóra Mikilvægast að af- stýra atvinnuleysi Þótt sjómannaverkfallið stæði ekki lengi, var það nógu langt til þess, að menn fengu örlitla hugmynd um hvers konar böl langvarandi at- vinnuieysi myndi verða og hvaða tjón fyrir þjóð- ina myndi hljótast af þvi. Þess vegna hefur þvi jafnan verið lýst yfir af hálfu Framsóknarflokksins, að af tvennu illu kysi hann heldur nokkura verðbólgu en atvinnu- leysi. Þess vegna er það grundvallarstefna hans að tryggja beri undirstöðu atvinnuveganna framar öðru og vinna að eflingu þeirra eftir þvi sem framaster kostur. En jafnframt vill hann einnig vinna að hjöðnun verðbólgunnar. Deilan, sem varð um fiskverðið nú, var leyst með þetta sjónarmið i huga. Af hálfu sjávarútvegsráðherra, sem hafði for- ustu um lausn hennar, var einkum þrennt haft i huga. í fyrsta lagi yrði að reyna að treysta sem bezt rekstrarstöðu atvinnuveganna. i öðru lagi yrði að reyna að tryggja sjómönnum, að þeir héldu hlut sinum til jafns við launafólk i landi. í þriðja lagi yrði að reyna að leysa málið þannig, að mögulegt yrði að halda verðbólgunni i skefj- um. Það verður ekki annað sagt en að lausn fisk- verðsdeilunnar treystir stöðu fiskvinnslu og sjávarútvegs eins vel og kostur er undir rikjandi kringumstæðum. Bæði útgerðarmenn og fisk- vinnslumenn greiddu atkvæði með fiskverðs- ákvörðuninni. Þá hafa sjómenn fengið aukna tryggingu fyrir þvi, að þeir haldi hlut sinum i samanburði við launastéttirnar i landi. Fulltrúar sjómanna féllust lika á fiskverðsákvörðunina. Þvi er svo ekki að neita, að sú lausn, sem samið var um eykur verðbólguna og þá jafn- framt nauðsyn þess, að róttækar ráðstafanir verði gerðar til að sporna gegn vexti hennar. Að þvi verkefni verður rikisstjórnin nú að snúa sér af einurð og festu. Af hálfu Framsóknarflokksins hefur ekki verið farið dult með það, að hann telur nauðsyn- legt, að nú verði gripið til svipaðra aðgerða i efnahagsmálum og framkvæmdar voru i byrjun siðastliðins árs. Þar var um alhliða niðurtaln- ingu að ræða. Ýmsir forustumenn launþegasamtakanna óttuðust þá, að það yrði þeim óhagstætt að gefinn var eftir nokkur hluti verðbóta á laun, en á móti komu aðrar ráðstafanir til að viðhalda kaupmættinum. Þessi ótti reyndist ástæðulaus. Opinberar skýrslur sýna nú, að þessar ráð- stafanir drógu ekki úr kaupmættinum heldur tryggðu hann betur en orðið hefði að óbreyttu. Þar fékkst skýr sönnun þess, að það, sem skiptir máli er ekki krónutala launanna heldur kaup- máttur þeirra. Enn er ekki fullreynt hvort samkomulag næst um svipaðar aðgerðir nú og i fyrra, en það yrði miður, ef svo reyndist ekki. Þá eykst sú hætta, að litið verði úr niðurtalningu verðbólgunnar á þessu ári, og að rekstrarstaða atvinnuveganna versni að nýju. , . ■ I landinu eru átta stórir héraðsskólar, sem vista nem- endur sina alla daga vikunnar. Einnig eru heimavistir við marga skóla á menntaskólastigi og auk þessurmull skóla, sem nemendur dvelja að fullu i að minnsta kosti fimm daga hverrar viku. Þau ungmenni,sem þessa skóla sækja, skifta þúsundum. Engum má i léttu rúmi liggja, hvernig aðstaða er búin þeim hluta æsku- lýös þjóðarinnar, sem ekki á kost á skólagöngu frá heimili sinu. Það er mál, sem varðar þjóðina alla. Þögin mæla svo fyrir 1 25. gr. grunnskólalaganna segir: „Við gerð heimavistar- skóla skal kappkosta, að þeir minni sem mest á almenn heimili og sé þannig frá gengið, að nem- endur geti jafnan náð til um- sjónarmanns heimavista.” Það má fullyrða, að þeir for- eldrar, sem senda börn sin i heimavistarskóla ætlist til þess og búist við þvi, aðaðstæður séu i samræmi við ákvæði laganna. Enda er það eðlilegt og sjálfsagt, að svo sé búið að hinum upp- rennandi borgurum, að þeir hafi hina bestu aðstöðu til þess að afla sér þekkingar og ná þeim þroska, sem að er stefnt. Ábyrgó og aöstaða Foreldrar, sem senda afkvæmi siná heimavistarskóla, fela þeim umsjá þeirra. Þetta er mikið og vandasamt hlutverk. Heima- vistarnemendur koma úr ýms~ um áttum. Ahugamálin eru fjöl- breytt og þarfirnar margvis- legar. Aðstaða heimavistarskólanna er afar óiik til þess að sinna þvi yfirgripsmikia verkefni, sem þeim er fengið i umsjá nemenda sinna, ogþviferfjarri, að þeirnái því m arki, sem þeim er sett i lög- um. Mörgu er ábótavant einkum hvað varðar félagslega aðstöðu. Húsnæði og búnað skortir og ekki siður starfslið, eða einna helst fjármuni til þess að hægt sé að nýta þá af starfsmönnum skól- anna, sem væru færir um aö vinna með nemendum i félags- legum störfum. Fiármagn og fram- kvæmd Sé tekið dæmi af héraðsskóla, er yfirleitt ekki talin þörf á að halda uppi gæslu þann tima, sem kennsla stendur. Henni lýkur yfirleitt kl. 16.00. Þá ætti gæsla að hefjast og standa óslitið ekki skemur en til kl. 24.00, nema á laugardögum. Þá daga er rett að gera ráö fyrir gæslu til að minnsta kosti 1.00. Um helgar þarf gæsla að hefjast fyrr en ella. A laugardögum kl. um það bil 13.00 og , á sunnudögum ekki ■ Spilað i friminútum i Fellaskóla. menningarmál Leikfélag Reykja vlkur 85 ára ® Lcikfélag Heykjavikur heldur um þessar mundir upp á 85 ára afmæli sitt: hafði sérstaka athöfn á botnplötu sinni i nýja mið- bænum, en það cr nd á leiðinni upp dr jörðinni, eftir að hafa bdið við flóð og fjöru i Iðnó i fleiri skilningi en einum. Stefna þeir lcikféiagsmenn að þvi að kiára þetta hús á þcssum áratug, ef guð og borgarfjárhirslan lofa. Saga leikhússins i Reykjavik Saga Leikfélags Reykjavikur spannar að visu ekki alla leik- listarsögu landsins, eða höfuð- borgarinnar, en ég hygg þó að flestir skilji hlutina svo, aö með því leikhúsi verði til í meginat- riðum sú leiklist er nú er boðin á Islandi, bæði hin lærða og leiklist áhugamanna. Elsta leikfélagið á Islandi mun vera Leikfélag Sauðárkróks, en það dottaði svona á milli, en starfarenn og nú með töluverðum blóma. URihaf leiklistar i Reykjavik mfia flestir við Hólavallaskóla, en um aldamótin 1800 voru sett á svið fáein leikrit af skólapiltum, en þá listgrein má rekja i Skál- holt, hefur mér verið sagt. Sú leiklist lifir enn og heitir nú Herranótt og hefur aðsetur i Menntaskólanum i Reykjavik. Páll Lindal, lögmaður segir frá þessu I bókinni .Hin horfnu tún”. ,,A árunum kringum 1800 voru flutt þar nokkur leikrit af skóla- piltum, og er þeirra kunnast leik- ritið Narfi, diur sá Narragtugi biðill eftir Sigurð Pétursson sýslumann. Eftir aö skólinn var fluttur til Bessastaða, lágu leik- sýningar niðri f Reykjavik um skeið, en þær hófust aftur 1813 og mun Rasmus Christian Rask hafa átt töluverðan þátt i þvi. Var leikið i Yfirréttarhúsinu (Austur- stræti 22), þangað fluttir bekkir úr Dómkirkjunni handa áhorf- endum, og hneykslaði slikt suma. Meðal þeirra, sem léku auk Rasks má nefna Bjarna Thorarensen. Yfirleitt var leikið á dönsku. Eftir að Lærði skólinn var fiutt- ur til Reykjavikur, hófust að nýju leiksýningar skólapilta, og sýndu þeir 1847 og 1848 leikrit eftir Hol- berg, sem löngum hefur notið mikilla vinsælda i Reykjavik. Arið 1845 á tti Jón Guðmundsson ritstjóri frumkvæði aö þvi, að leiksýningar voru teknar upp, og var þá sýnt leikritið Pakk eftir Overskou, danskan höfund. Þær sýningar fóru fram i „Klúbbn- um”, þar sem seinna reis hús Hjálpræðishersins. Leikurinn vakti mikla hrifningu, svo að „flestir heldri menn staðarins fóru tvisvar eða þrisvar á leikinn og sumir oftar”, segir i Þjóðólfi. Arið eftir var ekki leikið i „Klúbbnum”, heldurisjálfu stift- amtmannshúsinu, þ.e. Stjórnar- ráðshusinu, og lék þar meðal ann- arra sá frægi maður Trampe greifi. 1 framhaldi af þessum leiksýn- ingum og fleiri myndaðist nokkur stofn að leikbúnaði.en oftast var ágóðanum varið til almennings- heilla. Sigurður Guðmundsson átti mikinn hlut að þessum málum og ekki sist einum merk- asta viðburðinum, en það var, þegar frumsýnt var leikritið Úti- legumennirnir eftir skólapiltinn Matthfas Jochumsson i febrúar 1862. Leikrit þetta gerði „hvin- andi lukku”, en Matthias lýsti þessusjálfur svo: ,,Ég bjó til eða sullaði eða skrúfaði saman leikrit i jólafriinu”. Siðar endursamdi Matthias leikritið og nefndi Skugga-Svein. Skólapiltar létu skammt stórra högga milli um þessar mundir, þvi að á nýársdag 1871 var frumsýnt leikrit eftir annan skólapilt. Var það Nýárs- nóttin eftir Indriða Einarsson, er varð einn ötulasti baráttumaður fyrir stofnun Þjóðleikhússins og auk þess mikilvirkt leikritaskáid. Ánæstu árum voruýmsar leik- sýningar i Reykjavik, en ekki er hægt að segja, að fast form kæm- ist á leiklistarstarf i Reykjavik, fyrr en Leikfélag Reykjavi'kur var stcrfnað árið 1897, og varð þá mikil breyting á leiklistarstarf- inu”. Iæikfélag Reykjavikur Það er auðvitað margs að minnast, þegar rætt er um sögu og starf Leikfélags Reykjavikur. Sveinn Einarsson, þjóðleikhús- stjóri,erþá var leikhússtjóri LR, ritaði sögu félagsins á 75 ára af- mæli þess og kom hún út árið 1972 hjá Almenna bókafélaginu. Þar segir Sveinn meðal annars um stofnun LR. ,,Um þær mundir voru starf- andi tveir leikflokkar i Reykja- vik. Annar hafði aðsetur sitt i Góðtemplarahúsinu þar i ná- grenninu—en það hús hafði verið reist 1889 og siðar stækkað til að bæta aðstöðu til leiksýninga o.fl.: þessi leikflokkur sýndi aðai- lega það, sem blööin kölluðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.