Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 17
H A U S MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 Ú T T E K T óvenjulegu aðstæður að uppsveifla í Suðaustur-Asíu hefur keyrt upp verð á hrávöru, málmum og mat- vælum, auk þess sem ýmsir þættir sem áður voru nýttir til matvælaframleiðslu eru nú notaðir við orkuframleiðslu. Þetta þýðir að við göngum of hratt á auðlindir heimsins. Einhvers konar endurskipu- lagning í þeim efnum er bráðnauðsynleg og hluti af þeirri aðlögun verður samdráttur í eftirspurn, eða í vexti, í hinum vestræna heimi. Ég held að við séum í ákveðnu sögulegu ferli og þegar hlutir gerast mjög sjaldan, jafnvel bara einu sinni til tvisvar í líftíma fólks, er afskaplega erfitt að spá fyrir um hvað muni gerast. Til skemmri tíma litið tel ég hins vegar ekki ástæðu til sérstakrar bjartsýni. Hvað okkur Íslend- inga varðar er ljóst að lausafjarkrísan hittir okkur illa fyrir vegna þess hve fjármálageirinn er stór hluti af okkar fyrirtækjarekstri og hvað hann vegur þungt í vexti samfélagsins. Um þriðjungur af vexti í þjóðarframleiðslu frá aldamótum hefur komið frá fjármálaþjónustu.“ Samhliða þessum þrenging- um segir Bjarni þjóðarbúið mega horfa upp á sam- drátt í erlendri fjárfestingu vegna loka fjárfestinga vegna uppbyggingar í ál- og orkuiðnaði. „Ég held að þetta muni taka tíma að jafna sig á Íslandi og vona að stjórnvöld og þar til bærir aðilar beri gæfu til að taka réttar ákvarðanir í efnahagsmálum.“ KRÓNAN HEFUR MISST TRÚVERÐUGLEIKA Bjarni er hins vegar ekki alveg skoðanalaus þegar að því kemur að meta hvaða ákvarðanir séu réttar í að stýra efnahagslífi þjóðarinnar þannig að draga megi úr neikvæðum áhrifum niðursveiflu og fjár- málaþrenginga heimsins. „Ég held að við þurfum að einbeita okkur að því, og hefðum þurft að vera búin að því fyrr, að tryggja að lánveitandi til þrautavara geti útvegað íslensku bönkunum fjármagn í erlendri mynt. Það er hlutverk Seðlabankans og hann hlýtur að taka það hlutverk mjög alvarlega. Á sama tíma horfir maður til þess að lánshæfismatsfyrirtæki sem og aðrir sem virða íslenskt hagkerfi fyrir sér úr fjarlægð líta til þess hvort stjórnvöld hafi skýra sýn á framtíðarskipan þessa samfélags. Ég held að við þurfum að horfast í augu við að annað hvort eru dagar krónunnar taldir eða teljanlegir. Gjaldmiðill- inn, eins og staðan er í dag, hefur misst trúverðug- leika, bæði held ég hjá okkur Íslendingum og al- þjóðlega. Þegar það kemur ofan á lausafjárkrísu og samdrátt í framkvæmdum er við vandamál að eiga á mjög mörgum sviðum og þá þarf stefnan að vera skýr.“ Bjarni áréttar að sjálfsagt sé hægt að marka fleiri en eina farsæla stefnu til að vinna eftir, en ljóst sé að hraða þurfi mjög þeirri vinnu að marka þjóðinni farveg í þessum efnum. „Maður sér að sjálfsögðu hvernig umræðan um Evrópusambandið er að taka á sig nýja mynd; margir sjá það sem lausnarfarveg núna og það má vel vera. Ég held það sé alveg ljóst að við þurfum að setja það mjög hratt niður fyrir okkur hvers konar samfélag við viljum byggja upp og hvers konar efnahagsstjórn því það er alls ekki nógu skýrt í dag og kemur klárlega fram hjá þessum alþjóðlegu greiningaraðilum.“ Bankarnir segir Bjarni að hafi tekið sig mjög saman í andlitinu, bætt upplýsingagjöf og tekið strangari viðmið í starfsemi sinni í tengslum við umræðuvanda sem skapaðist um starfsemi þeirra á vordögum 2006. „Staða bankanna var því sem betur fer mjög sterk þegar lausafjárkreppan skall á, en að sama skapi eru innviðir fjármálakerfis- ins sem við búum við ekki jafnsterkir og æski- legt væri. Þar liggur beinast við að tala um lítinn gjaldeyrisvaraforða í samanburði við stærð banka- kerfisins. Við erum með tiltölulega ungt kerfi og þar af leiðandi eftirlitsaðila, á meðan starfsemi banka sem rekin er frá Íslandi er víðfeðm og nær um heim allan. Eins og alltaf tekur tíma að vinna trúverðug- leika og eins og staðan er í dag fær enginn að njóta vafans. Það setur enn meiri kröfu á innviðina – að ramminn haldi.“ Evrópusambandsaðild er ein leið til lausnar að mati Bjarna, en hann áréttar að úrlausnarefnið sé fremur pólitískt en hagstjórnarlegt til lengri tíma litið. „Fram til þessa höfum við leyst stöðu svipaða því sem við erum í dag í með lækkun á gengi krón- unnar og þar með rýrnun kaupmáttar í gegnum verðbólgu. Því er ljóst að við yrðum að temja okkur miklu agaðri vinnubrögð ef gengi myntarinnar væri fast og leiðrétting í efnahagsniðursveiflu kæmi fram í auknu atvinnuleysi og launalækkunum. En það má vel vera að samfélagið sé tilbúið til þess. Þessu fylgja öllu kostir og gallar.“ Aðalatriðið segir Bjarni að setjast faglega yfir hverjir möguleikar þjóðar- innar séu. „Möguleikar okkar til sérstöðu eru vitan- lega meiri utan Evrópusambandsins en innan, en þeir sérstöðumöguleikar þurfa þá að vera einhvers virði, hvort sem þar er rætt um möguleika á alþjóð- legri fjármálamiðstöð eða eitthvað annað,“ segir Bjarni og bætir við að hér hafi menn þegar sýnt á af- gerandi hátt fram á getuna til að koma góðum hlut- um til leiðar. „Á Íslandi er til mikil þekking og ef hún er samtengd krafti og vilja til að búa til verðmæti höfum við sýnt fram á að það getum við gert. Saga Íslands á 20. öldinni er auðvitað eitt stórt kraftaverk. Við förum úr því að vera fátækasta ríki Vestur-Evr- ópu í að vera sjötta ríkasta land í heimi. Auðvitað eru sveiflurnar meiri vegna smæðar hagkerfisins, en það minnir mann á mikilvægi þess að enda þótt blási á móti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og það hafi afleiðingar hér megum við ekki hætta að skapa og fjárfesta í einhverju nýju. Við verðum að halda bolt- anum á lofti og þróuninni gangandi.“ Bjarni lætur ekki sitt eftir liggja í þeim efnum að halda boltanum á lofti og hefur sjálfur fjár- fest í nokkrum smærri verkefnum, bæði heima og erlendis. „Nú er rétt að verða komið ár síðan til- kynnt var um að ég hefði ákveðið að hætta hjá Glitni. Á þeim tíma ákvað ég tvennt, annars vegar að fara ekki mjög hratt af stað og hins vegar að prófa að vera í hlutverki eigandans, sem hefði það að mark- miði að vinna með fjárfestingum sínum og auka þar með verðgildi þeirra,“ segir Bjarni og kveðst eðli málsins samkvæmt hafa skoðað mun fleiri fjárfest- ingar en lagt hafi verið í. „Í dag er ég með nokkr- ar slíkar undir,“ segir hann, en þar á meðal er smá- lánafyrirtækið Folkia sem er með starfsemi í Sví- þjóð, Noregi og í Danmörku og svo fjárfesting hans í Glitni Property Holding þar sem hann er stjórnar- formaður með tæplega tólf prósenta hlut. Þá hefur Bjarni einnig fjárfest í iðnaði hér heima, svo sem með kaupum á Gasfélaginu síðasta sumar. „Það er skemmtilegt lítið fyrirtæki og ég hef verið að horfa til þess hvernig megi þróa það. Aukin gasnotkun er náttúrlega vatn á myllu þess fyrirtækis og hún hefur vaxið með aukinni notkun almennings sem og í stór- iðnaði, svo sem álframleiðslu þar sem gas er meðal annars notað. Svo hef ég núna um skeið skoðað fram- leiðsluferla sem eru gasfrekir og þannig kom til að mynda upp hugmyndin um framleiðslu á koltrefj- um, sem í síðustu viku endaði með stofnun undir- búningsfélags að byggingu koltrefjaverksmiðju á Sauðár króki.“ er samt enn svo mikið í loftinu að átta sig nákvæmlega á hver gist telja að úr því sem komið ei orðið úr REI það sem að var held hins vegar að þörfin til að nýta jarðvarma víða um heim og þekk- ing okkar Íslendinga á slíku sé óbreytt frá því sem áður var. En tækifæri Orkuveitu Reykjavíkur til að taka þátt í því, á þeim grunni sem lagt var upp með, er farið.“ Þarna spilar inn í að viðskiptahug- myndin að baki REI byggði að hluta á að hér á landi höfðu verið reist orkuver á sama tíma og hlé hafði orðið á slíkri uppbyggingu annars staðar. Þar með var hægt að sýna fjárfestum fram á ákveðna sérstöðu og forskot, en með auknum um- svifum í þessum geira í heiminum fjölg- ar þeim sem berjast um hituna og hafa orðið sér úti um reynslu í að takast á við aðstæður og vandamál sem upp kunna að koma við gerð jarðvarmavirkjana. „Þetta gerist nefnilega svo hratt,“ segir Bjarni og bendir á að árið 2002 hafi olíu- verð staðið í 25 Bandaríkjadölum hver tunna, en sé nú komið í 115 dali. „Á þessum tíma höfum við verið að virkja jarðvarma bæði til húshitunar og raf- orkuframleiðslu og hafa Íslendingar auð- vitað notið þess, meðan húshitunarkostn- aður annars staðar rýkur upp vegna verð- hækkunar á gasi og olíu.“ Bjarni telur hins vegar tækifærin enn til staðar til að nýta sérþekkingu sem hér hafi orðið til í orkugeira. „Og ég held að það verði gert þótt kannski verði það aðrir en þeir sem að var stefnt haustið 2007.“ ð sem að var stefnt SAL Ólík sýn Vilhjálms Þ. Vilhjálms- ndi borgarstjóra, og Bjarna Ármanns- ndi stjórnarformanns REI, á staðreyndir og starfsemi Reykjavik Energy Invest jós í viðtali hjá Helga Seljan í Kastljósi ðasta haust. MARKAÐURINN/VÖLUNDUR I R Á A Ð H Y G G J A :

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.