Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 23. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR10 S K O Ð U N Ég verð að viðurkenna að ég hef fulla samúð með erlendum grein- endum og markaðsaðilum sem reyna að leggja mat á íslenska hagkerfið. Að skilja hvað dríf- ur svo öfgakennt hagkerfi getur ekki verið auðvelt starf, hagkerfi sem auðveldlega toppar flestar vestrænar þjóðir þegar kemur að hagvexti, atvinnuleysi, verð- bólgu, vaxtastigi, viðskiptahalla og erlendum skuldum svo eitt- hvað sé nefnt. Það virðist ekki skipta máli hvaða hagstærð er í kastljósinu í hverju sinni, það er næsta víst að íslenska stærðin er öfgakennd. Utanaðkomandi spyrja sig hvernig þjóð með vexti yfir 15%, verðbólgu sem nálgast 10% múr- inn og viðskiptahalla í kringum 17% af landsframleiðslu getur starfað og meira en það, hvernig slíkt hagkerfi getur lifað af við núverandi markaðsaðstæður. Að sama skapi heilla svona öfgar blaðamenn enda ljóst að fyrirsögn eins og „Ísland með hæstu vexti í Evrópu“ eru meira grípandi en „Seðlabanki Íslands hækkar vexti í 4%“. Þessar öfgar gefa líka til- efni fyrir hnyttnar fyrirsagnir eins og „Ísland bráðnar“ og „Upp úr gýs á Íslandi“ en örfáar slík- ar hafa litið dagsins ljós á síðustu misserum. Nú ætla ég ekki að halda því fram að það sé engin ástæða til að hafa áhyggjur af núverandi stöðu efnahagsmála á Íslandi og að þetta sé allt misskilningur. Það eru vissulega blikur á lofti og næsta víst að þjóðarskútan mun draga saman seglin í ár. Á móti kemur að við höfum ekki auð- veldað okkur hlutina með því að halda í ýmiss konar sérstöðu sem skekkir og/eða ýkir samanburð við aðrar þjóðir og veldur ómæld- um misskilningi fyrir utanaðkom- andi aðila. SÉRSTAÐA ÍSLENDINGA Í fyrsta lagi er það vaxtastigið. Stýrivextir á Íslandi eru 15,5% og það er líklega Evrópumet ef ekki heimsmet. Bandaríkja- menn, Bretar og aðrir Evrópubú- ar reka upp stór augu enda myndi slíkt vaxtastig skapa óbærilegar byrðar fyrir heimili og fyrirtæki á þeirra heimamarkaði. Greiðslu- byrgði myndi hækka upp úr öllu valdi og leiða til fjöldagjaldþrota. Á Íslandi eru lán til heimilis- kaupa almennt verðtryggð á föst- um raunvöxtum og greiðslubyrði heimilanna helst að mestu óbreytt þó að stýrivextir hækki og hækki. Þetta fyrirkomulag þekkist nán- ast hvergi annars staðar. Háir stýrivextir hræða því ekki ís- lensk heimili, sem vilja frekar hafa þá háa í stað þess að sjá krónuna falla og verðlag hækka. Því miður er peningamálastefna í landi verðtryggingar og fastra raunvaxta nánast dauðadæmd, að minnsta kosti hefur það sýnt sig að við slíkar aðstæður þurfa vextir að fara miklu miklu hærra til að hafa áhrif. Í öðru lagi er það vísitala neysluverðs. Ólíkt flestum öðrum Evrópuþjóðum og vinum okkar vestanhafs er húsnæðisverð hluti af opinberri vísitölu neyslu- verðs. Þannig hefur breyting á húsnæðis verði bein áhrif á vísi- töluna og hversu öfug snúið sem það kann að hljóma þá hafa vaxta- hækkanir Seðlabankans óbein áhrif til hækkunar, já hækkun- ar, vísitölu neysluverðs. Mæl- ingar Hagstofunnar taka mið af kostnaði eigin húsnæðis sem tekur mið af þróun húsnæðis- verðs og vaxtastigi. Hækki vext- ir þá hækkar kostnaður við að reka eigið húsnæði og þá hækk- ar vísitala neysluverðs. Ég get nánast fullyrt að fáir erlendir greinendur gera sér grein fyrir þessu. Það er deginum ljósara að ef húsnæðisverð væri hluti af verðbólgumælingu Breta, Banda- ríkjamanna, Spánverja og Dana væri verðbólgutölur þar á bæ á allt öðrum skala. Réttari samanburður er sam- ræmd vísitala neysluverðs sem undanskilur húsnæði en sá saman- burður ratar sjaldan í opinbera umræðu. Í fyrra var verðbólga hér á landi 3,6% ef tekið er mið af samræmdri vísitölu neysluverðs en hin opinbera vísitala sýndi 5%. Árið 2005 var munurinn talsvert meiri eða 1,4% miðað við 4% að meðtöldu húsnæði. Það er engum blöðum um það að flétta að þessi sérstaða er ekki að auðvelda er- lendum aðilum að skilja íslenska hagkerfið. ÍSLAND Á STÆRÐ VIÐ CARDIFF Smæð þjóðarinnar þvælist líka fyrir okkur. Af sömu ástæðu og við erum mest og best í heimi hvað varðar höfðatölu þá getur ýmis samanburður við landsfram- leiðslu þjóðar á borð við borg í Bretlandi gefið villandi niðurstöð- ur. Smæð landsins eins og öfgar þess virðist heilla og vekja upp ótal spurningar utan landstein- anna. Nýlega hélt blaðamaður hjá The Times í London því fram að Ísland væri svo lítið að það myndi rétt ná inn í FTSE 100-vísitöluna, ef það væri fyrirtæki. Einn vinsælasti samanburður- inn er að bera saman eignir ís- lensku bankanna við landsfram- leiðslu. Ólíkt mörgum þjóðum hafa íslensk fyrirtæki ekki val um það að vaxa aðeins á heima- markaði og leggja því flest af stað í víking áður en langt um líður til að lifa af í samkeppni á alþjóða- vísu. Niðurstaðan er að stór hluti tekna fyrirtækja sem eru t.a.m. skráð á íslenska hlutabréfamark- aðnum koma frá erlendum við- skiptavinum og eru skapaðar af erlendum starfsmönnum. Í raun starfa nánast jafn margir fyrir ís- lensk fyrirtæki erlendis og eru á íslenska vinnumarkaðnum. Þetta gerir það að verkum að nokk- ur fyrirtæki á Íslandi eru orðin stærri en landið, það er að segja ef eignir eru bornar saman við landsframleiðslu. Þetta er hins vegar alls ekki einsdæmi ef við tökum til dæmis tvo stærstu banka Skotlands; þá eru eignir þeirra um sautjánföld landsframleiðsla þar á bæ og að sama skapi eru eignir þriggja stærstu bankanna í Hollandi um sexföld landsframleiðsla. Þessi samanburður virðist hins vegar ekki vera eins heillandi frétta- matur. Við núverandi markaðs- aðstæður væri ef til vill heppi- legra að við værum að minnsta kosti á stærð við Danmörku; þá væri landið og íbúar þess kannski ekki eins áhugavert umræðuefni. ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson RITSTJÓRN: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Óli Kristján Ármannsson, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagn- bjorgvin@markadurinn.is l bjorn.ingi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@ markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... O R Ð S K Ý R I N G I N Í Gísla sögu Súrssonar kemur þar, að öll vötn eru sögð falla til Dýrafjarðar í þeirri merkingu að orðið sé of seint að snúa við. Þótt fátt kunni í fyrstu að sýnast sameiginlegt með Brussel í Belgíu og hinum fagra Dýrafirði verður ekki annað sagt en að margt bendi til þess að svo mikill slagkraftur sé kominn í umræður um gjald- eyrismálin og aðild að Evrópusambandinu á vettvangi atvinnulífs- ins, að vart verði aftur snúið. Þessa sáust til að mynda glögglega merki á ársfundi Samtaka atvinnulífsins síðastliðinn föstudag. Víða erlendis hafa atvinnurekendur verið fremstir í flokki þeirra sem barist hafa fyrir aðild að Evrópusambandinu, nægir að nefna Svíþjóð í því sambandi. Þessu hefur að mörgu leyti verið öðruvísi farið hér á landi og hafa Samtök iðnaðarins á stund- um verið í hlutverki hrópandans í eyðimörkinni í þessum efnum. Veruleg breyting hefur nú orðið á og má þar væntanlega leita hvort tveggja skýringa í aukinni alþjóðavæðingu íslensks at- vinnulífs og stöðu íslensku krónunnar og eins breyttu vægi ein- stakra atvinnugreina í efnahagskerfinu, þar sem útgerðin leikur ekki sama lykilhlutverkið og áður. Í aðdraganda ársfundarins sendi framkvæmdastjórn SA frá sér harðorða ályktun þar sem fullyrt var að íslenska krónan fengi falleinkunn sem samkeppnishæfur gjaldmiðill þegar litið væri til þriggja helstu mælikvarðanna, þ.e. verðbólgu, vaxta og gengis gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Ákvað framkvæmdastjórnin að setja á laggirnar nefnd sérfræðinga til þess að meta möguleika á evruvæðingu at- vinnulífsins, sem fæli þá í sér að einka- aðilar notuðu evruna sem gjaldmiðil í öllum viðskiptum sín á milli. Við sama tón kvað á ársfundinum sjálfum. Og einhverja merkustu yf- irlýsinguna í þeim efnum átti fráfar- andi formaður SA, Ingimundur Sigurp- álsson, er hann sagði: „Því vil ég nota þetta tækifæri til þess að beina því til forsætis ráðherra, hvort ekki sé nú til- efni til þess að ríkisstjórnin gefi út yfir- lýsingu með skýrum og afgerandi hætti þess efnis, að unnið verði að því að upp- fylla viðurkennd skilyrði um stöðugt verðlag, jafnvægi í ríkisfjármálum, stöðugleika í gengisskráningu og sam- hæfingu langtímavaxta, sem sett eru fyrir aðild að myntbandalagi Evrópu. Með samningi við Seðlabankann verði hafinn undirbúningur að nauðsynleg- um aðgerðum til þess að ná niður verð- bólgu, lækka stýrivexti og tryggja að- hald í opinberum rekstri, þannig að settum markmiðum verði náð.“ Í máli Kristínar Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra Fjárfestingarfélagsins Gaums, á ársfundin- um kom jafnframt skýrt fram að óbreytt ástand gengi ekki. „Því hefur verið haldið fram að umræðan um Evrópusambandið og evru sé flótti frá því verkefni sem þjóðin standi nú frammi fyrir. Ég get ekki fallist á það. Nær væri að segja að við höfum sofið á verðinum og svikist um að marka okkur skýra stefnu í Evrópu- málum meðan flest hefur gengið okkur í haginn,“ sagði hún og kvaðst óttast að fyrirtækin gætu ekki starfað áfram við óbreytt- ar ástæður, þeim gæti orðið nauðugur sá kostur að færa sig úr landi. Nýr formaður Samtaka atvinnulífsins, Þór Sigfússon, fær mörg og krefjandi verkefni upp í hendurnar nú er hann tekur við hinu ábyrgðarmikla hlutverki. Miklar vonir eru bundnar við störf hans og annálaða vinnusemi, enda sífellt fleiri sammála um nauðsyn þess að taka Evrópumálin upp á næsta stig, ef svo má segja, og ræða fremur aðferðir, lausnir og næstu skref en hjakka áfram í hjólförum þeim sem íslenska flokkakerfið býður upp á. Í þeim efnum reynir á herkænsku hins nýja formanns og tak- ist honum vel upp í þeim efnum, sem allar vonir standa til, geta samtök atvinnurekenda og launafólks tekið höndum saman í mikil- vægasta verkefni íslensks samtíma og leitt það til lykta á tiltölu- lega skömmum tíma, þjóðinni til heilla. Það yrði svo sannarlega saga til næsta bæjar. Öll vötn sýnast nú falla til Dýrafjarðar eftir ársfund SA. Atvinnulífið og Evrópa Björn Ingi Hrafnsson Í þeim efnum reynir á herkænsku hins nýja formanns [Þórs Sigfússonar] og tak- ist honum vel upp í þeim efnum, sem allar vonir standa til, geta samtök atvinnurekenda og launafólks tekið höndum saman í mikilvægasta verk- efni íslensks sam- tíma og leitt það til lykta á tiltölulega skömmum tíma, þjóðinni til heilla. O R Ð Í B E L G Hagkerfi öfganna Þóra Helgadóttir hagfræðingur. EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Fótbolta- maðurinn knái, Eiður Smári Guðjohnsen sést hér fagna eftir að hafa skorað mark með Chelsea. Hann er meðal Íslendinga sem komist hafa í hóp bestu knattspyrnumanna heims. Spurning hvort útlendingar myndu furða sig á tölfræði tengdri íslenskum fótbolta, líkt og sumri þeirri sem greinarhöfundur bendir á og snýr að efnahagslífi hér. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Óskráð hlutafélag er hluta félag sem ekki er skráð á skipulegan tilboðsmarkað, svo sem í Kaup- höll Íslands, og lýtur því ekki sömu skyldum um upplýsinga- gjöf og opinbera verðmyndun hlutafjár og gerist hjá skráðum félögum. Langflest hluta félög eru óskráð. Óskráð hlutafélag Annar hfRekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is a ÁrsreikningarBókhald Skattframtöl

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.