Tíminn - 22.01.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.01.1982, Blaðsíða 1
Prófkjörið: bls. 9. Upplýsingar bls. 3 og 27 TRAUSTOG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Föstudagur 22. janúar 1982 15. tölublað — 66. árg. Belgíski togarinn á strandstað í Vestmannaeyjum. Björgunarsveitarmenn sjást í fjörunni. Ljósmynd: GS FJORIR MENN DRUKKNUÐU A STRANDSTAD í EYJUM — tveir íslendingar fórust vid björgunarstörf ¦ //Greiðlega gekk að bjarga tveimur skipbrotsmönn- um í land/ en sá þriöji var slasaður og því þurfti að sæta lagi til að bera hann að stigai.um upp á hvalbakinn. Kristján gerði tilraun til að komast að stiganum með manninn/ en í því riður brot yf ir skipið og við það skolast þeir út báóir, ásamt Hannesi, sem einnig var þarna niðri. Belgíski sjómaðurinn skolaöist strax frá skipinu, en Hannes og Kristján festust i trollinu. Þegar þetta átti sér stað voru þrir björgunarmenn á hvalbaknum og biðu færis á að ná þeim úr troll- inu, en laust fyrir hádegið, þegár sýnt var aö mennirnir voru látnir, fóru björgunarmennirnir þrtr i land". Þannig lýsti Kristinn Sigurðs- son, formaður Björgunarsveitar- innar i Vestmannaeyjum, tildrög- um þess að tveir Islendingar fór- ust við tilraunir til þess að bjarga belgiskum skipbrotsmönnum á land við strandstað belgiska togarans Pelagus i Nýju fjöru á austanverðri Heimaey. Auk Islendinganna fórust tveir belgiskir sjómenn frá Ostende. Sjá nánar bls.4-5 Islending- arnir sem fórust ¦ Kristján K. Vikingsson, (t:v.) heilsugæslulæknir i Vestmanna- eyjum. Kristján var 32 ára og lætur eftir sig konu og tvö börn. ¦ Hannes óskarsson, starfs- maöur Áhaldaleigunnar i Vest- mannaeyjum. Hannes var 24ra ára og lætur eftir sig unnustu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.