Tíminn - 22.01.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.01.1982, Blaðsíða 3
Föstudagur 22. janúar 1982 fréttir Tómas Ámason um ummæli Ólafs Ragnars: „flLGJÖR SAMSTAÐA HJfl OKKUR” B „Það er eins og Ólafur Ragnar Grimsson áliti að það sé nóg að samþykkja eitthvað i Alþýðu- bandalaginu, og þá sé það sjálf- sagt að Framsóknarflokkurinn kyngi þvi,” sagði Tómas Arna- son, viðskiptaráðherra i viðtali við Timann í gær, þegar hann var spurður álits á ummælum ólafs Ragnars Grimssonar, um hann og óeiningu innan Framsóknar- flokksins, sem birtust i Timanum i gær. „Ólafur Ragnar virðist bara ekki gera sér grein fyrir þvi að hann er kominn i Alþýðubanda- lagið,” sagði Tómas og brosti við. „Varðandi efnahagsaðgerðirnar, þá vil ég leggja áherslu á það að ekki sé verið að hækka skatta, heldur þarf aö leysa þessi mál með þvi að skera niður rikisút- gjöld, og nýta siðan það fé sem er til staðar á fjárlagafrumvarpi til þess að leysa þessi mál,” sagði Tómas, og lagði auk þess áherslu á að innan Framsóknarflokksins væri algjör samstaða um það til hvaða aðgerða skyldi gripið, en framsóknarmenn væru hins veg- ar ekki sammála Alþýðubanda- laginu um ýmsa hluti. Á þvi þyrfti að finna flöt sem aðilar gætu sameinast um. „Varðandi ummæli Ólafs Ragnars,” sagði Tómas, „þá vil ég taka fram að ég hef aldrei lagt til, eins og staða mála er nú, að reka rikissjóð með halla.” — AB „ORÐ OLAFS ALRÖNG” — segir Steingrímur Hermannsson ■ „Ég hef nú reynt að fylgja þeirri reglu að vera ekki með svona hnútukast i fjölmiðlum,” sagði Steingrimur Hermannsson i gær, þegar Timinn spurði hann hvað hann vildi segja um orð Ólafs Ragnars Grimssonar i Timanum i gær, þar sem ólafur sagði að efnahagsaðgerðir rikis- stjórnarinnar hefðu ekki verið ákveðnar vegna óeiningar i Framsóknarf lokknum. „Auk þessa voru þessi orö Ólafs alröng. Við leggjum mjög mikla áherslu á að fá fram lækkun á gjöldum á atvinnuvegunum,” ■ sagði Steingrimur, „og ég vonast til þess að samkomulag náist um það i dag.” Steingrimur sagðist ekki taka þátt i þvi að kenna einum eða öðr- um um að hægt miðaði — flokkarnir og menn á þeirra veg- um væru að vinna að þessu máli baki brotnu nú. Jafnframt sagði Steingrimur að það væri alrangt að Tómas Árnason væri einn á báti með einhverjar sérskoðanir i Framsóknarflokknum. Sagði hann að fullt samkomulag rikti um það til hvaða aðgerða skyldi gripið. —AB Verður Albert ekki í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn? „Ekki tekið neina ákvörðun” ■ „Ég hef enn ekki tekið neina ákvörðun þess efnis hvort ég verð á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins i borgarstjórnarkosn- ingunum nú i vor. Formaður kjörnefndar, Ólafur B. Thors hef- ur rætt við mig, en ég hef ekki gert upp hug minn,” sagði Albert Guðmundsson i viðtali við Tim- ann i gær, þegar blaðamaður spurði hann hvort eitthvað væri' hæft i þvi að hann hygöist draga framboð sitt til baka. Albert sagði auk þessa að hann hefði ekki rætt við nokkurn blaða- mann hjá Alþýðublaðinu i fyrra- dag, þannig að þau orð sem væru höfð eftir sér i Alþýðublaðinu i gær, innan tilvitnunarmerkja væru þvi röng og ekki eftir sér höfö. — AB ■ Mjög harður árekstur varö i Reykjavlk eftir hádegið I gær þegar Volvo fólksbfll og sendiferöabill skullu beint hvor framan á annan, i Sætúni við Steintún. ökumaður fólksbflsins, sem var einn I bilnum, 'ar álitinn hafa slasast töluvert, m.a. I andliti. Eins og sjá má á myndinni er Volvobíllinn gjörónýtur. Annar árekstur varð um morguninn á mótum Höfðabakka og Blldshöfða. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild, en ekki var vitaö hve alvarleg meiðsli hans eru. Heildsala Smásala & SpoRTVAL SALOMON Hlemmtorgi — Simi 14390 ■ ■ Oryggisins vegna imaritið Samvinnan Nýir áskrifendur fá síðasta árgang ókeypis. Samvinnan á sjötíu og fimm ára afmæli á þessu hátíðarári samvinnumanna. Rítið var stofnað árið 1907 tii að kynna sam- vinnuhugsjónina, sem þá var ný og ókunn, en er nú einn af höfuðþáttum í efnahagslífi þjóðarinnar. Nú á dögum er Samvinnan hvort tveggja í senn: málgagn samvinnuhreyfingarinnar og vand- að og iæsilegt menningar- og heimilisrit. í tilefni af afmælinu bjóðum við nýjum áskrifendum síðasta árgang ÓKEYPIS. Þú færð 300 blaðsíður fieytifullar af girnilegu lesefni sendar heim tii þín, um leið og þú gérist áskrifandi að Samvinnunni. amvinnan-áskriftarsími 91 -81255 Prófkjör framsóknarflokksins í Reykjavík dagana 23. og 24. janúar Kosningin fer fram að Rauðarárstíg 18 laugardag kl. 12-19 og sunnudag kl. 10-19 Kosningarétt hafa flokksbundnir framsóknarmenn 16 ára og eldri, sem búsetu eiga í Reykjavík Inntökubeiðnir í félögin á skrifstofu flokksins UtanKjörstaöaatkvæöagreiðsla að Rauðarárstíg 18, daglega kl. 18-19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.