Tíminn - 22.01.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.01.1982, Blaðsíða 10
10 mmm Föstudagur 22. janúar 1982 heimilistíminn Imsjón: B.St. og K.L. Þorrinn genginn í garð I t dag er bóndadagur, fyrsti dagur þorra. Hér áöur fyrr hugs- aöi fólk gjarnan með skelfingu til þorrans, þegar enn var iangt tii vors, cn nú á dögum setjum viö þorrann einna hclstí samband viö alls kyns skcmmtanahald, sem stendur mcð scrstökum blóma á þessum ti'ma. Erþá keppst við aö halda árshátiöir hvers konar og cru þorrabiót oröin árviss siöur víða. A þorrabiótum þykir ekki annað viö hæfien aö leggja sér til munns hinn hcfðbundna þorra- mat, sem flestum þykir hið mesta hnossgæti, þó aö gikkir finnist innan um, sem þykir litið til koma. Það sem við köllum þorramat nú, er sá matur, sem etinn hefur verið um aldaraðir i landinu, til- reiddur með þeim geymsluað- ferðum, sem einar þekktust fyrir tima isskápa, frystikista og nið- ursuðu, þ.e.a.s. súrsaður, reyktur og þurrkaður matur. Hann er á boðstólum i verslunum allan árs- ins hring en einhverra hluta vegna sýnir fólk honum litinn á- huga á öðrum timum ársins. Á þorranum þykir hins vegar flest- um sjálfigt að leggja hann sér til munns. En hvað er þá i boði? MUlakaffi hefur um mörg und- anfarin ár gert sér far um að hafa þorramat á boðstólum. Sérstakra vinsælda hafa notið kassar, sem fólk getur tekið með sér heim. í þeim eru 14 tetundir af þorramat og erkassinn ætlaður tveim, svo- kallaður hjónakassi. Er þó svo riflega skammtað, að séu t.d. keyptir 2 kassar, má alveg reikna með að þeir nægi 6-7 manns. í kössunum er að finna bringu- kolla, sviðasultu, punga, lunda- bagga, blóðmör, lifrarpylsu, hval, harðfisk, hákarl, hangiket, rófur, smjör, grænmetissalat og flatköku. Kassinn kostar 120 kr. Sé hinsvegarkeyptur matur til veisluhalds, bætast við kartöflur og jafningur saltkjöt, heit svið og rúgbrauð. Ef keyptur er matur fyrir 20-50 manns, kostar það 130 kr., fyrir 50-100 er verðið 120 kr., o.s.frv. lækkar verðið eftir þvi, seni keypt er fyrir fleiri. t versluninni Hólagarði eru seldirbakkarmeð I7tegundum af þorramat. Hver bakki vegur tæpt kiló og kostar 75 kr. Þar er að finna af súrmat lundabagga, bringur, punga, hvalrengi og hvalsultu, sviðasultu súra eða nýja, og súra lifrarpylsu og blóð- mör. Þar er lika harðfiskur, flat- brauð, rúgbrauð, smjör og sild marineruð með lauk. Kjötverslun SS í Glæsibæ hefur verið með bakka á boðstólum undanfarin ár og verður svo einn- ig nú. Þar er heill sviðakjammi ogsinögninaf hverju af súrmatn- um. Þar er hins vegar ekki að finna harðfisk, salöt eða sild. Þyngd bakkans er nálægt kílói og hann kostar í kringum 70 kr. 1 Kjötmiöstöðinni eru seldir 650 g pakkar, sem innihalda allan þorramat, nema rófustöppu og kartöflumús. Þeir kosta 60 kr. t allflestum stórum matvöru- verslunum er mikið úrval af alls kyns þorramat, sem fólk getur keypt i' lausu. Þykir mörgum það enn betra en pakkningarnar, ef á- huginn á ákveðnum tegundum er litill sem enginn, en aðrar teg- undir njóta ómældra vinsælda. ■ í Kjötverslun Tómasar sýnir Smári Hilmarsson okkur, hvaöa kræs- ingar eru á boöstólum I þorramat. Þar má fá þorrabakka, sem vega nálægt einu og hálfu kilói og kosta 120 kr. A þeim eru 17 tegundir af þorramat. Þar er líka hægt aö fá plastfötur sem hafa inni aö halda 8 tegundir af súrmat, sem geymdur er í mjólkursýru. Þyngdin er svipuð og á bökkunum og verðið 100 kr. (TimamyndGE) ,í þorpi er fólk ná- komnara hvert öðru’ ■ Hafsteinn Karlsson, konnari á Hvamms- (an«j;a, <m- reyndar Kópa- votíshúi. Hann er fæddur 1 «»r>7 í Kópavogi og er stúdent frá menntaskól- anumþari bæ. Hann var vift nám i Háskóla ís- lands. en i vetur vinnur hann vift kennslu og býr á Hvammstanga ásamt Ebbu. konu sinni og syni þeirra, Atla Páli. I suraar, þegar ég ákvað að gerast kennari úti á landi, voru ýmsir til að vara mig við þvi. Nemendur voru sagðiróþekkir og óviðráðanlegir, félagslif fábreytt og litið við að vera annað en að kjafta um náungann og horfa á sjónvarpið. Þessar spár félaga minna hafa ekki ræst. Nemendur eru sist verri en þeir sem ég kynntist á höfuöborgarsvæðinu. Félagsli'f er að visu minna hér en i Reykjavik, en hafi maður á- huga er nóg hægt að gera. Hér er bridgefélag, badminton, kvenfé- lag, ungmennafélag, JC, Lions og svo auðvitað stjórnmálafélög. Ég geri litið af þvi að kjafta um ná- ungann, en vist er að i litlu þorpi erfólk nákomnara hvert öðru en i borgum. Hér er fólk ekki eins ein- mana og ekkierhættaá að maður týnist og gleymist eins og oft vill henda gamalt fólk i Reykjavik. Varðandi sjónvarpsglápið vil ég aðeins segja að hér á Hvammstanga fyrirfinnst varla nokkurt videótæki sem nú virðist vera ómissandi i Reykjavik. Ég spyr þvi hvor situr lengur fyrir framan sjónvarpið, Hvamms- tangabúinn eða Reykvikingur- inn? En ætlunin var að ég segði frá einum degi í lifi minu og er þvi best að byrja á þvi. Upp úr hálf sjö glymur vekj- araklukkan og við Ebba rifum okkur upp Ur bólinu. Fastir liðir eins og venjulega: Þvottur tann- burstun, fara i fötin vekja vösólf- inn (en það getur oft reynst æði erfitt), hafragrautur og ristað brauð með „port salut”. Þá setj- umst við i bilinn okkar og ökum hina daglegu rútu: Atli Páll á barnaheimilið, Ebba á hreppinn og ég i skólann. Kaffitírai kennar- anna: Ræ(t um Pólland o.fl. Nú tekur við kennsla til klukkan hálf eitt. Fyrst tveir stærðfræði- timar sem ganga alltaf vel, kannski af þvi að stærðfræðin er alltaf fyrst á morgnana. Þá er það líffræði, sem oft getur verið skemmtileg en þó all torskilin stundum. Um tfuleytið er kaffi- timi. Þá fáum viðkorters frimin- útur og loksins hittir maður kenn- arana. Eins og á öðrum vinnu- stöðum er mikið rætt i kaffitim- anum. Stundum um pólitik, stundum um eitthvað annað. Nú var það Póllandsmálið. Deilur voru ekki miklar, þó viidi einn halda þvi fram að stjórnvöld væru endanlega búin að berja niðuralla samstöðu. En kennarar eru ekki alltaf ábyrgir i kaffitim- um enda lýkur þessum á tviræð- um brandara frá Gunnu. Gunnar Þiórandabani <Mja Snjólaug Bragadótt- ir Bjallan glymur. Bókmennta- timi hjá mér. Gunnars þáttur Þiðrandabana. Krakkarnir þykj- ast ekki skilja málfarið, heimta Sven Hazel og Snjólaugu Braga- dóttur. Ég gef grænt ljós á Snjó- laugu þegar Islendingaþættirnir eru búnir. Hazel er ekki hægt að taka fyrir i islensku, þvi að hann er ekki fslenskur. Stunur og and- vörpum allan bekk. Eftir þennan tima er viðtalstfmi hjá mér. Að vanda vill enginn tala við mig, þvi miður. Foreldrar eru alltof linir i þvi að hafa samband við kennara og fylgjast þannig með námi barna sinna. Að þessum dauflega viðtalstima loknum, er bók- menntatími i 7. bekk. Bók- menntakennsla i litlum og fátæk- um skólum er erfið. Það er nefni- lega ekki til nothæf kennslubók. Það vantar sýnisbók nýrra is- lenskra bókmennta. Lesarkir eru góð lausn. Gömlu lestrarbækurn- areru að mi'nu mati Ureltar. Skól- inn hefur ekki efni á að kaupa nægilegt magn af nýjum og ný- legum i'slenskum bókum, kvótinn leyfir það ekki. Til hvaða ráða skal þá gripa vilji maður kynna unglingum bókmenntir núlifandi rithöfunda? Hér er um hags- munamál islenskra rithöfunda að ræða. Atli Páll bjó til pappírs- jólatré Þegar ég kem heim klukkan hálf eitt er Ebba bUin að ná i Atla Pál á barnaheimilið. Hann sýnir mér pappfrsjólatré sem hann bjó til á barnaheimilinu. Grauturinn ertilbUinn og éígleypi hann imig og hleyp svo niður i félagsheimili. Khikkan eitt héfst nefnilega til- raunatimi i eðlisfræði. Tilrauna- stofan, sem er i félagsheimilinu, er mjög ófullkomin, ólik þeirri sem ég kynntist er ég kenndi i Kópavogi. Krakkarnir eru mættir og tilraunin gengur vel. Þegar ég kem heim er þriðju- dagssyrpan að enda. Eftir tvo tima fer ég að aðstoða tvo menn sem eru að taka iðnnám utan- skóla. Ég undirbý mig undir þessa ti'ma og fer svo i kaupfélag- ið. Þar er ekkert kjötborð og ekki hægt að fá kjöt öðru visi en frosið og sama máli gegnir um fisk. í hinni bUðinni hér á Hvamms- tanga, Sigga Pá, er heldur ekki hægt að fá ófrosna kjötvöru. Þetta er afar óþægilegt. Maður þarf að kaupa það sem á að éta á morgun, i dag. Stórhríð og rafmagns- levsi — Ekkert badminton! Eftir kvöldmat ætluðum við Ebba i badminton i félagsheimil- inu (hér er ekkert iþróttahús) en hriðinsem staðið hafði allan dag- inn var orðin enn svartari og Atli Páll alltof syfjaður til að fara á flakk. Óli J. hringdi og sagðist heldur ekki ætla að fara. Við verðum þvi heima. Atli sofnar fljótt, Ebba fer að prjóna og horfa á sjónvarpið en ég verð að fara að undirbúa kennsluna næsta dag. Um tiuleytið fer rafmagnið og ég get þvi ekki horftá kastljós. Það þýðir ekki að fást um það. Eina sem hægt er að gera er að hátta og reyna að lesa við kertaljós. Og þannig lauk þessum degi i lifi minu án þessað nokkuð afgerandi gerðist. ■ Hafsteinn Karlsson Dagur í lífi Hafsteins Karlssonar kennara á Hvammstanga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.