Tíminn - 22.01.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.01.1982, Blaðsíða 11
Föstudagur 22. janúar 1982 á vettvangi Ha^rcmc : - : ■ : Vegna athugasemda formanns Brunavarða félags Reykjavíkur eftir Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóra ■ Undirritaöur mælist hér með til aö iblaði yöar verði birt ostytt umsögn undirritaðs til borgar- ráðs Reykjavikur, dags. 11. desember 1981 vegna umsókna um starf varaslökkviliðsstjóra. Athugasemdir formanns Bruna- varðafélagsins við umsögnina eru litt skiijanlegar. Umsækjandinn með 30 ára starfsreynslu verður 67 ára á þessu ári og er þvi meira en tveim árum eldri en sá er hætti störfum fyrir aldurs sakir. Yfir- menn slökkviliða i nágrannalönd- unum i bæjum af svipaðri stærð og Reykjavik verða yfirleitt að hafa lokið æðri tæknimenntun. Þar sem borgarstjórn ræöur varaslökkviliðsstjora aöfengnum tillögum borgarráðs (brunamála- nefndar) er út i hött að undir- ritaður hafi getað lofaö nokkrum manni þessu starfi. Um það hvort brunamálasamþykkt fyrir Reykjavik sé i gildi eður ei, skal aöeins á þaö bent að borgarráð (brunamálanefnd) hefur nýlega falið borgarlögmanni ásamt undirrituðum að gera tillögur um breytingar á henni. Það var lika ákvörðun borgarráðs að heimila ekki búsetu slökkviliðsmanna i Reykjavik utan brunavarna- svaeðisins. Loks finnst undirrituð- um hógværö og litillæti for- mannsins nálgast vanmat bæði á honum sjálfúm og flestum öðrum starfsmönnum liðsins þegar hann segir: „Það er ekki aðeins við mannaráðningar og stöðuveiting- ar sem hann hefur gegnum árin beitt geðþóttaákvörðunum”. Undirritaður hefur haft veg og vanda af að ráða til starfa eða veita stöðuhækkun formanninum sjálfum og sextiu og niu öðrum af núverandi 80 starfsmönnum á Slökkvistöð Reykjavikur. Undir- ritaður hefur til þessa álitiö að I flestum tilvikum hafi valið tekist vel og leyft sér að halda þvi fram að slökkviliðið i Reykjavik sé bæði að mannafla og tækjakosti á borðvið þaðsem bestgerist ibæj- um af þessari stærð á Norður- löndum. Enda árangur i bruna- vörnum og lækkun brunatjóna á undanförnum rúmum áratug slikur að þvi er vart trúað þegar frá þvi er skýrt á ráðstefnum er- lendis. Brunatjón á brunavarnar- svæðinu hafa öll undanfarin ár verið innan við 10 U.S. $ á mann, meðan nágrannaþjóðirnar búa við tjón frá 25-50 U.S. $ á mann á úri. Virðingarfyllst, Rúnar Bjarnason, slökkviliösstjóri. Reykjavik, ll.desember 1981. Borgarráð Reykjavikur, Borgarskrifstofur, Reykjavik. Varðar: Starf vara- slökkviliðsstjóra ■ Borgarráð hefur visað til um- sagnar minnar umsóknum um starf varaslökkviliösstjóra. Starf varaslökkviliösstjóra er eins og nafnið bendir til annars vegar i því fólgið að gegna störf- um slökkviliðsstjóra aö fullu og öllu léyti sé slökkviliðsstjóri I or- lofi eða forfallaöur, hins vegar að starfa sem deildarstjóri i varð- liðsdeild Slökkvistöðvarinnar og hafa daglega umsjón meö starfi og þjálfun á vöktunum og öðru er lýtur að allri starfsemi og skipu- lagningu i þessari fjölmennu deild, 64 starfsmenn og 12 til af- leysinga i sumarorlofi. Auk þess hefur varaslökkviliösstjóri dag- lega yfirumsjón með slökkvibil- um og sjúkrabílum sem og öörum tæknibúnaði liösins þar meö talið vélaverkstæði stöðvarinnar. Eins og sjá má af þessari upp- talningu er starf varaslökkviliðs- stjóra bæði margslungið og vandasamt og útheimtir bæði góða undirstöðumenntun og stjórnunarhæfileika.Hann verður að sitja fundi i bygginganef ndum i forföllum slökkviliðsstjóra og taka ákvarðanir um flókin tækni- mál. Einnig þarf hann að annast fræðslustarfsemi, samtöl við fjöl- miöla og erlend samskipti. Mikil- vægt er aö mannleg samskipti og viðmót varaslökkviliðsstjóra séu góð. Slökkvilið hafa i dag yfir aö ráða þróaðri tækjakosti og vand- meðfarnari en önnur björgunar- starfeemi hér á landi. Það verður þvi að teljast góð framsýni hjá borgaryfirvöldum fyrir þrjátiu árum að ákvarða i brunamála- samþykkt að bæði slökkviliðs- stjóri og varaslökkviliösstjóri skuli hafa lokiö verkfræði- eða húsameistaranámi (6. gr.). Sigurður Gunnar Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri, er vélstjóri með rafmagnsdeildarpróf frá Vélskóla Islands. Hann hafði starfað 15 ár hjá Hitaveitu Reykjavikur sem vélstjóri og staðgengill stöðvarstjóra þegar hann tók við núverandi starfi, en fengin var undanþága hjá ráöu- neyti við skipan hans i starfið. í lögum um brunavarnir frá 1969 eru ekki gerðar sérstakar menntunarkröfur til slökkviliðs- stjóra eða varaslökkviliðsstjóra heldur segiri'gr. 7 „Sveitarstjórn skipar slökkviliðsstjóra og vara- slökkviliðsstjóra að fengnum til- lögum brunamálanefndar”. Lög- in eru að sjálfsögðu miðuð við landiðalltogþar af leiðandi engin von til aö litilsveitarfélög hafi ráð á að vera með háar menntunar- kröfur á þessusviöi. öðru gegnir með höfuðborgina sem auk þess er meö brunavarnasamning við nágrannasveitarfélögin svo að slökkvilið hefur veg og vanda af velferð helmings landsmanna á þessu sviði. Hafi verið talið eðli- legt fyrir þrjátiu árum að gera áðurgreindar menntunarkröfur þá áþað fyllilega rétt á sér i dag. Að vi'su hefur sú breyting orðið á að stétt manna hefur bæst við sem tæplega var fyrir hendi fyrir þrjátiu árum, en það eru tækni- fræðingar, sem hafa æöri tækni- menntun sem á þessu sviði má telja aðkomist nálega til jafns við þær menntunarkröfur sem áður er getiö. Enda varð sú niðurstaða er lög um brunavarnir voru sam- þykkt 1989 að inn i grein 2 var bætt þessari stétt, en þar segir: „Ráðherra skipar að fengnum tillögum stjórnar brunamála- stofnunar, brunamálastjóra til að veita brunamálastofnuninni for- stööu og skal hann vera maður með sérþekkingu á brunamálum, er sé annað hvort verkfræöingur eða tæknifræðingur”. Tæplega ætti að miöa menntunarkröfur hærra fyrir varaslökkviliðsstjóra I Reykjavik en brunamálastjóra rikisins, en miðað við það sem áður er sagt um verksvið og ábyrgð starfsins erekki eðlilegt að kröfurnar verði lægri. Annað atriöi sem sýnir fram- sýni borgaryfirvalda fyrir þrjátiu árum er að i brunamálasam- þykktinni er þess getið að slökkviliðsstjóri geti ákveðið að slökkviliðsmenn sem hafi náð sextugsaldri séu fluttir i önnur störf. Almennter sú stefna uppi I nágrannalöndunum að menn gegni ekki starfi i slökkviliði, ef þeir eru orðnir 60 ára. Ef litiö er yfir hóp umsækjenda má flokka þá niður i þr já flokka: 1. Tæknifræðinga m.m. 2. Yfirmenn Ur slökkviliðum sem ekki hafa æðri tæknimenntun. 3. Brunaverði án æðri tækni- menntunar. Tæplega þarf að hafa mörg orð um það að flokkur þrjú kemur ekki til greina i starf varaslökkvi- liðsstjóra I þetta sinn. Hins vegar má geta þess i' þvi sambandi, að einn umsækjandi i flokki eitt starfaði sem brunavörður i rúm fjögur ár og lauk á þeim tima námi sem vélstjóri 4. stigs frá Vélskóla Islands. Hóf siðan nám i tæknifræði og lýkur námi sem véltæknifræðingur i næsta mán- uði og kemur þvi mjög til álita i starfið. 1 flokki tvö eru flestir umsækj- endur eða sex, er þá með talinn RUnar Bjarnason, slökkviliðs- stjóri. starfsmaður hjá Brunamála- stofnun rikisins. Væri ekki taliö nauðsynlegt að i starfið veldist maður með æðri tæknimenntun væru ýmsir umsækjendur i þess- um flokki mjög frambærilegir þ.e. Arnþór Sigurðsson og Óli Karló Olsen, aðalvaröstjórar i slökkviliði Reykjavikur og Ast- valdur Eiriksson, forstöðumaður eldvarnaeftirlits á Keflavikur- flugvelli. Hins vegar verður Hjalti Benediktsson, aöalvarð- stjóri, 67 ára á næsta ári og Ar- mann Pétursson og Guömundur • Haraldsson hafa hvorki skóla- göngu né reynslu sem yfirmenn til jafns við fyrrgreinda umsækj- endur i þessum flokki. Koma þrir siöasttöldu þvi tæplega til greina. 1 fyrsta flokki er einn umsækj- andi hátt á sextugsaldri sem ekki hefur starfað að brunamálum og kemur varla til greina, þar sem hinir þrir umsækjendur i þessum flokki hafa allir starfað að bruna- málum og það meira segja i slökkviliði Reykjavikur. Miðað við þær forsendur sem áður er getið um menntun varaslökkvi- liðsstjóra tel ég alla þrjá koma til greina. Asmundur Jóhannsson, bygg- ingatæknifræðingur frá tækni- skóla i Alaborg, hefur starfað i eldvarnaeftirlitinu undanfarin rúm niuár. Hann verður 54 ára á næsta ári og leggur fram vottorð um próf og fyrri störf. Hrólfur Jónsson, bygginga- tæknifræöingur frá Tækniskóla Islands, verður 27 ára i' janúar, hefur starfað eitt og hálft ár i varðliðinu og á þeim tima gegnt starfi varaslökkviliðsstjóra i fjögra mánaða veikindaforföllum hans. Hrólfur sótti yfirmanna- námskeið Statens Brannskole I Danmörku s.l. vetur og lauk próf- um þarmeðmjög góðum árangri. Hann fór i orlofi sinu I sumar á framhaldsnámskeiö fyrir iþrótta- þjalfara i Danmörku og lauk prófum þar meö mjög góðum vitnisburði. Hrólfur hefur sýnt og sannað ístarfisinu að hann stenst fyllilega þær vonir sem við hann voru bundnar er hann var ráðinn i slökkviliðiö. Einkum fer þjálfun- ar-og fræðslustarf fyrir varðliðið vel úr hendi hjá honum. Hrólfur leggur fram vottorð og prófskir- teini um nám og námskeið sem hann hefur tekið þátt i. Richard Anre Hansen, tækni- fræöinemi, 32 ára, hefur starfað fjögur ár sem brunavörður i varöliðinu og staöist próf frá námskeiði brunavarða. Richard lauk námi 4. stigs vélstjóra með- an hann starfaði sem brunavörð- ur og lýkur námi sem véltækni- fræðingur I janúar n.k. frá tækni- skólanum I Odense. Hann leggur fram vottorð og skilriki um nám og námskeið sem hann hefur stundað. Ég tel, ef litiö er til framtiðar- innar, væri hag slökkviliðsins og borgarinnar vel borgið, að Hrólf- ur Jónsson yrði ráðinn i starf varaslökkviliðsstjóra, en Richard Hansen gefinn kostur á að taka við starfihans sem tæknifræðing- ur varðliðs. Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri. 19 þingfréttir Þingmcnn nýti tímann á kostn- að málfrelsisins ■ Benedikt Gröndal hefur mælt fyrir frumvarpi um Jxngsköp Alþingis. Það felur I sér strangari reglur en nú gilda um þingsályktanir, fyrirspurnir og umræður utan dagskrár. Sem kunnugt er taka um- ræður, sem flokkast undir fyrrgreinda liöi æ meira af tima Alþingis, og miðar frum- varpið að þvi að takmarka þann tima sem leyfilegur verður i' slikum umræöum og jaf nfram thverjir eiga að fá að taka til máls. Um þingsályktunartillögur segir i' frumvarpinu, aö þær megi aðdns bera upp i sam- einuðu þingi. Fjallar tillagan um stjórnskipan utanrikis- eða varnarmál eða staðfest- ingu á framkvæmdaáætlunum fara fram tvær umræöur, en um aðrar tillögur fer fram ein umræða. Flutningsmaður hef- ur allt að 10 min. til aö flytja framsöguræðu, og skal fresta umræðu þegar eftir ræðu hans og tillögu visaö til nefndar. Um fyrirspurnir segir að fyrirspyrjandi mælir fyrir fyrirspurninni og hlutaöeig- andi ráðherra svarar. Fyrir- spyrjandi og ráðherra mega tala tvisvar hvor, ráöherra 10 min. til svara og 5 min. i seinna skipti. Fyrirspyrjandi 5 min hvoru sinni. Aðrir þing- menn eöa ráðherrar mega ekki taka til máls um fyrir- spumina. Um umræður utan dagskrár segirm.a. aðósk um þærþurfi að berast ekki siðar en kl. 11 þann dag er þær fara fram. Þarna er einnig gert ráö fyrir að ræöutimi veröi takmarkaö- ur og framsögumaður og ráð- herra, sem ef til vill þurfa aö svara fyrir sig, megi ekki tala lengur en 5 min hvor og aðrir þingmenn ekki tala lengur en 5 min I senn tvisvar sinnum. 1 greinargerö eru nánari skýringar á þeim breytingum sem til eru lagðar. Þær eru skýröar þannig: Þessar breytingar felast i frumvarpinu: 1) Tillögumtil þingsályktunar er skipt i tvo flokka eftir efni þeirra. Fjalli þær um stjórnskipan, utanrikis- eöa varnarmál eöa staöfestingu framkvæmdaáætlana (t.d. vegáætlunar) er gert ráð fyrir óbreyttri meðferö, tveim umræðum og nær ótakmörkuðum ræðutima. Um allar aörar tillögur skal fara fram ein umræöa. Flutningsmaöur fái 10 mfnútur til framsögu, en siðan verði tillögunni visað til nefndar án frekari um- ræðu. Þegar nefndhefur af- greitt málið fer fram um- ræöa um það, og fá fram- sögumenn nefndar og flutn- ingsmaður 10 minútur, en siðan er ræöutimi tak- markaður viö 5 minútur. Þ ingsályktunartillögur verði aðeins leyfðar i sam- einuðu þingi. Sá heildar- timi, sem þær taka, mundi viðþessa breytingu styttast verulega. 2) Varðandi afgreiðslu fyrir- spurna verði sú breyting gerð, að einungis fyrir- spyrjandiog ráöherra, sem svarar, taki til máls. Við þetta styttist sá timi, sem þarf til afgreiðslu á hverri fyrirspum, og ættu þá aðr- ar fyrirspurnir að fá af- greiðslu mun fyrr. Óvist er að timi til fyrirspurna i heild styttist, en fleiri fyrir- spurnum yröi svaraö. 3) Sett verði i fyrsta sinn ákvæöi I þingsköp um um- ræöur utan dagskrár, en þær hafa á siðari árum orö- ið veigamikill og nauösyn- legur þáttur þingstarfa. Gert er ráö fyrir, að slikar umræður fari aöeins fram I sameinuðu þingi, enda ekki eðlilegt, að önnur deildin ræöi ein „aökallandi mál, sem ekki þola biö.” Settar eru hömlurá ræðutima, svo aö slikar umræður fari ekki úrböndum eða ryðji öörum þingstörfum frá. Nokkrar umræöur urðu um frumvarpiöog lýstu þingmenn sig sammála þeim sjónarmiö- um er þar koma fram, en sögðu jafnframt að varast ætti að skeröa málfrelsi þing- manna um of. Flutningsmaður svaraöi og taldi, að meö þessum tillögum væri ekki veriö aö hefta mál- frelsi þingmanna heldur nýta tima þingsins betur en nú er gert. Eignar námsheimildir vegna flugvirkja rýmkadar I Heimilt er flugmálaráð- herra að framkvæma eignar- nám á hvers kyns fasteigna- réttindum vegna geröar og reksturs flugvalla eöa annars flugvirkis. Um framkvæmd eignarnámsins fer samkvæmt lögum nr. 11/1973 um fram- kvæmd eignarnáms. Þetta er 1. gr.frumvarps um breytingu á lögum um loftferðir, sem lagt hefur verið fram. Breytingin sem hér um ræö- ir miðar að þvi að rýmka eignarnámsheimildir loft- feröarlaga nokkuð. Þær heimildir sem nú gilda virðast takmarkast viö það, aö ein- hvers konar mannvirkjagerð sétilefniþessaðeignarnám sé talið nauðsynlegt. Ljóst er að þæraðstæður geta skapast, að rétt sé talið og nauösynlegt aö taka fasteignaréttindi eignar- námi, jafnvel þótt mann- virkjagerð sé ekki til að dreifa, sem gefi tilefni til eignarnáms. Af þeim sökum er lagt til að sú breyting verS gerö á 64. gr. laganna, að rekstur flugvallar eöa annars flugvirkis geti réttlætt og heimilaö eignarnám á fast- eignaréttindum, eins og mannvirkjagerð á eöa við flugvelli. Staðfesting á aðild Spánar að Nato Þingsályktunartillaga hef- ur verið lögö fram um stað- festingu viðbótarsamnings viö Atlantshafsbandalagið um aö- ild Spánar. Hún hljóðar þann- ig: Alþingi ályktar aö heimila rikisstjórninni að staðfesta fyrir Islands hönd viöbótar- samning við Norður-Atlants- hafssamninginn frá 4. april 1949 um aöild Spánar sem undirritaður var I Brússel 10. des. 1981. Lög um olíugjald og útflutnings- gjald framlengd Tvö stjórnarfrumvörp sem tengjast fiskverðsákvörðun hafa verið lögð fram. Er hér n að ræða frumvarp um oliugjald til fiskiskipa og um útflutningsgjald af sjávaraf- urðum, og framlengingu á lög- um um þessi efni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.