Tíminn - 22.01.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 22.01.1982, Blaðsíða 18
26 Föstudagur 22. janúar 1982 Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornið I Úr „Hérna kemur lifiö!” eftir Tapio Suominen. Sýningar í Fjalakettinum hefjast á morgun: Sex kvikmyndir frá Finnlandi ■ Finnsk kvikmyndadagskrá hefst hjá Fjalakettinum á morg- un, laugardag, og stendur fram til sunnudagsins 31. janúar. Þá verða sýndar sex finnskar kvikmyndiir frá ýmsum timum. 1 itarlegri sýningarskrá Fjalakattarins er fjallað nokkuð um þessar sex myndir, og verður vitnað til þess hér á eftir. „Skáld og mús” nefnist kvikmynd eftir Jaakko Pakkasvirta.og er hún frá ár- inu 1978. Myndin segir frá finnska ljóðskáldinu Eino Leinu, sem lést árið 1927 „49 ára i fátækt og öllum gleymd- ur”. Myndin er 104 minútur að lengd. „Striðið sem gleymdist” er eftir Mikael Wahlforsog er frá árinu 1980, 66 minútur að lengd. Hún er byggð á frásögn fjögurra Finna, sem tóku þátt i borgarastyrjöldinni á Spáni. Inn á milli leikinna atriða er skotið gömlum heimildar- myndum. „Sólarvindur”er eftir Timo Linnasalo,og hún er einnig frá árinu 1980. Lengd er 110 minútur. Þar segir frá Erik, visindamanni sem deyr og er komið fyrir i frystigeymslu i von um að framíarir lækna- visindanna geri kleift að vekja hann til lifsins siðar. Það fer svo, en þá er heimurinn breyttur. „Dans hrafnsins” nefnist kvikmynd eftir Markku Lehinuskallio, og er hún frá árinu 1980, 80 minútur að lengd. Þar segir frá hjónum, Petteri og Jokiaho, sem hafast við ásamt gömlum manni i óbyggðum Finnlands, þangað sem iðnvæðingin hefur ekki enn náð að teygja arma sina. En svo kemur vinnuflokkur á vettvang, og mikil truflun verðurá lifi þremenninganna. „Varið þorp 1944” er eftir Antti Peippo, frá árinu 1978, lOOminútur að lengd. Þar seg- ir frá atburðum i striðinu árið * * Kúba o Furðuklúbburinn ★ Cheech og Chong * Tom Horn * Önnur tilraun ★ Eilifðarfanginn * Góðir dagar gleymast ei ★ ★ ★ Stjörnustrið II ★ Jón Oddur og Jón Bjarni ★ ★ örtröð á hringveginum ★ ★ Fiótti til sigurs ★ ★ ★ Otlaginn Stjörnugjöf Tímans * * * * frábær ■ * * * mjög góð ■ * * góð ■ * sæmlleg ■ O léleg 1944, en sem kunnugt er börð- ust Finnar með Þjóðverjum i siðari heimsstyr jöldinni. Myndin gerist i þorpinu Kai- nuu, sem er þorp i strjálu byggðarlagi nálægt landa- mærunum við Sovétrikin, og eru aðalpersónur tvær: Jaakko, finnskur skæruliði sem er i leyfi, og æskuvinur hans, Janne, sem fluttist til Sovétrikjanna i kreppunni miklu 1930, en hefur nú snúið aftur til fyrri heimkynna sinna sem skæruliði. Kunningsskap- ur þeirra endurnýjast þegar Jaakko leysir Janne úr varð- haldi og gerist þar með sekur um landráð. „Hérna kemur lifið!”er eft- ir Tapio Suominen, frá árinu 1980, 117 minútur að lengd. Hún hefur af ýmsum veriö tal- in mikilvægasta kvikmynd finnskrar kvikmyndasögu, og hlotið mikið lof gagnrýnenda sem almennra biógesta. Myndin fjallar um unglinga og vandamál þeirra. Eins og áður sagði verða þessar myndir sýndar frá laugardeginum 23. janúar fram til sunnudagsins 31. janúar. Á laugardögum og sunnudögum eru þrjár myndir sýndar á dag, en tvær myndir á þriðjudags, miðvikudags og fimmtudagskvöldum. — ESJ. Elias Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.