Tíminn - 22.01.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 22.01.1982, Blaðsíða 20
Gagnkvæmt tryggingaféJag lúf Föstudagur 22. janúar 1982 Timann vantar (ólk til blaOburöar i eftirtalin hverfi: *W Freyjugötu Hverfisgötu Lindargötu Laugavegur Simi 86-300 fréttir Gerðu allir jafntef li ■ tslendingarnir þrir sem nú tefla á svæöa- mótinu i Randers i Danmörku geröu allir jafntefli viö keppi- nauta sina i gær. Guö- mundur geröi jafntefli viö V-Þjóöverjann Borek, Helgi geröi jafntefli viö Lobron og Jón L. viö Kagan. Eftir 10 umferöir er staðan þannig aö i A-riöli er Lobron frá Vestur-Þýskalandi búinn aö vinna mótiö meö sjö og hálfan vinning eftir tiu skák- ir, i ööru sæti er Grun- feld meðsex vinninga af niu. Tiller er þriöji meö fimm af niu, i fjórða sæti er Kagan meö fjóra og hálfan og biöskák og i fimmta til sjötta sæti eru Helgi Ólafsson og Zöger frá Sviss. Muray frá tsrael er efstur i B-riöli meö sjö og hálfan af niu, V-Þjóöverjinn Borek er i öðru sæti meö sex og hálfan af niu og i þriðja til fjóröa sæti eru Guömundur Sigurjónsson og Lars Karlson frá Sviþjóö fimm og hálfan af niu, Norðmaöurinn Helm- er er svo i fimmta meö fimm vinninga. Ein umferð er nú eftir á mótinu og verður hún tefld á laugardaginn þá teflir Guömundur við Rantanen, Helgi við Hoy og Jón L. við Grunfeld. — Sjó. Blaðburðarbörn óskast ogskilja þá Sunnlendinga eftir slyppa og snauða. Á- kvaröanir i þessum niál- um munu þvi aö öllum likindum veröa teknar samhliöa. Aöeins einn hængur mun vera á þessum á- formum Itjörleifs, — menn telja nefnilega nokkuö Ijóst aö Eggert Haukdal muni láta af stuöningi viö rikisstjórn- ina fyrir fullt og fast ef Hjörleifur hrifsar stein- ullarverksmiöjuna af Sunnlendingum. Krummi ... heyrði að ef maður setur annan fótinn i bakarofn og hinn i frystikistu þá verði meöaltalsliöanin á ársgrundvelli mjög góö... dropar Aðför að strákunum í Hlíðunum ■ i fjárhagsáætlun Reykjavikurborgar lieitir liöur númer 124 „Náö- hús” og þar stendur: ,,Hér er reiknað meö rekstrarkostnaöi 7 náö- húsa, en viö þaö starfa lti manns i 13.5 stöðugildum auk afleysingafólks. Kostnaöur á árinu 1981 fcr verulega fram úr á- ætlun, m.a. þarsem aukiö hefur veriö við starfsemi náöhússins i Grjótagötu. Sparnaöarnefnd áætlar kostnaö á árinu 1982 1.945.875 og er þá reiknað þaö aö rekstri náöhússins viö Mikluhraut veröi hætt á árinu”. Hvers ciga strákarnir i Hliöunum að gjalda? Kristín að baki Axels ■ Viösögöum frá þvi um daginn aö Axel Ammen- drup væri um þaö bil aö taka hatt sinn og staf og kveöja DV i þvi skyni að halda til liös viö Ólaf Kagnarsson I Vöku. Kristin Þorsteinsdóttir, fyrrverandi blaöamaður Visis, mun taka sæti Axels á DV, en Kristin var ein þeirra sem látnir voru fjúka viö sameining- una alræmdu. Hjörleifur er klókur, en... ■ Nú er komiö meira en mánuöur siöan endan- legar skýrslur varðandi steinullarvcrksmiöju bárust Hjörleifi Guttormssyni, iðnaðar- ráðherra, en ekkert bólar cnnþá á ákvöröun um staðsetningu verksmiðj- unnar. Sumir vilja kenna um venjulegum seinagangi Hjörleifs I ákvarðana- töku, en kunnugir segja skýringuna vera af öör- uin toga. Hjörleifur hafi ætlaö að sigla milli skers og báru i landshlutatog- streitunni meö þvi aö láta Norðlendinga hafa Blönduvirkjun, Aust- firðinga stóriöju og Sunn- lendinga steinullarverk- smiöju. Ef ekkert verður af Blönduvirkjun aö sinni vegna andstööu lieima- manna hafi Hjörleifur i hyggju aö 14 (a Norð- lendinga fá steinullar- verksmiöjuna i staðinn, VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Simi (91) 7-75-51, (91) 7-80-30. tttt'TATA T4TT1 Skemmuvegi 20 r±HjUU rxr . Kópavogi Mikið úrval Opið virka daga 919 * Laugar daga 10-16 HEDD HF. Magnús Finnbogason á Lágafelli i Landeyjum. Timamynd A.B. GRAFIÐ FYRIR SIMA í SJ Alfboðavi N N U — rabbad við Magnús Finnbogason á Lágafelli ■ Fáum spurnum mun hin siðari ár hafa íarið aí þvi að menn hafi boöist til að gefa rikissjóðnum okkar vænar fjárupphæöir, jafn- vel sagt aö þaö sé frekar á hinn kantinn. Timinn heíur þó haft spurnir af hópi slikra manna austur i Landeyjum, og haföi þvi samband við Magnús Finnboga- son á Lágafelli i Landeyjum til frekari fréttaleitar. „Forsaga þessa máls er sú, að við Landeyingar bjuggum við al- gerlega óviðunandi ástand i simamálum eins og aðrir i Austur-Kangárvallasýslu. Hér var simalaust langtimum saman, þannig aö öryggisleysið var al- gjört, auk þess að viö Landey- ingar höfum, einir allra Sunn- lendinga, mátt búa við þaö að hafa enga næturvakt á simstöö- inni i Hvolsvelli. Hér skapaðist þvi almennur á- hugifyrírþviaö fá úr þessu bætt, og voru menn tilbúnir að fórna einhverjum fjármunum ef það mætti verða til að flýta eitthvað fyrir úrbótum. Á fundi með Steingrimi Hermannssyni, sam- gönguráðherra lögðum við full- trúar Austur- og Vestur-Landeyja fram tilboð um að kosta alla jarð- vinnu við lagningu sjálfvirks sima um sveitir okkar og Hólma- bæi undir Vestur-Eyjafjöllum, gegn þvi að hann yrði lagður á þvi ári, þ.e. 1981. Þessu tilboði var tekið og vinna við lögnina hófst hinn 18. ágúst s.l. Verkstjóri viö simalögnina var Páll Bjarnason á Selfossi og verður hans hlutur i gangi verksins seint of metinn. En fyrstu bæirnir voru siðan tengdir við sjálfvirka kerfið þann 18. desember og allir bæir höfðu fengið sjálfvirkan sima fyrir jól”, sagði Magnús. — En fjárhagshliöin Magnús, lieföi ekki veriö nær aö lána rikinu en gefa? — Samkvæmt grófri áætlun Pósts og sima var þaö u.þ.b. einn þriðju hluti kostnaðarins við lagninguna, að koma simanum i jörð. Við töldum hægt að gera þetta fyrir miklu minni pening með þvi að vinna verkið með heimamönnum enda reyndist það rétt. Heíði Siminn unniö verkið hefðu vextir af þeirri upphæð sem við tókum að okkur að greiða orðið munhærri en verkið endan- lega kostaði okkur. Eg tel þetta þvi vera góð viðskipti. Rikið græðir verulega upphæð og sjálfir sleppum við með langt um minni upphæð en lánsfé hefði kostað. Þar að auki koma þeir peningar sem sveitarsjóðir greiöa sem aukin atvinna inn i hreppana i stað þess að lenda i bankakerfinu. Hinu neita ég ekki aö það eru harðir kostir að þurfa að kaupa þann rétt sem við tvimælalaust áttum til lagningar sima, eins og aðrir landsmenn. En hér eins og oftar var þaðspurningin um tima og peninga. Dýrast af öllu er að búa við það öryggisleysi sem hér var. — Af hverju gátuö þið svo unnið verkið svo miklu ódýrara? — Þar kemur margt til. Þegar þetta er unnið af vinnuflokkum Simans verður t.d. að greiða stór fé fyrir fæði handa þeim á opin- berum stöðum og keyra þá i og úr mat i vinnutima. Við höfðum það þannig að flokkurinn borðaði á þeim bæjum sem farið var framhjá hvern daginn, sem ekki var fært til reiknings. Auk þess grófhvereinstaklingurfyrir sima heima hjá sér og kom honum inn i hús og lagaði jafnframt lóðir sinar og girðingar. Það var allt sjálfboðavinna. Magnús sagði nú aðeins eftir að leggja sjálfvirkan sima á nokkra bæi á Rangárvöllum og undir Eyjafjöllum og kvaðst vonast til að allir legðust á eitt með að hrinda þvi máli i framkvæmd á hinu nýbyrjaða ári, til þess að hægt sé að segja að allir Rangæ- ingar hafi þá fengið sima. „Ég kalla það sem við bjuggum við nefnilega ekki alvörusima”, sagði Magnús. —HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.