Tíminn - 23.01.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.01.1982, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 23. janúar 1982. íspegli tímans ■ Jolle Westers brosir ánægö meö litlu drengina sina VARD TVfBURAMOÐIR 50 ARA ■ Oft sjást auglýstar tvi- burakerrur í dagblööun- um, en þegar kemur aö þvi fyrir þribura-foreldra aö fara út meö börnin sin, þá gengur illa að fá lientugt farartæki. Colleen Young og mað- ur hennar, sem búa i To- ronto i Kanada höföu aug- lýst eftir þríburakerru en fengu engin tilboð, og i verslununt var þeim sagt, aö slfkar kerrur fengjust ekki. Þær væru ekki framleiddar, þvi þriburar væru þaö sjaldgæfir, aö engin sala væri i fram- leiöslu á slikum barna- kerrum. Þá fengu þau hjónin mann sem unnið haföi aö viögeröum á barnavögnum og kerrum til þess aö sérsmiöa kerru, sem hægt væri að nota til aö keyra þribur- ana i úti. „Þetta er allt annað lif,” sagöi mamm- an, en hún sagöi lika, aö þaö væri þó nokkuö þreyt- andi aö aka þessu farar- tæki. „Eiginlega heföi ég átt aö fá mótor i kerr- una”, bætti hún viö. Sérsmíðuð þríburakerra ■ Þaö fjölgaöi hjá Jolle og Harry Westers i Rives Junction i Englandi, en þá bættust tviburar i fjöl- skylduna, þegar móöirin var nýlega orðin fimmtiu ára. Þetta voru tveir myndardrengir og voru þeir skiröir James Michael og Justin Manuel, en fyrir áttu for- eldrarnir 8 börn og fimm barnabörn. Eftir þvi sem skýrslur sýna, eru möguleikarnir á þvi, aö kona geti oröið móðir fimmtug — og það tviburainóöir — vægast sagt afar litlir, en West- ers-fjölskyldan er ham- ingjusöm meö litlu strák- ana, sem brjóta i bága viö allan likindareikning og skýrslur. Fæöingar- iæknirinn, sem tók á móti tviburunum, sagöi aö eiginlega væru frjóscmis- ár konu ekki talin standa lengur en til 45 ára ald- urs. i metabók Guinnes er talað um Winifred Wil- son, sem þá elstu konu sem fætt hefur barn i Bretlandi, en hún eignaö- ist sitt 10. barn áriö 1936 — þegar hún var 54 ára. Sú sem á heimsmetið er Ruth Alice Kistler i Port- land, Oregon i Bandarikj- unum, en hún fæddi barn 57 ára og 129 daga gömul! ■ Fyrir mörgum árum sót+i Carmun Du Sautoy um að komast í þjálfun fyrir geimfara. Hún fékk ekki svar við umsókn sinni, svo hún sneri sér að leiklistinni í staðinn. Hún vann um skeið við leikfélagið Roy- al Shakespeare Company, en nú hefur hún snúið við blaðinu og er farin að leika í geim-sjón- varpsþáttum, sem heita Astronauts (Geimfarar) og þar leikur hún fyrstu konu sem dvelur um lengri tíma í geim- skipi, og heitir þar Foster læknir. Carmen Du Sautoy — grin úti i geimnum ,,Það er víst að þetta hlutverk verð- ur það næsta sem ég kemst því að verða alvöru-geimfari, eins og ég ætlaði mér upphaflega, sagði Carmen, þeg- ar þessi sjónvarps- mynd var kynnt fyr- ir blaðamönnum. Carmen er 28 ára og hefur frá unglings- árum verið mjög áhugasöm um allt sem viðkemur ferð- um út í geiminn og geimvísindum, — verið með algjöra geimdellu, eins og hún kallar það sjálf. í Astronauts er ætlun Fosters læknis (Carmen) að slá dvalarmet úti í geimnum ásamt tveimur mönnum og hundi. Sagt er að margt skemmtilegt komi fyrir hjá þeim í geimskipinu og handrit kvikmynd- arinnar sé spreng- hlægilegt og fullt af gríni og gamni. ■ Þrfburarnir Alexis, Peter og Tamara úti aö aka með mömmu sinni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.