Tíminn - 23.01.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.01.1982, Blaðsíða 5
Laugardagur 23. janúar 1982. ■ Mauno Koivisto Verður Koivisto valinn einróma? Kjörþingid vekur ekki lengur athygli ■ ÞAÐ verður engin spenna né forvitni rikjandi i sambandi við fund kjörþingsins, sem kemur saman i Helsinki á þriðjudaginn kemur, til að velja forseta Finn- lands. Allar vonir fjölmiðla um það hafa brugðizt. Mauno Koivisto verður senni- lega valinn forseti i fyrstu at- kvæðagreiðslu. Það er engan veg- inn óliklegt, að hann verði valinn einróma. Úr þvi, sem komið er, myndi það sæma keppinautum hans bezt. Næsta dag, eða 27. þ.m. mun Koivisto svo vinna embættiseið sinnog taka formlega við forseta- starfinu, sem hann hefur raunar gegnt um skeið vegna veikinda Kekkonens. Þetta mun gerast á virðulegan hátt i þringhúsinu. Úrslit kosninganna 17.-18. þ.m. urðu þau, að Koivisto fékk 43.3% greiddra atkvæða og 146 kjör- menn kosna af 301 alls. Hann vantaði ekki nema fimm kjör- menn til að ná hreinum meiri- hluta. Þar sem kommúnistar, sem höfðu lýst stuðningi við hann i annarri atkvæðagreiðslu á kjör- þinginu, fengu 33 kjörmenn kosna, er kosning hans örugg. Það þykir jafnvel sennilegast, að hann nái strax kjöri i fyrstu at- kvæðagreiðslunni, eins og áður segir. Persónulegt fylgi Koivisto má nokkuð ráða af þvi, að i þingkosn- ingunum 1979 fékk flokkur hans, Jafnaðarmannaflokkurinn, ekki nema 19.3% greiddra atkvæða. Allir flokkar töpuðu, miðað við þingkosningarnar 1979. Komm- únistar töpuðu 7% af greiddum atkvæðum, Hægri flokkurinn 3%, Landsbyggðarflokkurinn 2.3% Kristilegi flokkurinn 2.9%, Frjálslyndi flokkurinn 1.9%. Mið- flokkurinn 0.4% og sænski Þjóð- arflokkurinn 0.4%. HIÐ mikla persónulega fylgi Koivistos byggðist framar öðru á þvi, að mönnum fannst hann af mörgum ástæðum imynd þess þjóðarleiðtoga, sem hentaði Finnum bezt. Forseti Finnlands er valdamik- iU. Hann ræður t.d. utanrikis- stefnunni og getur ráðið miklu um stjórnarmyndanir. Þá þarf hann að koma mikið fram við opinber tækifæri. likt og hinir valdlausu þjóðhöfðingjar annarra Norður- landa. Koivisto er virðulegur maður, hægur ifasi og virðist óliklegur til flasfengis. Hann ræðir málin af sanngirni og hefur ekki þótt mik- ill flokksleiðtogi. Þetta hefur hins vegar aukið fylgi hans utan flokksins. Við viss tækifæri hefur ■ Löngum valdatima Kekkonens lokið hann sýnt, að hann getur verið fastur fyrir. 1 augum Finna virðist hann hinn rólegi, þrautseigi og trausti leiðtogi, sem þeir þarfnast i valdamesta embætti iandsins. Hann sé óliklegur til að rasa um ráð fram né láta hlut sinn, þegar mest veltur á. Margt benti til þess, þegar farið var að ræða um hugsanlegan eft- irmann Kekkonens, að Rússar myndu frekar kjósa ýmsa aðra en Koivisto. 1 upphafi kosningabar- áttunnar kom lika ótvirætt fram, að þeir höfðu mest álit á Karja- lainen. Eftir að Karjalainen var úr sögunni, virðist þetta hafa breytzt. Siðustu viku kosninga- baráttunnar barst Koivisto skeyti, sem þótti sýna, að Rússar væru honum ekki mótfallnir. Þetta var stutt og diplomatiskt skeytifrá Brésnjef, þar sem hann þakkaði fyrir heillaóskaskeyti, sem Koivisto hefði sant honum á 75 ára afmæli hans nokkru fyrir áramótin. 1 skeytinu fólust engin bein meðmæli með Koivisto né afstaða til hans sem forsetaefnis. En Finnar skildu, að Brésnjef var ekki að senda slikt skeyti út i blá- inn rétt fyrir kosningadagana. Það spillti ekki fyrir Koivisto,að menn vissu, að kjör hans myndi ekki valda neinum erfiðleikum i Moskvu. MAUNO Koivisto er fæddur i Abo (Turku) 23. nóvember 1923. Faðir hans var verkamaður, sem missti konu sina frá stórum barnahópi, þegar Koivisto var ungur. Koivisto byrjaði ungur að vinna fyrir sér, fyrst sem hafnar- verkamaður og siðan við ýmis önnur störf, jafnframt þvi, sem hann hóf nám, að verulegu leyti utanskóla. Svo vel gekk honum námið, að hann lauk doktorsprófi i heimspeki 1956. Þegar hann varði doktorsritgerðina voru nokkrir af gömlum félögum hans úr hafnarvinnunni mættir og létu óspart fögnuð sinn i ljós. Koivisto gekk i Jafnaðar- mannaflokkinn 1947, en hafði sig litt i frammi þar fyrstu árin. Fljótlega að loknu doktorspróf- inu, varð hann bankastjóri við banka verkamanna i Helsinki. Þar vann hann sér svo gott orð, að þegar Paasio leiðtogi jafnað- armanna myndaði stjórn 1966, gerði hann Koivisto að fjármála- ráðherra. Koivisto þótti reynast vel sem fjármálaráðherra. Þegar hann lét af þvi starfi við stjórnarskiptin 1968, gat hann valið um tvö mikil- væg störf. Annað var forstjóra- starfið við hið öfluga kaupfélag i Helsinki, Elanto, en hitt var bankastjórastaða við Þjóðbank- ann. Hann valdi starfið við Þjóð- bankann. Þar hefur hann starfað siðan, nema þegar hann hefur verið ráð- herra. Hann hefur verið forsætis- ráðherra siðan 1979. Þótt Jafnaðarmannaflokkurinn hafi falið Koivisto mikii völd, hef- ur oft verið deilt á hann fyrir að vera ekki nógu mikill flokksmað- ur. Hann hefur aldrei lýst sig brennheitan sósiaiista og stund- um hefur hann þótt helzt til i- haldssamur i fjármálum. Það sýnir námshæfileika Koi- vistos, að hann talar rússnesku ' reiprennandi og er allgóður i þýzku, sænsku og ensku. Hann hefur i stjórnmálastarfi sinu haft mikinn styrk af eiginkonu sinni og dóttur, sem báðar hafa tekið mik- inn þátt i flokksstarfinu. o Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar , ,C bridge Reykjavíkurmótid hef st í dag 17 sveitir verða i Reykjavikurmótinu i sveitakeppni, sem hefst nú um helgina i Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Verða þvi spilað- ar 17 umferðir, 16 spil milli sveita i undankeppninni, en lengri leikir i úrslitakeppninni milli þeirra sveita, sem hafna i 4 efstu sætunum. Spilamennskan hefst sunnu- daginn 24. janúar kl. 13 og verða þá spilaðir 2 leikir og svo aftur 2 leikir um kvöldið, en þá hefst spilamennskan kl. 20. Næstu fjórar umferðir verða svo spilaðar kl. 19.30 n.k. miðviku- og fimmtudags- kvöld I Domus Medica. Þá verður einnig spilað sunnu- daginn 31. janúar, en að þeim umferðum loknum verður smá hlé gert á spilamennsk- unni. Keppnisgjald verður li'kleg- ast nálægt 1500 kr. á sveit. TBK Að fjórum umferðum lokn- um i aðalsveitakeppni félags- ins er staða efstu sveita þann- ig: 1. Gestur Jónsson 74 2. Bernharður Guðmunds- son 65 3. Auðunn Guðmundsson 56 4. Þorsteinn Kristjánsson 51 Spilaðir eru tveir 16 spila leikirá kvöldi. 5. og 6. umferð verða spilaðar fimmtudaginn 4. fdarúar, þvi n.k. fimmtudag verður spilað i Reykjavikur- mdtinu i' sveitakeppni. Sveit Sævars sigraði 3 kvölda sveitakeppni BR nokkuð örugglega með 112 stigum, en isveitiimi voru Sæ- var Þorbjörnsson, Þorlákur Jónsson, Jón Baldursson og Valur Sigurðsson. Annars varð röð efstu sveita þannig: 1. Sævar Þorbjörnsson 112 2. Samvinnuferðir 98 3-4. Þórarinn Sigþórsson 96 3-4. Gestur Jónsson 96 5. Karl Sigurhjartarson 91 Aðaltvimenningskeppni fé- lagsins hefst miðvikudaginn 3. febrúar, en n.k. miðvikudag verða spilaðar umferðir i Reykjavikurmótinu. Reykianesmóti tvimenning Reykjanesmót i Tvim enning verður haldin helgina 30. - 31. jandar i Þinghól i Kópavogi. Spilaður verður barómeter með tölvugefnum spilum. Skrásetning fer fram hjá fé- lögunum, en einnig er hægt að skrá sig i sima 51647 (Stefán). Keppnisgjaldi er stiiit i hóf. Reykjanesmót i sveita- keppni verður sfðan haldin innan skamms. Yngri spilarar Athygli yngri spilara, þ.e. 25 ára og yngri, er vakin á æf- ingu, sem verður i dag, laug- ardaginn 23. janúar, i Slysa- varnarhúsinu Hjailahrauni 7 Hafnarfirði kl. 14. Það er Bridgesamband Islands, sem stendur fyrir þessari æfingu og hvetur það alla spilara í þessum aldurshópi eindregið til að mæta til leiks. Bridgefélag kvenna Staðan I aðalsveitakeppni Bridgefélags kvenna eftir fjórar umferðir: Gunnþórunn Erlingsdóttir Sigrún Pétursdóttir Guðrún Einarsdóttir AldisSchram Aida Hansen Vigdis Guðjónsdóttir stig 65 65 60 57 52 47 Bridgefélag Hafnarfjaröar Að loknum fjórum umferð- um i aðalsveitakeppni BH. er staða efstu sveita eftirfar- andi: stig 74 66 56 54 54 49 1. Kristófer Magnússon 2. Aðalsteinn Jörgensen 3. Si gurður E milsson 4.-5. Olafur Torfason 4.-5.Guðni Þorsteinsson 6. Sævar MagnUsson Næstkomandi mánudag kl. hálf átta verður keppni svo framhaldið. Spilað er í Fé- lagsheimilinu við iþróttahúsið á Strandgötu. H jón aklúbburinn Barometerkeppni hófst þann 12/1 með þátttöku 30 para, keppnisstjórn er i hönd- um Sigurjóns Tryggva sonar. Bestu skor fyrsta kvöldið náðu eftirtalin pör: 1. Asta Sigurðardóttir — ÓmarJónsson llOstig 2. Dúa ólafsdóttir — JónLárusson 89stig 3. Hulda Hjálmarsdóttir — Þórarinn Andrewsson 87 stig 4.-5. Valgeröur Eiriksdóttir — Bjarni Sveinsson 77stig 4.-5. Dröfn Guðmundsdóttir — EinarSigurðsson 77stig 6. ólöf Jónsdóttir — GisH Hafliðason 70stig 7. Friðgerður Benediktsdóttir — Jón Isaksson 65 stig 8. Asta Sigurgisladóttir — Lárus Arnórsson 51 stig Meðalskor 0 A siðasta spflakvöldi fyrir jól lauk hraðsveitarkeppninni og urðu Urslit sem hér segir: sv. stig 1. Drafnar Guðmundsd. 1922 2. Erlu Sigurjónsd. 1863 3. Dóru Friðleifsd. 1843 4. Huldu Hjálmarsd. 1822 5. Svövu Asgeirsd. 1815 6. GróuEiðsd. 1773 7. Guðriðar Guðmundsd. 1768 8. Erlu Eyjólfsd. 1756 Meðalskor: 1728 Frá Bridgesambandi íslands Æfing fyrir yngri spilara (25 ára og yngri) verður laugar- daginn 23. janúar i Slysa- varnarhUsinu, Hjaiiahrauni 7, Hafnarfirði, kl. 14.00. Allir spilarar i þessum aidurshópi eru hvattir til að mæta. Bridgedeild Barð- strendingafélagsins Mánudaginn 11. janúar hófst aðalsveitakeppni félagsins með þátttöku 10 sveit. Staðan eftir 4 umferðir: stig 1. Viðar Guðmundsson 65 2. Ragnar Þorsteinsson 64 3. Gunnlaugur Þorsteinsson 52 4. Sigurður tsaksson 48 5. SigurðurKristjánsson 45 Magnús Ólafsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.