Tíminn - 24.01.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.01.1982, Blaðsíða 2
Sunnudagur 24. janúar 1982 2________________ Ijós vikunnar Meló- drama um dósa- hníf ■ Neytendasí&a Dagblaösins var og er stórkostleg lesning. Við minnumst meö ánægju skrifa önnu Bjarnason um hvernig hún framleiddi rasp, a la mamma, og sömuleiðis hugleiöinga þeirrar sömu um hiismóöurhlutverkið i Bandarikjunum. Þá voru þær ekkert slor, myndirnar sem jafn- an skreyttu siöuna meö reglulegu millibilli —Anna Bjarnason borð- ar is, Anna Bjarnason i fumlausu starfií tilraunaeldhúsi DB, Anna Bjarnason hyggur aö matvælum. Fyrirallt þetta og meira til erum viö þakklát. Nú er Anna horfin á braut og er það skaöi. Þó kemur fyrir aö Neytendasiðan tekur góða sprettienn þann dag i dag og einn slikur, frá siðastliðnum fimmtudegi, veröskuldar ljós vik- unnar. Það er leynilögreglusagan um skituga dósahnifinn. „Daglega berast okkur fjöl- mörg bréf frá lesendum . Þau eru afbragðsskemmtileg aflestrar sum hver og verst að ekki er hægt aö birta þau öll. En hvort sem bréfin eru birt eöa ekki, þökkum viö bréfriturum fyrir línurnar. í bréfunum eru oft hinar þörfustu ábendingar, bollaleggingar um ýmis málefniog sumir leita ráða hjá okkur og viö reynum að ráða heilthverju sinni. Og upplýsinga- seðlar lesenda varðandi heimilis- kostnaö þeirra sem halda heimilisbókhald streyma inn og ánægjulegt aö sjá hvað margir hafa bætzt i hópinn. Eins og áöur sagöi berast mörg bréf og hér birtum viö eitt nýlegt frá önnu. —ÞG Anna skrifar: Þegar ég las i DV 7. janúar á neytendasiðunni ykk- ar spurninguna, er dósahnffurinn þinn hreinn? ... varö ég hálf- hvumsa. Fer samt fram i eldhús aö huga aö dósahni'fnum minum. Mig meira en rak i rogastanz, hreinlega féllust mér hendur, þegar ég leit á dósahnifinn. Ég hef nútalið mig frekar hreinlega og ætiö lagt mikla áherzlu á allt hreinlæti viö matargerð, en fyrir þessu haföi mig ekki órað. Hnifurinn minn var sem sagt ekki hreinn,heldur ... jæja, ég læteng- arsögurfara af þvi hvernig hann var. Ég hringdi strax i alla þá sem égþekkisvovelaðgeta spurt ... er dósahnffurinn þinn hreinn? Ég fékk nú ekki greið svör og hef lúmskan grun um aö fleiri dósa- hnifar en minn hafi verið þvegnir þanndaginn. A nánasthverju ein- asta heimili er til dósahnifur og þvi vildi ég óska allir eigindur dósahnifa læsu þetta. Hope Knútsson þakka eg ábendinguna og ykkur birtinguna. ÞG svarar: Er það ekki alltaf svo aö okkur yfirsést aöskoöa smáu hlutina i kringum okkur, þar á meöal dósahnffana? Viö er- um sammála um aö ábending Hqie Knútsson hafi veriö þörf. Þökkum þér fyrir þann skerf sem þú hefur lagt af mörkum i her- feröinni gegn óhreinum dósahnif- um i eldhúsum landsmanna. Margsannað er aö oft veltir litil þúfa þungu hlassi og það gera óhreinir dósahnifar lika.” Ljós vikunnar, skilyrðislaust! En getur veriö aö siðasta klausan sýni að ÞG (Þórunn Gestsdóttir) taki þetta drama ekki nema hæfi- lega hátfölega??? fólk í listum ■ Jón Viöar Jónsson, for- m aöur f félag- inu: „Viö munum ekki veita verö- laun.” ■ Sverrir ■ Jón As- Hólmarsson geirsson ■ Rannveig ■ Arni Agústsdóttir Þórarinsson ■ Gunnar Kvaran Félag gagnrýnenda — Ekki vinsælustu menn í heimi stofna með sér félag ■ Stofnað hefur verið félag. Þetta er félag gagnrýnenda, ekki vinsælustu manna i heimi. Fyrir nokkru voru til aö minnsta kosti tvö slik félög og veittu hesta og iampa úr silfri til þeirra sem fé- lagsmenn álitu aö ættu þaö skiliö, þau félög dóu drottni sinum og voru vist fáum harmdauöi. Engu aö siður voru þeir menn til sem söknuöu félaganna og vildu stofna nýtt, i' desember var efnt til nokk- urskonar stofnfundar. Ólikt fyrri félögunum er hér ekki einvörö- ungu um bókmennta- og leikhús- gagnrýnendur að ræða, heldur alla þá sem skrifa aö staðaldri hvers konar gagnrýni i blöö eða láta menningarmál almennt til sin taka á sama vettvangi. A fyrr- nefndum stofnfundi var mikið spjallað enfáu komið i verk nema kjósa stjórn. Má þaö teljast góð byrjun. Sex menn eru i stjórn, einn full- trúi fyrir hverja grein gagnrýni og aö auki er formaður kosinn sérstaklega. Það var Jón Viðar Jónsson sem skrifar bókmennta- og leikhúsgagnrýni i Helgarpóst- inn og flytur aukinheldur i út- varpi sem var kjörinn formaöur, enda var hann einn þeirra sem mestbeittu sér fyrir stofnun, eða endurvakningu, félagsins. Aðrir i stjórn eru Sverrir Hólmarsson, fulltrúi leikhúsgagnrýnenda en hann skrifar i Þjóðviljann, Jón Asgeirsson sem skrifar um tónlist i Morgunblaðið, Rannveig Agústsdóttir sem fjallar um bók- menntiri Dagblaöinu & Visi, Arni Þórarinsson, kvikmyndagagn- rýnandi á Helgarpóstinum, og loks Gunnar Kvaran sem hefur umsjón meö myndlistargagnrýni i Dagblaðinu & Visi. Svo sem sjá má á Timinn engan fulltrúa i stjórninni og má það kallast furðulegt i meira lagi. Jón Viöar Jónsson varðist allra frétta er hann var spurður um þetta félag og kvað hann starfs- grundvöll þess enn ekki fast- mótaöan. Það horföi þó allt til bóta, og stæði fyrir dyrum að halda nýjan fund og ræða málin, á hvern hátt þetta félag gæti beitt sér og hver tilgangur þess yfir- leitt væri. Þjóðþrifamál „Við vonum,” sagði Jón Viðar, ,,að þetta geti orðið virkt og skemmtilegt félag, en meira get ég ekki sagt i svipinn. Okkur þótti hins vegar mikið þjóðþrifamál að þeir sem stunda þessa listgrein, gagnrýni, ættu sér einhvern vett- vang — þó ekki væri til annars en að þeir hittust og kynntust inn- byrðis. Megintilgangur félagsins, en ekki sá eini, er að reyna aö vekjaumræður og skoöanaskipti, bæöi millum gagnrýnenda og eins útá við. Sjálfur álit ég að minnsta kosti aö þetta skipti einna mestu máli.” Verölaunin sem hin gömlu og dauðu félög veittu framúrskar- andi listamönnum uröu með timanum umdeild i meira lagi, og af ýmsum ástæðum fór ekki mik- ið fyrir þakklæti sumra verö- launahafa. Er verðlaunin siðan lögöust af var ekki mikið sem hélt félögunum saman þar fyrir utan og þau dóu eins og margsinnis hefur veriö tekið fram. Það er þvi brennandi spurning hvort hið nýja félag ætli sér að taka upp verðlaunaveitingar til lista- manna, eða viðurkenningar af einhverju tagi. ,,Nei,” sagöi Jón Viöar Jóns- son. „Eins og sakirstanda teljum við ekki að grundvöllur sé fyrir þvi, hvað svo sem verður f fram- tiðinni.” Það varsynd. Verðlaun eru svo skemmtileg. — ij. ■ Margrét ólafsdóttir i hlutverki sinu. Skyldi hún hafa suitu út á súrmjólkina sina? Hund- inum er mál! „Heit sem ég gaf sjálfum mér” — Egill Eðvarðsson opnar sýningu í Norræna húsinu ■ Egill Eövarðsson, þú opnar á morgun sýningu i Norræna hús- inu? ,,Já.” Egill er reyndar, þótt hann sé þekktasturfyrirstörf sin við sjón- varp og kvikmyndagerö, mynd- listarmaður i húð og hár. Hann fór til myndlistarnáms i Banda- rikjunum eftir að hafa lokið stúd- entsprófi árið 1967 og var þar vestra einn vetur, siöan settist hann i Myndlista- og handiða- skóla Islands og lauk þaöan prófi árið 1971. Hann hefur haldið sýn- ingar, þá siðustu i Sólon tslandus áriö 1977, og auk þess tekið þátt i samsýningum. „Ásýningunni eru 67 myndir,” héltEgill áfram, „og ég hef unnið þær flestar á siöastliönu ári. Ég setti mér fyrir nokkru þaö tak- mark aö koma mér upp almenni- legri vinnuaðstöðu til aö geta sinnt þessum þætti i tiiveru minni, og ákvað að vinna i eitt ár af fullri einlægni aö myndlist. Stefndi að þvi aö halda sýningu. Meö þessari sýningu er ég sem sé aö efna heit sem ég gaf sjálfum mér. ” Sýningin hefur yfirskrift — Séð til, og fleira fólk. „Viöfangsefnið, þaö væri ekki út i' hött aö segja það tengt fjöl- miðlum. Tækni er ýmislags, B Egill Eðvarðsson teikning er rikjandi ásamt ,,col- lage”eöa klippitækni, og grafisk- ir effektar eru á sveimi. Þar að auki hef ég þróað tækni sem á nú eiginlega meira skylt við unga- böm en alvöru myndlistarmenn — þrykk. Þar hef ég mikið notaö dagblöö, gjarnan glóövolg úr pressunni, unniö þrykkin meö oliupastellitum og ...Hmm.Þetta erallavega tæknisem ég hef þró- að sjálfur. Dagblööin, já. 1 myndirnar nota ég þau mikið, fréttaljósmyndir, texta, uppsetningu. Ef litiö er vandlega má jafnvel sjá á mynd- unum margt af þvi sem komið hefur upp á á siðasta ári. Þó lýtur þetta auövitað aga, ég hef reynt aö vinna efnið á persónulegan hátt og ef til vill má lesa úr þeim meiningar. Sú meining felst þó aðeins i uppröðun, hvaöa mönn- um er raöað saman á mynd og svo framvegis. 1 leiðinni segir ég litla sögu. Upprifjun.” Þó standi i upphafi klausunnar: „Egill Eövarðsson, þú opnar á morgun sýningu i Norræna hús- — Leikritið „Súrmjólk með sultu” frum- sýnt í dag ■ Skyldu þeir vera til sem éta súrmjólk með sultu? Maður skyldi ætla þaö, Alþýðuleikhúsiö frumsýnir alla vega i dag leikrit meö þessu nafni. Það er eftir Ber- til Ahrlmark og visast einhverja fleiri en Jórunn Sigurðardóttir þýddi og Thomas Ahrens er leik- stjóri. Rétt er að geta þess að leikritið er fyrir börn. Sá hópur innan Alþýðuleikhúss- ins sem hefur ekkert á móti þvi aö kaila sig „Pæld’i’ði” hópinn er ábyrgur fyrir þessu leikriti sem er gamanleikur er gerist á einum sunnudagsmorgni. Foreldrarnir eru þreyttir, mjólkin horfin, hundinum er mál eins og kemur fyrir bestu hunda, sonurinn orgar og dötturinni þykir hún útundan. Eins og ákjósanlegt er fer allt vel að lokum eftir dálitið havari. Leikarar eru Margrét Ölafs- dóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Sigfús Már Pétursson, Gunnar örn Guðmundsson og Guðlaug Maria Bjarnadóttir. Thomas leik- stjóri Ahrens leikur undir, Grétar Reynisson sá um leikmynd og búninga. Þetta fer allt af stað i dag og þá veröa: klukkan þrjú eftir hádegi, sýningar eins og aö likum lætur i Hafnarbiói. — ij- inu”, látiö það þá ekki blekkja ykkur. Þetta spjall fór nefnilega fram i' gær og sýningin opnar i dag. Nánar tiltekiö klukkan þrjú. Opið er daglega frá tvö til tiu en sýningunni lýkur þann sjöunda næsta mánaðar. — ij- ■ (Jr sýningarsalnum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.