Tíminn - 24.01.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.01.1982, Blaðsíða 4
4 Sunnudagur 24. janúar 1982 Jack Henry Abbott dæmdur til dauða? — Fanginn/rithöfundurinn sem þoldi ekki lífið utan múranna ■ Það var í sumar að við sögðum fyrst frá Jack Henry Abbott. Þá hafði hann framið morð og var á flótta undan bandarísku lögreglunni. Nokkrum mánuðum eftir f lóttann náðist Abbott og nú er rétt- að í máli hans i New York, talið er mjög sennilegt að hann verði dæmdur til dauða. Saga Abbotts er í flesta staöi ólik sögu meginþorra sakamanna, rif j- um upp: ■ Abbott er nú 37 ára. Af þeim 25 árum sem liöin eru siöan hann fagnaöi 12ára afmælisdegi sinum hefur hann setiö i fangelsi ellegar á betrunarheimilum ýmisskonar i 24. Æska hans var sneidd ást, bliöu og skilningi — i fangelsi sætti hann hrottafenginni með- ferö. Og var öldungis ekki skárri sjálfur: hann myrti einn sam- fanga sinn sem honum stóð ógn af. Hann var dæmdur í margra ára fangelsi fyrir moröið, raunar var ekki iiklegt aö hann slyppi út fyrr en hann væri orðinn gamall maöur. t einangrun fangelsisins fór Abbott aö lesa. Hann hafði hlotiö mjög litla formlega mennt- un, i steininum tók hann að lesa heimspekinga sem aldrei hafa þótt skemmtilesning: menn á borö við Schopenhauer, Kierke- gaard, Nietzsche, Kant og Marx. Einnig skáldsögur, hann hlýtur aö hafa lesið verk hins fræga bandariska rithöfundar Norman Mailers, þvi er hann frétti að Maiier væri að skrifa sögu Gary Gilmores, fangans i Salt Lake City sem heimtaði aö dauðadómi yfir honum yröi fullnægt, þá rit- aði hann Mailer bréf og bauöst til þess að lýsa fyrir honum hvernig lif i fangelsum væri i raun og veru, en Gilmore haföi átt mjög svipaöa æsku og Abbott — meiri- hluta timans variö i fangelsi. Norman Mailer o.fl. fá hann látinn lausann Óvist er hversu mikil not Mail- er hafði af bréfum Abbotts viö samningu þessarar tilteknu bók- ar en hitt er engum vafa undir- orpiöaö Abbott vakti áhuga hans. Raunar heillaöist hann af bréfun- um, þau voru á mjög góðu máli en umfram haföi Abbott hæfileika til aö láta tungumálið lýsa grimmd, miskunnarleysi og djöfuldóm fangelsislifsins. Mailer kvaöst aldrei hafa lesið jafn magnaöan texta, og undir það tóku aörir rit- höfundar, til dæmis Jerzy Kos- inski. Næmi Abbotts og rithæfi- leikar geröu aö verkum aö Mailer hélt uppi löngum bréfaskriftum við hann, og er sá timi kom, siöastliöiö sumar, aö Abbott gat farið fram á lausn gegn skiloröi mæltu Mailer og útgefandi hans mjög með þvi. Skilorðsnefnd samþykkti að Abbott skyldi látinn laus til reynslu en hann þyrfti aö gefa sig fram einu sinni á dag og var gert að búa á Hjálpræðishers- ■ Jack Henry Abbott. Hann var látinn laus úr fangelsi fyrir meö- mæli Norman Mailers og annarra sem hcillast höföu af skrifum hans. En hann reyndist ekki fær um álagiö utan múranna og framdi morð. heimili. Um sama leyti kom út safn úr bréfum Abbotts og nefnd- ist In the Belly of the Beast (1 kviö skepnunnar), og ritaöi Norman Mailer formála að henni, forlag hans gaf bókina út og hún vakti undir eins gifurlega athygli. Burtséð frá lifsreynslu Abbotts sjálfs þótti hún afburöavel skrifuö og margir spáöu þvi aö upp væri risinn nýr snillingur amerískra bókmennta. 1 nokkrar vikur naut Abbott lifsins eins og hann best gat. Hann fór á milli kokkteilboða, kvöld- máltiða þar sem bókmenntir voru til umræðu, „fina” fólkiö i New York kepptist um að kynnast hon- um, og hann átti ekki i neinum erfiöleikum meö aö bæta upp fyr- ir kvenmannsleysi undangeng- inna ára. Enginn virtist skilja i hversu miklum erfiðleikum hann átti með aö aölagast lifinu utan múranna. Honum var hampaö sem snillingi, en siöan þurfti hann að fara heim á Hjálpræöisherinn og gefa sig daglega fram sem áð- ur segir. Hann kunni ekki aö lifa utan múranna, hann kunni ekki undirstöðuatriöi i mannlegum samskiptum. Hann vildi ólmur læra en fékk ekki tima til þess. Ógæfan sótti hann heim — og ung- an mann aö nafni Richard Adan. Harmleikur er eyðilagöi líf tveggja manna Eina nóttina haföi Abbott verið i samkvæmi og tók þaöan meö sér tvær stúlkur. Þau fóru á veitinga- staðsem opinn var alla nóttina og undir morgun bað Abbott um leið- sögn á salerni. Ungur þjónn tjáði honum að salerniö væri að- eins fyrir starfsfólkiö. Þá brustu taugar Abbotts fyrirvaralaust. Hann bað þjóninn, 22ja ára pilt aö nafni Richard Adan, að koma með sér út fyrir, það skyldu þeir útkljá þetta mál. Slagsmál, sem sagt. En er út var komið dró Abbott upp hnif og stakk Adan til dauða, siðan flýtti hann sér burt með stúlkunum. Hann heldur þvi nú fram aö Adan hafi oröið á und- an aö gripa til vopna og hann hafi myrt hann i sjálfsvörn, en ekki er talið liklegt að kviðdómur leggi trúnaö á þá sögu. Nema hvað Abbott hvarf. Eftir sátu Mailer og aðrir vinir hans, höggdofa af undrun og hryllingi, þeir ásökuöu fyrst og fremst sjálfa sig fyrir þennan harmleik — þeir hefðu ekkert tillit tekið til erfiöleika Abbotts, eða niður- bælds ofsa i persónu hans, og þannig ýtt honum út af ystu nöf þegar mestu skipti að hann fengi tima til að semja sig að háttum þeirra sem ekki hafa verið i fangelsi allt sitt lif. I nokkra mánuöi var Abbotts leitaö um öll Bandarikin. Þá fannst hann og hafði fengiö sér vinnu á oliuborpalli undan Louisi- ana, hann var rólegur er hann var handtekinn og haföi ekki hug- mynd um hversu mikla athygli bók hans haföi vakið. Nú er hann fyrir rétti og i stúkunni á móti sakamannabekknum situr Nor- man Mailer og hefur ekki sést áhyggjufyllri eða daprari i annan tima. Margir áfellast hann, þar á meöal fjölskylda Adans. Hann segist eiga mjög erfitt um þessar mundir. ,,En það sem ég þarf aö ganga i gegnum er ekkert móts við það sem ástvinar þessa vesal- ings drengs þurfa að þola. Eða það sem Abbott þarf að þola. Þetta er svo ótrúleg sóun!” Sóun, já. Hún gæti orðið enn meiri en orðið er. Talið er næsta vist að Abbott verði dæmdur til dauða. — ij- Nú er rétti tíminn til að tryggja sér fallegt einbýlishús frá Siglufirði til afgreiðslu næsta vor! 5 o Einingahúsin frá Siglufirði hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir gæði. Enda sitja efnisgæði, vöruvöndun og framleiðslutækni í fyrirrúmi hjá Húseiningum h/f. Fleiri og fleiri gera sér grein fyrir kostum timbur- húsa, og þá ekki síst einingahúsa úr völdum viðar- tegundum. Sérstaklega hafa tvílyft hús frá Húseiningum h/f vakið mikla athygli. Það er staðreynd að einbýlishús frá Húseiningum h/f þurfa ekki að kosta meira en 4-5 herbergja íbúð í fjölbýlishúsi, en kaupéndur ráða verðinu að nokkru leyti sjálfir þar sem hægt er að kaupa húsin á mismunandi byggingarstigum frá verksmiðju. Möguleikarnir á út- færslu þeirra eru því sem næst óendanlegir. HÚSEININGAR HF Þeir sem hafa hug á því að fá Siglufjarðarhús til uppsetníngar á fyrri hluta þessa árs eru beðnir að hafa samband við Húseiningar h/f, sími (96) 71340 eða söluskrifstofuna í Reykjavík, hjá Guðmundi Óskarssyni, verkfræðingi, Skipholti 19, sími (91) 15945.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.