Tíminn - 24.01.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.01.1982, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 24. janúar 1982 ■ „Ég hlæ aö svona upphring- ingum.” ■ „l>aö ætti aö vara fólk vift svona bókum.” ■ „Vift Vita skildum bara meft sæmilegheitum.” ■ „Ég er ekki hrifinn af svona klámi og klúrheitum.” ■ „l*aft ætti aö gelda svona menn.” Dr. Gunnlaugur Þórðarson í verri hættu en lífshættu: „Ætti að skera haus- inn af manni eins off þér og allt hitt líka" — sagði ein konan við dr. Gunnlaug í nafnlausri upphringingu eftir hádegisverðarfund með Vitu Andersen ■ Jafnréttismál eru nú sem oft áður mikið til um- ræðu manna á meðal, og hefur fyrirhugaður kvennaframboðslisti fyrir borgar- og bæjar- stjórnarkosningarnar í vor lagt sitt af mörkunum til þess að ef la þær umræður. Heimsókn danska rit- höfundarins, Vitu Andersen, hingað til lands, varð enn til þess að auka við þessar umræður. Það voru mest megnis konur sem fóru og hlýddu á rithöfund- inn danska, þegar hún las úr verkum sfnum, en á hádegisverðarfundi sem Kvenréttindafélag islands hélt, þar sem hún las úr verkum sínum, var einnig mætturdr. Gunnlaugur Þórðarson, sem hefur verið meðlimur í Kvenréttindafélagi íslands um nokkurt skeið, en karlmenn í félaginu munu nú vera um 20 talsins. Tíminn hafði fregnir af því að innlegg dr. Gunnlaugs á áðurnefndum fundi, í umræður þær sem þar fóru fram, hefði ekki verið allt of vel séð af kvenfólki þvi sem á fundinum var statt og m.a.s. bárust fregnir af þvf að hringt hefði verið í dr. Gunnlaug eftir fundinn og þar hefðu verið að verki reiðar konur, sem ekki létu nafns sins getið, en höfðu hins vegar í hótunum við dr. Gunnlaug. Til þess að forvitnast um sannleiksgildi þessara sögu- sagna, falaðist blaðamaður Timans eftir smá- spjalli við dr. Gunnlaug, og reyndist slíkt auðsótt mál. Á heimili dr. Gunnlaugs í hlýlegu blómahorni, innan um fögur listaverk Gunnlaugs Scheving, Karls Kvaran og annarra listamanna fór spjallið svo fram. — Gunnlaugur, er eitthvaft hæft i því aft haft haf i verift i hótunum vift þig eftir fundinn? „Já, það er alveg rétt, en ég held ég verði aö rekja forsögu málsins örlitiö, áður en ég segi þér frá hótununum. Ég keypti bókina hennar Vitu Andersen, en hún er með fallega umsögn á kápunni og gefin út með styrk frá Þýðingarsjóði Norður- landa, en það taldi ég tryggja að þetta væri kúltúrbók. Kúltúr er latneskt orð, sem merkir ræktun. Mér finnst kíám aldrei vera rækt- un hugans. Klám og klúrheit skir- skota til þess lægsta i manninum að minu mati. Nú þegar ég var búinn að gefa þessa bók, þá kom á daginn að þarna voru 10 klúrar sögur, af 12 smásögum, og tel ég aö þessar sögureigi ekkerterindi til okkar. Bókin er öll mjög dapurleg og nánast leiöinleg aflestrar. Það er a.m.k. mitt mat. Ég hafði hug á aö heyra hvernig Vita myndi skila hluta sinum á þessum fundi og fór þvi á fundinn. Þarna var ég einasti islenski karlmaðurinn, sem sat allan fundinn. Vita Andersen las þarna upp úr fjórum verkum og af þvi sem hún las var ekkert sem var eftirminnilegt. Það var greinilegt á fundinum að konurnar vildu endilega fá eitthvaö skemmtilegt og fyndiö, og reyndu þvi að kreista upp úr sér hlátur öðru hvoru. Þærhlógu tildæmis allar, þegareinsöguhetjan segirfrá þvi að hún fari meö manni si'num i verslanir og svo enda þau á þvi að fara og kaupa skæri til þess aö klippa hár úr nösum. Þetta þótti konunum öllum óskaplega fynd- iö. Fannst fundurinn vera hálfgerð blekking Ég hafði ekki hugsað mér að taka til máls á fundinum, en mér fannst fundurinn vera hálfgerð blekking. Hún var þarna að lesa upp annað en kjarnann úr verk- um sinum. Þess vegna, þegar Vita Andersen var búin að lesa upp og formaðurinn búinn að bjóða orðið laust til fyrirspurna þá fannstmér það eiginlega hálf kátbroslegt að enginn skyldi hafa sig i frammi, en ég var ekkert sáttur viö þessi klúrheit og vildi gjarnan vita hennar hug og sagði þvi frá þvi að ég væri stoltur af því að móðir min væri að nokkru leyti af dönsku bergi brotin ekki sist vegna þess menningarafreks þegar Danir skiluðu okkur aftur handritunum. Hún hefði komið hingað til lands 1908, eignast hér 7 börnogskilaö góðu lifsstarfi. Hún hefði verið blind siðustuæviársin og þau ár hefði hún komið dag hvern til okkar barnanna og ég alltaf eitt kvöld i viku lesið úr dönsku blööunum fyrir hana. Ég hefði stundum lesið fyrir hana auglýsingar, sem voru annarlegar i hennar augum. Ein hefði getað hljómað eitthvað á bessa leið: Beggja blands vel stæður og^ vel upp-lagður ungur maður óskar að kynnast ungum hjónum, með það i huga að hafa mök við bæði. Móður minni fannst sem annar blær væri á Kaupmannahöfn þegar ég las svona nokkuð fyrir hana, en hafði verið þegar hún var að alast upp. 1 Kaupmannahöfn sl. haust sá égsvoað klámaldan er aö hreiðra um sig á videosviðinu. Þar voru i búðargluggum á Strikinu og viðar alls konar snældur með samli'fi karla, kvenna og dýra, og mér þótti þetta eiginlega all blöskr- unarlegt. Ég sagöi f rá þessu, og sagði frá þvi að ég hefði keypt þessa bók og gefið hana og ég hefði eiginlega hlotiö hálfgerð ámæli fyrir. Ég sagðisttelja að það væri ef til vill eðlilegt að Vita Andersen skrifaði einsog hún gerir, vegna þess upp- eldis sem hún hefur hlotið, en hún hefur sagt frá þvi að hún hafi verið mikið á stofnunum. Ef hún hefur veriö alinupp á stofnunum, þá kannski kann hún ekki skil á þvi hvaö er klúrt og hvaö ekki. Égsagðisttelja aðsvona bækur ætti eiginlega að merkja, þannig að maður færiekki að kaupa þær i ógáti, og að Norðurlandasjóður- inn ætti alls ekki að styðja útgáfu þeirra. Því spurði éghana að þvi hvort þaö mætti draga ályktun af þessari bók að danskir rithöf- undar ætluðu að halda áfram að gera klámbylgjuna að verslunar- vöru i' si'num bókmenntum. Hún svaraði þessu ekki öðru en þvi aö hún harmaði það að mér hefði þótt verkið slæmt,en það sagði ég aldrei. Hún hafði að öðru leyti engin svör við þessari spurningu, en maður hennar sagði að klám- bylgjan væri rénandi i Dan- mörku. Við kvöddumst með virktum Nú við kvöddumst svo með virktum, og ég sagöi við hana aö mér þætti leitt að hafa ekki getað verið jákvæðari i hennar garð, en ég hefði litlar mætur á klámi. Þá sagöi hún við mig að sitt verk væri eiginlega skrifað til þess að mótmæla nauðgunum. Það þótti mér dálitið sérstakt og sagði henni frá þvi aö ég heföi haldiö sunnudagserindi i útvarpinu, þar sem ég heföi lagt til aö þeir sem fremdu alvarlega kynferðisglæpi, væru geltir aö eigin ósk, ella lokaðir inni, eins og gert er hjá Dönum. Þá sagði hún einmitt, „já, ég er svo mikið á móti nauðgunum og mér finnst að karlmenn sleppi alltof „billega” frá þessu.” Við skildum svo bara með sæmilegheitum, þvi ég á ekkert sökótt viö þessa konu”. „Afrek hennar kannski enn meira fyrir bragðið” — Hvers vegna sagftir þú hér áðan, aft Andersen kynni ef til vill ekki skil á þvi hvaft væri kliírt og hvaft ekki, þö hún heffti verið á stofnunum? „Sigurjón Björnsson heldur þvi fram, að fólk sem alið er upp á uppeldisstofnunum, nái aldrei langt á lista- og menningar- sviöinu. Það má þvi kannski segja að afrek Vitu Andersen sé enn meira fyrir bragðið. Kona ein, sem var á fundinum tók mig tali i gær, og sagðist hún vera búin að lesa bókina. Sagðist hún telja aðfinnslur minar réttar þvi bókin væri gegnsýrð af karl- mannahatri, sem félli i góðan jarðveg hjá hinum ófullnægðu og firrtu rauðsokkum. ,.t»ú ert með karl- mannakomplexa” — En þegar þú hafftir lokift máli þinu á fundinum, hvers konar við- brögft voru þá meftal fundar- m anna? „Þegar ég var búinn að flytja þessa fyrirspurn á fundinum og ég var aö setjast við borðið mitt aftur hjá konum, þá segja tvær þeirra viö mig, ,,þú ert með karl- ■ Þaft er vandalitið aft hreiftra notalega um sig i blómahorninu hans dr. Gunnlaugs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.