Tíminn - 24.01.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.01.1982, Blaðsíða 8
8 ISfMMi Utgefandi: Framsbknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjori: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig- urður Brynjolfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jóns- son. Rítstjórnarfulltrúi: Oddur V. olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjonarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulssón. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdótlir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (íþróttir), Skafti Jónsson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumula 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aualýsinaasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu 5.00. Askriftarqjald á mánuði: kr. 100.00— Prentun: Blaðaprent hf. Unnið rösklega við skólabyggingar ■ „Siðustu í jögur árin hefur verið unnið rösklega við skólabyggingar i Reykjavik, sem sést best á þvi, að árið 1977 voru 4.79 fermetrar i skólahús- næði á hvern grunnskólanemanda, en núna eru 6.13íermetrar á hvern nemanda,” sagði Kristján Benediktsson, borgarráðsmaður, i viðtali við Timann á föstudaginn um skólabyggingar i höf- uðborginni á kjörtimabili núverandi meirihluta. Krisján leiðrétti þar ýmsar rangfærslur talsmanna minnihlutans og sagði m.a.: „Hjá Reykjavikurborg hefur það lengst af verið svo, aðskólabyggingar hafa þvi miður ekki verið fullkláraðar Jyrr en mörgum árum eftir að þær voru teknar i notkun, þvi miður. Þörfin fyrir skóla i nýjum hverfum hefur gert það að verkum, að þangað hefur fjármagnið orðið að fara, og lokafrágangur og lokaáfangar skóla á öðrum stöðum orðið að biða. Þannig er núna verið að ljúka byggingum við Hvassaleitisskóla, sem tekin var i notkun haustið 1969, og i fyrra var lokið byggingu iþróttahúss við Hliðaskóla, en hann hefur starfað á þriðja áratug. Á þessu kjörtimabili hefur auk framangreindra mannvirkja verið tekinn i notkun stór áfangi við Hólabrekkuskóla, og þegar hafin kennsla i nýjum byggingaráíanga við ölduselsskóla, sem að fullu verður lokið við i sumar. Auk þess hefur Selja- skólinn verið reistur frá grunni á þessu kjörtimabili, en þar eru nú næstum eitt þúsund nemendur við sæmilega rúmanhúsakost. Á fjárhagsáætlun þessa árs á að vinna fyrir 12.6 milljónir króna við ölduselsskóla og fyrir tæpar 9 milljónir króna við Seljaskóla. Fyrir þetta fjármagn verður lokið byggingu 11.200 rúmmetra kennsluhúsnæðis við ölduselsskóla og einu húsi með 6 kennslustofum við Seljaskóla, og einnig komist langleiðina með að fullklára stærsta iþróttahús, sem reist hefur verið við grunnskóla i Reykjavik. Auk þessara framkvæmda við grunnskólana i Breiðholti eru áætlaðar 7 milljónir króna til framkvæmda við Fjölbrauta- skólann. Þessar upplýsingar Kristjáns sýna glögglega, að umtalsverður hluti af framkvæmdafé borgar- innar fer einmitt til skólabygginga. Hörmuleg tíðindi ■ Landsmenn setur hljóða við þá harmafregn, að fjórir menn hafi látið lifið i sjóslysi við Vestmannaeyjar, þar af tveir íslendingar sem fórust við björgunarstörf. Atburðirnir við Vestmannaeyjar minna á það, hversu hættulegt sjómannsstarfið getur enn verið, þrátt fyrir stærri og öruggari skip en áður þekktust. Sjóslys eru þvi miður enn nokkur á hverju ári, og margir Islendingar hafa þurft að leggja lif sitt i hættu til að bjarga mönnum úr sjávarháska. Timinn sendir aðstandendum þeirra hugdjörfu manna, sem fórust við Vestmannaeyjar, samúðarkveðjur. — ESJ. Sunnudagur 24. janúar 1982. Erlend og íslensk bókmenntaverðlaun Bókmenntaverðlaun nóbels voru AFHENT t SÍÐASTA MANUÐl. Nú á næstunni verður siðan tilkynnt um, hver hlýtur hin árlegu bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, en þau eru ávallt afhent á ársfundum ráðsins. Sænska akademian, sem Uthlutar Nóbelsverð- laununum, kom heimsbyggðinni enn einu sinni á ó- vart með vali sinu á verðlaunahafa i bókmenntum að þessu sinni. Nafni minn Canetti var óþekktur meðal alls almennings i' flestum ef ekki öllum lönd- um heimsins, og jafnvel á meðal bókmenntamanna og rithöfunda var komiö að tómum kofunum er nafn hans var nefnt. Hann getur að sjálfsögöu verið góður rithöfundur þótt bækur hans hafi ekki öölast fjölmennan les- endahóp. Vinsældir og gæði fara ekki alltaf saman, og viröast reyndar alltof oft vera andstæöur. Hitt fer þó ekki á milli mála, að margir eru þeir rithöf- undar viða á jarðarkringlunni, sem hlotið hafa al- menna viðurkenningu fyrir gæði verka sinna, og jafnframt vinsældir, og ættu þvi að standa nær bók- menntaverðlaunum Nóbels en ýmsir þeir,sem hlot- ið hafa það hnoss bæði fyrr og siðar. í það minnsta ef lita berá verðlaunahafana sem Urval hins besta, sem samtimabókmenntir hafa upp á aö bjóða hverju sinni. HöFUNDAR ERU OFT FLJÓTIR AÐ GI.EYMAST. Þeir rithöfundar, sem eru þekktir og jafnvel vinsælir einn áratuginn, geta verið gleymdir eftir hálfan mannsaldur eða jafnvel skemmri tima. Þeir, sem ákveða viöurkenningu á borð við Nóbels- verðlaunin i bókmenntum, lenda að sjálfsögðu i þvi oftaren einu sinni að Uthluta verðlaununum til höf- unda, sem á þeim tima þykja þeirra vel maklegir, en sem siðari kynslóðir hafa svo engan áhuga fyrir. En með þvi að velja aö ásettu ráði rithöfunda, sem mestur hluti hins læsa mannkyns þarf ekki einu sinni að hafa fyrir að gleyma, er i reynd veriö að draga Ur gildi Nóbelsverðlaunanna sem mæli- kvarða um það besta, sem heimsbókmenntir sam- timans hafa lram að færa. Það er auðvitað hægt að setja saman langan og athyglisverðan lista yfir frábæra rithöfunda, sem aldrei hafa fengið Nóbelsverðlaunin, og bera hann saman við nöfn hinna, sem vart nokkrum manni detturlengurihugaðlesa,efalmennter þá vitað til þess að þeir hafi nokkru sinni verið til. Það skal ekki gert hér nema að einu leyti, sem telja má mjög lýs- andi dæmi um skrýtið val. Svo virðist sem 13 leikritaskáld hafi fengið bók- menntaverðlaun Nóbels frá upphafi, og eru þá teknir með þeir rithöfundar, sem aðeins fengust við leikritagerð að hluta og voru jafnvel þekktari fyrir verk sin á öðrum sviðum, eins og til að mynda Al- bert Camus og Francois Mauriac, og Jean Paul Sartre, sem að visu haínaði verðlaununum á sinum tima. í hópi þessara 13 eru fáein leikritaskáld, sem enn njóta vinsælda i leikhUsum viða um lönd. Þar ' má nefna George Bernhard Shaw (1925), Luigi Pirandello (1934), Eugene O’Neill (1936), Samuel Beckett (1969). Ég sagði vist, að þeir væru i hópi þeirra, sem enn væru vinsæl leikritaskáld, en ætli sá hópur sé ekki bara þar með upptalinn? Það fer auðvitað ekki á milli mála, að þarna ættu með réttu að vera nöfn margra annarra leikrita- skálda. Um sum nöfnin geta flestir vafalaust veriö sammála: Ibsen. Strindberg. Tékov. O’Casey. Brecht. Garcia Lorca (þótt hann hafi aldrei fengiö Nóbelsverðlaun hafa tvö önnur spænsk leikrita- skáldhlotið þann heiður, en nöfn þeirra geymast nU einkum i nafnalistum alfræðibóka). Margir aðrir yngri leikritahöfundar kæmu einnig til greina: Miller, Williams, Weiss, Pinter. Morðurlandaraðsverðlaunin ERU VEITT A ÖÐRUM GRUNDVELLI. Þar er ekki verið að verðlauna rithöfunda fyrir ævistarf i sjálfu sér, heldur fyrir einstakt verk, eina bók. A slik verðlaun verður að lita nokkuð öðrum aug- um en Nóbelsverðlaunin. Þar ræður stundum til- viljun að hluta um, hvernig verðlaunaveitingin fer hverju sinni. Þar á ég við, aö bók, sem er kannski sU besta sem kemur til greina eitt árið, hefði ef til vill lent einhvers staðar i miðjum bunkanum ári siðar. Og öfugt. Þvi gæði bókmenntaverka eru að sjálf- sögðu misjöfn frá ári til árs, og hver bók getur að- eins komið til álita einu sinni. Þaö er þvi að ýmsu leyti óréttlátt, þegar verið er að metast um það, hvað hvert Norðurlandanna hefur fengið þessi norrænu verðlaun oft. Þeim er einfaldlega ekki Utdeilt með þeim hætti, að hægt sé að bUast við þvi, að Uthlutanir skiptist jafnt á milli þjóða. Tveiríslenskir höfundar hafa hlotið Norðurlanda- ráðsverðlaunin til þessa, Ólafur Jóhann Sigurðsson og Snorri Hjartarson. Báðir voru þeir mjög vel að þessari viðurkenningu komnir. En jafnframt er ljóst, að ýmsir aðrir islenskir höfundar hafa sent frá sér verk, sem fyllilega ættu slik verðlaun skilið. Kannski hefðu sumir þeirra hlotið verðlaunin ef Dækur þeirra hefðu komið til álita eitthvert annað ár en reyndin varð. Um það má auðvitað velta vöngum. Báðar þessar aðferðir — að veita verðlaun fyrir heildarframlag höfundar til bókmenntanna, eða fyrireinstaktbókmenntaverk —hafa kosti og galla, og vandfundið verður það fyrirkomulag, sem allir getaorðiðsammála um, að sé hið eina besta. Verðlaun af þessu TAGI HAFA HVETJANDI ÁHRIF. A þvi er litill vafi. Þeim fylgir einnig heiöur, og i báðum áðurnefndum til- vikum einnig nokkurt fjármagn. Sem vikur huganum að heimaslóðum. tslensk bókmenntaverðlaun — hvers vegna ,eru þau ekki til? Mynduslik verðlaun ekki hafa hvetjandi áhrif á unga rithöfunda? Vekja aukna athygli á islenskum samtimabókmenntum? Ég er sannfærður um, aö islensk bókmenntaverð- laun, sem landsmenn gætu almennt tekið mark á og virt, myndu hafa jákvæð áhrif.Þeim þyrfti aö sjálf sögðu að finna eölilegan farveg og hæfilegt fjár- magn. í þvi sambandi mætti til dæmis hugsa sér samstarf bókaUtgefenda og dagblaðanna og jafn- vel fleiri aðila. Auðvitað myndu islensk bókmenntaverðlaun ekki skipta neinum sköpum, og slika viðurkenningu er auðvelt að gagnrýna, eins og dæmin hér að framan sýna. Engu að siður gæti tilvist. slikrar viður- kenningar verið hvetjandi fyrir höfunda og örfað bókasölu i landinu. Hugmyndinni er þvi varpað hér fram til umhugsunar. —ESJ. Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.