Tíminn - 24.01.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.01.1982, Blaðsíða 9
Sunnudagur 24. janúar 1982. 9 Skammvinn gleðistund hjá Arvakursmönnum Gleðisvipur á baksíðu ■ Baksiða Morgunblaðsins föstudaginn 15. þ.m. mun lengi verða i' minni höfð. Þar birtist svo stórum og skýrum stöfum sú óskhyggja þeirra Arvakurs- manna, að fiskverðsdeilan og sjómannaverkfallið yrðu rikis- stjóminni að falli. Gleðisvipurinn á baksiðunni duldist ekki neinum. óskastund þeirra Arvakursmanna var upprunnin. Rikisstjórnin var fallin að dómi þeirra. Yfir þvera siðuna var yfir- skrift frásagnar um fiskverðs- deiluna. Þar sagði stórum stöf- um: „Málið komið i óleysanlegan hnút.” Svo vissir voru þeir Morgun- blaðsmenn i sinni sök, að þeir höfðu snúið sér til væntanlegs forsætisráðherra þeirra, Geirs Hallgrimssonar, og fengið um- sögn hans um málið. Geir Hall- grimsson fór ekkert i launkofa með það, að nú væri timi Gunn- ars liðinn og komið að öðrum manni að taka við. Gunnar var búinn að brjóta skip sitt. Stór- letruð yfirskrift viðtalsins við Geir Hallgrimsson hljóðaði á þessa leið: ,,Geir Hallgrímsson formaður Sjál fstæðisflokksins: Stefna rikisstjómarinnar hefur beðið skipbrot.” Tilefni þessarar gleðifréttar i Mbl. var það, að kvöldið áður höfðu sjómenn og útgerðar- menn hætt skyndilega við aö undirrita samkomulag, sem orðið var milli þeirra. Mbl.- menn töldu, að með þvi væri málið orðið óleysanlegt og rikis- stjórnin búin að brjóta skip sitL Fögnuður þeirra var þvi' ekki litill. Fagnaðarstundin hjá Ar- vakursmönnum stóð hins vegar ekki lengi. Daginn eftir eða laugardaginn 16. þ.m. var kom- ið annað hljóð i strokkinn. Þá birtistá baksiðunni eftirfarandi fyrirsögn með mun minna letri en notað hafði verið daginn áð- ur: „Aðilar bjartsýnirog búist við fiskverðsákvörðun i dag.” Friðarspillar Það gerði erfiðara að ná sam- komulagi um fiskverð nú en oft áður, að jafnhliða stóð yfir kjaradeila milli útvegsmanna og sjómanna. Sjómenn höfðu lýst yfir verkfalli af þeirri ástæðu. Otgerðarmenn og sjó- menn deildu þannig innbyröis um málefni, sem sum voru við- kvæm. Af þeirri ástæðu dróst fisk- verð6ákvörðunin meira á lang- inn. Fullur skriður komst ekki á lausn hennar fyrr en útgerðar- menn og sjómenn voru búnir að jafna innbyrðismál sin. Óhætt er að fullyrða, að milli- ganga Steingrims Hermanns- sonar sjávarútvegsráðherra átti góðan þátt i að greiöa fyrir lausn fiskverðsdeilunnar. Ann- ar sjávarútvegsráðherra hefur ekki átt meiri né betri þátt i lausn slíkrar deilu. Það auðveldaði ekki þessar deilur, að stjórnarandstaðan reri undir af öllum mætti og reyndi að auka sundrungu og ófrið. Eins og áður segir, var óskhyggja hennar sú, að þessar deilur gætu orðið rikisstjórninni að falli. Svo ósvifin er nú stjórnarand- staðan, að hún hikaði ekki við að stuðla að stórfelldu t jóni þjóðar- búsins og atvinnuleysi þúsunda manna, ef það gæti orðiö vatn á myllu hennar og fært hana nær valdastólunum. Enn ömurlegra er þetta hlut- skipti stjórnarandstöðunnar, þegar það er tekið með i reikn- inginn, að foráðamenn hennar hafa ekki minnstu úrræði fram að færa, og meðan að ráðherrar úr hópi hennar fóru með sjávar- útvegsmál dróst oft mörgum vikum saman að ákveða fisk- verð. Stjórnarandstaðan Starfshættir stjórnarandstöð- unnar meðan áðurnefndar deil- ur stóðu yfir, er vissulega tilefni til að rifja upp ummæli Arna Helgasonar, sem lártust í Mbl. 16. desember, og var vafalaust beint fyrst og fremst til þeirra samherja hans i Sjálfstæöis- flokknum, sem nú eru i stjórnarandstöðu. Ámi sagði m.a.: „Það þykir mörgum fint að vera stjórnarandstæðingur, sem sagt: vera ábyrgðarlaus, geta skammað og sagt allt ómögulegt. Hvort það er stór- mannlegt verða menn að dæma sjálfir og lita i eigin barm. En það er ekki nóg að rifa niður. Af þeim öflum er engin þurrð i voru þjóöfélagi. Um leið og stjórnarandstaða gagnrýnir hækkun á öllum hlutum, lækkun á framkvæmdum, þá verður eitthvert vit að vera i hlutunum . Hún hefir diki verið spör á að mæla hvers konar hækkunum bót, svo sem á raforku, hita- veitu, unnum vörum o.s.frv. og er það skiljanlegt, þvi stjómar- andstaðan er viss i sinni sök um að almenningur hefir nóga pen- inga og munar ekkert um nokkr ar hækkanir og þvi skömm af stjórnvöldum að vera að knifa hækkanirnar. Og þó svona hugsanir stangist á, þá gerir það ekkert til, þá er bara hægt að gripa til annarra upphróp- ana. Það er erfitt stundum að skilja stjórnmálini okkar landi. Það er alltaf eins og stjórnar- andstaða telji það skyldu sina um leið og hún verður undir i stjórnarmyndun, aö gera þeim, sem eiga að ráða við vandann, gönguna sem erfiöasta.” Atvinnuöryggi mikilvægast Þótt sjómannaverkfallið stæði ekki lengi, var það nógu langt til þess,aðmenn fengu öt^litla hug- mynd um hvers konar böl lang- varandi atvinnuleysi myndi verða og hvaða tjón fyrir þjóð- ina myndi hljótast af þvi. Þess vegna hefur þvi jafnan verið lýst yfir af hálfu Fram- sóknarflokksins, að af tvennu illu kysi hann heldur nokkra verðbólgu en atvinnuleysi. Þess vegna er það grund- vallarstefna hans að tryggja beri undirstöðu atvinnuveganna framar öðruog vinna að eflingu þeirra eftir þvi sem framast er kostur. En jafnframt vill hann einnig vinna að hjöðnun verð- bólgunnar. Deilan, sem varö um fisk- verðið nú, var leyst með þetta sjónarmið í huga. Af háifu sjávarútvegsráö- herra, sem hafði forustu um lausn hennar, var einkum þrennt haft i huga. 1 fyrsta iagi yrði að reyna að treysta sem bezt rekstrarstööu atvinnuveg- anna. í ööru lagi yrði að reyna að tryggja sjómönnum, að þeir héldu hlut sinum til jafns við launafólk i landi. 1 þriðja lagi yrði að reyna að leysa máliö þannig, að mögulegt yrði að halda verðbólgunni i skefjum. Það verðurekkiannaðsagten að lausn fiskverðsdeilunnar treystir stöðu fiskvinnslu og sjávarútvegs eins vel og kostur er undir rikjandi kringumstæð- um. Bæði útgeröarmenn og fisk- vinnslumenn greiddu atkvæöi með fiskverðsákvöröuninni. Þá hafa sjómenn fengið aukna tryggingu fyrir þvi, að þeir haldi hlut si'num i samanburði við launastéttirnar i landi. Full- trúar sjómanna féllust lika á fiskverðsákvörðunina. Kaupmáttur og krónutala Þvi er svo ekki að neita, að sú lausn.sem samiðvar um, eykur verðbólguna og þá jafnframt nauðsyn þess, að róttækar ráð- stafanir verði gerðar til að sporna gegn vexti hennar. Að þvi verkefni verður rikisstjórn- in nú aö snúa sér af einurð og festu. Af hálfu Framsóknarflokks- ins hefur ekki verið farið dult með það, að hann telur nauð- synlegt, aö nú verði gripið til svipaðra aögeröa i efnahags- málum og framkvæmdar voru i byrjun siðastliðins árs. Þar var um alhliða niðurtalningu að ræða. Ýmsir forustumenn laun- þegasamtakanna óttuðust þá, að það yrði þeim óhagstætt að gefinn var eftir nokkur hluti verðbóta álaun, en á mótikomu aðrar ráðstafanir til að viðhalda kaupmættinum. Þessi ótti reyndist ástæðulaus, eins og eftirminnilegast hefur verið áréttað af miðstjórn Alþýöu- bandalagsins. Opinberar skýrslur sýna nú, að þessar ráðstafanir drógu ekki úr kaupmættinum, heldur tryggöu hann betur en orðiö hefði að óbreyttu. Þar fékkst skýr sönnun þess, að það, sem skiptir máli er ekki krónutala launanna heldur kaupmáttur þeirra. Enn er ekki fullreynt hvort samkomulag næst nú eða siðar um svipaðar aðgerðir og i fyrra, en það yrði miður, ef svo reynd- ist dcki. Þá eykst sú hætta, að litið verði úr niöurtalningu verðbólgunnar á þessu ári, og að rekstrarstaða atvinnuveg- anna versni að nýju. Móðuharðindin og Morgunblaðið Morgunblaðinu verður nú tið- rættum, að á íslandi riki móðu- harðindi af mannavöldum. Svo mikið er ofstæki þeirra Arvakursmanna, að þeim virð- ist alveg dyljast, að Island hefúr verið og er eitt fárra landa, þar sem veriö hefur full atvinna. Sem betur fer þekkir uppvax- andi kynslóð Islands ekki at- vinnuleysi. Arvakursmönnum virðist einnig dyljast, að Island er meðal örfárra landa, þar sem kaupmáttur verkamannalauna hélzt nokkurn veginn óbreyttur á siðastliðnu ári, þótt hann rýrnaði verulega i flestum lönd- um öðrum. Þá sjá ritstjórar Mbl. ekki, eða látastekki sjá, að Islending- ar hafa á undanförnum árum búið við meiri velmegun en flestar þjóðiraðrar. Bilaeign og sólarlandaferðir eru glöggt dæmi um það. A fjölmörgum sviðum hefur verið sótt fram með miklum glæsibrag á undanförnum ár- um. Þeim heimilum hefur si- fjölgað, sem njóta innlendrar orku i stað innfluttrar. Þrátt fyrir harða samkeppni hafa fiskvinnsla og fiskveiðar haldið hlutsinum i samkeppni við þær þjóðir, sem taldar eru fremstar á þessu sviði. Þetta er m.a. að þakka þeirri uppbyggingu, sem hér hefur átt sér stað siðustu ár- in. . Það þarf vissulega eindæma ofstæki til þess að halda þvi fram, að á íslandi séu móðu- harðindi af mannavöldum. Hafi slfk skrif nokkur áhrif, eru þau helzt, að þau veikja trúna á þjóðina og framtið hennar i landi si'nu. A þann hátt geta þessi skrif orðið til óþurftar og ýtt undir landflótta. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.