Tíminn - 24.01.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.01.1982, Blaðsíða 17
Sunnudagur 24. jaiiúar 1982 T7 Siílilii Í1 ',iUííitíi*ii< f< 1 • 4<)«<*$♦» j^^É^jgWWpm^l^lí^iÉihÉÍm U^U*»Öli^iíi^UUi^|Í{ji4i«iHH»lUií«íU»UlUUU}UUUiÍiiUUigUi^ij ifr-árM •Í>i> »>>}*»? sa (ifii ‘"li !§ • O*”. • . •>»*» tf**-* VIDEO LEIKTÆKI FARA SIGURFÖR UM HEIM ALLAN undir mjög snemma ráðt úrslit- um. 1 löndum þriðja heimsins fara vinsældirnar vaxandi eins og annars staðar, þrátt fyrir land- læga fátækt i mörgum þessara landa virðist alþýöan ekki telja eftir sér að eyða góöum hluta fjármuna sinna i þessa fánýtu tómstundaiðju. Hið fræga fá- tækrahverfi i Suður-Afriku, So- weto, var nýlega (!) rafvætt og Space Invaders, Asteroids og Pac Man voru fyrstu sjáanlegu af- leiðingar þeirrar væöingar. Og njóta að sjálfsögðu geysilegra vinsælda. Þroun nýs tækis Eins og áður hefur verið vikiö að koma stöðugt á markaöinn ný og fullkomnari tæki en forsvars- menn fyrirtækjanna sem fram- leiða þau segja aö það sé engin leið að vita fyrirfram hvaða tæki nær vinsældum og hvað ekki. Flest fyrirtækjanna hafa á sinum snærum hópa unglinga til að reyna tæki sem eru i smiðum en engu að siöur slá ekki nema fáar einar þeirra gerða sem koma á markaðinn á hverju ári i gegn, og erfitt að átta sig á þvi hvaö leiðir til vinsælda. Stjórnendur stærsta fyrirtækisins i Bandarikjunum, Bally, röktu nýlega fyrir blaða- manni þróun nýrrar gerðar sem sett verður á markaö innan skamms. Fyrir þremur árum hófst vinnan og störfuðu 25 manns að smiðinni, verkfræðingar, teiknarar, tölvufræöingar og leikjahöfundar. Upphaflega hug- myndin var að leik sem kalla átti Catch 40 og gekk út á litinn karl sem gekk fram og aftur og reyndi að gripa fallandi blöðrur á höfuö sér. Eftir þvi sem leið á leikinn féliu blöörurnar hraðar og hraðar en prófanir sýndu aö leikurinn varð of erfiður of snemma — blöörurnar féllu svo hratt að þaö var engin leið að ná þeim. Þetta má alls ekki i tækjum af þessu tagi — stjórnandinn veröur að fá það á tilfinninguna að það sé hon- um sjálfum að kenna þegar hann tapar. Það var bætt úr þessu en leikurinn reyndist ekki sérlega skemmtilegur, svo honum var stungið upp á hillu i tvö ár. Sér- fræðingar Ballys viðurkenna að þeir hafi orðið uppiskroppa með hugmyndir. Þeir uröu að fá litla karlinum, sem nú var orðinn að trúðleikara á einhjóli, eitthvert vopn til aö snerta blöörurnar. Einhver fékk þá hugmynd að láta trúðinn senda blöðrurnar aftur upp i loft og ákveöið var aö i upp- hafi spilsins myndi hann geta það með priki upp úr hatti sinum, en i seinni hlutanum hlóðust blöðrurnar ofan i hattinn: aðrar blöðrur höföu þvi styttri vega- lengd til að falla úr lofti til gólfs og trúðurinn varö aö hjóla hraðar til að ná þeim. Og eftir þvi sem leið á þróun leiksins tóku blóm, hattar og boltar að falla úr loftinu ■ Steve Juraszek, heimsmeistari á tækið Defender. Hann stóð fyrir framan vél sina i 16 tima og 34 minútur samfieytt. ásamt blöðrunum og loks var ákveðið að undir lok spilsins myndi eitthvað þaö birtast sem trúðsveslingurinn yröi aö foröast. Steöjar, var fyrsta hugmyndin, en hún þótti fáránleg. Hins vegar hafði enginn neitt við sprengjur að athuga, enda samræmist það vel ofbeldinu sem jafnan felst i leikjum þessum. Fullorðnir eins og drengir Loks var svo komið fyrir i hatti trúðsins mannætukúlu, svipaðri þeirri sem fer hamförum i vin- sælasta spili Bally-fyrirtækisins Pac Man, og vongóöir settu stjórnendur fyrirtækisins það á þröngan markað til reynslu. Það brást algerlega. Leikurinn reynd- ist taka of langan tima og gleypti þvi ekki eins mikið af peningum og taliö var nauðsynlegt. Spilið, sem nú hét Kick, var þvi enn einu sinni tekiö til meöferðar, fall- hraðinn aukinn og ýmislegt annað fiktaö við útbúnaöinn, og nú verö- - ur Kick sem sé sett á markað inn- an skamms. Þeim sem hönnuðu það þykir þaö skemmtilegt en játa að þeir hafi ekki hugmynd um hvernig þvi veröi tekiö af al- menningi. Eins og einn þeirra segir: „Þetta er lýðræðislegasti bissniss i heimi. Maöur kemur frambjóöendum fyrir i leiktækja- sal og kjósendur kjósa milli þeirra meö 25 senta peningum.” Eins og áöur var nefnt eru það fyrst og fremst karlmenn sem stunda hin nýju videó-spil, þótt vissulega hafi margar konur látið heiliast og ekki sist af Pac Man, eins og getið var. Ýmsar konur sem kynnt hafa sér þessi mál segja aö þær séu of tilfinninga- næmar fyrir svo blóöþyrsta leiki sem þessa, en karlar hafa svaraö og segja að konur séu þvert á móti svo jaröbundnar og bók- stafssinnaöar að þær geti ekki tekið leikjum þessum sem leikj- um eingöngu. Einnig segja sumir sálfræðingar að andúö flestra kvenna á þessum tækjum sé ekki sistsprottin af þvi að það setur aö þeim óróa er fullorðnir karlar taka að hegöa sér eins og litlir drengir og leggjast i leiktækja- sali. Þvi vist eru fullorðnir oft á tið- um jafn ákafir og unglingarnir. Margir leiktækjasalir fyllast um hádegisbil af viröulegum skrif- stofumönnum sem eyða öllum matartima sinum þar. Raunar er áberandi að skrifstofumenn eru mjög veikir fyrir tækjunum, það er talið stafa af þörf fyrir útrás eftir langa setu viö skrifborð. Sumum þeirra er nóg boðiö og vildu helst hætta að koma en geta það ekki. Og einn karlmaður sem bandariskur blaðamaöur ræddi við á leiktækjasal vildi ómögu- lega gefa upp nafn sitt. Hann var vel stæöur lögfræðingur og vildi ekki að konan hans kæmist að þessu áhugamáli. „Þetta er leyniheimur minn,” sagði hann flóttalegur, stóð siðan i tvo tima samfleytt við eina vélina og barö- ist miskunnarlausri baráttu við vond öfl. Jafnast á við hugleiðslu Margir hafa taliö vinsældir þessara tækja merki um að mannleg samskipti væru á fall- anda fæti og einangrun fólks væri orðin svo mikil að það fengi hvergi útrás nema fyrir framan videó-skerm að berjast viö geim- verur. Þannig segir 29 ára Japani sem kveðst vera orðinn háður þessum tækjum: „Tókió er stór borg. Maður skyldi ætia að maöur gæti ekki oröiö einmana hér en þvierþóekki þannig farið. Fólkiö hefur ekkert að gera. Þvi er sama um allt. Það getur ekki keypt sér hús. Það hefur ekkert við pening- ana sina aö gera nema spila.” Aðrir mótmæla þessu harðlega og segja tækin hin nytsömustu. Mikill kvikmyndajöfur i Holly- wood segir til að mynda að þessi tæki séu „frábær ef maður vill taka sér fimmtán minútna hvild og gleyma öllu, tæma hugann.” Þessi maður er með þrjú videó-tæki á skrifstofu sinni. Ýmsir hafa tekið undir orð hans og sumir ganga svo langt að segja að leikur i tækjunum jafnist prýöilega á við hugleiöslu, af- slöppunin sé svo mikil en jafn- framt er hugurinn vel á verði. Steve Juraszek lætur sér þessar og þvilikar spekúlasjónir i léttu rúmi liggja. Hann er nú tekinn að undirbúa tilraun til að setja nýtt heimsmet á Defender-spilið og skal þaö vera sýnu glæsilegra en hið fyrra. Og hann fer sér ekki aö neinu óðslega. „Ég ætla aö velja mér einhverja helgina i vor,” segir hann, „og stunda látlausar æfingar til aö þjálfa fingurna og olnbogana. Svo ætla ég að fara aö sofa strax eftir skóla á föstudegi og byrja eldsnemma á laugar- dagsmorgni og halda áfram alla helgina...” — ij endursagði úr Times.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.