Tíminn - 24.01.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 24.01.1982, Blaðsíða 18
Sunnudagur 24. janúar 1982 18 á bókamarkaði Vladimir Nabokov QSANA Vladimir Nabokov: Despair Penguin 1981 ■ Nabokov enn! „örvænt- ing” hans var upphai'lega skrifuð ú rússnesku árið 1932 en hann sneri henni siðar á enska tungu. Detta er bókin sem Kainer Werner Fassbind- er kvikmyndaði el'tir handriti Tom Stoppards og Dirk Bo- gard lék aðalhlutverkiö — Hermann iðnrekanda i' Þýska- landi. Hann er rikur, á þrýstna konu, og allt virðist i lukkunn- ar velstandi. Ekki þarf þó mikið til að heimur hans hrynji, hann rekst á mann sem honum þykir vera tvifari sinn, hann tekur aö skipuleggja flótta sinn úr veröld sem viö sjáum skyndilega að hei'ur verið honum um megn. Og við íaum að lylgjast með niöur- broti persónu hans. Bókin er spennandi á borð viö reyíara en það er „örvænting” Her- manns sem veröur minnisstæð þegar upp er staðið. Nabokov, hinn rússneski meistari ensk- unnar hefur slikt vald á stil aö lesandi hlýtur aðfylgja honum sauðtryggur eftir... HENRV ROOT llenry ltoot: The llenry Koot Letters Maedonald Kutura 1981 ■ Bretar eru miklir sér- fræðingar i vissri legund al' húmor, sem öðrum kann að virðast heldur þurrlegur. Þeir eru þó liklega íáir sem ekki kunna að meta að minnsta kosti hugmyndina að baki þessu bréfasafni sem olli gifurlegum deilum á Bretlandi er þaö kom út i fyrra. Einhver Æri-Tobbinn tók sig til og skrifaði fjölda mektarmanna bréf, og sumum mörg, undir fölsku nafni. „Henry Koot” er maðurinn á götunni, svo langt til hægri i stjórnmálum aö frú Thatcher bliknar, ákafur aö- dáandi dauðarefsinga, og ein- dreginn stuðningsmaður fornra dyggða — með vissum undantekningum þó! Það sem skemmtilegast er að Henry Root fékk fjölda svarbréfa, m.a. frá riturum Karls prins, og Thatcher, og Ziaul-Haq, forseti Pakistan, sendi honum áritaða mynd af sér. Náttúr- lega miðast þessi bók næstum eingöngu við breskar aðstæð- ur en það má sannarlega hafa gaman af framtakinu. Og hinu hvernig virðulegir aðilar láta hinn yfirlýsingaglaða Henry Root draga sig á asnaeyrun- um. Kostuleg bók! FALLACI INTERVIEW ”™HISTORY Oriana Fallaci: Interview with llistory lloughton Mifflin Co„ 1976 ■ Aö sönnu er þessi bók ekki alveg ný af nálinni en hér er engu siður að finna nokkur af frægustu, og bestu, viðtölum itölsku blaðakonunnarsem við höfum þegar kynnt nokkuð hér i blaðinu. lfér er m.a. hið fræga viðtal við Henry Kissinger þar sem hann likir sjálfum sér við einmana kú- reka, hér er lika viötalið viö Keza Pahlavi íranskeisara þar sem hann opinberar eigin hroka efRrminnilega Enn má nefna viðtal við Yassir Aralat og tvo lor- kólfa i Vietnamstriði, Thieu og Giap hershölðingja, Góldu Meir, Indiru Gandhi, Ali Bhutto og Willy Brandt. Og hér er viðtalið sem kynnti þau Oriönu og Alex Panagoulis. Oriana Fallaci er nokkuð um- deild, en hitt er ljóst að viötöl hennar eru heimild sem sjald- gæft er að hlotnist blaöaviötöl- um. Með lagni, og ekki siöur frekju, tekst henni aö neyða sér inn á viðmælandann — þá kemur i ljós hvort hann af- hjúpar sjállan sig, eöa lifir af sem mikilmenni. Morris West: The Clowns of God Coronet Books 1981 ■ A timabili streymdu bækur Morris West á markaö hér- lendis — „Málsvari myrkra- höfðingjans”, „i fótspor liski- mannsins”, „Babelsturninn" og fleiri. Nú hefur oröiö hlé á en i útlöndum heldur West áfram að íramleiða reyfara sem ná feikna vinsældum. Ferill hans er merkilegur — hann er nelnilega fyrrum múnkur og sér þess vissulega stað i bókum hans sem marg- ar fjalla um heldur guðrækileg efni af reyfurum að vera, þótt ekkert skorti á spennu, olbeldi og ást. Hér er sama sagan — páfi gefur út þá yfirlýsingu að guð hafi vitrast honum og boö- að endurkomu Krists og heimsendi. Hvaö á þetta að þýða? Kardinálar þykjast sannfærðir um aö karl sér genginn af göflunum og byrja aðplottagegnhonum.Er farið er að rannsaka máliö renna tvær grimur á menn. Stefnir páfi lengra en að vera ein- ungis fulltrúi guðs á jörð? Þaö má Morris West eiga aö hann heldur lesanda sinum i greip- um spennunnar allt fram á siðustu blaðsiðu og þótt vefur hans sé flókinn er prýðilega úr öllu leyst. Ágætur reyfari. ■ Bækurnar hér aö ofan eru fengnar hjá Bókabúö Máls og menningar. ■ Mynd sú sem Simenon dregur upp af sjálfum sér er gerólík þeirri mynd sem aödáendur hans hafa haftaf honum. „Égfyrirlit sjálfan mig,” segirhann. Simenon játar... — Æviminningar þessa þekkta rithöfundar hafa komið aðdáendum hans mjög á óvart ■ Frakkinn Georges Simenon er vafalitið einhver afkastamesti rithöfundur þessarar aldar, þeirra er teljast af „alvarlegra” taginu. Hann hefur skrifað meira en 200 skáldsögur af ýmsum gerðum, en þekktastar eru leyni- lögreglusögur hans um hinn ró- lynda og trausta rannsóknarlög- reglumann Maigret. bar að auki hefur hann ritað óteljandi bækur af ómerkari gerð en hann hefur ekkilagtnafnsittvið. Aðalsmerki Simenons sem rithöfundar hefur jafnan verið ákaflega knappur og beinskeyttur still — hann hefur strikað út hvert einasta orð sem ekki þjónar einhverju hlutverki en er meira til skrauts, hann er ekki gefinn fyrir lýsingarorð. Mynd sú sem aðdáendurnir hafa af honum hefur gjarnan verið eitthvað f stil við Maigret — að hann sé traustur og rólegur maður sem reyki sina pipu hávaðalaust og tilfinningarnar vel tamdar. Þvi kom þaö mjög á óvart er Simenon gaf fyrir skemmstu út æviminningar sínar sem eru gerólikar fyrri verkum höfundarins, stillinn er til- finninganæmari en fyrrum, frásögnin á köflum næsta rugl- ingsleg og það sem mestu máli skiptir — Simenon opnar lesanda sinum greiða leið inn i nakið hjarta sitt líkt og hann hefur aldrei gert áður, hvorki i bökum sinum né blaðaviðtölum. Þessi bók er líkust játningum og ótrúlegt nokk reynist Simenon hafa nóg að játa. Lúxus-lif Simenon fæddist fyrir 79 árum i belgfsku borginni Liege og var af miðátéttarforeldrum sem ekki gátu borist mikið á. Faöir hans var belgiskur og vann á skrifstofu tryggingafyrirtækis, móöir hans var hálf—hollensk og hálf-þýsk og starfaði að afgreiðslu i verslun. Er Simenon var ungur maður fékk hann starf sem blaðamaður og þá kom fyrst i ljós óseðjandi forvitni hans um lif annars fólks. Umtíma var hann ritari sérviturs fransks markgreifa og fann þá að hann var gefinn fyrir lúxus-lif — hann kaus helst bestu veitinga- staði, dýrustu bilana og flottustu húsin. Þó sá hann i gegnum lífs- stil markgreifans og vina hans, hann skildi að vegna uppruna sins gæti hann aldrei talist til þeirra. Þá beindi hann athyglinni niður á við, til hinna lægstu i þjóðfélag- inu. Móðir hans var reyndar alla tið sannfærð um að fátækt og ör- birgð biöi þessa sonarsem þóttist geta lifað á skriftum, þrátt fyrir að honum gengi strax allvel. Er hann var aðeins rúmlega tvítugur tók honum aö safnast nokkurt fé fyrir ótrúleg afköst við að fram- leiða æsisögur fyrir timarit, stundum skrifaði hann allt að átta eða tiu sögum á dag! Nokkru síðar fór hann að skrifa sögurnar um Maigret sem gerðu hann viðfrægan. Er hann var þritugur hóf þessi aðdáandi Gógols,Conrads ogStevensons að skrifa, á jafn miklum hraða og allt annað, það sem hann kallaði romans durs, eöa harðar skáld- sögur. Bestu bækurhans eru allar sludiur i örvæntingu — bækur eins og Húsið við skipaskurðinn, Bananaferöamaðurinn Eigin- kona við sjóinn, og Ókunnugir i húsinu. Bókmenntamenn i' Paris tortryggöu þennan nýliða i fyrstu eins og flestir sem höfðu hafið sig upp úr „óæðri” skrifum til bók- mennta voru tortryggðir, en André Gide, Louis-Ferdinand Celineog Marcel Aymé játuðu þó skilyröislaust aðdáun sina á Simenon. Ótrúr á hverjum degi Fyrsta kona Simenons var Tigy og var hún svo afbrýöisöm að hún hafði hótað að fremja sjálfsmorð ef hún stæði eiginmann sinn að framhjáhaldi. Er þau höfðu verið gift i tuttugu ár kom hún að honum i örmum Boule, hinnar trygglyndu ráðskonu þeirra hjóna. Þetta haföi verið dálitið skrýtið hjónaband. Tigy var þremur árum eldri, lista- og menntamaður, og hún haföi neitaö að ala manni sinum barn fyrr en hún yrði 39 ára. Er svona var komið ákvað Simenon að játa allt fyrir konu sinni — hann hafði verið henni ótrúr upp á næstum þvihvern einasta dag hjónabands þeirra og stundum oft á dag, með Boule og „hundruðum annarra kvenna”. Tigy rak i þvilikan rogastans að hún ákvað ekki aðeins að lifa, heldur halda áfram að búa með honum þóhann héldi áfram ævin- týrum sinum á kynferðissviðinu. Eftir siðari heimsstyrjöldina fluttust þau til Kanada og siðar Bandarikjanna ásamt syni sinum Marc. Þarna varð Simenon raunverulega ástfanginn i fyrsta sinn, segir hann. Konan var Denise, dálitið hástemmdur franskur Kanadabúi, og varð hún fljötlega ritarihans. Lif Simenons varð nú nákvæmlega eins og hann vildi hafa það. Hann hafði hina greindu Tigy til að sjá um heimilisreksturinn, hann lék áer við son sinn, tók Denise — sem hann kallar aðeins D. — með sér i rúmið,en skrapp þó öðru hvoru til Boule fyrri hluta nætur. Konunum kom vel saman þar til D. varð ófrisk. Þá varð ljóst að Simenon yrði ef til vill ógnað með bandarisku siðgæðislögunum, nema hann skildi við Tigy. Hún hvarf á braut og tók með sér vænan skerf af auðævum Simenons, en skildi Marc eftir. Átta daga með eina bók D. ól honum tvo syni og eina dóttur, Marie-Jo. Simenon fannst alltaf að það væri eitthvað ó- stöðuglyndi i D., en hann þóttist viss um að geta kippt þvi i liðinn sjálfur. Aðferðirnar voru þó heldur vafasamar, nefnilega stöðug fylleri og heimsóknir i vændishús þar sem D., að þvi er hann segir, valdi stúlkurnar og tók virkan þátt sjálf. Eftir að hafa búiö viðs vegar um Bandarikin settust þau að lokum að i Sviss og bjuggu þar með fjölda þjónustu- liös og ritara. Allan þennan tima skrifaði Simenon Maigret sögur með góðum árangri og aðrar skáld- sögur sem mæltust misjafnlega fyrir. Hann hafði fyrrum verið tólf daga að skrifa eina bók, nú stytti hann það niður i átta daga. Skriftir voru honum erfiðar og tóku svo á taugarnar að hann varð stundum likamlega veikur. Eftir að hafa lokið við bók vildi hann helst gleyma henni sem fyrst og talaði aldrei um verk sin ef hann komst hjá þvi. Þá þoldi þessi maður, sem fylgdist af ástriðu með öðru fólki, ekki að fylgst væri með honum sjálfum. „Ég fyrirlit sjálfan mig,” sagði hann einu sinni. Móðir hans féll aldrei við af- kvæmið og er hún kom i sjald- gæfar heimsóknir sinar klæddist hún lörfum til aö sýnast fátæk og lýsa vanþóknun sinni á rikidæm- inu, sem hún þreyttist aldrei á að fordæma. „Til hvers eru allir þessirþjónar?” spurði hún æ ofan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.