Tíminn - 24.01.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 24.01.1982, Blaðsíða 24
24 Sunnudagur 24. janúar 1982. Heimsendir er í nánd/ //And-Kristur kemur austan úr Rússlandi/ illar afstöður himintungla munu splundra jörðinni/ við förumst í eldi og brennisteini. Enn einu sinni boða hrakspámenn heimssiit. Þegar ríkir kreppuástand kemst dul- speki og spásagnafræði í tísku/ enn á ný ala menn með sér von um ragnarök og biblíulega endurlausn. Og gamall spámaður er aftur efst á baugi, pestar- læknirinn Nostradamus veldur pólítískrí ókyrrð í Frakklandi. Greinin sem hér fer á eftir um spámenn, spádóma og margvíslega dómsdaga er þýdd og endursögð úr þýska blaðinu „Der Spiegel". þruma úr heiðskiru lofti”, i kjöl- fariö koma „hallæri og hungurs- neyö” og „sorinn sem hefur lagt undir sig jörðina” veröur fjar- lægður þaðan og settur „i hreins- unarstað, en af sliku verður ekki hörgull i minu stóra og eilifa riki”. Rifnar jörðin af hlátri? Frakkinn spásýni, Irlmaier og furðufuglinn Lorber eru bara skærustu stjörnurnar i breið- fylkingu dulfræðinga, sem segja fyrir um epdalokin með alls kyns spásögnum, ýmist runnum úr Bibliunni eða úr öðrum forneskjulegum kellingabókum. Ragnaraka-sýningin er sýning ársins, meira að segja Prúðu-leikararnir settu upp eina slika. Hinn æðsti dómur er enn á ný nýjustu fréttir. Bæði virt forlög og þau vafa- samari gefa út flóð af bókum og sorpritum eftir gamla og nýja heimsendaspámenn. Alls konar fúskarar snudda eftir visbending- um i skræðum eldri spámanna og talnameistarar reyna að sjá ósköpin fyrir i gangi himintungla. 1910, fjórum árum fyrir heim- styrjöldina fyrri, flaug hala- stjarna Halleys framhjá jörðinni, eins og hún gerir á 76 ára fresti. 1985-86 er hún væntanlega aftur - má ekki ráða af þvi að þriöja heimstyrjöldin og hin siðasta verði árið 1990? Japanskur prófessor komst að því að 18da ágúst 1999 mynda pláneturnar i sólkerfinu krossmark — varla boðar það gott? Það var fyrir 400 árum að annar maður hafði getið sér til um það að siðasta ár þessa árþús- unds gæti einnig orðið hið allra- siðasta ár — sá var stórmeistari og stórlygari allra spámanna, franski pestarlæknirinn og dul- spekingurinn Nostradamus. Trúviljugir ritskýrendur hafa skýrt eina af um 1000 ferhendum hans, sem eru ákaflega flóknar og saman njörfaðar, á þessa leið: „Arið 1990 og sjö mánuðum Draumóramenn visindanna, eftirkomendur Jules Vernes eru einnig komnir á kreik svo um munar i heimsendafræðunum. Immanuel Velikowsky heitir einn sem ætið megnar að hleypa af stað kaupæði og múgskelfingu. Hann er reiknimeistari skelfingarinnar, bækur hans eru eins og reyfarar um syndaflóð, glæpasögur i geimnum. I þeirri þekktustu, „Heimar sem rekast á” má lesa um dauöa i ýmsum hugvitsamlegum myndum: alheimsflóð, feiðgaráhrif frá júpiter, allsherjartortimingu vegna ofhitunar... Nærist á kreppunni Löngunin eftir endalokunum nærist á hræðslunni við hið dag- lega lif, eitt skal yfir alla ganga. Menn þykjast greina i samtiman- um dauðahyggju likt og hjá læmingjum sem fjölga sér óhóf- lega og ganga siðan i dauðann i massavis. Og þegar óttinn er orð- inn daglegt brauð magnast þörfin fyrir forboða, að geta lesið fram- tiðina. „Dulspekin geisar eins og forsögulegt skrimsli um okkar upplýstu samtið,” skrifaði Fanný Moser, höfundur meginrits um dulhyggju. „Hún ærist á kreppunni.” Ennfremur: „Þessi farsótt er eins og illgresi sem blómstrar á rústum hruninnar menningar. „Kainsmerki þessara vansælu tima þegar við erum ofurseld tannhjólum vélanna” eru hvar- vetna, ráðleysi og örvætning, allsherjar tortryggni, hatur og of- beldi, fjölgun sjálfsmorða. „Og við sjóndeildarhringinn”, skrifar Fanný Moser, „er vofa striðs, svo óskaplega viðfems og vel tækjum búin, að það myndi fara langt með að útrýma mann- kyninu. Fanný Moser hefur verið framsýn kona, hún skrifaði þetta allt árið 1935. Dulspekin tilheyrir föðurarf- leifð hverrar menningar og heldur sig yfirleitt einhvers staðar I nánd við trúarbrögðin. Sjáendur, visindamenn og þó hina siðustu hluti. Þar standa uppúr Zaraþústra i Persiu til forna, hinar germönsku völvur og véfréttir og ekki sist Opinber- unarbók Jóhannesar i Nýja Testamentinu. Zaraþústra gaf þau fyrirheit, að við endalokin yrðu hinir rétt- látu þegnar i hinu „besta riki”, i húsi söngsins, þeir slæmu yrðu aftur á móti eftirlátnir eilifum eldi. Til Ragnaraka, hinsta bardaga Germana, verður blásið þegar aðstæðurnar eru sannarlega orðnar óþolandi: „Hart er i heimi, hórdómur mikill, skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir, vindöld, vargöld, áður veröld steypist, mun engi maður öðrum þyrma.” Sólin myrkvast, eldar loga, flóð og jarðskjálftar hreinsa heiminn: á eftir hefst hin gullna öld. Heimsslitafræði Zaraþústra rataði inn i spásagnir Gamla og Nýja testamentisins: „Og margir þeirra, sem sofa i dufti jarðar- innar, munu upp vakna, sumir til eilifs lifs, sumir til smánar, til ei- lifrar andstyggðar,” stendur i Danielsbók (12.2), sem skrifuð var um 160 árum fyrir Krists burð. Opinberun Jóhannesar Um 95 árum eftir Krists burð má segja að spámaðurinn Jó- hannes hræri alla strengi heims- slita-hörpunnar. Apokalypse, Opinberunarbók hans, bræðir saman þætti úr Gamla testa- mentinu og kristindómnum i myndauðuga, stórkostlega og gátufulla hótunar- og hefndarsýn um hina hinstu daga. Bók hinna sjö innsigla verður lokið upp, hinir fjórir riddarar opinberunarinnar þeysa yfir hjarðir morðingja, hóra, þjófa og ræningja, af himni ofan fellur stór stjarna sem lýkur upp brunni undirdjúpsins, og út úr reyknum Fransmaður með spádómsgáfu ■ Fyrsta striðsárið var bæverski fótgönguliðinn Andreas Rill i her- búðum við Colmar i Frakklandi. Þaðan sendi hann æði kyndug bréf til vina og vandamanna sem heima sátu. Hann skrifaöi að þeir hefðu yfirheyrt „Fransmann með spádómsgáfu, undarlegan dýr- ling”, og að hann „geti ekki gleymt þvi sem hann sagði. Það er ótrúlegt.” Frakkinn hafði sagt að Þýska- land myndi tapa striöinu og að það mundi „standa á fimmta ár, þá kemur bylting”. Siðan verði til „svo miklir peningar, að fólk hendi þeim út um gluggann og enginn hirði um að tina þá upp aftur.” „Um 1932” birtist maður af lægri stigum sem komi öllu i lag i Þýskalandi, „og það með svo miklum krafti að vatnið fossi út með öllum samskeytum”. Oll gildi breytast, „á hverjum degi verða sett ný lög, og af þeim sök- um munu margir þurfa að þola margt, jafnvel dauða. Þá kemur „árið 1938, j)á verður striðið undirbúið og gerð árás”. Og er „ártalið fjörutiu og fimm kemur, þá verður ráðist inn i Þýskaland frá öllum hliðum, og annar heimshvellurinn er á enda. Og maöurinn hverfur og þjóðin stendur eftir og verður svipt öllu sinu.” Allt þetta sagði „Frakkinn með spádómsgáfuna” fyrir, en framtiðarsýnir hans voru öldung- is ekki á enda við „annan heims- hvellinn”: „Ogæfa þriðja heims- hvellsins nálgast.” Rússland ræðst nefnilega „inn i Suður-Þýskaland”, fjöllin munu „spúa eldi”, og hið „bölvaða mannfólk mun sjá, að uppúr þessu ris Guð, sem mun binda endi á ósköpin.” „Refsing Guðs” mun ná til fólks sem lifir i „hatri og öfund” og aðeins fyrir „vörur og eignir”. „And-Kristur”, refsivöndur Guðs, „er borinn i heiminn af gyöingakonu á endimörkum Rússlands”. Herskarar hans munu gera innrás „er Markúsar- dag ber upp á páska”. Það verður ekki fyrr en 1998 að hinn kaþólska dag heilags 99Árið 1999 kemur Markúsar ber upp á páska — er það dagur heimsslitanna? Skógarspámaður og ritari Drottins Eða verður það árið „með tveimur áttum og einni niu” (1988?), eins og bæverski brunn- smiðurinn og „skógaspámaður- inn” Alois Irlmaier (1894-1959) sá „svo ljóslega” fyrir? „Úr austri kemur svartur her- skari”, spáði Irlmaier, „mikill myrkvi sem stendur i 72 stundir”, og siðan þrumur, eldingar, jarð- skjálftar og úrfelli: „Skrið- drekarnir keyra enn án viðstöðu, en þeir sem þar sitja inni eru dauðir.” Astæðan er sú að „úti herjar rykdauöinn — hver sem andar að sér rykinu fær krampa og deyr”, og „öll vatnsból verða eitruð og allur matur”. Hollráð Irlmaiers eru á þessa leið: „Opniðekki gluggana, látið loga á hinum heilögu kertum og biðjið.” Undir lok heimsbrunans sér hann „teikn á lofti: hinn krossfesta kaunum hlaðinn”. Ekki gat Jakob Lorber, tón- listarmaður frá Steiermark (1800-1864), sagt upp á hár hve- nær heimsendir yrði. Hann kallaði sjálfan sig með velþóknun „ritara Drottins” og heyrði án af- láts rödd innra með sér, skilaboð frá Kristi: „Siöan þá (frá Krists burði) og fram á þann dag munu liða þúsund ár og siðan tæplega önnur þúsund ár.” Sumsé — sið- ustu forvöð árið 2000. Lorber hlustaði á innri röddina i 24 ár og skrifaði meira en 10.000 prentaðar siður eftir fyrirsögn Herrans. Sá spjallaöi við Lorber um allt milli himins og jarðar, um guðspjallamennina sina (sagði aö Lúkas heföi verið sögusmetta), um Adam og Evu (sem „fóru i langferð), en fyrst og fremst um hinn efsta dóm ,Eldhaf” mun umlykja jörðina og „óvinurinn kemur eins og ■ Meðlimir i söfnuði bróður Emmans biða heimsendis við rætur Mont-Blanc fjalls árið 1960 betur/kemur af himni hinn mikli konungur ógnarinnar,/ meö hon- um kemur konungur Mongól- anna./ A undan og á eftir geisar strið.” Eða rifnar jörðin, og ekki af hlátri, strax þ. 15da mars 1982? Þá verða, likt og gerist á 179 ára fresti, allar pláneturnar niu við eina og hina sömu hlið sólarinnar. Þessi „feigðar-afstaða” veit vita- skuld ekki á gott, gæti hún ekki beint jörðinni blessaðri út af braut sinni, drekkt henni i vafur- loga? fyrstog fremst spámenn lifa enn i anda forgenglanna — allir liggja á gægjum við skráargat fram- tiðarhurðarinnar og reyna að sjá i gegn. „áður veröld steypist” Að gefa hinum ráðlausa ráð, hinu tilgangslausa tilgang: ötal- margir hafa séð tilgang og enda- mið mannkynssögunnar i endan- legu niðurlagi hennar, i heims- endafræðunum, lærdómnum um koma „engisprettur með brjóst- hlifar eins og járnbrynjur” og „hala og brodda eins og sproð- drekar, og i þokkabót herja eldar, úrfelli, landskjálftar og óteljan- legar hörmungar aðrar. Þegar hið illa hefur verið útrek- ið, jörðin hreinsuð og Kölski fjötraður, hefst timi „þúsundára- rikisins”, fyrri upprisunnar, riki Krists og þeirra sem honum eru handgengnir. En undir lok þessara þúsund ára verður fjand- inn laus á nýjan leik, þá verður loks réttað yfir lifendum og dauð- um og hin helga Jerúsalem reist. Spádómar Jóhannesar voru smyrsl á sár ofsóttra krossmanna i öndverðri kristninni. Þvi ekki aðeins voru hinum illu boðuö vá- leg örlög, heldur einnig vonbiðl- um „skækjunnar miklu”, Babý- lons-hórunnar, konungum jarðar- innar, höfðingjum, herforingjum, auðmönnum og mektarmönnum — stéttabarátta með dulrænum svip... Bók Jóhannesar hefur haft mikil áhrif allt fram á þennan dag, jafnt á þá sem eru fátækir i anda og á byltingarsinnaða eld- huga. Einbúar og einfeldningar, flökkumunkar og farandspá- menn, hvers brauð var Biblian, fundu i Opinberunarbók Jó- hannesar tilganginn með sköp- unarverkinu, hina stóru áætlun, huggun gegn harmkvælum þessa heims og endanlega uppfyllingu sultardrauma sinna. Striö, eldur og myrkur munu steypa hinum synduga heimi, og þegar teiknin sjást á lofti, glittir i himnariki hinna réttlátu. Hinum frumkristnu söfnuðum var tjáð að heimsendir, upprisa Krists og þúsundárarikið væru á næsta leiti. Þegar endurkoman lét standa á sér, greip um sig óró i söfnuöunum, sem voru komnir i heimsendastemmningu. I öðru bréfi Péturs stendur: ,,... að á hinum siðustu dögum munu koma spottarar er stjórnast af eigin girndum og segja með spotti:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.