Tíminn - 27.01.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.01.1982, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 27. janúar 1982 f spegli Tímans Umsjón: B.St. og K.L. ^wm Sann- köllud, betrunar- hussvist ■ Morðingi, sem I upphafi hlaut dauðadóm fyrir glæp sinn, en var siðan breytt, fyrst i ævi- langt fangelsi og siðan i 30 ára fangelsisvist, er nú að gera sér vonir um að vera sleppt lausum, svo að hann geti leikið aðalhlut- verkið i kvikmynd, sem á að fara að gera um ævi hans! Eluterio Sanchez, betur þekktur sem El Lute, er frægasti stigamaður Spánar. Hljómsveitin Boney M lagði sitt af mörkum til að auka á frægð hans með lagi sinu um hann, sem komst I toppsæti vinsældalista um allan heim fyrir . nokkrum árum. E1 Lute hlaut sinn dóm 1906 fyrir fjöldann allan af morðum og 98 rán. Siðan hefur hann brotist út úr fang- elsinu tvisvar, skrifað tvær skáldsögur, sem selst hafa i stórum upp- lögum, og gefið út hljóm- plötu, þar sem hann segir frá ævintýrum sinum. Nú hefur E1 Lute snúið við blaðinu. Hann er orðinn nýr og betri maður og nú er fangelsið varla orðið annað en gististaður fyrir hann. Hann fer þaðan á hverjum morgni til vinnu á lögfræðings- skrifstofu og þykir standa sig vel þar. Gerir E1 Lute sér vonir um að verða frjáls maður innan tiðar. Og enn rlfast þau. Skilnaðurinn varð ekki til að bæta samkomulagið ■ Svo á að heita að Richard Harris og Ann Turkel hafi skilið i allri vinsemd, en það kemur ekki i veg fyrir að þau eigi i stöðugum illdeilum og allt að þvi slagsmálum hvar og hvenær sem er, eins og á meðfylgjandi mynd, sem tekin er á fjöl- sóttum veitingastað i New York. Ann er rithöfundur og ætti þvi kannski að bera hærri hlut i orðaskaki þeirra, en Richard er lltill eftirbátur hennar i kvik- indislegum athuga- semdum. Lýsing hans á fyrrverandi konu sinni er svohljóðandi: Ann er eins og stór krakki og ég er eins og pabbi hennar. Ég vil gjarna að hún eignist sinn eigin frægðarferil, en hún virðist þarfnast min. Nú er hún t.d. að framleiða sina eigin kvik- mynd, sem hún hefur sjálf skrifað handrit að. Og hvern fær hún til að hjálpa sér? Engan annan en mig. Þó að við séum skilin skv. lögum, erum við enn með hvort annað á heilanum og getum ekki séð hvort annað i friði. Og ekki batnar það, þegar Richard Harris er spurður álits á hljóm- plötuframleiðandanum Richard Perry, sem Ann hefur nú bundið trúss við. — Hann er einmitt slikur náungi, sem allir vildu að eiginkonan giftist, segir Harris. ar konur eru hættu ■ Þrasgjarnar konur hafa leitt margan mann- inn til algerrar örviln- unar og jafnvel sjálfs- morðs. En hér kemur ein saga þar sem þrasið og fjasið gerði gagn. Fjórir vopnaðir menn höfðu brotist inn til geð- illrar konu I Kent í Bret- landi. Hún fór strax að skammast og rifast og að lokum fór svo, að þeir gáfust upp og stukku i burtu, tómhentir. Kveðjuorð eins þeirra voru: Heldurðu þér aldrei saman? En fleiri hafa sögurnar sorglegri endi. Hér er ein frá Þýskalandi. Rétt fyrir brúðkaupið sagði Jean Mathis við brúði sina: Eitt ætla ég að biðja þig um. Viltu vera svo væn að nöldra aldrei í mér? Mamma eyðilagði lif föður mins og bernsku mina með þvi að vera stöðugt að noldra i pabba. Konan lofaði öllu fögru. Skömmu eftir brúðkaupið keypti Jean sér bil, sem honum þótti ákaflega gaman að aka hratt, en í hvert skipti, sem það henti, upphóf konan hans eitt allsherjar nöldur og nagg. Að lokum stóðst hann ekki mátið, henti frúnni út viö vegarkant og sagði: — Þú ert búin að nöldra mig til dauða. Aö svo búnu ók hann i burt, en stansaði skömmu siðar og skaut sig. OVad D°iiy Og a, aði. 5 öUi ° bralla? ■ Nú hefur Burt Reynolds látið hafa eftir sér, að hann langi til að festa ráð sitt og verða faðir, og þykir nýjasta mynd hans, Að verða faðir, stað- festa þessi ummæli hans. En eitthvað gengur honum illa að þræða hinn mjóa veg dyggðarinnar, þegar kvenfólk á í hlut. 1 mörg ár hefur hann verið i tygjum við leik- konuna Sally Field, sem þó hefur aldrei tekist að draga hann upp að altar- inu, enda virðist hann alltaf vera tilbúinn að gefa öðrum konum gaum. Sú nýjasta er sögð Dolly Parton, en þau léku ný- lega saman i myndinni Besta litla hóruhúsið I Texas. Er sagt, að ástar- senurnar i myndinni hafi dregið þann dilk á eftir sér, að þau héldu áfram þeim leik, eftir að vinnu- tima var lokið á kvöldin, og m.a.s. hafi myndataka einu sinni tafist, vegna þess að þau gátu ekki slitið sig frá helgarfrii, sem þau eyddu i húsi Burts i Florida! Sagt er að Sally Field sé ekki alls kostar ánægð með ástand mála. Hún segir: — Ég verð ösku- reiö, þegar ég hugsa um framkomu Burts, en ég hef samt enn ekki gefið upp alla von um, að við verðum samferða i lifinu. Eginmaöur Dollyar, sem hefur þolað með henni súrt og sætt i mörg ár, lætur hins vegar ekkert hafa eftir sér um málið. En náinn f jölskylduvinur segir þau hjón hafa farið hvort sina leiö árum saman. Carl, eiginmaður Dollyar, sé fullkomlega ánægöur með að halda sig i Nashville á mcðan kona hans siglir hraðbyri upp á stjörnuhimininn i Holly- wood. ■ Burt Reynolds gengur illa að þræða hinn mjóa veg dyggðanna. ■ Dolly Parton er litið I Nashville þessa dagana. ..'I ■ Jack Nicholson Jacks æðsta ósk! ■ Jack Nicholson átti sér tvær óskir. önnur var sú að leika Fred Astaire i kvikmynd um ævi þessa óviðjafnanlega dansara, hin að leika konu i ,,al- varlegri” mynd. En nú hefur hann skipt um skoð- un. Nú á hann sér bara eina ósk, en hún er lika brennandi! Nýlega lauk Jack við að leika bandariska leik- skáldið Eugene O’Neill i mynd undir stjórn Warr- ens Beatty. Myndin hlaut nafnið Reds og er sögð eitthvað i likingu við Dr. Zhivago og fjaila um rússnesku byltinguna. O’Neill var sem kunnugt er svartsýnn drykkjumaöur, en Jack Nicholson féll alveg fyrir persónu hans. — Nú er svo komið, aö ég þekki Eugene O’Neill betur en sjálfan mig. Þau kynni hafa sýnt mér fram á hvað ég vil allra helst aðhafast það sem ég á ólifað. Ég vil setjast I helgan stein og verða fyllibytta, segir Jack! Það er vissara að taka mark á rann- sóknunum ■ Ef maðurinn þinn hrýtur, er ákafur skokk- ari eða bruðlar með pen- inga, og það fer i taugarn- ar á þér, ættirðu að fræða hann um niöurstöður I þrem bandariskum rann- sóknum. Þær hafa nefnilega leitt i ljós, að hrotur gefi til kynna hræðslu við kynlif- ið, og mikið skokk leiði til þess, að ellimörk sjáist á andlitinu fjórum sinnum fyrr en hjá þeim, sem leiða slíka likamsrækt hjá sér, og peningasóun bendi til þess, að hann sé á hraðri leiö með aö verða getulaus! Þó að margir dragi þessar niðurstöður i efa, ætti þó óttinn við að eitt- hvað sé til i þeim að gefa honum tilefni til umhugs- unar. Blaut jardarför ■ Siðasta ósk Karls Snieders var einföld. Hann óskaði þess að jarð- arförin færi fram á hafi úti og að allir syrgjendur væru vel við skál. Þvi var það, að þegar Karl loks safnaðist til forfeðranna 83 ára gamall var ósk hans i þvilikum heiðri höfn að þegar skipið, sem notað var til athafnarinn- ar, kom aftur i heimahöfn i Travemunde, I V-Þýska- landi, voru allir vel drukknir um borð, með einni undantekningu þó. Skipstjórinn lét sig hafa það að hafa ósk hins látna að engu! ■ Grace finnst Cheryl ekki nógu menntuð Grace vill ekki koma ná- lægt kvikmynd, sem gera á um líf hennar ■ Nú benda allar likur til þess, að vinna hefjist fljótlega við gerð myndar um lif Grace, furstaynju af Monakó, i Hollywood, þrátt fyrír áköf mótmæli furstaynjunnar. A. m.k. er Cheryl Ladd þegar búin að undirrita samn- ing um að taka aö sér hlutverk Grace i mynd- inni. Sagt er, að ráðning Cheryl i hlutverkið sé aðalástæðan til óánægju Grace. — Furstaynjan er ákaflega óánægð með valið, segir blaðafulltrúi furstafjölskyldunnar. — Þar af leiðandi kemur hún ekki til með að vera samvinnuþýð við fram- leiðendur myndarinnar. Það sem henni þykir verst, er hvað Cheryl Ladd er gersamlega ólik henni sjálfri. Þær eru ólikar i útliti og uppruni þeirra er geróllkur. Furstaynjan er frá Fíla- delfiu og gekk i bestu skóla, sem fyrirfinnast. Cheryl er frá Suður- -Dakóta og við vitum ekki til þess, að hún hafi stundað hiö minnsta nám i leiklist. En hvað hafa höfðingjarnir i Hollywood til málanna að leggja? — Jú, við gerum okkur ijóst, aö furstaynjan er ekkert yfir sig hrifin, segja þeir. — En hún er óþarflega fljót á sér að reiðast. Saga hennar er ómótstæðileg. 1 henni rætast draumar hverrar einustu stúlku, fyrst að verða kvik- myndastjarna og siðan giftast prinsi. ■ Davið og Edwina vekja hvarvetna athygli. Hvergi er fridur fyrir Ijósmynd- urum ■ Alltaf er breska kon- ungsfjölskyldan jafn vin- sælt umfjöllunarefni fjöl- miðla þar i landi, og viða annars staðar lika raun- ar. Ekki þarf annað en að til einhverra meðlima fjölskyldunnar sjáist, þá má óðar sjá mynd af viö- komandi og frásögn i ein- hverju blaðinu, jafnvel þó að ekkert hafi gerst, sem til tiðinda má telja. Hér um daginn brá einhver blaðamaðurinn sér i næturklúbb, og hverjum sá hann bregða þarfyrir öðrum en Davið, greifa af Linley syni Margrétar og Snowdons lávarðar? Davið var að venju' I fylgd frænku sinnar, Edwinu Hicks, en pariö er óhemju vinsælt um þessar mundir I sel- skapslifi Lundúnaborgar. Fred heldur Don við efnið ■ Nú sefur hann Don Pinkston ekki lengur yfir sig á morgnana, dúfan Fred sér um það. Don, sem er niu ára og á heima i Bandarikjun- um, fann illa hrakta og vegalausa dúfu i garði, þar sem skran var geymt. Hann tók dúfuna heim með sér, hlúði að henni og gaf henni nafnið Fred. Siðan eru þeir félagar óaðskiljanlegir og best kann Fred viö sig ofan á kolli Dons. Þar sem Fred er alveg yfirmáta morg- unhress, fær Don engan friö fyrir vini sinum, Fred er nefnilega ekki I rónni fyrr en Don hefur reist höfuð frá kodda, svo að hann geti komiö sér fyrir á eftirlætisstaðnum sin- — Haltu þér við efnið vinur, ekki dotta yfir morgunveröinum. 0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.