Tíminn - 27.01.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.01.1982, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 27. janúar 1982 þingfréttir | fréttir Námslán verdi 100% af fjárþörf og endurgreiðslur verðtryggðar ■ Ingvar Gislason mennta- málaráðherra mælti fyrir frumvarpi um námslán og námsstyrki i byrjun vikunnar. Er hér um að ræða ný lög um efnið og verði frumvarpið samþykkt falla eldri lög um námslán úr gildi. Stjórnskipuð nefnd vann að samningu frumvarpsins og skilaði þvi frá sér fyrir rúmu ári og er það nú lagt fram óbreytt frá þvisem það kom frá neíndinni að öðru leyti en að dagsetning- um hefur verið breytt. í framsöguræðu sinni sagði menntamálaráðherra, að hann hefði gjarna viljað leggja frumvarpið fyrr fram en ýmsar ástæður hafi orðiö til að tefja það en hann kvað von sina að unnt reyndist aö ljúka afgreiðslu þess fyrir vorið. Helstu nýmælin i frumvarpi þessu eru að hlutfallstala lána af reiknaðri fjárþörf hækkar i 100%, en er nú 90%, og hækk- aði i fyrra úr 85%. Þá er ráð fyrir gert að endurgreiðslur verði verðtryggöar sam- kvæmt lánskjaravisitölu og ákvæði er um að stoínaður verði lifeyrissjóður náms- manna. Fjölmargar aðrar breytingar eru i frumvarpinu miðað við það er nú er i gildi um lán og styrki til náms- manna. Ingvar Gislason kvaðst flytja frumvarpið með íyrir- vara um ýmis atriði, m.a. ný- mælið um lifeyrissjóö náms- manna. Hann sagði aö nauð- synlegt væri að hafa þetta lánakerfitilaðlétta undirmeð námsmönnum og ætti það að stuðla að jöfnuði og aö efna- litlir námsmenn þyrftu ekki að hverfa frá námi sinu vegna fjárskorts eða að menn þyrftu ekki að láta fjárhagsáhyggjur aftra sér frá að hefja nám i þeim greinum er hugur þeirra stendur til. Hann sagöi að um- fang lánasjóðsins mætti alls ekki minnka, en stefna bæri að þvi að lánakerfiö sjálft stæöi undir sér og væri með þessu frumvarpi stefnt að þvi að það yrði ekki byrði á ríkissjóði, þótt enn verði að leggja sjóðn- um nokkuð til. En frumvarpið miðar að þvi jöfnum höndum að íullnægja framfærsluþörf námsmanna og endurgreiðslum að námi loknu. Þaðkom fram að skóla- árið 1980-81 voru námslána- þegar 3620 talsins þar af stunduðu 1370 nám erlendis. Vilmundur Gylfason, Frið- rik Sophusson og Guðrún Helgadóttir tóku til máls og lýstu yfir stuðningi við frum- varpið, en gerðu athugasemd- ■ lngvar Gislason mennta- málaráðherra. ir við einstaka liði þess. Tveir fyrrnefndu þingmennirnir áttu sæti i nefnd þeirra er samdi frumvarpið, en formað- ur hennar var Eirikur Tómas- son. Ingvar Gislason mennta- málaráðherra þakkaöi ræöu- mönnum stuðning við lrum- varpið og kvaðst hafa kosið að leggja það lram óbreytt eins og það kom frá nefndinni og láta Alþingi skera úr um þau atriði sem þurfa þykir að breyta. Lauk hann máli sinu með þvi að það væri von sin og trú að ný og betri löggjöf um námslán verði samþykkt áður en þessu þingi lýkur. OÓ Lagabreytingar vegna ákvörd- unar fiskverðs ■ s.l. mánudag mælti Steingrimur Hermannsson sjávarútvegsráðhera fyrir tveim frumvörpum i tengslum við ákvörðun fiskverðs. I efri deild mælti hann fyrir frum- varpi um útflutningsgjald af sjávarafurðum og i neöri deild frumvarpi um timabundið oiiugjaid til fiskiskipa. Breytingarnar á út- flutningsgjaldinu eru eftirfar- andi: Samkvæmt 1 gr. laga nr. 2 1. febrúar 1980, var dtflutnings- gjald af sjávarafurðum á- kveðið 5,5% af fobverðmæti útflutnings i stað 6% áður. Gildistökuákvæöi sömu laga, 5. greinin, er svo- hljóðandi: „Lög þessi öðlast þegar gildi og skulu ákvæði þeirra taka til útflutnings sjávarafurða, sem fram- leiddar eru a árunum 1980 og 1981”. Ein af forsendum fiskverðs- ákvörðunar nú er, að Ut- flutningsgjald af sjávarafurð- um veröi áfram 5,5% af fob- verðmæti útflutnings. Þvi ber nauðsyn til að fella niður seinni hluta 5. gr. nefndra laga, þannig að Utflutnings- gjald af sjávarafurðum hækki ekki i' 6% heldur veröi óbreytt, þ.e. 5,5% á árinu 1982. t athugasemdum við frum- varpiö um oli'ugjald segir: Frumvarp þetta er flutt i tenglsum viö ákvörðun fisk- verðs frá 1. janúar 1982 en ein forsenda þeirrar ákvörðunar, sem tekin var með samþykki allra fulltrUa i yfimefnd Verð- lagsráðs var.aðoliugjald yröi 7% á árinu 1982. Meginefni frumvarpsins er þvi að lækka oliugjald til fiskiskipa utan skipta úr 7,5% i 7% og framlengja það þannig til árs- loka 1982. Lög um 7,5% tima- bundiö oliugjald runnu út um siðastliðin áramót. Oliugjald utan skipta var tekið upp með lögum i mars 1979. Gjaldið var i fyrstu 2.5% af skiptaverði og fór hæst i 12% en varsíðan lækkað aftur. Frá október 1980 til siðustu áramóta var gjaldið 7,5% af skiptaverði. A árinu 1978, fyrir oliuverðs- hækkunina 1979 og 1980, var oliukostnaður skipa á botn- fiskveiðum um 12,5% af heildartekjum. A árinu 1979 hækkaði hlutfalloliukostnaðar i 16,2% af heildartekjum (án oliugjalds) og á árinu 1980 var hlutfallið 18,2%. Ætla má, að á fyrstu mánuðum þessa árs verði oliukostnaður um 19,5% af heildartekjum (án oli'u- gjalds). Akvæði einstakra greina frumvarpsins eru óbreytt frá þvi sem gilti á árinu 1981 aö öðru leyti en þvi að gjaldið lækkar úr 7,5% i 7% af skipta- verði eins og áður sagði. OÓ ■ Mjög auðvelt er að opna kassann og henda enda slöngunnar fram af húsþökum, svölum eða út um glugga. Nýstárlegt tæki til ad bjarga fólki af husaþökum ■ Mjög nýstárlegt björgunar- tæki sem er hannað með þaö fyrir ■ Slönguna er hægt að fá i þeirri lengd sem hentar hverju húsi. augum að bjarga fólki úr brenn- andi húsum var kynnt i húsi Sam- vinnutrygginga við Ármúlann á mánudag. Tækið er mjög einfalt i sniðum. I litlum kassa, sem auövelt er að koma fyrir á húsþökum, við stóra glugga og á svölum, er fyrir kom- ið nokkurskonar slöngu sem auð- velt er að kasta niöur meðfram veggjum. Slangan er úr efni sem þolir allt að 1200 gráðú hita i 10 min og fólk getur auðveldlega komist inn i slönguna og siðan rennt sér rólega niður innan i henni. Hægt er að fá slönguna i þeirri lengd sem hentar hverju húsi. I mörgum löndum er búið að koma svona tækjum fyrir i háhýs- um og hefur það gefið góða raun. — Sjó. ■ Sföan fer fólk inn Islönguna, meö fæturna á undan, og rennir sér niö- ur. Margir geta verið i slöngunni I einu. ■ Það er ekki annaö að sjá en að vei hafi farið um þennan á leiöinni n*®ur- Timamyndir GE.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.