Tíminn - 27.01.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.01.1982, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 27. janúar 1982 9 í grein þessari er f jallað um stöðuvötn á afrétti sem bændur i Rangárvallasýslu hafa rekið fé á um aldir. Þar er rakin að nokkru saga veiða i vötnunum og deilna, sem uppi voru vegna veiðinnar, og Hæstaréttardómurinn 1955. Skýrt er frá stofnun veiðifélags um afréttarvötnin sem opnaði almenningi vötnin til veiða, og greint frá starfsemi félagsins, sem hefur þótt til fyrirmyndar. ■ Þjónustuhús við Veiðivötn. 1 húsinu er eldunar- og snyrtiaðstaða fyrir tjaldbúa og aðra ferðamenn. Rangárvallahreppi hefðu sam- eiginlega veiðirétt i vötnum á Landmannaafrétti enda þótt Hæstiréttur teldi eignarrétt þess- ara aðila að afréttinum ekki sannaðan. Framangreind ályktun réttarins um veiðina var reist á þvi lagaákvæði lax- og silungs- veiðilaga frá 1941, er segir, að noti héruð afrétt með löglegri heimild, sé héraðsmönnum þar öllum veiði jafnheimil. Dómur þessi var stefnumarkandi varð- andi hliðstæð silungsvötn á öðrum afréttum landsins. Breyting varð á ákvæði laga um sihingsveiöi i afréttarvötnum, sem fyrr greinir, tveimur arum eftir að dómur Hæstaréttar féll. Lagagreinin hljóðar þannig: Bú- endur, sem rétt eiga til upp- rekstrar á afrétt, er einum heimil veiöi i vötnum á þeim afrétti til búsþarfa á sama hátt og verið hefur, enda sé veiðiréttur i þeim vötnum eigi einkaeign. Eigi má leigja veiði i slikum vötnum eða leyfa hana með öðrum hætti. Veiðifélagi um slik vötn er heim- ilt að ráðstafa veiði i samræmi við lög um lax- og silungsveiði. Veiðifélag stofnað Skriðurkomst á undirbúning að stofnun veiðifélags 1964 um Veiði- vötn og vorið 1965 var Veiðifélag Landmannaafréttar stofnað að Brúarlundi i'Landsveit. Innan vé- banda þess eru 103 jarðir i Land- mannahreppi, Holtahreppi og tvö býli í Rangárvallahreppi. Félagið tekur yfir öll vötn á afréttinum og afrennsli þeirra svo og frárennsli þeirra að Tungnaá, að undan- skildu bórisvatni og Kirkjufells- vatni, sem eru á mörkum afrétta á móti Landmannaafrétti. Þetta eru Holtamannaafréttur (Þóris- vatn) og Skaftártunguafréttur (Kirkjufellsvatn). Veiðifélag var stofnaðáriö 1971 um vötn á Holta- mannaafrétti með þátttöku fyrr- greindra aðila svo og allra jarða i Asahreppi og Djúpárhreppi i Rangárvallasýslu. Félagið tekur til Þórisvatns og annarra vatna á afréttinum. Aðilar i Asahreppi og Djúpáihreppi fara þó einir með málefní annarra vatna en Þóris- vatns. Veiðifélag mun væntan- lega verða stofnað á næstunni um Kirkjufellsvatn og samtengd vatnasvæði með aöild sömu jarða og í veiðifélagi Landmannaaf- réttar, auk allra jarða I Skaftár- tunguhreppi í Vestur Skaftafells- sýslu. Vötnin opnuð almenn- ingi Verkefni veiðifélags Land- mannafréttar er að viðhalda veiði á félagssvæðinu, rækta upp fisk- stofni fisklaus vötn og láta stunda skipulega veiði i vötnunum. Veiðileyfi hafa verið seld i vötnin bæði til stangveiði og netaveiði, sitt á hvað. t sum vötnin er ein- göngu leyftað fara með stöng og önnur eru stunduð með netum og enn önnur er hvorttveggja við- haft. Sem dæmi um fyrirkomu- lagið má nefna, að i Stóra-Foss- vatni hefur eingöngu verið veitt á stöng frá 1965 til þessa, að undan- skildum árunum 1968 og ’69 að vatnið var friðað gegn allri veiði. Hinsvegar hefur verið leyfð neta- veiði og stangveiði i Snjóöldu- vatni og Nýjavatni flest árin en fyrrnefnda vatnið var alfriöað ár- ið 1969 og 1970 og Nýjavatn fékk friöun 1970 og 1971. Mörg veiðivötn Það er nær eingöngu um urriða að ræða i vötnum á Landmanna- afrétti. Hinsvegar hefur bleikju verið sleppt í vötn sem fisklaus voru. Besta veiðivatnið i Veiði- vatnaklasanum er Stóra-Foss- vatn, sem áður var nefnt, sem þó er aðeins 85 ha að flatarmáli. Ber það höfuð og herðar yfir hin vötn- in, ef svo má taka til orða. Þá má nefna til viðbótar helstu veiði- vötnin: Stóra-Skálavatn, 78 ha, Snjóölduvatn, 162 ha, Litla- Skálarvatn, Nýjavatn, 56 ha, Litlasjó, 920 ha, Skyggnisvatn, 132 ha, Langavatn, 39 ha, Eski- vatn, 11 ha, Litla-Fossvatn, 12ha, Arnarpoll, 19 ha, og svonefnt Ónýtavatn, 109 ha. Arleg meðal- veiði s.l. 10 ár er 11.261 silungur. Stefnt að bættri nýtingu silungsstofnsins Veiðifélagið leigði Stangveiði- félagi Rangæinga s.l. vor til 8 ára veiðina i Lifrafjallavatni, Dóma- dalsvatni og Kilingavatni. Þá leigði félagið Sigriði Ingólfsdóttur einnig frá sama tima til 8 ára veiðina f 10 öðrum vötnum á af- réttinum sunnan Tungnaár. Vötn- in eru: Sauðleysuvatn, Hrafna- bjargarvatn, Herbjarnarvatn, Loðmundarvatn, Laufdalsvatn, Eskihliöarvatn, Bláhylur, Ljóti- pollur, Blautaver og Frostastaða- vatn. Félagið hefur þannig leigt i heilu lagi til annarra aDa veiði i vötnum á afréttinum sunnan Tungnaár. Leigutakar munu endurleigja veiðina i vötnunum bæði til stangveiði og netaveiði eða stunda þar veiði sjálfir, eins og Sigriður Ingólfsdóttirgerði s.l. sumar. Fiskræktin Að fiskrækt hefur verið unnið á hefðbundinn hátt á vegum veiði- félagsins. Klakhús var byggt að Heiðarbrún i Holtum 1965. Þar hefur verið klakið Ur hrognum úr fiski, sem aflaö hefur verið úr vötnum á Veiðivatnasvæðinu, en seiðunum hefur veriö sleppt f 10 fisklaus vötn á afréttinum. Þá hefur félagiö keypt hjá öðrum silungsseiði eða stærri fisk til að setja I vötnin. Félagið hefur, eins og fyrr greinir, alfriðað vötn, eitt áreða fleirieða settfriðun á hluta vatns vegna viðhalds veiði og til veiðiaukningar. U'mbætur hafa einnig verið gerðar á árfarvegum og UtrennsU vatns breytt til að bæta hrygningar-og uppeldisskil- yrði fisksins. Veiðieftirlit hefur verið stöðugt að sumrinu allan timann ásamt annarri gæslu i sambandi við ferðamenn og þjón- usta verið látin i té vegna þeirra. Að siðustu má geta þess að félag- ið hefur látið sá i og bera áburð á landið umhverfis vötnin. Veiði- og sæluhús Veiðifélagið á hlut i' f jórum hús- um á afréttinum eitt sér eða á móti öðrum, Feröafélagi Islands og Upprekstrarfélaginu. Húsin eru: Sæluhús viö Tjaldvatn að 1/3, tvö önnur hús eitt sér við Tjaldvatn, en þetta eru Dverga- steinn og Lindarhvammur, og sæluhúsið við Landmannahelli að hálfu á móti hreppsfélögunum. Þá hefur félagið komið upp mjög góðri eldunar- og snyrtiaöstöðu fyrir tjaldbúa og aðra ferðamenn við Tjaldvatn og gert aðrar um- bætur á svæðinu til að auðvelda fólki dvöl þar og umferð um Veiðivatnasvæðið. Góðar veiðitekiur— Vel varið Tekjur af leigu og sölu veiði- leyfa i Veiðivötn árið 1980 nam tæplega 11 millj. gkr. Enn sem komið er, hefur ekki ein einasta króna, sem aflast hefur f sam- bandi við veiðileigu, verið flutt til byggða, ef svo má að orði komast, heldur verið varið til viðhalds veiðinni og umbóta annarra i þágu veiðimanna. t þessu skyni hefur verið varið verulegum fjár- munum, eins og ljóst er af þvi, sem hér hefur verið skýrt frá. Sigurþór Árnason, for- maður veiðifélagsins I fyrstu stjórn veiðifélagsins voru kjörnir: Sigurþór Arnason, oddviti Landmannahrepps, Hrólfsstaðahelli, formaður, Þórð- ur Bjarnason, oddviti Holta- hrepps, Meiritungu, Guðni Kristinsson, hreppstjóri Skarði, Sigurjón Sigurðsson, bóndi Raft- holti og Magnús Guðmundsson, bóndi Mykjunesi. Þeir Sigurþór i Hrólfsstaðahelliog Guðni iSkarði eru enn i stjórn félagsins en auk þeirra eru í núverandi stjórn: Páll Eliasson, oddviti Holta- hrepps, Saurbæ, Þórður Matthias Sigurjónsson, bóndi Fosshólum og Hermann Sigurjónsson, bóndi Raftholti. EinarHannesson Helstu heimiidir: Arsskýrslur Vf. Land niannaaf- réttar Vatnamælingar, Orkustofnun Veiðimálastofnun gróður og garðar Ingólfur Davfðsson skrifar Allra bragða leitað Krydd var geysileg gróðalind ■ Smygl er ofttalið næstelsta atvinnugreinin. Gull, dem- anta, vopn, fíkniefni, fólk, vín og tóbak t.d. má kalla sigildar smyglvörur! Ekki skal rættum þau dæmi hér, nóg er umræða I fjölmiðl um. En drepið skal á heims- sögulegt smygl fyrr á ti'mum, smygl sem rauf að lokum ýmsa aldagamla einokun og breytti bæði menningarlegri og póDtiskri þróun á margan hátt. Landkönnuðarferðirnar á 16. og 17. öld voru ekki ein- göngu tU að finna og skoða ókunn iönd og þjóöir af forvitni einni saman, siöur en svo. Leiðangrar voru miklu fremur geröir út til að rjúfa aldagamla verslunareinokun Araba og Feneyinga á krydd- varningi. Það var stöðutákn vel metinna borgara Evrópu fyrr á öldum að geta neytt kryddaðra rétta og boðið gestum mat kryddaðan pipar, kryddnellikum, múskati, kan- el, kardemommum o.fl. kryddi Austurlanda. Jafnframt jók kryddið geymsluþol matvæla, og sumt krydd var taUð hafa dásam- legan lækningakraft. Tignar konur iimuðu af ara- bisku kryddi og ilmvötnum. En þetta var dýr munaður, geysilega dýr. Feneyjar voru lengi miöstöð austur- lenska kryddvarningsms og græddu ótæpilega. Arabar vildu greiöslu ígulli.en á þeim gjaldmiðli var oft tilfinnan- legur skortur. Bar þvi nauð- syn til að rjúfa einokunina. Portúgalskir sæfarar sigldu suður um Afriku til Indlands, en Kólumbus hélt i vestur til að reyna að finna hagkvæma leið tD Kina. Portúgalir náðu fótfestu á Indlandi og i Mólúkkaeyjum . Þeir unnu þannig kapphlaupið. Mólúkkaeyjar voru mjög dýrmætar, þvi að þar uxu hinar afarverðmætu krydd- jurtir,múskathnetur og krydd- nellöcur. Einokun Portúgala hélst tæpa öld. I byrjun 17. aldar áttu Hollendingar stærsta og besta verslunarflota veraldar. Þeir boluðu Portúgölum frá Mólúkkaeyjum og settust sjálfir þar að. Hollendingar takmörkuðu framleiðsluna á kryddnellikum og múskat- hnetum til að geta haldið þeim iháu verði, tóku að rækta þær aðeins á eyjunum Banda og Ambon, en eyðilögöu þær annars staðar. Flutt voru þá árlega til Evrópu 125 þúsund kg af múskathnetum og Hollendingar stórgræddu á kryddinu austurlenska. Stund- um eyðilögðu þeir hluta af miköD uppskeru til að halda veröinu óbreyttu. (sbr. t.d. eyðingu á offramleiöslu kaffi- bauna i Brasiliu á okkar dög- um). Svo miklu af múskathnetum og kanel var brennt i Amster- dam árið 1760 að lyktin fannst I mikilli fjarlægð. Aðrar þjóðir öfunduðu Hollendinga og reyndu með öllu móti að komast inn i kryddræktunarsvæöin og stela plöntum til ræktunar. En Hollendingar voru á verði og smyglurunum var hegnt grimmilega. Múskat- hnetur til útflutnings voru meðhöndlaðar með kalki, svo þær gætu ekki spirað. En 1770 urðu þáttaskil. Landstjórinn á Mauritius sendi tvö skip á laun til Mólúkkaeyja. Leiðangurs- menn lentu i lltilli höfn, grófu upp allmargar litlar krydd- nellötur og múskatplöntur og flýttu sér með ránsfenginn um borð. Hollensku varðskipin eltu en náðu þeim ekki. Ræktun kryddjurtanna tókst prýðilega á Mauritius og þaðan voru þær slðan fluttar til Cayenne, Zansibar o.fl. hentugra ræktunarstaða. Eftir að Englendingar höfðu hrakið Hollaidinga burt frá Mólúkkaeyjum 1796 fluttu þeir bæði kryddneliikur og múskathnetur til Indlands og Sumatra. Hin „gullna” einok- un Hollendinga var rofin að fullu. Lítum snöggvast á sjálfan kryddvarninginn sögufræga. Kryddnellikutré er skylt myrtu og ilma blöð þess enn sterkara en hennar. Versl- unarvaran er þurrkaðir bióm- hnappar á ýmsu þroskastigi. Mynd sýnir hangandi grein múskattrésins með aldinum, sem eru aðopnast. Aldinin eru á stærð við peru, gul á lit. Þegar þau opnast kemur fræ með rauðu hýði í ljós. Það er fræiö, sem kallað er múskat- hneta, kryddið fræga sem inn- fæddir furstar, Portúgalir og Hollendingar stórgræddu á. ■ Múskattrjágrein með aldinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.