Tíminn - 27.01.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.01.1982, Blaðsíða 13
Mi&vikudagur 27. janúar 1982 17 íþróttir Pétur Guðmundsson atvinnumaður í körfuknattleik: — segir Pétur sem nýkominn er úr 11 daga keppnisferð með Portland Trail Blazers ■ „Ég kann mjög vel við mig hérna hjá Portland, ég kom hingað um miðjan október og þá hófst körfu- knattleikstímabilið hérna og á þessum þremur mánuðum erum við búnir að leika 40 leiki af 82 leikj- um sem eru í okkar riðli. Nú sfðast sigruðum við bandarísku meistarana, Boston Celtic 123-119. Þeir voru meistarar í fyrra og nú þegar keppnin er hálfnuð eru þeir með bestu vinningsprósentuna", sagði Pétur Guðmundsson körf uknattleiksmaður í samtali við Tímann. Eins og kunnugt er þá gerðist Pétur fyrsti ís- lenski atvinnumaðurinn í körfuknattleik i banda- rísku NBA deildinni og er það mikið afrek og ekki nema á færi þeirra allra bestu í heiminum í dag að gerast atvinnumenn þar. Pétur Guðmundsson geröi 5 ára samning við Portland Trail Blaz- ers og hóf hann aö leika meö félaginu i upphafi keppnistima- bilsins sem hófst i október i haust. Þegar við ræddum við Pétur i gær þá var hann nýkominn úr 11 daga ferðalagi, en á þvi timabili lék Portland sex leiki og siöasti leikurinn i þeirri ferð var einmitt leikurinn gegn meisturunum frá i fyrra, Boston Celtic. „Fyrst núna að kynnast at- vinnumennsku" „Það má eiginlega segja aö maður sé fyrst núna, eftir þetta ferðalag, að kynnast þvi hvernig er að leika og vera hér i atvinnu- mennskunni. Þessi ferð sem við vorum að koma úr var ákaflega erfið, en hún var einnig ánægju- leg og maður fær gifurlega reynslu af slikum keppnis- ferðum”. Nú er ekki beint hægt að segja að þú hafir veriö þekktur körfu- knattleiksmaöur er þú gerðist at- vinnumaður hjá Portland, en hvernig var þér tekiö er þú komst þangað i haust? „Þegar ég kom hingað fékk ég mjög jákvætt viömót og mætti velvilja allstaðar. Þaö munaði miklu að ég byrjaöi mjög rólega og ég fékk nægan tima til aö aö- laga mig aöstæöum og kynnast körfuknattleiknum. Ég byrjaði rólega og þjálfarinn vissi alveg hverju hann ætlaði að ná út úr mér. Ég lék i vörninni og átti að hirða fráköst en i sókninni ætlaöi þjálfarinn sér ekki að nota mig, enda er félagiö með fullt af mönn- um sem eru frábærar skyttur, þar var ekki þörf fyrir mig. „Orðinn annar senter" Ég byrjaöi i liðinu sem þriöji senter. Ég fékk ekki i upphafi aö koma mikiö inn á, en núna hefur mér tekist aö vinna mig upp og er orðinn annar senter i liðinu og er farinn að leika i um 20 minútur i hverjum leik”. Nú leikur þú þar sem körfu- knattleikur þykir hvaö einna best leikinn en lékst áöur i Argentfnu. Er mikill munur þar á? „Já þaö er þó nokkuð mikill munur á körfuknattleik hér eöa i Argentinu. Leikmennirnir hér i Bandarikjunum eru þó nokkuð stærri en gerist I Argentinu og það hefur að sjálfsögöu mun meiri kosti. Þá eru menn hérna i mun betri æfingu heldur en i Argentinu, halda sér vel við og eru alltaf til- búnir að leika”. Nú leikið þið 82 leiki i ykkar riðli. Hvernig er æfingum hagaö meðan á keppnistímabilinu stendur? „Eins og ég sagöi áðan þá er mikið af ferðalögum. Félögunum er skipt i tvo riðla og þaö gefur auga leiö að ferðalög á milli lið- anna eru mjög mikil. Þá er yfir- leitt farið og leiknir nokkrir leikir i einu. Það eru engar reglubundn- ar æfingar hjá okkur. Yfirleitt er æfingum skotiö inn á milli leikja og hver æfing er þá i einn og hálf- an tima. Þessar æfingar eru ekki þrek og púiæfingar, heldur eru þær nær eingöngu notaöar til þess að fara yfir leikkerfi og þá sér- staklega leikkerfi liöanna sem við leikum á móti. Við skoðum leik- ina á videó filmum, förum gaum- gæfilega yfir kerfi andstæðing- anna og reynum að brjóta þau niöur. Meðan á keppnistimabilinu stendur þá er ekki lagt mikið upp úr þrekæfingum, heldur eru leik- menn ábyrgir fyrir þvi sjálfir aö vera i góöri æfingu áður en aö keppnistimabilinu kemur og er það i valdi hvers og eins. Þaö er fylgst vel með mönnum og ef menn eru ekki i æfingu þá er það þeirra mál. En þaö þorir enginn að slaka á við æfingar og allir eru i toppæfingu vegna þess að ann- ars hefur félagið ekkert við þá að gera. Þó aö leikmenn hafi gert samning viö félagið til ákveðinna ára þá er félagiö ekki bundiö af að hafa leikmanninn allan þann tima heldur getur félagið skert þann tima og slitið samningnum ef þvi sýnist svo. Þannig er þetta auðvelt, ef þú vilt vera áfram. Þá er að halda sér i æfingu ef ekki þá ertu bara látinn fara. Allir eiga aö vera i góöri æfingu og viku áður en keppnistimabiliö hefst koma allir leikmennirnir saman”. „Góðir möguleikar að komast í úrslit" t hve langan tima stendur svo keppnistimabiliö? „Það byrjar seinni partinn I október og þvi á að ljúka 16. april, það er að segja leikjunum i riölunum tveimur. Eftir þann tima hefst siöan úrslitakeppnin en i hana komast sex félög úr hvorum riöli og möguleikar okkar á aö komast i úrslit eru nokkuð góöir”. Er ekki von á þvi að þú leikir neitt með islenska landsliðinu t.d. vináttuleiki hér heima? „Vandamálið hjá mér er að fá leyfi hjá Portland til að leika og ég hef litla trú á aö það leyfi fáist meöan á keppnistimabilinu hér stendur. Þar sem FIBA Alþjóða- sambandið eru áhugasamtök þá er vist bannað að nota atvinnu- menn i leiki innan sambandsins og mér finnst það alveg furöulegt. Mér finnst aö þaö ætti að gilda þaö sama og hjá knattspyrnu- mönnum. Þeir fá aö leika með sinu landsliði I Evrópukeppnum þó aö þeir séu atvinnumenn”. röp-. ■ Pétur Guðmundsson körfu- knattleiksmaður sem leikur með Portland Trail Blazers i Banda- rikjunum gerir það gott hjá félaginu. Pétur byrjaði sem þriðji senter i liðinu en nú hefur hann unnið sig upp og er annar senter og leikur stórt hlutverk hjá iiðinu. „Fyrst núna að kynnast atvinnu- mennsku”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.