Tíminn - 27.01.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 27.01.1982, Blaðsíða 18
22 Miðvikudagur 27. janúar, 1982 Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornid ® Sérlega útbúinn starfsniaöur VValdo kannar geislavirkni Carmenar i myndinni „Dauöageislarnir”. Aströlsk eftirlíking Dauöageislarnir (The Chain Reaction). Sýningarstaður: Austurbæjarbió. Leikstjóri: Ian Barry, sem jafnframt samdi handrit. Aðalhiutverk: Steve Bisley, Aran-Maria Winchest og Ross Thompson. Framleiöendur: David Elfick, Ross Matthews og George Miller, áströlsk frá árinu 1980. Þessi ástralska blanda af bandarisku kvikmyndunum „The China Syndrome”, sem fjallaði um slysahættu i kjarn- orkuveri, og „Capricorn One”, þar sem sagt var frá samsæri um að fela alvarleg mistök i geimferðarmálum Bandarikjanna, hefst i geymslustöð alþjóðlega fyrir- tækisins Waldo i auðnum Ástraliu. Geymslustöð þessi er fyrir Urgang frá kjarnorku- verum — geislavirkt vatn, sem er geymt i tönkum djúpt i iðrum jarðar. Heinrich er prófessor i kjarnorkuvisindum. Hann starfar við þessa stöð dag nokkurn þegar jarðskjálfti verður til þess aö leki kemst aðgeymunum. Hann reynir að koma i veg fyrir að geislavirkt vatn leki Ut, en það tekst ekki. Hins vegar fær hann sjálfur á sig mikið geislavirkt vatn. Honum er bjargað, en jafn- framt tjáð, að hann eigi aðeins þrjá daga eftir ólifað. Þegar hann hvetur stjórnendur stöðvarinnar til þess að vara fólk við, að geislavirkt vatn muni blandast drykkjarvatni þess, sem þar með verði geislavirkt og lifshættulegt, kemur i ljós, að stjórnendurn- ir hyggjast þagga málið niður. Heinrich tekst að sleppa Ut Ur stöðinni og kemst við illan leik i sumarbUstað ungra hjóna, Larry og Carmel, i svonefnd- um Paradisardal, þar sem eitt sinn var mikii iðnaðarstarf- semi, en nU rUstir einar. Ráðamenn Waldo senda sér- bUnar sveitir á eftir Heinrich til að ná honum og þagga niður i honum og þeim, sem hann kann að komast i samband við. En það kemur i ljós, að Larry er ekkert lamb að leika sér við. Kvikmyndin vekur forvitni i byrjun, þegar lýst er geymslu- stöðinni fyrir geislavirkan Ur- gang, jarðskjálftanum og af- leiðingum hans, sem sé að geislavirkt vatn lekur Ur geymunum Ut i jarðveginn, þar sem það blandast siðar drykkjarvatni i ám og vötn- um. En alltof fljótt breytist myndin i hefðbundinn sam- særis- og eltingarleikstryll- ara, sem dregur mjög dám af „Capricorn One”, nema hvað bilar koma mikið við sögu. Aðalsöguhetjan og helsti skUrkurinn eru sem sé hvað eftir annað i miklum eltingar- leik um mannlausar göturnar og reyna að koma hvor öðrum fyrir kattarnef. Þetta bila- kapp er oft ágætlega myndað, enda sumir aðstandendur þessarar myndar fengið góöa æfingu i „Tryllta Max” sem var sýnd hér i fyrra. En eítir öll ærslin hefur hinn alvarlegi undirtónn myndarinnar gjör- samlega sagt skilið við áhorf- endur, þvi miður. Myndin ber öll merki þess, að aðstandendur hennar hygg- ist keppa á alþjóðlegum kvik- myndamarkaði með þvi að geraameriska tryllara. Og þá kemur i ljós, eins og önnur dæmi hafa áður sýnt, að slikt geta bandariskir kvikmynda- gerðarmenn best gert sjálfir. Framlag annarra og mun fá- "mennari þjóða nær þvi aðeins góðum árangri, að byggt sé á þjóðlegum sérkennum. — ESJ. ★ Dauðageislarnir ★ ★ Hamagangur i Hollywood ★ Cheech og Chong •¥■ önnur tilraun -¥■ Eilifðarfanginn ★ ★ ★ Stjörnustrið II ★ Jón Oddur og Jón Bjarni ★ ★ ★ útlaginn Stjörnugjöf Tímans ★ * ★ * frábær • * * * mjög göö • * * góA • ★ sæmlleg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.