Tíminn - 28.01.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.01.1982, Blaðsíða 2
iqiÍMiífíi'iTi'í Fimmtudagur 28. janúar 1982 2 yfir gröf og dauöa til að bjarga honum frá visum bana sökum fikniefna- neyslu. Þegar Billy var 18 ára (hann er nú 28), vann hann fyrir Eivis viö eftir- lit meö fatnaöi rokkgoös- ins og „mcðalatösku.” t meöalatöskunni var aö finna eiturlyf jabirgöir söngvarans, sem voru stórfenglegar. Ekki ieiö á löngu uns Billy var orðinn háöur eitri bróöur sins og var hann aö lokum svo illa farinn, aö hann geröi tilraun til aö svipta sig llfi fyrir um ári. En þá gerðist undriö. Aö sögn Billys gaf Elvis sig þá fram viö hann. — Þá voru liðin 4 ár upp á dag siöan hann dó og hann hefur aidrei birst mér i annaö sinn, hvorki fyrr né siöar. Hann sagöi mér, hvaö hann heföi sjálfur fariö hroöalega meö lif sitt og aö ég væri á góðri leið meö aö eyöir leggja mitt eigiö lif á sama hátt. Ég hét þvi þá á stundinni, aö aldrei framar skyidi ég neyta eiturlyfja eða áfengis. Ég hef staöið við þetta heit mitt siðan. Þetta er iýsing BiIIys á fundum þeirra stjúpbræöranna, fjórum árum eftir dánardægur Elvis. Svona á ekki að stela skartgripum ■ Frederick Leach ' i Perth i Astraliu hélt, aö hann heföi drýgt hinn fullkomna glæp á eins einfaldan máta og drekka vatn. Hann labbaöi sig inn i skartgripaverslun, fékk aö lita þar á dýra hringi, og notaöi tæki- færiö, þegar hann hélt aö enginn sæi til, og gleypti einn. En — Adam var ekki lengi i paradis. Þaö nefni- lega sást til Freds viö þessa iöju sina. Hann var þvi fluttur i hasti á sjúkrahús, þar sem tekin var af honum röntgen- mynd til aö staðfesta vitnisburö sjónarvottsins. Þaöan lá svo leiðin i fangelsi, þar sem Fred mátti dúsa i 6 mánuöi fyrir vikiö. Drykkjusýki læknuð með nálarstung- umogtónlist ■ i Astraliu er beitt ný- stárlegri aöferö viö aö lækna drykkjufólk af sýki sinni. Beitt er nálar- stunguaöferö, þ.e. nálum er stungiö i eyrun á sjúklingunum, sem siöan eru látnir dúsa I myrkv- uöu herbergi og hlusta á sigilda tónlist. Elvis lætur gott af sér leiða ■ Ekki eru það allir, sem tala illa um Elvis Presley nú, þó að hann sé dauður. Stjúpbróöir hans, Billy Stanley, segir Elvis hafa lagt þaö á sig aö koma Þegar hafa 62 sjúklingar, sem gáfu sig fram af frjálsum vilja, notiö þessarar meö- ferðar. 7 þeirra voru konur, meöalaldur hóps- ins 45 ár og höföu sumir stundaö drykkju stift i allt aö 20 ár. Ari eftir aö meöferö hófst voru 15 þeirra steinhættir aö drekka og flestir hinna fundu til litillar löngunar til aö drekka á sama hátt og fyrr. í spegli Tímans ■ Leikkonan Jessica Benton, sem viö munum svo vel eftir úr hlutverki laföi Elizabeth Fogarty úr sjónvarpsmynda- flokknum um Onedin skipafélagið, er vissulega eins falleg og finleg og viö munum eftir henni. En eitt finnst henni aö, hún er tággrönn og getur meö engu móti þyngst, hvernig sem hún reynir! Þó aö hún sé um 159 cm á hæö, vegur hún ekki nema 48 kg og þaö þó aö hún úöi I sig allt aö 5000 hitaeiningum á dag! — Ég hef alltaf haft góöa matarlyst, segir hún. — Ég var lika bolla sem barn, en svo fór ég aö grennast og ég hef haldið sömu þyngd nú slðan ég var 18 ára (hún er nú 33 ára). Aö vlsu fór ég upp I 58 kg á meðan ég gekk meö dóttur mina, en ári siöar var ég komin I mina venjulegu þyngd. Þá var ég farin aö reykja aftur, en ég hætti þvi á meðan ég gekk meö barnið. — Ég vildi gjarna þyngjast aðeins. Þaö get- ur veriödapurlegt aö geta ekki fitnaö, rétt eins og þaö er niöurdrepandi fyr- ir feitt fólk, sem sér eng- an árangur, þó aö þaö sé I sifelldu svelti. Þaö myndi klæöa mig best aö vera / /l ■ Jessica Benton boröar yfir 5000 hitaeiningar á dag 52-53 kg, en þrátt fyrir margar tilraunir minar til aö fitna, hefur þaö ekki tekist. Vist er aö Jessica er öfunduö af mörgum, en hennar matarvenjum fylgir sá galli, aö hún verður alltaf aö hafa ab- gang aö mat jafnóðum og hún finnur til svengdar.' Annars segist hún veröa aö gefast upp viö þaö, sem hún er aö gera, þar sem hún geti ekki einbeitt sér lengur. Hún veröi geöstirð og finnist hún vera veik. Hún segir þetta ekki hafa komiö aö sök viö töku Onedin þáttanna, þar sem allir voru farnir aö þekkjast svo vel, þaö hafi bara veriö hlegiö, þegar hún fékk sér alltaf tvöfaldan matarskammt, þegar aörir létu sér nægja einn. En i vandræöi segist hún komast, þegar hún borðar á veitingahúsi. Þá vildi hún gjarna fá ábót eöa tvo aðalrétti, en hafi sig ekki I þaö. Hvers vegna ekki? Jú hún segist vera hrædd um aö þjónin- um litist ekki á hlikun., Varla heföi Elizabeth Fogarty haft áhyggjur af^ þvi, hvað þjónn áliti! I Gamanleikkonan Marti Caine veröur aö boröa á milli mála, en einmitt slikt er algerlega forboöiö flestu fólki. Astæöan er sú, aö stund- um virðist veröa skyndi- leg orkuþurrö hjá henni. — Ég fer aö skjálfa og út á mér sprettur kaldur sviti, segir hún. — Þá er gott aö fá sér matskeið af sirópi!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.