Tíminn - 28.01.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.01.1982, Blaðsíða 8
 e Wmiiw Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir. Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aualýsinqasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 6.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 100.00—Prentun: Blaðaprent hf. Borgarstjórar Reykjavíkur ■ Sá, sem þetta ritar, hóf blaðamennskuferil um svipað leyti og Jón Þorláksson varð borgarstjóri i Reykjavik og fékk það verkefni m.a. að fylgjast með flestum bæjarstjórnarfundum i borgar- stjóratið hans. Sæmilegt yfirlit hefur þvi fengizt um embættisrækslu allra borgarstjóra Sjálf- stæðisflokksins annarra en Knuts Zimsen. Það er áreiðanlega ekki hallað á neinn, þótt fullyrt sé, að Jón Þorláksson hafi borið höfuð og herðar yfir aðra borgarstjóra Sjálfstæðisflokks- ins. Borgarstjóratið hans var stutt, en þó nógu löng til þess, að ráðdeild hans og framtakssemi komu glöggt i ljós. Hann vann að fyrstu virkjun Sogsins og lagði grundvöllinn að hitaveitunni. Hann hófst handa um að efla og auka atvinnu- rekstur i borginni. Jón Þorláksson hafði á margan hátt sérstöðu, miðað við aðra borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins. Nokkur atriði skulu nefnd. Jón Þorláksson var verkfræðingur að menntun og kom það honum að góðum notum við verkleg- ar framkvæmdir borgarinnar. Bjarni Benedikts- son, Gunnar Thoroddsen, Geir Hallgrimsson og Birgir Isleifur Gunnarsson voru lögfræðingar. Þótt vissulega beri að meta þá menntun, hentar hún betur á mörgum öðrum sviðum en við borgarstjórastörf, sem eru að verulegu leyti verklegs eðlis. Jón Þorláksson hafði mikla reynslu af atvinnu- rekstri. Bjarni, Gunnar, Geir og Birgir nánast enga. Eftir að Jón Þorláksson lét af störfum sem landsverkfræðingur, stofnaði hann bygginga- vöruverzlun, sem brátt varð ein hin fremsta i sinni röð. Sú reynsla, sem hann öðlaðist við það, kom honum að góðum notum sem borgarstjóra. Jón Þorláksson ásetti sér að gera borgarstjóra- starfið að aðalstarfi. Hann dró sig út úr lands- - málabaráttunni til þess að geta sinnt borgar- stjórastarfinu til fulls. Eftirminnileg eru þau um- mæli, sem pólitiskur fóstursonur hans, Gunnar Thoroddsen, hefur eftir honum i hinni nýju við- talsbók sinni. Gunnar segist hafa innt Jón eftir þvi, hvort borgarstjórastarfið væri ekki erfitt. Jón Þorláksson svaraði: Ég skal segja þér það, að störf min eru einkum fólgin i þvi að koma af mér störfum. Þetta gerði Jón Þorláksson á margan hátt. Forsetastarfið i borgarstjórninni var t.d. i tið hans miklu meira áberandi starf en það varð sið- ar i valdatið Sjálfstæðisflokksins. Þeir Bjarni Benediktsson, Gunnar Thoroddsen, Geir Hallgrimsson og Birgir ísleifur Gunnarsson fóru aðra leið. Hjá þeim var borgarstjóraemb- ættið að miklu leyti áfangi eða trappa til þess að komast i ráðherrastól. Þeir hlóðu á sig ýmiss konar aukastörfum. Alvarlegast var þó, að veizluhöld borgarinnar sijukust hjá þeim öllum. Fyrir mann, sem á að stjórna eins stóru fyrirtæki og Reykjavikurborg, er ekkiæskilegt að þurfa að eyða miklum tima i veizlustjórn. • Þ.Þ. Fimmtudagur 28. janúar 1982 minning Jón Tómasson fra Hmtatungu Jón Tómasson frá Hrútatungu andaðist á Landspitalanum þann 22. þ.m. eftirnokkra legu þar. Jón hafði átt við heilsuleysi að striða i nokkur ár. í desember s.l. fór hann á sjúkrahús. Hann dvaldi hjá syni sinum og tengdadóttur um jólin en varð svo aftur að fara á sjúkrahús og þar var hann uns yfir lauk. Jón Tómasson var fæddur i Hrútatungu 27. des. árið 1900. Foreldrar hans voru Tómas Þorsteinsson og Guðrún Jóns- dóttir er bjuggu þar. Hann ólst upp hjá foreldrum sinum ásamt systrum sinum, en þær voru Ólöf f. 4. júli 1896, hún dvelst nú á elli- heimilinu á Hvammstanga og Þorgerður f. 5. júni 1906. d, 17. júni' 1974. Jón gekk að hinum ýmsu störfum á heimili foreldra sinna eins og gerðist á þeim arum. Um skólagöngu var ekki að ræða, þó að hann hefði vafalaust kosið það. Hannfékk snemma mikinn áhuga fyrir hverskonar veiðiskap. Stundaði hann mikið lax og sil- ungsveiði i Hrútafjaröará og Sik- á. A þessum árum var aðallega veitt i net og var það gert með ádrætti. Það var oft hans fyrsta verk á morgnana að ganga niður að ánum og huga að laxi. Ef lax - sást þá var haft samband við nágrannana og svo var dregið frá. A þessum árum var komið upp litlu klakhúsi i Hrútatungu og hugsaöi Jón um það. Einnig stundaði hann veiði með stöng enda leið aö þvi að netaveiðin hætti. Veiðiskapurinn var honum i blóð borinn. Hann var grenja- skytta hér á allstóru svæði ásamt Eirki Danielssyni siðar bónda á Fossi. Þeir byrjuðu á grenjum vorið 1926 og voru til 1953 en þá lést Eirikur og hætti Jón þá. Ahuginn var mikill og árangurinn eftir þvi. Til marks um það má geta þess að þeir lágu einusinni á greni i Tröllakirkju i 4 sólar- hringa til að ná einum yrðling sem þeir vissu af, og fóru ekki fyrr en honum var náð. Jón byrjaði að búa i Hrútatungu fyrst i samvinnu við foreldra sina, en þegar móðir hans lést árið 1935 fór hann að búa sjálf- stætt. Ariö 1939 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Ósk Þórðardóttur frá Uppsölum við Seyðisfjörð, Norður-lsafjarðar- sýslu. Þau bjuggu á hálfri Hrúta- tungu, en á hinum helmingnum bjuggu foreldrarminir Þorgerður systir Jóns og Sæmundur Bjöms- son en þau höfðu byrjað búskap árið 1932. Á þessum árum hafði Jón all mikil afskipti af félagsmálum. Hann var sýslunefndarmaður og i stjóm Kaupfélags Hrútfirðinga i all mörg ár. Þá var hann i stjórn Búnaðarfélags Staðarhrepps og var fulltrúi þess á fundum Búnaðarsambands Vestur-Húna- vatnssýslu. Þá var hann einn aðalh vatam aður að stofnun Sjúkrasamlags Staðarhrepps og fleira mætti telja upp. Jón var skarpgreindur maður og átti auð- velt með að koma skoðunum sinum á framfæri. Það varenginn dans á rósum aö stunda búskap á þessum árum. Saman fór kreppan og afleiðingar hennarog svo herjaðimæðiveikin á sauöféð. Það fór þvi svo að Jón og Ósk bmgðu búi 1947 og fluttu til Haf narf jarðar. Jón stundaðifyrst almenna verkamannavinnu en gerðist svo afgreiðslumaður á Bifreiðastöö Sæbergs og var þar i all mörg ár. Eftir að hann hætti þarvar hann um tima iRafha en gerðist svo afgreiðslumaður á Nýju bilastöðinni og þar vann hann á meðan heilsan leyfði. Hann kom hingaö noröur á hverju sumri og svo i réttirnar á meðan hann gat. Hann haföi mikiö yndi af þvi að fara i göngur á haustin og hafði hann verið gangnastjóri i nokkur ár og einnig var hann réttarmaöur i Þverár- rétt i Borgarfirði á meðan féö gekk saman á heiöunum. Hann fylgdist með lifi og starfi i sinni gömlu heima sveit og ég hygg að hugurinn hafi oft verið fyrir noröan. Þegar fundum bar saman eða ræöst var viö I sima þá kom það best I ljós hvað hann fylgdist vel með t.d. hvernig veöráttan var hérna. Hann spurði frétta af nágrönnum, hvernig veiðin gengi i ánum og hvernig gengi grenjavinnsla og yfirleitt um allt sem var aö gerast. Jón og Ósk eignuðust einn son, Þórö sem er rafvirki. Hann er kvæntur Halldóru Þorvarðar- dóttur frá Söndum i Miðfirði og eru þau búsett að Blómvangi 20 i Hafnarfirði. Þá ólst upp hjá þeim dóttir Óskar, Anna Dóra Agústs- dóttir, hún er gift Ingólfi Halldórssyni skólastjóra og eru þau búsett að Hólabraut 14 Kefla- vik. Allt frá þvi þau fluttu suður hafa þau Jón og Ósk verið búsett I Hafnarfiröi. Fyrst bjuggu þau i leiguhúsnæði, en siðan I eigin hús- næði. Nú siöustu árin hafa þau átt heima að Alfaskeiði 64 i einni af ibúðum sem ætlaðar eru fyrir aldraða. Mikil snyrtimennska hefur verið einkennandi á heim- ilinu og hefur ósk lagt mikla alúð við að gera heimiliö sem hlýlegast. Eftir aö heilsuleysi fór að gera vart við sig hjá Jóni mæddi enn meira á ósk, en hún stóð eins og klettur og lagði sig alla fram um að gera honum lifið sem bærilegast. Ég á margar góðar minningar bæöi nýjar og gamlar frá þvi að Jón var að koma noröur og þá m.a. kveikti hann hjá mér áhuga fyrir veiðiskap og kenndi hann mér að handleika veiðistöng og renna fyrir silung. Eins þegar ég heimsótti þau á heimili þeirra og spjallað var um alla heima og geima og landsmálin rædd, en Jón fylgdist mjög vel með öllu sem var að gerast og Ósk gekk um beina og maöur fann að þarna var maður velkominn og þar leið manni vel. Ég votta Ósk innilega samúð mina og einnig fjöl- skyldum Þóröar og Onnu Dóru. Tómas Gunnar Sæmundsson Hrútatungu. Saga Gydinga í Weimarlýðveldinu Donald L. Niewyk: The Jews in Weimar Germany. Manchester University Press 1981. 229 bls. ■ Mikið hefur verið rætt og ritað um ofsóknir og morö þýsku nasistanna á Gyðingum og ætti sú saga að vera flestum kunn. Miklu minna hefur veriö fjallaö um stöðu Gyðinga I Weimar lýöveld- inu, þ.e. i Þýskalandi frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar og fram til þess er Hitler komst til valda. 1 þessari bók er fjallaö um stöðu Gyöinga i Þýskalandi á þessu timabili. Höfundur greinir fyrst frá helstu þáttunum, sem aðgreindu Weimarlýöveldiö frá þýska keisaradæminu og þriöja rikinu, og bendir á, að þótt flest- um beri saman um að ótal margt i stjórnskipun og stjórnarfari Weimarlýðveldisins megi teljast hafa veriö meingallað hafi þó flestir Gyðingar tekið lýðveldinu með fögnuði og stutt það með ráö- um og dáð. 1 þeirra augum var Weimarlýðveldið og þær hugsjón- ir lýðræöis og mannfrelsis, sem það byggði á, stórkostlegt tæki- færi til þess að brjótast út úr alda- langri einangrun og samlagast þýsku þjóöinni. Höfundur rekur helstu þætti I sögu þýskra Gyðinga á þessum árum, lýsir þátttöku þeirra i þýsku efnahags-, stjórnmála- og menningarlifi og skýrir hvernig flestir helstu leiðtogar þeirra reyndu að fá trúbræður sina til þess að lita á sjálfa sig sem Þjóð- verja er játuöu Gyöingatrú I staö Gyðinga, sem dveldust I útlegð I Þýskalandi. Jafnframt reyndu þeir aö sameina Gyðinga, reyndu að fá þá til þess að standa saman á þann hátt aö verða mætti þeim sjálfum og þýsku þjóðinni til heilla. Þannig töldu þeir þá helst geta sannað tilverurétt sinn. Þetta gekk þó ærið brösuglega og var ekki sist um að kenna að Gyðingar deildust i ýmsar fylkingar i trúmálum. Þar bar mest á Zionistum, orþódoxum og frjálslyndum Gyöingum. Þeir deildu hart i trúarefnum og gátu aldrei gengið saman I órofa fylk- ingu þótt allir, eöa a.m.k. lang- flestir, styddu þeir lýöveldiö af heilum hug. Donald L. Niewyk er kennari i sagnfræði við SouÚiern Methodist University I Bandarikjunum og hefur sérhæft sig i sögu Þýska- lands á timabilinu 1918-1933 og samið nokkur rit um það við- fangsefni. Við samningu þessarar bókar hefur hann stuöst við margvislegar heimildir, prentað- ar og óprentaðar. Hann hefur i rikum mæli notfært sér þýsk stjórnarskjöl frá dögum Weimar- lýðveldisins og jafnframt kannað gjörla allskyns útgáfur samtaka Gyöinga. Úr hinum siðarnefndu hefur hann dregið fram mikinn fróðleik, sem fáir hafa sinnt fram til þessa, en varpar að mörgu leyti nýju ljósi á sögu Gyðinga i Weimarlýðveldinu. Arangurinn er fróðleg bók og ágætlega rituð. t bókarlok eru heimildarskrá og skrá um nöfn og nokkur helstu atriðisorö. Jón Þ. Þór Jón Þ. Þór skrifar um er- lendar bækur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.