Tíminn - 28.01.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 28.01.1982, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 28. janúar 1982 flokksstarf Borgarnes nærsveitir Spilum félagsvist í Hótel Borgarnesi föstudaginn 29. þ.m. kl. 20.30 Framsóknarfélag Borgarness Akranes Kynningarfundur Fimmtudaginn 28. jan. 1982 kl. 20.30 fer fram i Fram- sóknarhúsinu við Sunnubraut kynningarfundur með fram- bjóðendum Framsóknarflokksins við prófkjör það sem fram fer helgina þá á eftir. Allir frambjóðendurnir munu halda stuttar ræður og svara fyrirspurnum. Allir velkomnir Framsóknarfélögin á Akranesi Miðstjórnarfundur SUF Miðstjórnarfundur SUF verður haldinn i Hótel Heklu sunnudaginn 31. jan. n.k. og hefst hann kl. 10 f.h. Dagskrá fundarins verður nánar auglýst siðar. Ef miðstjórnarnienn sjá sér ekki fært að mæta þá ber að tilkynna það skrifstofu Framsóknarflokksins hið fyrsta (simi 24480) Stjórnin Framsóknarfélag Garðabæjar og Bessa- staðahrepps Fundurmánud. 1. febrúar kl. 8,30i Goðatúni 2. Sameiningarmálin rædd. Mætum vel Stjórnin Þorrablót Laugardaginn 30. jan. verður þorrablót framsóknarfélag- anna i Reykjavik haldið með glæsibrag i Hótel Heklu. Húsið opnað kl. 19. Að venju verður sitthvað sér til gam- ans gert og skemmtiatriði að sjálfsögðu heimasmiðuð. M.a. flytur Auður Þórhallsdóttir minni karla og minni kvenna flytur Kristján Benediktsson. Hljómsveitin Marz leikur fyrir dansi eitthvaö fram á sunnudagsmorgun. Verð er mjög hóflegt. Enn er hægt að panta miða i sima 24480. Framsóknarfélögin Austur Skaftafellssýsla Almennur fundur verður að Hótel Höfn sunnudag 31. jan. ’82 kl. 20.30 Fundarefni: Efnahagsráðstafan- ir rikisstjórnarinnar. Frummælendur: Tómas Arnason viðskiptaráðherra og Halldór As- grímsson alþingismaður. Allir velkomnir Framsóknarfélag Austur-Skaftafellssýslu Kosningasjóður Tekiö er á móti framlögum i kosningasjóð framsóknar- flokksins i Reykjavik alla virk? daga á skrifstofunni að Rauðarárstig 18. Stjórn fulltrúaráðsins Prófkjör á Akranesi Sameiginlegt prófkjör allra flokkanna á Akranesi fer fram i gamla Iðnskólahúsinu við Skólabraut laugardaginn 30. jan. og sunnudaginn 31. jan.kl. 10-16 báða dagana. Þeir sem hugsa sér að styðja Framsóknarflokkinn i þessum kosningum eruhvattir til að taka þátt i prófkjörinu. Opið hús verður kosningadagana i Framsóknarhúsinu við Sunnubraut milli kl. 14 og 17. Komiðkspjallið og fáið ykkur kaffi. Kosninganefndin Ráðstefna um sjávarútvegsmál SUF boðar til ráðstefnu um sjávarútvegsmál i Festi Grindavik laugardaginn 30. janúar og hefst ráðstefnan kl. 10. f.h. Dagskrá: Ræða Steingrimur Hermannsson, sjávarútvegsráöherra. 1. Staðan i sjávarútveginum Framsögumenn: Aðalsteinn Gottskálksson frkv.stj. Dal- vik, Eirikur Tómasson útgerðarstj. Grindavik og Kristján Pálsson frkv.stj. Ólafsvik. 2. Gæða og sölumál Framsögumenn Sæmundur Guðmundsson, Reykjavik, Sigurður Markússon framkvæmdarstjóri Reykjavik. Fyrirspurnir og frjálsar umræður eftir framsöguræður. 3. Framtiðarskipulag i sjávarútvegi Árni Benediktsson frkv.stj. Reykjavik. t framhaldi af erindi Arna verða pallborðsumræður um framtiðarskipu- lag isjávarútvegi þar semframs0gumenno.fi. taka þátt . Ráðstefnustjóri: Jóhann Einvarðsson alþingismaður. Ráðstefna þessi er öllum áhugamönnum um sjávarút- vegsmál opin. Þátttaka tiikynnist i sima 91-24480. 23 Einhell vandaöar vörur menningarmál A . Smerglar Margargerðir. ^ Afar hagstætt verð. Skeljungsbúðin Suðurlandsbfaut 4 siri 38125 Heildsölubirgóir: Skeljungur hf. Smávörudeild - Laugavegi 180 ömmuhillur byggjast á einingum (hillum og renndum keflum) sem hægt er að setja saman á ýmsa vegu. Fást i 90. sm. lengdum og ýmsum breiddum. Verð: 20sm. br. kr. 116.00 25sm. br. kr. 148.00 30sm. br. kr. 194.00 40sm. br. kr. 217.00 milli-kefli 27 sm. 42.00 lappir 12 sm. 30.00 hnúöar 12sm. 17.00 Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Furuhúsið h.f. Suðurlandsbr. 30 — simi 86605.' Auglýsið Tímanum Einhell vandaðar vörur Stórgóðir Sinfónfu- tónleikar ■ Gilbert Levine frá Banda- rikjunum stjórnaöi siðustu reglulegu tónleikum Sinfóniu- hljómsveitarinnar á fyrra misseri. A efnisskránni voru : Mózart: Forleikur að óperunni Don Giovanni Mahler: Kindertotenlieder Schubert: Sinfónia nr. 9 i C dúr Ég vil leyfa mér aö telja Le- vine til „eins hinna stóru” i okkar tónlistarlifi — aö hann hafi þegar skilið eftir djúp og merkileg spor, og eigi vonandi eftir að láta miklu meira gott af sér leiða i framtiðinni. Upp- hafleg skipti Levines við Is- lendinga urðu vist fyrir tveim- ur árum, þegar hann stjómaöi La Taviata með Filharmóniu- kórnum og Sinfóniuhljóm- sveitinni. Ég var þvi miður ekki á landinu þá, en skilst, að þá hafi þegar myndast sérlega gott samband milli hans og kórsins — sambærilegt viö þá gömlu góðu daga, þegar Ró- bert A. Ottósson var á meöal vor. 1 fyrra æföi hann svo og stjórnaði Ótello við mikinn oröstir, auk nokkurra sin- fóniutónleika. Kunnugir telja aö Levine hafi með starfi sinu hér örvaö mjög áhuga og sjálfstraust ýmissa söngvara vorra, og eigi þannig a.m.k. óbeinan þátt i þvi blómlega sönglistarlifi sem hér er um þessar mundir, og kristallast hefur m.a. i stofnun tslensku óperunnar. En hvað um það: Levine er greinilega bæöi mikilhæfur stjórnandi og tónlistarmaður, og auk þess frábærlega dug- legur og samviskusamur: hann vinnur eins og þræll. Á sinfóniutónleikunum um dag- inn tel ég að Schubert-sinfóni- an hafi verið merkust og raun- ar besti tónlistarflutningur þessa vetrar hingaö til. Því þaö ermjögauöveltaö „missa niöur” verk sem þetta — þótt bæöi Mózart og Schubert séu kannski tiltölulega auðveldir að „komast i gegn um”, þá þarf fyrsta flokks tónlistar- menn tilað gera þeim full skil. Og það tókst Levine á þessum tónleikum — hver hending sinfóniunnar var „spennandi” og það kom aldrei dauður punktur. Ýmsir hljóðfæra- leikarar sýndu Uka afburða leik, ég nefni Joseph Ognibene hornista, sem leiddi liö sitt gegnum gallalausan og hár- finan inngang, sem er svo erfiöur og vandasamur að hann mistekst jafnvel iðulega á hljómplötum. Levine leggur sig mikið fram við að hrifa hljómsveitina með sér og það tókst honum sannarlega á þessum tónleikum. Hvort hl jóm sveitarlimum likar þetta vel eða ekki veit ég ógerla en skiptir það litlu máli frá áheyrandans sjónarmiði: Arangurinn er stóra málið. Norsk kona, Edith Tallaug, söng einsöng i hinu stórkost- lega verki Mahlers, Kinder- totenlieder. Tallaug hljóp þarna i skarðið fyrir aðra sem má telja vel af sér vikið Ut af fyrir sig, en ég heyrði á skot- spónum, aö hún hefði verið hin 14. sem hringt var i i dauðans ofboði þegar forföll hinnar upprunalegu söngkonu urðu ljós. Af þessu er ljóst, að Kindertotenlieder er ekki verk sem hver og einn hleypur i aö syngja undirbúningslitið, en hefði veriö meiri-timi til stefnu hefði t.d. Sieglinde Kahmann getað gert þetta miklu betur. En hvaö um þaö, gaman var aö heyra, þvi þetta er frábær- lega vel skrifað verk og áhrifamikið. Þvi miður var textinn ekki skráöur i tón- leikaskrána en i slikum skrám á alltaf að vera texti, bæði á frummáli og með þýöingu en hin norska söngkona sem nú er konungleg hirðsöngkona hjá Karli og Sylviu i Sviþjóð söng svo gersamlega óskiljan- legan texta að Þjóöverji nokk- ur, sem ég hitti i hléinu sagöist dtki hefði skiliö eitt einasta orð fremur en konan heföi sungiö kinversku — kannski þetta hafi verið norsk þýðing? Eiginlega þyrfti að flytja Kindertotenlieder sem allra fyrst aftur. (Það er vist auövelt að segja þetta núna, en iskránni segirsvo um verk Mahlers: „Samtimamenn Mahlers voruhins vegar ekki allir jafn hrifnir af verkum hans og má finna mörg óákvæðisorðin um þau, sem hrutu úr pennum digrustu kritikkera”). Og ennfremur: „Þjóðsagan segir að Mozart hafi samiö fcrleikinn að Don Giovanni á einni nóttu og átta afritarar varla haft undan að skrifa hljómsveitarraddirnar”. En Mozart orti jafnan best undir þrýstingi og var ötrúlega hraökvæöur og hafa menn það fyrir satt aö hann hafi i raun- inni ekki veriö annaö en ritari almættisins, og tónlist hans þannig eins konar „ósjálfráö skrift”. En hvað um það, ekki tekst alltaf að gera góðan Mozart hér, þótt það hafi i seinni tiö gengiö betur en áður, þökk sé ekki sist stjórn- andanum JacquiUat. En Le- vine hefur lika sinn Mózart, sem er líka góöur og afar skýrt mótaður, meðalltað þvi öfgafullum greinarmun á sterku og veiku, aðalatriði og aukaatriöi. Þessir tónleikar voru sem- sagt meðal hinna allra bestu i vetur og vonandi fáum við aö heyra marga slika frá hendi Levines i framti"ðinni. Þvi, eins og ég hefi áður sagt, þá er það ótrúlegt en satt sem hljómsveitarstjórar segja að hið skrifaða verk er einungis drög aö listaverki og það er hl jóms vei tarstjórinn og hljómsveitin sem „skapa það” eöa fullmóta á staðnum. Þannig eru sérhverjir tónleik- ar „uppákoma” isjálfúm sér, og verða aldrei aidurteknir i sömu mynd. 21.1 Sigu rður S tein þórss on Sigurður Steinþórsson skrifar um tónlist /•

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.