Tíminn - 28.01.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 28.01.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt. Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Slmi (91) 7 - 75 - 51, (91) 7-80-30. TTT?'nH TTT? Skemmuvegi 20 nr , Kópavogi Mikið úrval Opið virka daga 9-19 • Laugar daga 10 16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir ÁrmiUa 24 Sími 36510 dropar Flóttinn ágerist ■ Ekkert lát er á flátta starfsfólks af DV og virö- ist stööugt kvarnast úr betri enda blaöamanna- liösins. Dropar hafa áöur skýrt frá þvi aö þeir Axel Ammendrup og Siguröur Sverrisson taka hatt sinn og staf um næstu mánaöamót, og nú hefur þaö bæst viö raunir þeirra DV-manna, aö Jóhanna Sigþórsdóttir, einn nask- asti fréttamaöurinn á blaöinu, hefur lagt inn uppsögn sina. Samkvæmt fregnum mun Jóhanna á næstunni taka viö framkvæmda- stjórastööu hjá Skálholti, sem er útgáfufyrirtæki i tengslum viö Þjóökirkj- una. Kunnugir segja aö enn séu ekki öll kurl kom- in til grafar I sambandi viö flóttann af hinu tvi- eina siödegisblaöi. Stórbrotin ritdeila ■ 1 Velvakanda Mogg- ans hefur aö undanförnu geisaö hatrömm ritdeila um ágæti (eöa óágæti) Bubba Morthens og þeirr- ar hljómsveitar, sem I lif- enda lifi gegndi nafninu Utangarösmenn, en er nú horfin til feöra sinna. Lesendadálkar Mogga hafa veriö undirlagöir þessari deilu dögum sam- an og meöal þeirra s'em' tekiö hafa til máls má nefna hr. Flinkan, UB 40, og Egóista og Friöar- sinna. Eftirfarandi glefsur eru úr bréfi þeirra tveggja siöasttöldu, en þaö birtist I Mogga I gær: „Hr. Flinkur hefur óspart skitið út Bubba og Utangarösmenn. í bréfi sinu þann 17. janúar talar hr. Flinkur um að UB 40 hafi sagt aö popparar hafi 2-3 þúsund krónur I laun á viku og ég (Egóisti) hafi sagt aö verkamanna- kaupið væri eitt þúsund krónur á viku. Þaö sem ég sagöi I bréfi mlnu var aö Bubbi heföi alveg örugglega yfir eitt þúsund krónur á viku, þvi að hr. Flinkur sagöi aö Bubbi gæti ekki keypt sér 5 plötur I einu ef hann liföi á verkamannakaupi. Viö (Egóisti og Friöarsinni) erum sammála UB 40 aö popparar hafi flestir 2-3 ■ ,,Ég kalla þetta ekki búð, þetta ereiginlega bara kompa, minnsta verslunarkompan i borginni,” sagði Lilja Benediktsdóttir, kaup- maður i vefnaðarvörubúðinni á horni Bragagötu og Bergstaða- strætis. „Það sem bjargar þessum rekstri er að ég kann að kaupa inn og hef sambönd við góða heild- sala. Eg saumaði nefnilega karl- mannaföt áður en ég byrjaði á þessu og af þvi lærðist mér að þekkja góða vefnaðarvöru. Enda var lærimeistari minn ekki af verri endanum, nefnilega Andrés Andrésson, klæðskeri. Ég lærði hjá honum og vann siðan i 10 ar.” „Skitug skókompa” „Þegar ég tók við þessu, þá var hérna bara skitug skókompa. Ég er af rótgrónum kaupmannaætt- um úr Dölunum svo ég tók mig til og snurfusaði kompuna og opn- aði verslun þvi mér er kaup- mennskan i blóð borin. Nú eru lið- in rúm 30 ár siðan. Þau verða reyndar 31 i vor. Fyrst hafði ég allar mögulegar vefnaðarvörur á boðstólum. En nú er aldurinn far- inn að færast yfir mig og þvi hef ég minnkað vöruúrvalið mjög og versla nú nær eingöngu með barnaföt. Það er einfalt og þægi- legt. Þaðer orðið erfitt að fylgjast með, enda verð ég áttræð i vor og stórrekstur er ekki fyrir fólk á minum aldri.” „Nærist á þessu” „Það hefur komið að ég hef lagst veik i nokkra daga og þá hef ég neyðst til að loka búðinni, þvi hún er ekki nógu stór til að borga laun fyrir aðstoðarmann, en ég hefalltaf risiðaftur. 1 hvert skipti hef ég komist að þvi að ég verð bara hressari af þvi að standa i þessu. Enda hef ég heitið sjálfri mér þvi að reka verslunina með- an ég dreg andann. Það má segja að ég nærist á þessu. ’ v „Myntbreytingin andstyggileg” „Mér fannst myntbreytingin andstyggileg. Hún hefur orðið til þess að konur hafa miklu minni peninga milli handanna. Þær vita ekki fyrr en hver einasti eyrir er horfinnúr veskjum þeirra. Maður verður áþreifanlega var við þetta, næstum daglega,” sagði Lilja. — Sjó. ■ „Mér er kaupmennskan I blóö borin,” segir Lilja Benediktsdóttir, kaupmaöur I vefnaöarvöruversluninni á horni Bragagötu og Bergstaöa- strætis. TimamyndGE. „MINNSTA VERSLUNAR- KOMPAN í BORGINNI” — segir Lilja Benediktsdóttir, kaupmaður Fimmtudagur 28. janúar 1982 fréttir úrskurðaður í 10 daga gæsluvarð- hald vegna fíkni- efna ■ Tuttugu og eins árs gamall maður var i gær úrskurðaður I allt að tiu daga gæslu- varðhald að undirlagi fikniefnadeildar lög- reglunnar i Reykja- vik, vegna gruns um aöild aö stórfelldri dreifingu fikniefna að undanförnu. Að sögn Gisla Björnssonar yfir- manns fikniefnadeild- arinnar, var maðurinn handtekinn um siðustu helgi og hafði hann þá eitthvað af kannabis- efnum I fórum sinum. Hann sagöi enn- fremur að rannsókn málsins væri á byrj- unarstigi og að enn ætti eftir að yfirheyra marga sem grunur leikur á aö tengist þvi. —Sjó Annasamur dag- ur hjá lög- reglunni. ■ Mjög annasamur dagur var hjá lög- reglunni I Reykjavik I gær. Alls urðu 32 árekstrar i borginni frá hádegi til klukkan átján en þar af urðu 27 frá þvi klukkan 16 til 17.30. Blaðburðarböm óskast Timann vantar fólk til blaöburðar \ I eftirtalin hverfi: Óðinsgata Þórsgata Arahólar Álftahólar Kriuhólar $ramm sími 86-300 þúsund krónur I laun á viku. Enn styöjum viö þá skoöun aö Bubbi syngi inn á plötur af sköpunargleði. Maöur sem gæti svaraö þessu, af eöa á, er auövit- aö Bubbi sjálfur. Skorum viö á hann aö skrifa I blöðin og láta I Ijós sann- leikann varðandi sköpunargleöina.” Megi þessi stórfenglega ritdeila standa sem lengst! Krummi ... sá I blaöi aö flest slys eiga sér staö inni á heimilum og I umferöinni. Þá er bara aö fara aö heiman og selja bilinn. o V V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.