Tíminn - 29.01.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.01.1982, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 29. janúar 1982 fréttir Bilainnflytjendur bregðast misjafnlega við sölutregðunni sem fylgir í kjölfar gengisfellingarinnar: DÆMI UM AD ALLT AÐ 80% S£ LANAÐ I NfJUM BÍLUM! ■ Þeir sem einna mest finna fyrir gengisfellingu eins og þeirri sem fram- kvæmd var fyrir skömmu hérlendis eru bílainnflytj- endur. Timinn snéri sér til nokkurra slíkra og forvitn- aðist um viðhorfin og við- brögðin við siðustu gengis- fellingu. Svör þeirra eru mjög mismunandi eins og viðtölin bera með sér, sumir eru fullir bjartsýni, en öðrum finnst ástandið vera nokkuð svart. Eins og viðtölin sýna snúa bílainnflytjendur sér misjafnlega gegn vandan- um og eru dæmi um að allt að 80% sé lánað í nýjum bílum nú en aðrir sjá ekki ástæðu til neinna sérstakra aðgerða. Jón Þór Jóhannsson Véladeild Sambands ísl. samvinnufélaga: „Aldrei verið bllasala á fs- landi eftir ■ „Það eru hreinar linur að það hefur aldrei verið nein bilasala á tslandi eftir gengisfellingar”, sagði Jón Þór Jóhannsson fram- kvæmdastjóri hjá Véladeild Sam- bands islenskra Samvinnufélaga i samtali við Timann. „Þaö er fyrst og fremst gengis- fellingin sem truflar söluna núna en nú hefur verið rætt um að i efnahagsm álapakkanum séu tollalækkanir á bilum þótt ég telji þær ekki vera þar. Það hefur dregið úr sölu og maður sér ekki hvaö tekur viö á næstunni, ekkert sérstakt er aö gerast nema það sem maöur hef- ur þurft að búa við eftir gengis- fellingar.” — FRI ■ Það gengur erfiðlega aö selja nýju bílana fyrst eftir gengisfellingar. Tfmamynd: Róbert. Ingvar Helgason: „Lánum allt að 80% af bflverði” ■ „Þetta hefur gengiö ágætlega hjá okkur i janúar en við höfum verið aö selja á gamla verðinu. Það sem við gerum er að reyna að hækka lánin og reynum þannig að brúa bilið a.m.k. fyrst um sinn með lánum en þau geta orðið allt aö 80% af bilverðinu”, sagði Ingvar Helgason forstjóri Ingv- ars Helgasonar i samtali við Tim- ann. „Kaupgeta fólksins er ekki meiri en hún var og ekki eykst hún við gengisfellingu nema siður sé. Þvi má búast við minni sölu i ár heldur en i fyrra og ef maður ætlar eitthvað að halda i þá verð- ur maður að veita lán. Við erum með sérkjör bæði á Trabantinum og Wartburginum og höfum auk þess hækkað greiðslukjörin á öllum hinum bil- unum og þaö mikið,en þetta hefur gefið góða raun hjá okkur.”-FRI Ásgeir Gunnarsson hjá Velti: ,Greinileg hrædslusala fyrir áramót” ■ „Maður bregst við þessu á- standi eins og venjulega, þegir og heldur áfram að selja. Islending- ar eru orönir svo mótstöðulausir að þeir taka þessum hlutum þegj- andi. Einhvern timann heföi veriö farið i það að gera gangskör að þvi að fá lækkuð innflutningsgjöld en ég held aö menn séu orönir uppgefnir á þvi að reyna þá hluti”, sagði Asgeir Gunnarsson forstjóri Veltis i samtali viö Tim- ann. „Þaö hefur veriö mikil flæði I bilasölunni hjá okkur siöustu þrjá mánuðina og á þessu timabili var greinileg hræðslusala, fólk flýtti sér að fjárfesta fyrir áramótin og þaö voru um 260 manns sem höfðu bankaborgaöa bila hér um ára- mót. Þetta kerr.ur ekki á óvart þvi fólk vill að vonum tryggja sig fyrir genginu. Við erum ekki með nein sértil- boð eöa annað slikt til að örva söl- una hjá okkur nú enda hefur hún veriö ágæt hingað til. Þaö hafa veriö leystir út 80 bilar hjá okkur i þessum mánuði og við eigum eftir aö afgreiða hátt i 400 selda bila frá siðasta ári. Við erum þvi ekki óhressir og veröum i þvi aö af- greiöa þessa bila fram á seinni part ársins en meðalárssala hjá okkur er um 450 bilar þannig aö útlitiö er ekki svart.” — FRI Jón Baldvinsson hjá Agli Vilhjálmssyni: „Kemur alltaf gengisfellingardoði” ■ „Við erum svo heppnir að vera með einna hagstæðasta verðið á markaðinum i dag þar sem gengi pundsins hefur ekki sigiö jafn- mikið og gengi dollarans en hins- vegar kemur alltaf gengisfelling- ardoði i bilasöluna eftir svona stórar gengisfellingar”, sagöi Jón Baldvinsson framkvæmdastjóri Egils Vilhjálmssonar i samtali viö Timann. „Fyrir utan hagstætt gengi þá erum viö nú með nýja útfærslu á Fiat 127 sem seljast eins og heitar lummuren þessa útgáfu fáum viö fyrstir allra 'ianda. Vegna þessa erum við fullir bjartsýni á fram- tiðina og ég er einna hræddastur um aö við verðum uppiskroppa á milli sendinga, þetta gengur svo vel. Við seldum fleiri bila á siðustu mánuðum s.l. árs heldur en á sama tima i fyrra en hinsvegar datt salan nokkuð niður hjá okkur i desember þvi þá vorum við bún- ir með Fiat 127 sem verið hefur einna söluhæsti billinn okkar.” — FRI Jón Hákon Magnússon Vökli: „Bflasala viröist fara eftir stöðu gjaldmiðla”____ ■ „Eftir gengisfellinguna hefur afskaplega litil hreyfing veriö á bilum enda voru margir búnir að kaupa sér bila i nóvember og des- ember á s.l. ári, vissu hvernig á- standið yrði”, sagði Jón Hákon Magnússon framkvæmdastjóri Vökuls i samtali viö Tlmann. „Bilasala hér virðist mikiö fara eftir stöðu gjaldmiðla, og skiptir hún miklu máli. Menn reyna að kaupa sem ódýrast. Maður sér það til dæmis i fyrra með sænsku bilana. Þá var metsala i þeim sem stafaði m.a. af þvi hve sænska krónan var veik. Jeniö hefur einnig verið mjög hagstætt undanfarin ár og það er ein meg- inorsökin fyrir mikilli sölu á jap- önskum bilum fyrir utan það að Japaninn er lunkinn við að halda niður verði. Vaxtapólitik spilar einnig mikið inn 1 bilakaup hér. Fólk veröur að kaupa sem ódýrast fremur en að klðupa eftir merkjum og hvað sér- stök kjör varðar þá eru fyrirtækin yfirleitt ekki þaö burðug að þau geti boðið upp á mjög góð kjör en þetta helst i hendur við bankana. Það hefur verið mjög rólegt hjá okkur sérstaklega I bandarisku bilunum en við bjóöum ekki nein sérkjör nú reynum heldur aö keppa við að ná góðu verði. Eftir stórar gengisfellingar er alltaf mikill doði i bilasölunni og þetta var nokkuð stór gengisfelling.” — FRI Jóhannes Ástvaldsson hjá Sveini Egilssyni: „Ekki fyrsta gengis- fellingin sem bflainn- flytjendur lifa af” ■ „Það var mikið um það fyrir áramótin að fólk væri búið að undirbúa sig og keypti þvi bila á tveimursiðustu mánuðum s.l. árs þannig að nú erum viö að afgreiða þá”, sagði Jóhannes Astvaldsson framkvæmdastjóri hjá Sveini Eg- ilssyni i samtali við Timann. „Þetta er ekki fyrsta gengis- fellingin sem bilainnflytjendur lifa af og ekki sú siðasta þannig aö ástandiö nú kemur okkur ekki á óvart. Það vita flestir sem eitthvað hugsa um þessi mál að einhverjar aðgerðir af þessu tagi eru á- kveðnar um hver áramót og þetta er orðinn árviss viðburður sem við kippum okkur ekkert upp við. Astandiö litur ekki illa út hjá okkur nema siöur sé. Við horfum nokkuð björtum augum á fram- tiðina og komum til að eiga betri hlutdeild i markaöinum þvi við erum nú betur i stakk búnir i samkeppnina hvaö snertir geng- ismálin sérstaklega. Þau voru ó- hagstæð fyrir okkur fyrir 2-3 ár- um siðan en nú hefur þetta jafn- ast út. Hvaö sérstök kjör og tilboð nú varðar þá teljum við ekki að þörf sé á þeim hjá okkur.” — FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.