Tíminn - 29.01.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.01.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 29. janúar 1982 fréttir _________________________________5 stuttar fréttir Borgarbíóið sáluga: FJARSVIKAMAUS RANNSAKAD FREKAR ■ Fjársvikamál fyrrverandi eig- enda Borgarbiós i Kópavogi er komið inn á borð hjá Rann- sóknarlögreglu rikisins að nýju til nánari rannsóknar. En sem kunn- ugt er urðu eigendur biósins upp- visir að stórfelldum skattsvikum á árinu 1980. Þeir komu sér undan þvi að greiða lögboðin gjöld af biómiðum með þvi að láta ekki stimpla þá hjá bæjarfógetanum i Kópavogi en gjöld sem greiða þarf af hverjum miða nema rúm- um 40% af verði hans. Rikissaksóknari fékk málið i fyrra en vegna gruns um að það væri umfangsmeira ená horfði þá var það sent bæjarfógetanum i Kópavogi sem siðan sendi það til nánari rannsóknar hjá RLR Við fyrri rannsókn kom i 1 jós að þeir höfðu selt 1004 óstimplaða miða fyrir tæpar 15 milljónir gamalla króna. —-Sjó fréttaskýring Fulltrúar Alusuisse koma á mánudaginn: Svara beidni um endur- skoðun álsamningsins — en engar samningaviðræður fyrirhugaðar ■ Nú styttist óðum í það að fulltrúar Alusuisse komi hingað til lands i þeim erindagjörðum að svara beiðni íslenskra yfirvalda þess efnis að ál- samningurinn verði endur- skoðaður. Þeir dr. Muller og herra Weibel munu dvelja hér á landi nk. mánudag og þriðjudag. Ekki eru ráðgerðar neinar samningaviðræður á milli is- lensku viðræðunefndarinnar og Alusuisse en taliö er liklegt að Svisslendingarnir muni nota tim- ann á meöan þeir dveljast hér á landi til þess að ræða óopinber- lega við ýmsa islenska ráða- menn. Þeir sem hvað best þekkja til þessara mála eru ekki bjartsýnir á að svör Alusuisse um endur- skoðun samningsins verði að- gengileg. Hafa menn látið að-þvi liggja að Alusuisse myndi hugsanlega bjóða upp á endur- skoðun samningsins en þá með ýmsum skilyrðum og er nefnt eitt skilyrðið þess efnis að það sem is- lensk yfirvöld hafa talið samningsrof Alusuisse á undan- förnum árum, verði fyrir fullt og allt látið niður falla. Hækkun raforkuverðsins þýðingarmest fyrir Is- lendinga Það er að sjálfsögðu endur- skoðun á raforkuverði til ISAl sem er hvað þýðingarmesti liður- inn fyrir Islendinga ef út i endur- skoðun verður farið á annað borð. Auk þess sem endurskoðun á ýmsum skattagreiðslum ÍSAL til islenska rikisins er einnig mikil- vægur þáttur. Þegar hugsað er til þess raf- orkuverðs sem er I gildi við sölu til ISAL, þá er ýmislegt sem hafa þarf i huga ef endurskoðun á þvi fæst i gegn. Eins og raforku- samningurinn við ISAL er i dag, þá er hann i gildi til ársins 2014 og i dag þá greiðir ISAL 6.5 mills fyrir kilówattstundina (eitt mills er sama og 1/1000 úr dollar). Samkvæmt núgildandi samningi þá fer raforkuverðið lækkandi næstu 12 árin eða fram til ársins 1994, ef miðaö er við fast verðlag, vegna þess að raforkuverðið er aðeins verðtryggt um 40%. Arið 1994 mun raforkuverðið svo hækka samkvæmt samningnum i 7.9 mills/kwh miðað við verðlag I dag, en eftir það verður það óbreytt út samningstfmabilið eöa i 20 ár. Vert er að hafa i huga, þegar litið er á þennan þátt, að fram- leiðslukostnaður raforku frá nýj- um raforkuverum hér á landi er áætlaður 15-20 mills/kwh. Bandaríkin stærsti ál- framleiðandinn í heimin- um Eins og kunnugt er, eru Banda- rikin langstærsti álframleiðand- inn I heiminum, en þau framleiða rúmlega fjórðung heimsfram- leiðslunnar. Orkuverð þar til ál- vera hefur hækkaö verulega sl. þrjú ár, og orkuverð hjá stærsta orkufyrirtækinu, Bonneville Pow- er Administration til álvera hefur t.d. hækkað um 14 mills/kwh á þremur árum, en 1979 var orku- verðið 3 mills/kwh og er i dag 17 mills/kwh. Auk þessa reikna þeir hjá BPA með þvi að orkuverð eigi á næstu þremur árum eftir aö hækka i 27 mills/kwh a.m.k. Til samanburðar er fróðlegt að geta þess að á siöustu þremur árum hefur orkuverö til ISAL hækkað um aðeins rúmlega 1 mills/kwh. Fregnir hafa borist frá Banda- rikjunum að undanförnu aö vegna hækkunar á raforkuverði hafi ál- ver þurft að loka og hætta starf- semi sinni en það eru ekki þau ál- ver sem fá raforkuna fyrir 20 mills/kwh og þar fyrir neðan heldur þau sem þurfa að kaupa orkuna fyrir 30-40 mills/kwh. Við höfum gjarnan viljað miða okkur við Noreg þegar viö tölum um álframleiðslu og raforkuverð. Það má þvi til fróðleiks geta þess hér að norska álfyrirtækið Sör Noregs Al. sem er nú dótturfyrir- tæki Alusuisse, var áður i einka- eign Alusuisse, en nú er tilkomin norsk eignaraðild, kaupir raforku sina á tæp 10 mills/kwh, sem er um 50% hærra raforkuverð en verðið hér á landi til ISAL. Auk þess er gert ráð fyrir þvi i samningi norska álversins aö á miðju ári i ár hækki raforku- verðið til fyrirtækisins i tæp 12 mills/kwh, þannig að þegar það verður þá greiðir dótturfyrirtæki Alusuisse 82% hærra verð fyrir raforkuna i Noregi en dótturfyrir- tæki þess gerir hér á landi. Raforkukostnaður ISAL 5.9% af framleiðsluverði 1980 Það þarf vart að taka þaö fram ■ Mulier og Weibel koma til fundar i RáðherrabústaÐnum þegar fyrri viðræður málsaðila fóru fram. að áliðnaður fellur undir orku- frekan iðnað en með þvi hugtaki er átt við iðnað þar sem raforku- kostnaður er hátt hlutfall i fram- leiðslunni. Algengter i áliðnaöi að raforkukostnaöur sem hlutfall af framleiðslukostnaði áls sé ekki undir 15%, en þessi kostnaður sem hlutfall af framleiðsluverð- mæti ISAL árið 1980 var aðeins 5.9%. Aiusuisse kaupir að sjálfsögðu raforku til dótturfyrirtækja sinna utan íslands og þar þarf fyrirtæk- ið að greiða mun hærra verð fyrir raforkuna en þaö þarf að gera hér á landi. Sem dæmi má nefna að i Bandarikjunum kaupir Alusuisse orkuna á um 30 mills/kwh, en það er u.þ.b. 400% hærra verö en hér á landi. Eitt dótturfyrirtækja Alusuisse I Bandarikjunum, Consolidated Aluminium Corparation i Tennessy kevDti t.d. orkuna á 24.5 mills/kwh um áramótin 1978/79, en i dag á 30 mills, þannig að raforkan hefur hækkað til fyrirtækisins á þremur árum um 5.5 mills. sem er ekki miklu lægri upphæð en ISAL greiðir I heildargreiðslur fyrir raforkuna hér á landi en i upphafi þessarar greinar kom fram aö það er 6.5 mills/kwh. Hvert er raforkuverðið í helstu samkeppnislöndum okkar? Þá er ekki slður fróðlegt að lita á tölur um raforkuverð til álvera i löndum eins og Hollandi, Italiu, Þýskalandi og Bretlandi þvi ISAL er I samkeppni við álver m.a. i þessum löndum um markaðinn i V-Evrópu. 1 Hollandi er meöal- raforkuverö til álvera um 22 mills/kwh, á Italiu um 18 mills/kwh, i Þýskalandi um 27 mills/kwh, og i Bretlandi 20-30 mills/kwh. Þegar þessar tölur eru hafðar i huga, þá er það ef til vill ekki ólik- legt að Alusuisse sé ekki reiðubú- ið að endurskoða raforkuverðið þvi önnur eins kjarakaup á raf- orku gerast vart annarsstaðar. —AB Fimmta sýning Musa- gildrunnar ad Brun HVANNEYRI: Ungmenna- félagið Islendingur frumsýndi nýlega leikritið „MUsagildr- an” eftir Agötu Christie i félagsheimilinu Brún I Bæjar- sveit. Leikstjórier Ragnhildur Steingrimsdóttir en með helstu hlutverk fara þau Dagný Sigurðardóttir, Jó- hannes Kristinsson og Snorri Hjálmarsson. Alls eru leik- endur átta. Músagildran er fjórða leik- húsverk Ungmennafélagsins á fáum árum. Leikritið hefur þegar verið sýnt f jórum sinn- um við ágætar viðtökur áhorf- enda. Næsta sýning verður annað kvöld, þ.e. 30. janúar kl. 21. BG-Hvanneyri Folald fæddist á 2. dag þorra LANDEYJAR: „Þetta getur ailtaf skeð og kemur fyrir annað kastið”, sagði Pétur sonur Guðmundar bónda i Stóru-Hildisey i Landeyjum er Timinn hafði samband þangað. En þar höfðum við haft spurnir af að f jöigað hafi i stóðinu við fæðingu folalds hinn 23. jan. s.l. sem jafnframt var 2 dagur þorra. Foialdið reyndist hestur og sýnist þvi sjálfgefið að það hljóti nafnið Þorri. Ekki kvað Pétur þetta hafa komið heimafólki alveg á óvart, nokkurnveginn hafi verið vitað hvenær von var á að hryssan kastaði, en hún mun hafa látið folaldi i fyrra- vetur og orðiö fylfuli aftur fljótlega. Hryssan hefur gengið með stóðinu i vetur sem gefiö er Uti en við opin hús. Hún kastaði þó Uti i rigningarsudda. En fljótt var brugðið við á bænum að koma þeimmæðginum i'hús og hefur hryssunni siðan verið gefið inni. —HEI nú í vertiðarbyrjun og mun skárra en i janúar i fyrra, en þá hafi afli reyndar verið mjög lélegur. NU sé t.d. meira af ufsa sem varla sást i ver- tiðarbyrjuni'fyrra. Þráttfyrir aö veiðar hófust nU ekki fyrr en upp úr miðjum janúar sagðist Hörður búast við að bátarnir nái jafn miklum afla og i janUar árið 1981, þó róðrar hafi þá staðið allan mánuðinn. —HEI Janúar afli ekki minni en í fyrra VESTM ANNAEYJAR: Eftir samtal við Hörö Jónsson, skipstjóra á Álsey VE i fyrra- kvöld höllumst við til aö álita að heimildarmenn fyrir afla- ffettinni frá Eyjum i blaðinu i gær hafi verið heldur svart- sýnir. „Við höfum haft sæmilegt kropp oft 10-12 tonn og alltupp i 18 tonn og ég veit að aðrir bátar hafa verið með allt upp i 20 tonn”, sagði Hörður. Hann kvað útlitiö þvi ekki sem verst „Leynimelur 13” í Freyvangi EYJAFJÖRÐUR: Ung- mennafélagið Arroðinn og Leikfélag öngulsstaðahrepps frumsýna ærslaleikinn „Leynimel 13” eftirÞridrang i Freyvangi i' Eyjafirði n.k. sunnudagskvöld 31. janúar. Leikstjóri er Theodór JUlius- son sem undanfarin fjögur ár hefur starfað hjá Leikfélagi Akureyrar. Leikmyndina gerði óttar Björnsson. „Þrídrangur” mun vera höfundarheiti Haraldar A. Sigurðssonar, Emils Thorodd- sen og Indriða Waage. Leik- ritið fjallar um hUsnæðiseklu i höfuðborginni á árum seinna striðsins er olli þvi að hUseig- endum var gert skylt að taka leigjendur i ónotað húsnæöi sitt. Aðalpersóna leiksins er Madsen nokkur klæðskeri sem úthlutað hefur verið leigjend- um af ýmsum uppruna og er hann leikinn af Leifi Guð- mundssyni. Aðrir ieikendur eru: Jósteinn Aðalsteinsson, Guðfinna Nývarðsdóttir, Birg- ir Jónsson, Maria Haralds- dóttir, Valgerður Schiöth, Vala Björk Harðardóttir, Ólafur Theódórsson, Kristinn Björnsson, Rósa Arnadóttir, Kristján Jónasson, Anna Ringsted og Stefán Arnason. Næstu sýningar á Leyni- melnum verða væntanlega i Freyvangi um aðra helgi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.