Tíminn - 29.01.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.01.1982, Blaðsíða 6
Pöstudágur 29. jánú’ar Í982 €...........................; Wivimm fréttir —'llflfÍiTTlF Gífurlegur halli á rekstri álversins, járnblendiverksmidjunnar og kísiliðjunnar á siðasta ári: TAP ÞEIRRA SAMTALS 217-227 MILUÓNIR TTSveiflast upp og niður og gróðin hin árin ætti þá ad vera þeim mun meiri”, segir Finnbogi Jónsson deildarstjóri í Iðnaðarráðuneytinu ■ „Það er tiltölulega þokkalegt hljóð i okkur stóriöjumönnum. Við kippum okkur ekki upp við þetta i sjálfu sér. Þetta sveiflast svona upp og niöur milli ára og þýðir þvi ekki að taka mið af einu ári serstaklega. Gróöinn hin árin ætti þá aö vera þeim mun meiri”, —svaraöi Finnbogi Jónsson, deildarstjóri i Iönaðar- ráöuneytinu. En Timinn spurði hann hvort hin lélega afkoma stórðjunnar á siöasta ári hafi ekkert breytt stóriðjuhugmynd- um manna eða dregið úr þeim kjarkinn. Varðandi okkar tvö stóriðju- fyrirtæki kváð hann heildartap á Járnblendiverksmiðjunni kannski eðlilegt þar sem hún hefði aðeins starfað i hálft annað ár. A hinn bóginn sé veru- legt tap á rekstri Alverksmiðj- unnar, þótt tekinn sé saman hangaðurog tap öll þau tólf ár, sem hún hefur starfaö. „Það er þvi sjálfsagt eðlilegt að menn spyrji hvort eitthvað vit sé i þessu. En sjálfur er ég þeirrar skoðunar aö svo sé”, sagði Finnbogi. Enda megi sjá það með Alverið, aö karfnski sé ekki hægt aö dæma eingöngu út frá þvi bókhaldslega dæmi sem þar sé gert upp árlega. Finnbogi sagði allar likur á þvi að orkuverö fari hækkandi i heiminum, til lengri tima litið. Verö þessara afurða hljóti þvi að taka mið af þvi hvaö kostar að framleiða þær, þvi haldi nú- verandi ástand áfram mundi þessi stóriðja hrynja til grunna. Þaö geti á hinn bóginn ekki staðist, nema þá að framundan sé einhverskonar heimskreppa og þvi vilji menn ekki trúa. „Einn þátturinn i núverandi kreppu er að allir kippa að sér höndunum varöandi framleiöslu og nýjar fjárfestingar. Ein leið út úr þvi er hins vegar aö menn snúi viö blaöinu og fari aö fjár- festa”, sagöi Finnbogi. „I samanburöi viö aörar þjóð- ir komust viö fljótlega að þvi aö við stöndum best aö þvi leyti, aö eiga tiltölulega miklar endur- nýjanlegar orkulindir sem við getum tekiö af til iðnaðar. Varöandi útflutning er orkan þvia.m.k. ofarlega efekki efst á blaöi. Við hljótum þvi að rann- saka og kanna möguieika á aö nýta hana,” sagði Finnbogi. Aöspurður kvaö hann flestar þær álverksmiöjur sern^nú hafa hætt framleiöslu tilbúnar aö hefja hana á ný við bætt skil- yrði En margar þeirra séu á hinn bóginn orðnar gamlar, þurfa mikinn mannafla og orku- verö sé hátt i þeim löndum. Af þeim sökum séu þvi likur á að t.d. verksmiðjur sem lokaö hefur verið i Bandarikjunum veröi opnaöar á ný og þaö eigi jafnvel einnig við um Bretland. t Japan sagði hann álfram- leiðsluna nú hafa falliö úr 1,4 milljónum, tonna þegar mest var niöur i 500 þús. tonn. Það sé ekki litiö miöaö við aö heildar álframleiösia heimsins sé um 15 milljónir tonna. —HEI ,,Ordid fyrir barð- inu á gengisþróun og efnahagskreppu” — segir Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar, sem tapaði 7 milljónum ■ „Frá þvi i október s.l. hafa sölurnar hjá okkur verið eðlilegar miðað við þá sölutregðu er við áttum við að búa mestan hluta ársins 1980 og fram i september á siöasta ári. Við erum þvi bjart- sýnni á söluhorfur en við vorum i fyrra og gerum okkur vonir um að sala á þessu ári verði á bilinu 22-23 þús. tonn, þótt ekki sé kannski gott að spá út frá svo stuttu timabili”, sagði Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Kisiliðjunnar er Timinn ræddi við hann um ástandið nú og afkom- una á siðasta ári. Tapið á siðasta ári kvaö hann um 7 millj. kr. enda hafi „Kisil- iðjan sem aðrir orðið fyrir barð- inu á þeirri gengisþróun og efna- hagskreppu sem verið hefur i Evrópu.” Kisiliðjan hefur ekki aðstöðu til birgðasöfnunar, þannig að stýra verði framleiðsl- unni i takt við söluna. Afkasta- geta verksmiðjunnar er talin um 24.000 tonn á ári, en framleiðslan i fyrra varð aðeins um 20.000 tonn. Hákon kvað söluverðið (i erlendum gjaldmiðli) hafa hækkað nokkurnveginn i takt við ■ Kisiliöjan. verðbólguna i þeim löndum sem selt er til eða um 10-12% á árinu 1981. En kostnaðarhækkanir inn- ■ „Ég hef sagt tapið i fyrra um 60 millj. i islenskum krónum, en það er þó ekki nákvæmt ennþá, nema i norskum krónum, vegna þess hve gengisuppgjörið er snú- ið”, sagði Jón Sigurðsson, for- stjóri Jámblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Astæðuna sagði hann fyrst og fremst kreppuna i heiminum sem leiddi af sér litla eftirspurn og lágt verð. Hagvöxt- urhafi verið sáralitill bæöi vestan hafs og austan og þa dragist sam- an framleiösla ýmisskcxiar hluta og neysluvamings sem fram- leiddur er úr stáli. Jón sagði verksmiöjuna nú að- eins hafa sina forgangsorku sam- kvæmt samningi, sem dugar til að kynda annan ofninn með 25 anlands hafi hins vegar verið miklu meiri. megavatta afli af þeim 30 sem hann er skráður fyrir, og hinn ofninn er stopp. Helmingi minna er þvi framleitt en hægt væri. Þó megi telja lán i ólani, að orkuskorturinn hafi farið saman við markaðsvandræðin. „Þaö heföi verið klökkt ef það væri á hinn veginn, að markaður væri nægur og gott verö en takmörkuö orka”, sagöi Jón. Svipaö ástand sagði hann blasa við fram eftir vetri eða til vors og jafnvel geti svo fariö aö skerða verði þá forgangsorku sem verk- smiðjan hefur, efsvipaö þurrviöri héldi áfram og verið hefur. Jafn- * framtkvað Jónfátterbenti til aö markaöur f yrir stál sé að glæöast i Bandarikjunum eða Evrópu. — HEI —HEI „1 Lftil eftir- spurn og 1 lá g 1 verd” — segir Jón Sigurdsson, forstjóri JárnblendiverksmidjunnarT en þar nam tapið um 60 milljónum ■ Alverið. „Markaðsverðið hrapaði um full- an þriðjung” — segir Ragnar Halldórsson, forstjóri ÍSAL, en tap fyrirtækisins X fyrra nam 150-160 milljónum ■ „Afar slæm, i tveim orðum sagt”, svaraði Ragnar Halldórs- son forstjóri Alverksmiðjunnar er Timinn spurði hann um afkom- una á siðasta ári. Tapið kvað hann á bilinu 150-160 milljónir króna. I lok desember hafi um 17.000 tonn veriö á lager, sem sé um fjóröungi meira en venjulegt er. Ragnar kvað f imm höfuðorsak- ir fyrir þessari slæmu afkomu. „í fyrsta lagi hrapandi markaðsverð. Það datt niður um fullan þriðjung frá árunum 1979 og 1980, sem auövitaðer afleiðing þess hve eftirspurnin hefur minnkað geysilega. Af þeim sök- um er nú búið að loka um helm- ingi af álverksmiðjum i Japan, um 30% i Bandarikjunum og eitt- hvað svipaö i Bretlandi. Einnig var verið aö loka i Skotlandi nú um áramótin. í öðru lagi haföi hækkun dollar- ans miöað viö Evrópugjaldmiðil mjög slæm áhrif á okkar afkomu. Viö flytjum út til Evrópu en borg- um rafmagn og hráefni að miklu leyti i dollurum. í þriðja lagi er mest af okkar skuldum i dollurum og vextir af þeim fóru yfir 20% á siöasta ári, þannig aö vaxtakostnaður óx geysilega á siðasta ári. t fjórða lagi höfum við ekki get- að framleitt eins og við vildum vegna orkuskömmtunar fyrri hluta ársins 1981. Þrátt fyrir lágt verð hefðum við haft meira upp i fastakostnað ef við hefðum getaö framleitt með fullum afköstum. Og i fimmta lagi hefur gengið ekki haldist í hendur viö innlend- ar kostnaðarhækkanir”, sagði Ragnar. Hann var þá spuröur um útlitið framundan og hvort ekki mætti búast við skjótari bata, ef markaðurinn batnaði á ný, úr þvi búið er að loka svo mörgum verk- smiðjum annarsstaðar. „Við get- um nú ekki hlakkaö yfir þvi. En það er samt staðreynd, að það gerir það að verkum aö maður getur búist við skjótari bata en ella,” svaraði Ragnar. Hann sagði nú talið að álverðið sé hætt að lækka og geti jafnvel farið að þokast eitthvað upp á við. — HEI ■ Járnblendiverksmiðjan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.