Tíminn - 29.01.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.01.1982, Blaðsíða 9
Áframhaldandi óðaverðbólga mun fyrr eða síðar leiða til stöðvunar atvinnuveganna, vaxandi erlendrar skuldasöfn- unar, atvinnuleysis og jafnvel hruns hins íslenska efnahags- lífs. ársfjtíröungslega. Bændur semja ársfjóröungslega um hækkun sinna tekna til samræmis viö tekjur iönaöarmanna og verka- manna. Verö á landbúnaöar- afurðum er siðan hækkað til þess að tryggja bændum, eins og frek- ast er unnt, þessa tekjuaukningu. Segja má einnig aö verðhækkanir á vöru og þjónustu séu ákveönar af Verðlagsráði með tilliti til hækkunar á vlsitölu og nú eru inn- og útlán i bönkum orðin verð- tryggö að mestu leyti. Þaðer ekki fyrr en að sjómönn- um og útgerðarmönnum kemur, að þetta vi'sitölukerfi endar. A.m.k. virðast sumir, jafnvel hörðustu stuðningsmenn þessa vafasama kerfis, telja, að þá eigi all t annað viö og jafnvel, að þvi er virðist, unnt aö draga mjög úr veröbólgu með lágu fiskverði. Það dæmi gengur ekki upp. 1 fyrsta lagi er rekstrargrund- völlur vinnslunnar yfirleitt brost- ■ Frá Alþingi inn i okkar miklu verðbólgu áöur en til fiskverðsákvörðunar kem- ur. Fulltrúar vinnslunnar eru þvi iengri stöðu tii þess að semja um fiskverð fyrr en aðgerðir rikis- valdsins til þess að lagfæra rekstrargrundvöllinn hafa verið ákveönar. 1 öðru lagi má segja svipaö um útgeröina, sem verður fyrir stöð- ugum skakkaföllum i verðbölg- unni og hefur i fátt annað að sækja til að rétta sinn hlut en hækkun fiskverðs. í þriðja lagi veröur þvi ekki haldið fram með nokkurri sann- girni, að sjómenn eigi einir að sitja við alltannaö borð aö þessu leyti, en aðrir landsmenn. Stund- um heyrist, að tekjur sjómanna séu þegar of m iklar. Ég er ósam- mála þessu. Sjómenn eru mikið fjarri si'num heimilum. Vinnutimi þeirra er óreglulegur og vinnu- skilyrði oft erfið. Þeir eiga að hafa góðar tekjur. Að visu eru tekjur sjómanna mjög misjafnar. En svo er einnig hjá öðrum stétt- um. Sá mismunur verður aldrei leiðréttur meö fiskverði. Það felst i samningum um skiptakjör. Undanfarin ár hefur verið talið réttlætanlegt aö draga úr fisk- verðsákvörðun með tilliti til vax- andi afla. Slik aflaaukning er ekki framundan. Þvi verður krafa sjó- manna um f iskveröshækkun, sem samsvarar hækkun verðbóta, ákveðnari. Ekki verður hjá þvi komist, að taka tillit til þeirrar kröfu, t.d. viö ákvörðun um botn- fiskverð, sem er sá megingrund- völlur, sem aðrar ákvaröanir Verðlagsráös sjávarútvegsins byggist á. Eins og fram kemur i tilkynn- ingu rikisstjómarinnar er ákveð- ið að taka verömyndunarkerfi i sjávarútvegi tU endurskoðunar. Með þvi erekki ætlun mfnað visi- tölubinda fiskverð. Það er útilok- aö, enda um fjölmargar og mis- munandi ákvaröanir aðræöa I þvi sambandi. Hins vegar vii ég taka fram.aðég telekki lengurhjáþvi komist, að sjómenn fái tryggingu fyrir tekjuhækkun, sem er til samræmis við það, sem launþeg- ar hafa. Þaö sama á einnig við um útgerðina. Akvörðun um fiskverö á grund- velli verðbótavisitölu er ekkert annað en viöurkenning á hringrás verðbólguskrúfunnar. Gengis- lækkun eöa aðrar ráöstafanir vegna atvinnuveganna fylgja sið- an eins og nótt fylgir degi. Stað- reyndirnar ættu þá að veröa öll- um ljósar og opna augu manna fyrir þvi, að kominn er ti'mi til aö gera róttækar lagfæringar á þvi visitölukerfi, sem viö búum við. Slikt verður hins vegar að ganga jafnt yfir alla, launþega, bændur og sjómenn. Loðnuveiðar Eins og fram hefur komið er út- litiö með loðnustofninn mjög alvarlegt. Það kemur mjög á óvart. íslenskir og norskir visindamenn lögðu til s.l. vor, að leyfðaryrðu veiðar á samtals 700 þús. lestum af loönu. Eftir þessu var farið. Gert var ráð fyrir þvi, að við íslendingar veiddum rúm- lega 600 þús. lestir. Við höfum nú veitt tæplega 500 þús. Heildar-, veiði, að meötalinni veiði við Jan Mayen og Grænland, er sömu- leiðis vel undir 700 þús. lestum. Ekki er hægt að fullyrða, að þetta merki að loðnustofninn veröi mjög litill jafnvel I nokkur ár. Þess eru mörg dæmi, aö litill hrygningarstofn hefur getiö af sér stóran árgang. Hins vegar tel ég ekki rétt að gera ráð fyrir sliku. Ekki er óhætt að taka þá áhættu. Þvi er ekki um annaö aö ræöa en aö draga mjög úr loönuveiðum i ár og þar til séð er aö stofninn er að ná sér aö nýju. Við munum jafnframt leggja á það rika áherslu, að veiöar við Jan Mayen og Grænland veröi mjög tak- markaðar á meðan svo er ástatt. Sá mikli samdráttur, sem er fyrirsjáanlegur á loönuveiðum, hefur umtalsverð áhrif á þjóðar- tekjur okkar Islendinga. Það hljóta allir landsmenn að bera. Afleiðingarnar eru þó mestar fyr- ir útgerðarmenn og sjómenn á þeim 52 skipum, sem loðnuveiðar hafa stundaö. óhjákvæmilegt er að leita allra ráða til þess að bæta, a.m.k. að hluta, tekjumiss- inn. Það mun verða gert. Viðræð- ureru þegar hafnar. M.a. er ljóst, að þessi floti hlýtur i auknum mæli að fá heimild til þorskveiða. Að vlsu erengin ástæöa til þess að óttast um þorskstofninn, eins og stendur, en þar er þröngt setinn bekkurinn og minna veröur til skiptanna. Fiskiskipastóllinn Af þessari ástæðu er áréttað i tilkynningu rikisstjórnarinnar, að hert veröur á reglum til þess að sporna gegn stækkun fiskiskipa- flotans. AB visu hefur slikum reglum veriö fylgt i tíö þessarar rikisstjórnar með þeirri undan- tekningu að samþykktur var inn- flutningur á 5 skipum til ákveð- inna staöa af atvinnuástæðum. Að öðru leytihefur verið við það mið- að, aö i flotann bætist ekki skip umfram þaö sem tekið er úr notk- un. Að vísu veröa menn aö gæta þess.að rúmlestatalan er.ekki al- gildur mælikvarði i þessu sam- bandi. Meiri stærð felst oft t.d. ekki sist i bættu ibúöarrými áhafnar. Ég vara einnig eindreg- ið viö þeirri kröfu öfgamanna, aö aðeins veröi leyft að endumýja fiskiskipaflotann um hluta af þvi, sem úr notkun er tekið. Það mundi aðeins verða til þess, að lítið sem ekkert yrði tekið úr notkun. Menn mundu þá halda áfram aö sækja sjóinn á úreltum skipum á meðan ekki sekkur. Ég mun ekki taka þátti þvi að neyða islenska sjómenn til þess að sækja fram á ystu landgrunns- brún á úreltum og jafnvel hættu- legum smábátum. Þegar uppbygging togaraflot- ans hófst i byrjun siðasta áratugs heyrðust furðu margar úrtölu- raddir, sem lögðust hart gegn slikri fásinnu, eins og þeir sögðu. Hvar halda menn, að islenska þjóöin stæði I dag efnahagslega og hvernig væri atvinnuástandiö viðast um landið, ef I það stór- virki hefði ekki verið ráöist sam- fara uppbyggingu frystihúsanna? Það er jafnframt athugandi, sem ég heyrði útgeröarmenn á Suður- nesjum segja á fundi nýlega. Ef endurnýjun bátaflotans er stöðv- uð, leggst bátaútgerö niöur á ein- um til tveimur áratugum. t þessu tilliti verður þvi að rata hinn gullna meðalveg og stuöla að skynsamlegri endurnýjun flotans án þess að sóknarþungi aukist. Við þetta markmið veröur staðið. Um sjávarútveg aö öðru leyti, er fátt annaö en gott að segja. Fiskstofnar a&"ir en loðnan og karfinn eru sterkir og vaxandi. Saltfisk- og skreiöarverkun er álitleg og ég vona aö tekist hafi aö skapa frystingunni rekstrar- grundvSl. Verkefnin framundan eru fyrst og fremst að auka þau verðmæti, sem úr sjónum fást, ekki sistmeö auknum gæðum. A þaö verður aö leggja höfuö- áherslu. Þá mun islenska þjóðin um langan aldur byggja framtið sina á öflugum og sterkum sjávarútvegi, enda verði þess gætt aö fiskiskipaflotinn sé ætiö hinn fullkomnasti. ..Reistu i verki viljans merki” Fyrir nokkru sá ég i erlendu blaöi itarlega grein um verðbólgu i vestrænum löndum. Við Is- lendingar vorum afgreiddir meö rúmlega einni málsgrein, sem var nokkurn vegin þannig. ísland er sér á báti. Þar er veröbólga 30-40 afhundraði. Engu að siður viröast atvinnuvegirnir standa allvel. Þjóöartekjur eru vaxandi og velmegun mikil. Þeg- ar þeir eru orðnir ósamkeppnis- færir á erlendum mörkuðum vegna óðaveröbólgunnar heima fyrir, felia þeir bara gengið og byrja upp á nýtt. Þetta eraðvisu nokkuð rétt, en blaðamaðurinn átti enga skýr- ingu á þessu fyrirbæri. Hann þekkti ekki þær tvær megin- ástæður, sem gert hafa okkur kleift að halda atvinnulifinu gangandi. A fáum árum hefur sjávarafli u.þ.b. tvöfaldast. Það, ásamt mikilli vinnu og aukinni þátttöku kvenna i atvinnulifinu, hefur stór- aukiöþjóðartekjurnar, þrátt fyrir gagnstæð áhrif veröbólgunnar. 1 ööru lagi hefur á undanföm- um árum gifurlega mikið fjár- magn á lágum vöxtum verið flutt frá sparifjáreigendum og al- menningi f f járfestingu i atvinnu- lifinu og ibúðarhúsum. Núer þetta gjörbreytt. Sjávar- afli mun ekki aukast á næstu ár- um og verðmæti úr sjávarafla mun vaxa langtum hægar en ver- ið hefur. Ódýrt fjármagn i fram- kvæmdir og rekstur er heldur ekki lengur fáanlegt. Af þessum einföldu ástæðum er verðbólgan orðin langtum alvar- legri vágestur I islensku efna- hagslifi en hún jafnvel var áður. Aframhaldandi óðaveröbólga mun fyrr eða siöar leiða til stöðvunar atvinnuveganna, vax- andi erlendrar skuldasöfnunar, atvinnuleysis og jafnvel hruns hins islenska efnahagslifs. Mé>- er ljóst að allt þetta verö- bólgutal er leiðigjarnt oröiö. Ég er jafnframt sannfærður um, aö flestir eða allir Islendingar þekkja staðreyndimar og eru sammála ofangreindri niöur- stöðu. Það sem hefur skort er samstaða um nauðsynlegar aö- gerðir. Mikiö hefur breyst hér á landi frá sfðustu aldamótum, þegar þjóöskáldin hvöttu landann ti) dáða. Einar Benediktsson segir m.a. I Islandsljóði sinu: Fleytan er of smá, sá grái erutar. Hve skal lengi dorga, drengir dáðlaus upp’ við sand? Nú eigum viö sem betur fer fullkom nari skip og betri sjómenn en liklega nokkur önnur fiskveiöi- þjöð. Nú er sá grái sóttur, hvar sem hann er. Nú búum við ekki lengur við þá eymd, sem þjóðin reif sig upp úr. En viðfangsefniö ‘er engu minna, aö varðveita það, sem áunnist hefur. Þvi á enn við það, sem Einar segir i þessu sama ljóöi: reistu i verki viljans merki vilj i er allt, sem þarf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.