Tíminn - 29.01.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.01.1982, Blaðsíða 11
Föstudagur 29. janúar 1982 11 efnahagsráðstafanirnar Tómas Árnason viðskiptaráðherra í útvarpsumræðunum: HAGSMUNIR ÞJÓDARINNAR EIGA AD SITJA IFYRIRRIÍMI gagnvart þrýstihópum og ímyndudum stjórnmálahagsmunum ■ Forsætisráðherra og fleiri ráðherrar hafa gert grein fyrir ráðstöfunum rikisstjornarinnar i efnahagsmálum. Ég skal ekki endurtaka það en hins vegar undirstrika málflutning Stein- grims Hermannssonar, formanns Framsóknarflokksins m.a. um að hér er um skammtima ráðstafan- ir eða áfanga að ræða, en með þeim er stefnt að þvi að tryggja nokkra hjöðnun verðbólgu fram á árið, rekstrargrundvöll atvinnu- veganna og kaupmátt launa. Stjórnarandstaðan hefur furðu- lega li'tið til málanna að leggja. Svo fátæklegur er málflutning- ur stjórnarandstöðunnar að hann er raunar ekki svara verður. Þeir gagnrýna. Gottog vel en hver eru úrræði ykkar herrar minir? Gerið þið þjóðinni grein fyrir þeim. Þá verður ef til vill hlustað á ykkur. En nú væntir enginn neins af stjórnarandstöðunni. Hún er klofin, sundurþykk og Ur- ræðalaus með öllu. Kerfisbreyting Þann tíma sem áhrif þessara efnahagsráðstafana vara og áður enáhrif þeirra fjara útmun rikis- stjórnin beita sér fyrir kerfis- breytingu i efnahagsmálum. Sú spurning gerist æ áleitnari hve lengi geturislenska hagkerfið staðist 40-60% verðbólgu án þess að biða varanlegt tjón af? Hugsandi og ábyrgir menn hljóta að sjá að slikt ástand tor- veidar þjóðinni bætt lifskjör og stofnar fjárhagslegu sjálfstæði hennar i' vissa hættu. Þegar af þessum ástæðum og raunar fleir- um þarf að koma til kerfis- breyting i efnahagsmálum. Framsóknarflokkurinn leggur mikla áherslu á þetta meginat- riði. Viðræður um kjaramál milli aðila vinnumarkaðar eru á næsta leitiog þvi kjörið tækifæri til alls- herjar samráðs og samstarfs um nýjar leiðir og nýtt viðmiðunar- kerfi. 1 samræmi við tilkynningu rikisstjórnarinnar í efnahags- málum mun hún nú þegar stofna til viðræðna við samtök launa- fólks og aðra hagsmunaaðila at- vinnulifsins um viðmiðunarkerfi, sem gæti komið i stað núverandi visitölukerfis og tryggt kaupmátt og jöfnun lifskjara en væri laust við ýmsa ágalla þess kerfis sem nú giidir. Meðal annars verði reynt að finna leið til þess að ráðstafanir til að jafna orku- kostnað landsmanna valdi ekki aukinni verðbólgu. Ég hygg, að sú skoöun eigi vax- andi fylgi að fagna að þjóðin nái aldrei verðbólgunni niður á viðunandi stig, nema með þvi m.a. að gjörbreyta visitölukerf- inu.Þaðer auðvelt að sýna fram á þá rökleysu að laun allra ís- lendinga eigi að hækka ef sykur, kaffi eða olia hækkar i verði á heimsmarkaði. Eða ef öll þjóðin vill gera eitthvert átak til upp-, byggingar og lagðir eru á óbeinir skattar tíi að gera þetta mögulegt þá skulu ölliaun i landinu hækka. Ef nauðsynlegt reynist að hækka gjaldskrá hitaveitna, rafmagns- veitna og RíkisUtvarpsins þá hækki laun allra landsmanna þar með. Því skyldu laun hækka ef þessi almenningsfyrirtæki verða að fá viðbótartekjur til að geta starfað eðlilega og veitt betri þjónustu. Auðvitað greiða menn meira tii að tryggja nauðsynlega þjónustu ella drabbast hún niður. Svona má nefna dæmium það hve fráleitt núverandi visitölukerfi er og hve mikil nauðsyn er á að gera breytingar á þvi til að draga úr verðbólgu en það er mjög verð- bólguhvetjandi. Ummæli Lúðvíks Jósepssonar Margir stjórnmálamenn hafa á ýnsum timum rætt visitölukerfið og fordæmt það. Lúðvik Jóseps- son sagði t.d. i þingræðu 3. mai 1974 orðrétt með leyfi hæstvirts forseta: „Hitt er rétt að það er mflril þörf á þvi að breyta þeim visitölu- grundvelli sem notaður er til þess að vemda kaupmátt launa. Sá visitölugrundvöllur sem við búum við i dag er i eðli sinu ósanngjarn og hann er auk þess stórhættu- legur i efnahagskerfinu. Það er rétt, það erekkertvit i þvi að visi- tölukerfið skuli vera þannig upp- byggt að þegar þjóðin verður fyrir stóráföllum eins og við, stóra hækkun á oliuvörum þá skuli allar launastéttir i landinu fákauphækkun út á slik óhöpp en það er það sem gerist nú i dag. Ég tel að það sé launasamtök- unum i landinu nauðsyniegt og einnig gagnlegt fyrir vinnu- markaðinn almennt séð að hafa vissa visitölutryggingu á launum, en það þarf að miða þá tryggingu við allt annað en visitalan er miðuð við i dag. Nú er hún látin mæla margvisiegar verð- breytingar sem koma i rauninni litið við hinn almenna launa- mann. Það þarf þvi að endur- skoða allt það kerfi þvf að verði það ekki endurskoðað er hætt við þvi að það verði tekin upp gamla viðreisnaraðferðin að skera visi- töluna niður með öllu enþað hefur lika i för með sér margskonar vandkvæði”. Þetta sagði Lúðvik Jósepsson á Aiþingi árið 1974. Þessi ummæli eiga engu minni réttá sér nú en þá. Kaupmáttur og krónutala Samkvæmt upplýsingum úr fréttabréfi kjararannsóknanefnd- ar hækkuðu launataxtar i verka- mannavinnu um 1400% á árunum 1970-1979 en á sama tima jókst kaupmáttur meðal timakaups um aðeins 25-26%. Á þessu timabili hallaði undan fæti hjá atvinnu- rekstrinum þannig að hinar m ikiu verðhækkanir á siðasta áratug komu ekki fram i auknum hagnaði þeirra. Það er þviljóst að hinar gi'furlegu hækkanir kaup- gjalds og verðlags á áratugnum 1970-1979 hafa aðeins að litlu leyti komið launþegum til góða. Þær hafa fyrst og fremst brunnið á báii verðbólgunnar og um leið veikt f járhagsstöðu fyrirtækja og skert rekstrargrundvöll þeirra. Þessar staðreyndir sýna okkur að krónutala launa er ekki einhlit til að bæta kjörin nema sfður sé. Verðbólga hefir magnast m.a. vegna krónutölustefnunnar og valdið margvislegum skaða i efnahagslifi þjóðarinnar. Launin eru að visu stærsti þátturinn i raunverulegum lifskjörum fólks, en verðlagið eða verðbólgan hefir einnig afgerandi þýðingu. Þá koma skattar, vextir, margs kon- ar þjónusta o.m.fl. Það er ánægjulegt, að margir forystu- menn launamanna gera sér æ ljósari grein fyrir haldleysi krónutölustefnunnar og benda á þýðingu kaupmáttarins og þess að aukin verðmætasköpun i þjóð- félaginu er grundvöllur bættra lifskjara. ■ Tómas Árnason Viðmidunar- kerfi grann- landanna Það er fróðlegt að lita tíl grann- landanna og sjá hvernig viðmiðunarkerfi þau búa við. Ef fyrst er litið til Finnlands kemur á daginn að Finnar hafa siðustu 14 árin ekki búið við visi- tölubindingu launa. Á árunum 1967 og 1968 var verð- bólga i Finniandi mjög mikil og sam keppnisstaða útflutningsat- vinnuveganna þvi slæm. Fyrir- sjáanlegt var að lækka þyrfti gengið mjög verulega eða yfir 30% og var öllum ábyrgum aðil- um i þjóðfélaginu ijóst að ef slik gengisfelling yrði að veruleika með þeim vixlverkunaráhrifum á verðlag og laun sem af henni leiddi myndu efnahagsmál Finna I I.úövik Jósefsson gjörsamlega fara úr böndunum. Eftir itarlegar viðræður á milli rikisvaldsins og aðila vinnu- markaðarins var á árinu 1968 samþykktur efnahagsmálapakki iþinginusem m.a. fól isérafnám visitölubindingu launa. Voru allir hlutaðeigandi aðilar sammála þeirri ákvörðun en Alþýðusam- bandið hafði þann fyrirvara að þetta væri til reynslu. f kjölfarið tókst að koma i veg fyrir koll- steypu i efnahagsmálum og lækkaði verðbólgan verulega á næstu árum. Viðmælendur i Finn- landi voru sammála um að afnám visitölubindingarinnar hefði verið til hagsbóta fyrir hlutaðeigandi aðila og töldu að rauntekjur hefðu aukist meira næstu árin á eftir en ella hefði oröið. 1 Finnlandier kjarasamningum háttaö svipað og i Sviþjóð, þ.e. launaliður er endurskoðaður i ljósi verðlagsþróunar en engin sjálfvirk tenging á milli launa og verölags. Tekið er tillit til stöðu atvinnuveganna og þjóðarbúsins og möguleikum á kaupmáttar- aukningu án aukinnar verðbólgu. Auðvitað voru aðstæður um margt ólikar hjá Finnum borið saman viö okkur hér á fsiandi þegar þeir ákváðu með samning- um kerfisbreytingu sem hefur reynst þeim vel. f Sviþjóð gildir sú almenna regla um gerð kjarasamninga aö i stað sjálfvirkra launahækkana eins og hér á landi er samið fyrir hvert ár sérstaklega og i þeim samningum er byggt á möguleik- um fyrirtækja til að greiða hærri laun, viðskiptakjörum þjóðarinn- ar og öðrum þeim atriðum sem máli skipta. f Danmörku búa menn við skert verðbótakerfi og virðast stefna i þá átt að hverfa frá sjálfvirku verðbótakerfi. f Noregi, Bret- landi og Vestur-Þýskalandi eru laun ekki visitölubundin. Af þvi sem nú hefir verið rakið má draga þá ályktun að skyn- samlegt og nauðsynlegt sé fyrir okkur íslendinga að rjúfa hið sjálfvirka visitölukerfi sem hér viðgengst, a.m.k. að einhverju leyti og semja um kaup og kjör þannig að fullt tillit sé tekið til stöðu þjóðarbúsins og möguleika fyrirtækja til að greiða hærri laun. Stefna Fram- sóknarflokksins í vísitölumálum Framsóknarflokkurinn hefir ekki viljað ganga svo langt að af- nema visitölukerfið með öllu, heldur að nema brott ýmsa aug- Ijósa agnúa þess, svo sem áhrif skatta og þjónustugjalda al- menningsfyrirtækja, þar með orkuþjónustu. Þá taki vfsitölu- bætur mið af breytingum viðskiptakjara. Með slikum að- gerðum y rði m jög dregið úr verð- bólguhraða visitölukerfisins. Þá væri og skynsamlegt að lengja timabil milli verðbótadaga. Heildarstefna f efna- hagsmálum Framsóknarflokkurinn leggur mikla áherslu á, að sem allra fyrst verði hafinn undirbúningur að viðtækari efnahagsaðgerðum, sem tryggi varanlegra viðnám gegn veröbólgunni, enda nauðsynlegt til þess að ná þeim markmiðum, sem rikisstjórnin hefir oröið ásátt um. Kjaramálin eru mjög stór þátt- ur efnahagsmála, en að mörgu fleiru þarf að hyggja, þegar heildarstefna er mörkuð. Þess vegna mun rikisstjórnin einnig hefja viðræður við aöila að verðmyndunarkerfi sjávarútvegs og landbúnaðar um breytingar á skipan þeirra mála, sem stuðlað gætu að hjöðnun verðbólgu en tryggt um leið kaupmátt og af- komu i þessum greinum. 1 þessu sambandi verður sérstaklega at- hugað að draga úr og breyta álagningu opinberra gjalda á at- vinnuvegina tilviðbótar við þegar ákveðnar skattalækkanir. 1 verð- lagsmálum mun rikisstjórnin leggja áherslu á að hvetja til hag- kvæmari innkaupa til landsins og auka verögæslu i stað beinna verölagsákvæða. Þá verður verö- lagskynningu beitt i vaxandi mæli til aö vekja athygli neytenda á verðlagi. Þá verða vextír lækkaðir isam- ræmi við hjöðnun verðbólgu. Niðurgreiðslum veröur beitt um sinn i auknum mæli. Siðan koma að okkar mati, skatta- lækkanir til álita. Þá verður dreg- iö úr f járfestingum til að minnka spennu i hagkerfinu og sparnaðarherferð framkvæmd á vegum rikisins. Að lokum þarf að halda áfram ströngu aðhaldi i peningamálum og fjármálum rikisins. Að svo miklu leyti sem banka- kerfið er aflögufært verður fjár- magni beint til fjárfestingar, án þess þó að þrengja um of að lifs- nauðsynlegum útlánum banka- kerfisins til atvinnuveganna. 1 öllum greinum þarf að vinna þannig að verðbólga minnki jafnt og bitandi og aö sem flestir verði virkir þátttakendur i aðgerðum. Með sliku allsherjarátaki til niðurtalningar verðbólgunnar er von til jákvæðrar framvindu efnahagsmála sem leggur grund- völl aö bættum lifskjörum i' land- inu. Það er áriðandi aö allir þeir, sem skilja vanda stjórnunar, beiti áhrifum sinum i þágu lands og þjóðar. Hagsmunir þjóðarinnar eiga að sitja i fyrirrúmi gagnvart þrýstihópum og fmynduðum stjórnmálahagsmunum. Heilbrigð skynsemi á fyrst og seinast að ráða ferðinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.