Tíminn - 29.01.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.01.1982, Blaðsíða 12
12_________ þingfréttir Föstudagur 29. janúar 1982 OLL MEÐFERD GRÖÐURLENDIS ER NATTÚRUVERNDARMAL Framsöguræða Davfds Adal fceinssonar um landnýtingaráætlun ■ Ég hef leyft mér ásamt hv. þm. Jóni Helgasyni, Sverri Her- mannssyni, Helga Seljan og Karti Steinari Guðnasyni að flytja hér till. til þál. um landnýtingar- áætlun. Tillögugreinin hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela rikis- stj. að hlutast til um, að hafinn verði undirbúningur land- nýtingaráætlunar er taki til land- búnaðar og annarra þátta svo sem ferðamála, útivistar og náttúruverndar. Drög að land- nýtingaráætlun skulu liggja fyrir i árslok 1983. Við gerð þeirra verði áhersta lögð á sem hag- kvæmasta nýtingu og varðveislu landgæða”. Svo sem kunnugter, þá byggist búseta i þessu landi fyrst og fremst á endurnýjanlegum auð- lindum til lands og sjávar. Þvi hlýtur það jafnan að vera mjög brýnt verkefni, að sjá svo um, að nýting þessara auðlinda verði á hverri tið með þeim hætti, að höfuðstóllinn verði ekki rýrður ef svo má að orði komast. Þetta verkefni er að sjálfsögðu marg- flókið og krefst mikils sveigjan- leika á langri leið að lokamark- miðinu, meiri efnahagslegri og andlegri velferð okkar sem lifum hér og störfum i landinu, jafn- framtþvisem viðskilum auðlegð isl. náttúru fram á veginn til nytja fyrir afkomendurna. Ég heldaðóhættsé að fullyrða að hin siðari ár hafi gætt meiri skilnings á þessum málum og fleiri og fleiri hafa vaknað til vitundar um þær hættur, sem isl. þjóð eru búnar ef auðlindir til lands og sjávar eru mergsognar. Meðal þessara auðlinda eru að sjálfsögðu gróður og gróðurmold, landgæði, sem varða mjög búsetu og umhverfi allra manna. Með landgræðslu- áætlun 1974 var gert stórátak til að vinna markvisst að stöðvun gróðureyðingar og uppblásturs i þeim tflgangi auðvitað að varð- veita og bæta landgæði. Eins og kunnugt er hefur nú verið lögð fram till. til þál. um landgræðslu og landverndar- áætlun fyrir árin 1982-1986. Okkur flm. þessarar till. þykir eðlilegt og nauðsynlegt m .a. til að fylgja þvi starfi eftir að gerð verði viðr tæk áætlun, sem taki til hinna fjölmörgu þátta landnýtingar, svo sem nýtingar beitilanda, ræktunar skóga og meðferð lands til útivistar. Hófleg og hagkvæm nýting beitilanda Hér verður ekki farið út i að rekja eða telja upp alla þá fjöl- mörgu þætti, sem falla beint undir eða eru tengdir landnýtingu á einn eða annan hátt. Ég mun þó drepa á nokkra punkta i þessu sambandi af fjölmörgum sem ræða þarf áður en það er ákveðið fyrir fullt og fast með hvaða hætti verður staðið að gerð áætlunar um landnýtingu. Eins og till. ber með sér er ætlaður nokkuð rúmur tími til undirbúnings þessa verks, sem þar er lagt til i ljósi þess, að till. verði samþykkt á þessu þingi. En þar er lagt til að drög að áætlun um landnýtingu liggi fyrir i árs- lok 1983. Okkur flm. er fullljóst að sú vinna sem þarf að inna af hendi i þessu sam bandi er nokkuð yfirgripsmikil og tekur óhjá- kvæmUega alllangan tima. Einn af veigameiri þáttum landnýtingar er nýting úthaga- beitar bæði i heimalöndum og i afréttum. Landbúnaðurinn og þó einkum og sér i lagi sauðfjár- ræktin byggist að miklu leyti á þessari miklu auðlind, fjölbreytt- um og kjarnmiklum gróðri svo sem kunnugt er. 1 ljósi þeirra mikilsverðu nytja hlýtur framtið isl. landbúnaöar i reynd aðbyggj- ast aö verulegu leyti á hóflegri og hagkvæmri nýtingu beitilanda. Það mætti spyrja þeirrar spurningar, hvort framleiðslu- di úthagagróðurs væri metið a rðleikum. Er þar ekki un erri hagtölur að ræða en ti daðar hafa verið til þessa. ^ timum sihækkandi orku ítnaðar eru náttúruleg gróður di augljóslega mikil og dýr et auðlind. Að sjálfsögðu eri i engin ný sannindi að sem best nræmi þarf að vera á m fl li bú- rfjölda og tiltæks haglendis á ...um ýmsu beitarsvæðum landsins. Þvi er nauðsynlegt að koma á nánara samhengi á milli vals á búgreinum, uppbyggingar búfjárfjölda á sérhverri bújörðog i sérhverju héraði annars vegar og hins vegar þeirra landgæða, sem til umráða eru. Þannig verði ekki aðeins tekið tillit til ræktunarskilyrða heldur jafn- framt landrýmis i heimahögum og afréttum. Hér er t.d. komið að þeim þætti hvernig fjárfestingu erhagað i landbúnaði. Hvernig er hægtaðkoma á virkariog mark- vissari stjórnun án hafta i sjálfu sérmeðþað aö markmiði að auka afrakstur landbúnaðarins jafn- framt varðveislu landgæða, sem ætið verður að hafa i huga. í mörgum tilfellum þyrfti að vera hægt að koma þvi við að aðstoða bændur i rikari mæli, sem gera róttækar breytingar á búskapar- háttum. Við gerð búrekstrar og byggðaáætlana er óhjákvæmilegt að taka tillit til landnýtingar. 1 ljósi þess að nýting jarðargróða er einn af hornsteinum lifvæn- legrar byggðar um land allt er landnýting aðþvileyti veigamik- ið byggðamál. Ekki væri t.d. úr vegi að athuga hvort æskilegt eða fært væri að stofna til einhvers konar svæðaskipulagningar land- búnaðarframleiðslunnar i sam- ræmi við hóflega og skynsamlega nýtingu landkosta og jafnframt með tillititil markaðsþarfarfyrir hinar ýmsu búvörur og fram- leiðslusvæði. Mismunandi verðlagning bú- vara eftir framleiðslusvæðum gæti hugsanlega komiðtfl greina, en slikt er að sjálfsögðu nokkuð flókið og örðugt i framkvæmd. 1 þeirri skipulagningu sem hér er vikið að, þarf að huga i ri'kari mæli en gert hefur verið að öllum þáttum á sviði framleiðslu, úr- vinnslu og sölu afurðanna i ljósi staðhátta. Hingað tilhefur þvílitt eða ekki verið sinnt, hvort menn byggðu fjós eða fjárhús innst til dala eða á láglendi svo að segja við hliðina á mjólkurbúunum. Menn geta gert sér i hugarlund hagkvæmnina i hvoru atriðinu fyrir sig og ekki si'st i ljósi flutn- inga og hagkvæmari nýtingu af- rétta, svo að eitthvað sé nefnt. Hið svokallaða kvótakerfi, sem mikið hefur verið rætt um nú siðustu misseri og er komið til framkvæmda tekur li'tið sem ekk- ert mið af landnýtingar- og byggðasjónarmiðum, en fram- leiðslustjórnun þyrfti að gera það irikari mæli en raun er á, þ.e. að taka tillit til byggða- og land- nýtingarsjónarmiða. Hér er að sjálfsögðu um margþætt og að mörgu leyti viðkvæmt mál að ræða sem að dómi okkar flm. þarfnast i'tarlegrar könnunar og itarlegrar umfjöllunar. Frelsi til athafna Við bændur viljum að sjálf- sögðu hafa sem mest frelsi til at- hafna en gerum okkur þó ljósa grein fyrir þörf eðlilegrar skipu- lagningar. Hún mun reynast stéttinni til framdráttar i' hvi- vetna og siðast en ekki sist stuðla að bættum þjóðarhag. Margt fleira þarf auðvitað að taka til umfjöllunar, þegar lögð eru á ráðin um skipulega nýtingu land- gæða svo sem skógrækt og nýt- ingu hiunninda enda þótt þeim þáttum verði ekki gerð skil hér. En landnýting tekur til fleiri þátta en búskapar. Með breyttum þjóðfélagsháttum og auknum áhuga almennings á útivist, um- hverfismálum og náttúruvernd verður deginum Ijósara að fjalla þarf um landnýtingu á breiðum grundvelli. Ferðamál eru að sjálfsögðu einn þáttur land- nýtingar i ljósi náttúruskoðunar og útivistar. 1 þessu sambandi vil ég minna á þá möguleika, sem fyrir hendi eru i auknum fjölda ferðafólks hingað til lands og auknum ferðalögum íslendinga sjálfra á sinni heimaslóð og gæti orðið drýgri tekjulind. Hin náttúrulegu gróðurlendi eru viðkvæm fyrir óhóflegum ágangi, hvort sem er af völdum fénaðar eða manna. Með bættum skilyrðum til ferðalaga um óbyggðir landsins þarf margs að gæta. 011 meðferð gróðurlendis er isjálfu sér náttúruvemdarmál. 1 fjölmörgum tilfellum verður ekki komisthjá röskun lífrikjaþað vit- um við öll. Mestu varðar þó að leita jafnan þeirra leiða sem minnstri röskun valda. Við viljum auka á hagsæld okkar i þessu landi jafnframt þvi sem við stuðl- um að aukningu landgæða i bráð og lengd til hagsbóta fyrir kom- andi kynslóðir. Það er von okkar flm., að landnýtingaráætlun geti stuðlað að æskilegri þróun á þessu sviði. Samræmd iðnadarstefna ■ Mikil ræðuhöld voru um iðnað- arstefnu i sameinuðu þingi s.l. þriðjudag. Hjörleifur Guttorms- son iðnaðarráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu um iðnað- arstefnu, sem rikistjórnin leggur fram.og Friðrik Sóphusson mælti fyrir þingsályktunartillögu um iðnaðarstefnusem allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa að. t meginatriðum eru tillögurnar talsvert likar, það er helst að munurséá viðhorfum til stóriðju. Tilgangur þingsályktunartil- lögunnar um iðnaðarstefnu þá er Hjörleifur mælti fyrir, er að gera tilraun til að móta samræmda stefnu i iðnaðarmálum af hálfu hins opinbera og fá fram skýra afstöðu Alþingis til þess, hver eigi að vera þáttur iðnaðar i þeirri þróun atvinnulifs sem sýnist nauösynleg á næstu árum. Mikil- vægt er að skapa samstöðu um þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru taldar, eigi iðnaðurinn að geta gegnt þvi hlutverki að vera ein meginundirstaöa framfara i atvinnu- og efnahagslifi á kom- andi árum. Að skapa iönaðinum almenn skilyrði fyrir heilbrigðan rekstur fyrirtækja og að ýta undir frum- kvæðitilnýrraátaka og nýjunga I framleiðslu. Að örva framleiðni i islenskum iðnaði þannig að framleiðnistig hans verði sambærilegt við það, sem gerist i helstu viðskiptalönd- um, og skilyrði skapist íyrir bætt lifskjör. Að stuðla að hagkvæmri fjár- festingu til aö fjölga störfum i iönaði og tryggja fulla atvinnu með hliösjón af aðstæðum i öðrum atvinnugreinum og áætlunum um fjölda fólks á vinnumarkaöi. Að leggja sérstaka áherslu á að efla iðnað á þeim sviöum, þar sem innlendir samkeppnisyfir- burðir geta nýst til arðbærrar framleiðslu á vörum og þjónustu, jafnt fyrir heimamarkað sem til útflutnings. Að nýta sem best þá möguleika til iðnaðarframleiðslu sem felast i innlendum orkulindum og efla innlenda aðila til forystu á þvi sviði. Orkufrekur iönaður verði þáttur i eðlilegri iðnþróun i land- inu og jafnframt verði lögð á- hersla á úrvinnsluiðnaö i tengsl- um við hann. Að bæta starfsskilyrði og auka áhrif starfsfólks á vinnustöðum, og koma i veg fyrir skaðleg áhrif af völdum iðnvæðingar á náttúru landsins og umhverfi. Að tryggja forræði landsmanna yfir islensku atvinnulifi og auð- lindum, og stuðla að æskilegri dreifingu iðnaðar og jafnvægi i þróun byggðar i landinu. Meginmarkmið iðnaðarstefn- unnar eru: 1) Að vinna þurfi að iðnþróun með samhæfðu átaki fyrir- tækja, samtaka og stofnana iðnaðarins og opinberra aðila. 2) Að leggja verði mikla áherslu á þróun iðnaðar á næstu árum, með sérstöku tilliti til aukins út- flutnings iðnaöarvara. 3) Að búa þurli iðnaðinum hag- stæb vaxtarskilyrði með þvi að jafna aðstöðu hans og annarra atvinnuvega. Þegar teknar eru ákvarðanir um aöalatriði efna- hagsmála verði sérstaklega gætt að áhrifum þeirra á iðn- aðinn. 4) Aðskapa þurfi þannig jarðveg fyrir iðnþróun að frumkvæði sem flestra fái notið sin við margbreytileg viðfangsefni og horftsé til sem flestra kosta, en ekki eingöngu byggt á almörk- uðum sviðum iðnaðar. 5) Að lögð verði áhersla á að efla sérstaklega þær greinar og fyrirtæki, sem hafa góð vaxtar- skilyrði og geta tryggt varan- lega samkeppnisyfirburði. Iðn- aöur með háa framleiðni getur að jafnaði greitt góð laun og þannig valdið miklum marg- földunaráhrifum á atvinnu i þjónustugreinum. Endurmeta þarf stöðu greina, sem fara halloka i samkeppni, en gjalda varhug við óraunhæfri aöstoð eða verndaraðgerðum. 6) Að kanna sérstaklega með hvaða hætti verði unnt aðný^a orkulindir landsins þannig að landsmenn haldi forræði i þeirri uppbyggingu og að hún samrýmist að öðru leyti þjóðfé- lagslegum markmiðum, sem viðtæk samstaða getur tekist um. 7) Að stuðla að aðlögun og ný- sköpun i iðnaði með þvi að hvetja til vöruþróunar, mark- aðsleitarog rannsókna- og þró- unarstarfsemi i fyrirtækjum. Slikar aðgerðir séu örvaöar, m.a. með fjárhagslegri aðstoð hins opinbera, tæknilegum stuðningi frá stofnunum iðnað- arins og aðgerðum i skattamál- um. 8) Að auðvelda iðnaöinum að takast á við stærri verkefni en hingað til og styðja sveitarfélög til að greiða fyrir iðnþróunar- aögerðum i landshlutunum, t.d. með ráðningu sérhæfðra starfsmanna og byggingu iðn- garða. 9) Að stuðla að nýsköpun i iðnaði m.a. með þvi að rikið eitt sér eða i samvinnu við aðra aðiia taki þátt i stofnun meiriháttar nýibnaðarfyrirtækja. Stjórn rikisins á eigin atvinnurekstri þarf aðsamræma og gera hana markvissari. Athuga ber það form að setja eignarforræði yfir helstu fyrirtækjum i rikis- eign á eina hendi. Gera þarf auknar arðsemiskröfur til rik- isfyrirtækja og ráðstafa mætti arði af slikum fyrirtækjum til þróunar og uppbyggingar ný- iðnaðar. 10) Að auka áhrif starfsfólks á eigið vinnuumhverfi og efla skHning þess á daglegum við- fangsefnum og stöðu sinni i framleiðslunni. Þessi viðleitni getur stuðlaðað bættum rekstraiv árangri fyrirtækja, og jafn- framt vakið starfsfólk til um- hugsunar um félagslegt inntak vinnunnar. 11) Að forðast að vaxandi iðnað- ur leiði til óæskilegrar röskun- ar á náttúru landsins og félags- legu umhverfi. Iðnvæðing og aukin framleiðsla má ekki verða á kostnað heilbrigðs um- hverfis eða skynsamlegrar nýt- ingar auðlinda. 12) Að tryggja að breytingar á atvinnuháttum stuðli að sem bestu jafnvægi i þróun byggðar í landinu og ekki skapist mis- vægi sem leiði til verulegrar byggðaröskunar. Sérstaklega þarf að huga að iönaði, sem treyst geti búsetu i sveitum og smáum byggðakjörnum og aukið fjölbreytni i atvinnu- framboði. Að lokinni framsögu iðnaðar- ráðherra tók Guðmundur G. Þór- arinsson til máls um iðnaðar- stefnuna og verður ræða hans birt hér i blaðinu siðar. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.