Tíminn - 29.01.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 29.01.1982, Blaðsíða 22
30 ílilsiii' WCl ’í'i'i'ei -Tu^ibjíí o*! Föstudagur 29. janúar 1982 Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornid ■ GoldieHawn Ihernum,en þarer ekki alltaf sældarlif. SJÁLFSTÆÐ PRIVATE BENJAMIN Leikstjóri: Howard Zieff Aöalhlutverk: Goldie Hawn (Judy Benjamin), Eileen Brennan (Lewis kapteinn), Armand Assante (Henri Tremont), Robert Webber (Thornbush). Handrit: Nancy Meyers, Charles Shyer og Harvey Miller. Myndataka: David M. Walsh. Framleiöandi: Goldie Hawn fyrir Hawn-Meyers-Shyer-Miller pro- ductions, dreift af Columbia-EMI-Warner, 1980. ■ „Private Benjamin” er ein þeirra gamanmynda, sem lýsa eiga hlutskipti kvenna i karlmannaþjóðfélaginu og þróun ósjálfstæðrar eiginkonu til meðvitaðs sjálfstæðis, eins og það heitir vist. Sagt er frá Judy Benjamin, sem er 28 ára dóttir rikra for- eldra, sem hafa hugsað um hana af mikilli umhyggju og alið hana upp með hefðbundn- um hætti. Helstu áhugamál hennar er að eignast eigin- mann, fallegt hús, fint innbú og annað það, sem talið hefur verið rétt að ungar, rikar stúlkur dreymi um. Og þegar myndin hefst er hún að giftast i annað sinn (fyrra hjóna- bandið fór út um þúfur eftir sex vikur, þar sem eiginmað- urinn hafði meiri áhuga á pen- ingum Judy en henni sjálfri) lögfræðingi af gyðingaættum, Yale Goodman. En það hjóna- band stendur aðeins i sex tima, þar sem eiginmaðurinn gefur upp öndina snemma á brúðkaupsnóttinni. Hún er al- veg eyðilögð, og veit ekkert hvað hún á af sér að gera. í sliku ástandi lendir hún i höndunum á ráðningarmanni bandariska hersins. Hann fegrar svo fyrir henni dvölina i hernum, þar sem hún sé alltaf örugg, að hún lætur skrá sig og er send samstundis i þjálfun- arbúöir ásamt öðrum nýlið- um. Þar er lifið auðvitað allt annað og erfiðara en hún hafði búist við, og ekki bætir úr skák að hún lendirstrax upp á kant við Lewis kaptein, sem annast þjálfun kvenfólksins. Eftir margvislega erfiðleika og árekstra fer Judy þó að standa sig betur: hún fær auk- iö sjálfstraust og getur betur séð um sig sjálf. Að frumþjálf- un lokinni er efnt til heragf- inga og fyrir tilviljun ná Judy og stöllur hennar, þar svo góðum árangri, að hún er valin i einvalalið fallhlifarher- manna. Dvölin þar verður þó ekki löng, þar sem yfirmaður sveitarinnar Thornbush, reyn- ir að nauðga henni. Hún er þá send til aöalstöðva Atlants- hafsbandalagsins i Evrópu. Þar kemur ástin aftur til sögunnar. Franskur læknir, Henri Tremont, eignast hug hennar allan, og hún ákveður að hætta i hernum og giftast honum, þótt hann sé ekki við eina fjölina felldur og sýnilega af gamla skólanum i afstöðu sinni til kvenna. Og þá er spurningin, hvort Judy breyt- ist aftur til sins fyrra horfs, eða haldi áfram á sjálfstæðis- brautinni. Það er að sjálfsögðu Goldie Hawn sem fer með hlutverk Judy — og er þar að auki framleiðandi myndarinnar — sem ber myndina uppi. Ahorf- endur hlægja með henni frem- ur en að henni þegar hún lendir i margháttuðum vand- ræðum, og fylgjast af nokkr- um áhuga með þeirri breytingu sem á henni verður smátt og smátt þar til hún stormar loks i átt til sjálf- stæðisins handan sjóndeildar- hringsins. Goldie tekst þannig með leik sinum að bæta fyrir oft frekar slappt handrit, þar sem mikið er um gamalkunn atriði og klisjur, einkum þó þegar verið er að lýsa raunum nýliðanna i hernum — en um það hefur oftverið fjallað áður i kvikmyndum. „Private Benjamin” er mjög i ætt við mynd Jane Fonda, „Niu til fimm” sem sýnd var i Nýja bió i fyrra að þvi er afstöðu til sjálfstæðis kvenna og afstöðu karla til þeirra, varðar. I báðum myndunum er fjallað um þá hluti með tungumáli gaman- semi og grins. Það lætur sér enginn leiðast að fylgjast með GoldieHawnog kannski vekur myndin lika til nokkurrar um- hugsunar. Ellas Snæland Jónsson skrifar -¥■ ■¥■ Private Benjamin ★ 1941 ★ ★ Hamagangur i Hollywood ★ Cheech og Chong ★ ★ ★ Stjörnustrið II ★ Jón Oddur og Jón Bjarni stj jörnugj iöf Tfmans * * * * frábasr ■ * ■* ★ mjög góö • * * góð ■ * sæmlleg ■ 0 léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.