Tíminn - 29.01.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.01.1982, Blaðsíða 1
MHftl Helgarpakki og dagskrá ríkisf jölmiðlanna 30/1 til 5/2 '82 Úr borgarlífinu l.lónas. Leifur. Atli. iÞorkell. Myrkir músíkdagar hefjast í dag: TONLEIKAR MEÐ VERKUM JÓNASAR TÖMASSONAR ¦ Myrkir miísikdagar hefjast i dag i Norræna húsinu á tónleik- um með verkum Jónasar Tómassonar. Þetta er i þriðja sinn sem þessi tónlistarhátið er haldin en ætlunin er að hún verði árlegur viðburður i fram- tiðinni. Flutt verða sex verk eftir Jdnas Tömasson en hann hefur undanfarin ár verið kennari við Tónlistarskóla Isafjarðar. Verkin eru Notturno III, Sonata XIII, Aube et seena, Sonata VII, Kantata III, og Ballet III en þaö er frumflutningur þess verks. Notturno III eða Þriðja næturljóðið var samið vorið 1980 fyrir Ingvar Jónasson vtólu- leikara og Helgu Ingólfsdóttur semballeikara og frumfluttu þau verkið um sumarið á tón- leikum i Skálholtskrikju. Sonata XIII er samin i Munchen árið 1977 fyrir félaga úr Malmö Kammerkvintet og hefur hann flutt verkið viða um Norðurlönd. Aube et Serena. Fyrra lagið Aube er létt og gáskafull morgunlokka en hið siðara Serena er hæg og kyrrlát kvöldlokka. Sonata VIII er i fjórum sam- tengdum hlutum og er nótan — H — tónmiðja þeirra allra. Kantata III. Þessi örstutta kantata fjallar um árshá- tiðirnar fjórar. Ballet III, þetta er frumflutningur þess verks eins og áður er getið. Gamla bió A mánudaginn 1. febr. verða siðan tónleikar i Gamla biö þar sem flutt verða verk eftir þá Leif Þórarinsson, Askel Más- son, Atla Heimi Sveinsson, Þor- kel Sigurbjörnsson og Hjálmar Ragnarsson. Verkin sem fhitt verða eru Largo Y largo, Blik, Xanties, Duo og Rómanza. Leifur Þórarinsson (f. 1934) lærði í Vi'n, Paris og einkum i Bandarikjunum. LARGO Y LARGO var sérstaklega samið fyrir tri'óið og frumflutt i tón- leikasal sænska útvarpsins á sl. ári. Askell Másson (f. 1953) segir svo um verk sitt BLIK: „BLIK er hið þriðja i röð einleiksverka sem ég hef verið að vinna að siðan 1978. Verkið er byggt á stuttum móti'fum og hægum stefjum, sem birtast á ýmsa vegu og í mismunandi sam- hengi. Einar Jóhannesson lék Askell. verkið inn á hljómplötu, sem kom út hér heima fyrir tveim árum og frumflutti það á tónleikum, sem Músikhdpurinn stóð fyrir að Kjarvalsstöðum 1980. Einar hefur siðan leikið verkið á tónleikum og i útvarp, m.a. i Syiþjóð, Finnlandi og Englandi, en það var samið fyrir og tileinkað honum." Atli Heimir Sveinsson (f. 1938) samdi XANTIES eða Næturfiðrildi fyrir Manuelu Wiesler, sem frumflutti verkið i samkeppni norrænna einleikara i Helsinki 1976, þar sem hún og Snorri S. Birgisson fengu fyrstu verðlaun. Þorkell Sigurbjörnsson (f. 1938) samdi tvileikinn sérstak- lega fyrir Manuelu, Einar og Þorkel, og var hún frumflutt á tónleikum þeirra i Stokkhólmi á vegum sænska útvarpsins. Manuela, Einar og Þorkell fluttu svipaða efnisskrá á veg- um sænska útvarpsins i nóvem- ber sl. við mjög góðar undir- tektir. Var það skoðun gagn- rýnanda.aðhér væru áferðtón- listarmenn & heimsmælikvarða. Þeir sem haf a hug á ad koma upplýsingum á framfæri í „Helgar- pakkanum" þurfa að hafa samband vid blaðið fyrri hluta viku og alls ekki síðar en á miðvikudegi HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29 (milli Laugavegs og Hverfisgötu) Í> Timapantanir r * i sima 13010 ¥ ¥ ¥ Elskaðu mig i kvöld kl. 20,30 Þjóðhátíð laugardag kl. 20,30 lllur fengur sunnudag kl. 20,30 jSterkari en jf Supermann . sunnudag kl. 15,00 jL. Frumsýning Súrmjólk ^ með sultu jL. ævintýri i alvöru eftir ^ Vertil Ahrlmark 3f íaugardag kl. 15.00. ^ ;Leikstjórn Thomas Ahrins. * Þýðandi Jórunn Sigurftar- jL. dóttir. Leikmynd og búningar 34" Grétar Reynisson. 1 Mioasala opin daglega frá ^c kl. 14.00. Laugardaga og sunnudaga frá ki. 13.00. ¥ Sala afsláttarkorta dag- v ]lega. ^ i Sími 16444. ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.