Tíminn - 30.01.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.01.1982, Blaðsíða 4
4 stuttar fréttir ■ A lokaskákmóti Skákskólans á Kirkjubæjarklaustri voriö 1981 var Guömundur Sigurjónsson stórmeistari skákstjóri. Þessi mynd var þá tekin af nokkrum hópi áhugasamra skáknemenda og væntanlegra skákmeistara. Hlutur Vestfirdinga stór í Skákskólanum KIRKJUBÆ.IARKGAUST- UR: ..Skákskólinn erorðinn til af þörf strjálbýlisins fyrir skákkennslu á skipulagðan hátt. Unglingar hvaðanæva af landinu hafa sótt skólann, en einkum hefur þó hlutur Vest- firðinga verið stór gegn um árin”,sagði Jón Hjartarson á Kirkjubæjarklaustri. t vor stendur Skákskólinn á Kirkjubæjarklaustri frá 22. til 29. mai. Verður það fjórða vor skólans sem notið hefur álits sem liður i skákuppeldi þjóðarinnar. Kennarar eru úr hópi bestu skákmanna og ekk- ekkert til að spara að nám- skeiðið geti orði nemendum að sem mestu gagni. Kennarar i vor verða Bragi Kristjánsson, Helgi Ólafsson, alþjóðlegur meistari og Jó- hann örn Sigurjónsson. Auk þess er reiknað með að skólinn fái heimsóknir t ,d. Guðmund- ar Sigurjónssonar stórmeist- ara og fleiri. í skólanum skiptast á skákkennsla, skák- mót, fjöltefli og útivist sem Birgir Einarsson sér um . Veitt verða verðlaun fyrir bestu frammistöðu i mótum og iþróttum. Aldurstakmark er 11 til 17 ára. Ætlaster til að nemendur kunni mannganginn vel svo og einföldustu reglur þegar þeir koma i skólann en þar verður skipt i kennsluhópa eftirkunn- áttu tii að reyna að tryggja sem áþekkasta kunnáttu i hverjum hóp. Námskeiðsgjald hefur verið ákveðið 1.800 kr., þ.e. fyrir húsnæði, fæði og kennslu. „Það er von okkar sem að þessu stöndum að aðsókn verði ekki siðri en venjulega, þannig að enn eitt vel heppnað námskeið geti runniðsitt skeið með vorinu”, sagði Jón. Há- marksfjölda nemenda sagði hann 50 og undanfarin ár hafi ekki tekist að sinna öllum um- sóknum. Þeim áhugasömu er þvi ráðlegast að hafa sam- band við Jón í sima 99-7033 á daginn eða 99-7040 um kvöld og helgar, ellegar skrifa hon- um i Skákskólann á Kirkju- bæjarklaustri. —HEI Böðvar semur krimma ÍSAK.IÖRDUR: Litli leik- klúbburinn á tsafirði virðist siöuren svo vera litill isniðum miðað við það, að hann hefur nú fengið Böðvar Guðmunds- son til að skrifa fyrir sig leikrit sem ætlunin er að taka til æfinga um mánaðamótin febrúar/mars næst komandi að þvf er fram kemur i Vest- firska Fréttablaðinu. Hafði blaðið eftir Böðvari að stykkið sé krimmi byggður á ákveðnu máli frá 17. öld, at- burðum austan úr Breiðdal eftir móðuharðindin. Það fjalli um unga menn sem reyndu að treina liftóruna með ránum. Heimildirnar segist Böðvar hafa úr dómabókum og skráðum sögnum, en komi þó ekki til með að fylgja þeim ná- kvæmlega. 600 starfs- menn um ára. mót hjá SS sem nú er 75 ára SUÐURLAND: Sláturfélag Suðurlands varð 75 ára nú 28. janúar. Aðdragandinn að stofnun félagsins voru miklir erfiðleikar á sölu búvara og þá ekki hvað sist sauðfjárafurða i kringum s.l. aldamót. Arið 1896 bönnuðu Bretar innflutn- ing lifandi fjár, en sli'kir markaðir höfðu mjög tfðkast til þess tima. Kindakjötsframleiðsla is- lenskra bænda var á þessum tima.sem og nú mun meiri en markaður var fyrir innan- lands, svo allt kapp var lagt á sölu afurðanna til útlanda en með lélegum árangri. Til- raunir til að selja Bretum, Dönum og siðar Norömönnum saltað kindakjöt gáfust mis- jafnlega og oft illa. Ýmsirfor- ystumenn i félags- og þjóð- málum hófu þá baráttu fyrir úrbótum á þessu sviði. Hún leiddi til þess að Sláturfélag Suðurlands var stofnað við Þjórsárbrú 28. janúar 1907, að undangengum allmiklum undirbúningi. Megin viðfangsefni SS hefur alltaf verið slátrun búfjár og vinnsla og sala búfjárafurða. Félagið starfrækir 7 sláturhús þar sem árlega hefur verið slátraö um 170 til 200 þús. fjár og um 15 þús. stórgripum og svinum. Kjötvinnsla hefur jafnframt verið frá 2. starfsári félagsins. Framleiðsla unn- inna kjötvara er nú orðinn einn veigamesti þátturinn i rekstrinum og kjötvinnsla þess stærsta kjötiðnaðarfyrir- tæki landsins. Þá hefur SS rekið matvöruverslanir allt frá árinu 1908, en þær eru nú 8 i Reykjavik og ein á Akranesi. Fastráðnir starfsmenn félags- ins voru um 600 um siðastliðin áramót. —IIEI Meistaramót Taflfélags Seltjarnarness SELTJARNARNES: Tafl- félag Seltjarnarness hefur ný- lega haldið aðalfund sinn. Formaður var kosinn Garðar Guðmundsson, en aðrir i stjórn: Bragi Gislason, Gunn- ar Antonsson, Gylfi Gylfason, Jón B. Lorange og Tómas Baldvinsson. Meistaramót Taflfélags Sel- tjarnarness hefst hinn 15. febrúar n.k i A-riðli og 20. febrúar i B-riðli. I A-riðli verða tefldar 11 umferöir með 12 stigahæstu mönnum, en i B- riðli verða tefldar 9 umferðir eftir Monrad-kerfi. Nýmæli i mótinu eru að nú verða veitt peningaverðlaun. í A-riðli verða þrenn verðlaun: 1.000, 500 og 300 krónur auk 200 króna fegurðarverðlauna. Sigurvegari i B-riðli er hefur 1.600 stig fær þátttöku i A-riðli árið 1983. Mótið fer fram i Valhúsa- skóla og þvi lýkur með Hrað- skákmóti og verðlaunaaf- hendingu hinn 15. mars n.k. —HEI Ástand loðnustofnsins: „Gífurlegt k jaf tshögg’9 — segir Haraldur Águstsson, lodnuskipstjóri ■ „Sjómenn eru óhressir yfir þessu, enda gifurlegt kjaftsliögg fvrir þá. Eins ogþetta litur út, þá dettur þarna niður lieil atvinnu- grein. Við getum þvi ekki annað en þagað þunnu liljóði fyrst útlitið er orðið svona slæint samkvæmt útreikningum fiskifræðinga, sem við getuin auðvitað ekki rengt”, sagði llaraldur Agústsson skipstjóri á loðnuskipinu Sigurði spurður um sjónarmið sjóinanna varðandi útlitið eftir siðustu mælingar loðnustofnsins. „Maður kemst þó ekki lijá þvi að vona að þetta verði þó ekki alveg eins slæintog það litur út fyrir”, sagði Haraldur. Til að átta sig betur á hve 150 þús. tonna hrygningarstofn er lit- ill má geta þess að Sigurður ber 1.400 tonn af loðnu, þannig að stofninn væri þá rösklega 100 sinnum fullfermi Sigurðar. „Við getum auðvitað ekkert sagt, þessir menn verða að fá að bjarga sér”, svaraði Hörður Jónsson, skipstjóri á vertiðar- bátnum Álsey i Eyjum er Timinn spurði hvernig bátasjómönnum litist á að öllum loðnuskipunum verði nú jafnvel breytt fyrir neta- og trollveiðar. „En Steingrimur er svo bjart- sý-nn á að það sé nóg af þorski að við verðum bara að vona að nóg verði handa okkur öllum”, sagði Hörður. —HEI Aðalfundur miðstjórnar Framsóknar- flokksins í mars Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins verður haldinn 26.-28. mars n.k. i Reykjavik. Verða bæði aðal- og varamenn boðaðir á fundinn. Á fundinum fara fram hefð- bundin aðalfundarstörf, kosin veröur forysta Framsóknar- flokksins framkvæmdastjórn og blaðst jórn. Að venju mun fundur- inn álykta um stjórnmál. Samkvæmt lögum Fram- sóknarflokksins á að halda flokksþing fjórða hvert ár. Kem- ur þvi flokksþing saman i ár og verður það að öllum likindum haldið i' nóvembermánuði. OÓ Svæðisfundur hjá S.I.S. í Reykjavík ■ Samband isl. samvinnufélaga gengst fyrir svæðisfundi i Reykjavik n.k. sunnudag. Á þessu svæði eruKRON, og kaupfélögin i Hafnarfiröi, Mosfellssveit og á Suðurnesjum. Markmið sli'kra svæðisfunda eru, að sögn Hauks Ingibergssonar, að auka tengsl stjórnenda Sambandsins og hinna almennu félagsmanna kaupfélag- anna. Fundurinn á sunnudag er hald- inn að Hótel Sögu kl. 13.30. Fram- söguræður halda þeir: Erlendur Einarsson, forstjóri Sambands- ins, Valur Arnþórsson, stjórnar- formaður og Hörður Zóphanias- son, stjórnarformaður Kaup- félags Hafnfirðinga en siðan verða almennar umræður og fyrirspurnir. Fundurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á að fræðast um starf Samvinnu- hreyfingarinnar og kaupfélag- anna, láta álit sitt i ljós, eða leggjafram einhverjar spurning- ar. „Þeir eru allir hjartanlega velkomnir”, sagöi Haukur. —HEI Ókeypis í nýja lyftu Breiða- bliks í dag ■ Enn batnar aðstaða sú sem skiðamönnum er boðið upp á i Bláfjöllum, þvi' i dag kl. 13.30 þá opnar Skiðadeild Breiðabliks i Kópavogi nýja lyftu þar og er hún staðsett i Drottningargili. Lyfta þessier næstlengsta lyft- an á Bláfjallasvæðinu aðeins stólalyftan erlengri. Þeir Breiða- bliksmenn hyggjast hef ja rekstur lyftunnar i' dag af miklum rausnarskap þviþeir hafa aðgang i lyftuna frian i allan dag i tilefni dagsins. —AB ■ Eins og skrautbúningar þessara tveggja stúlkna bera meö sér, eru þjóöbúningar Grænlendinga mikil listaverk. Grænlensk hátíd hef st í dag ■ f dag hefst hér i Norræna hús- inu hátið i tilefni 1000 ára byggðar Grænlands. Hefst hátiðin með þvi að forseti tslands, Vigdis Finn- bogadóttir flytur ávarp kl. 16, og að þvi loknu mun bæjarstjórinn i Juianehab, Henrik Lund, flytja fyrirlestur sem hann nefnir: Grænlendingar i dag. Grænlendingar munu i ágúst nk. halda mikla hátið þar sem þeir minnast þess að 1000 ár eru liðin frá þvi að Eirikur rauði og fórunautarhans námuland á suð- vesturhluta landsins. Hátiðin hér á landi mun standa fram til 13. mai og er dagskráin hin fjölbreyttasta. T.d. verður röð frásagna og fyrirlestra frá Græn- landi i Norræna húsinu, kennsla i grænlensku, bókasýning, söngvar o.fl. Þeir sem standa að þessum hátiðahöldum hér á landi eru, Al- þýöuleikhúsið, Árbæjarsafn, Félag dönskukennara, Græn- landsvinafélagið, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, Náms- flokkar Reykjavikur, Norræna húsið og Norræna félagið Allir þessir aðilar vinna að þessari dagskrá af áhuga einum, og enn hafa engir opinberir styrk- ir til komið. Verða aðstandendur hátiðarinnar þvi að selja inn á hátiðina og kostar miði sem gildir á alla dagskrána 100 krónur en einnig er selt inn á hvert kvöld og kostar þá 10 krónur. öllum verður þó heimill aðgangur á opnunar- háti'ðina i' dag og er aðgangur ókeypis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.