Tíminn - 31.01.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.01.1982, Blaðsíða 9
HVAÐ VARÐ AF ÖLLUM PENINGUNUM ? M Hagnýting innlendrar orku og orkuframkvæmdir er besta fjár- festing sem isiendingar leggja i. Orkan er ódýr, nær ókeypis en orkuver og dreifingarkerfi dýrt. Þvi er sjálfsagt ab taka eriend ián til framkvæmda en fráleitt að reka orkuverin á siikum lánum, og það er engum tii hagsbóta að binda innlent orkuverð i vfsitölunni og nánast fáránlegt að kynda hitaveitu með oliu. ■ Eitt sinn var kennt að breiöi vegurinn sé greiðfær og auð- rataður, en hann liggur aöeins að einumarki, til glötunar. Það má með sanni segja að Is- lendingar hafi dansaö á hinum breiða vegi i efnahagsmálum sinum siðustu áratugina og skellt skollaeyrum viö aðvörun- um framsýnna manna sem þykjast eygja leiðarenda ef heldur sem horfir. Stundum þegarþjóðin gerist fullrásgjörn er hægt heldur á ferðinni með ýmiss konar bremsubúnaði, sem ber samheitið efnahags- ráðstafanir, en þeim er I raun aldrei ætlað annað hlutverk en að hægja á Hrunadansinum, en ekki að stöðva hann. Ekki vantar að varað er við, en við sliku leiðindaröfli er skellt skollaeyrum. Fulltriíar mikils hluta þjóðarinnar stand- ast ekki reiðari og illorðari en þegar einhverjir málsmetandi aðilar láta sér detta sú ósvinna i hug að létta á fóðrum verð- bólguskrimslisins sem dafnar og fitnar af misskilinni þjónkun fóðurmeistara þess, við eitthvað sem þeir halda að sé al- menningsheill. Steingri'mur Hermannsson sjávarútvegsráðherra kvað svo fast að orði í útvarpsumræöum s.l. fimmtudag, að fyrr eða siðar muni óðaverðbólga leiða til stöðvunar atvinnuvega, vax- andi skuldasöfnunar erlendis, atvinnuleysis og jafnvel hruns efnahagskerfisins. Hrynji efnahagskerfiö fer sjálfstæði þjóðarinnar að verða hætt. Vera má að einhverjum þyki aö farið hafi fé betra en það efnahagskerfi er við búum við og að það sé jafnvel æskilegt að það fari veg allrar veraldar, þá sé nefnilega hægt að byrja aö nýju og byggja upp nýtt efna- hagskerfi og heilbrigt þjóðlif. Efhahagskerf ið i hætlu En málið er ekki alveg svona einfalt. Ef efnahagurinn hrynur og gjaldmöillinn verður einskis viröi, tvlstrast þjóðin og hver höndin verður upp á móti ann- arri í enn rikara og alvarlegri mæli en nú er. Og erlendir lánardrottnar munu vilja fá sitt. Það verður mjög veikur grunn- ur til að byggja upp af að nýju. Menn geta látiö sig dreyma um annars konar þjóðfélags- kerfi þar sem skriffinnar Stóra Bróður útdeila réttlæti og vaka yfir velferö og hverju fótmáli sérhvers þjóðfélagsþegns. Eða þjóðfélagsgerð þar sem guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir og hver hrifsar til sín eft- ir getu og skrattinn má hiröa hina. En hvað sem draumsýnum liöur hljóta menn að reyna að gera sér grein fyrir hvað i raun er i veði ef viö berum ekki gæfu til að sjá fótum okkar forráð og takast á við þau úrlausnarefni sem gera þarf ef ekki á illa að fara. Það er kannski að bera i bakkafullan lækinn að minnast á Pólland i þessu sambandi. En ástandið þar i landi er fyrst og fremst af efnahagslegum toga spunnið. Sósialistarnir sem þar réðu ríki og stjórnuðu i anda marx-lenfnismans þuldu fárán- legar kennisetningar hver yfir öðrumog ældu þeimyfir þjóöina gegnum rikisrekna fjölmiðla og skólakerfi. En þráttfyrir þá al- visku sem upp úr þeim stóð tókst þeim að gera það gósen- land sem Pólland er, gjald- þrota. Vert er að hafa hugfast að stofnun Samstöðu er af- leiðing vondrar efnahagsstjóm- ar en ekki orsök eins og stund- umer látiö iveörivaka. EnPól- verjar standa ekki aðeins frammi fyrir efnahagslegu gjaldþroti, heldur einnig stjórnarfarslegu, sem er bein afleiöing hins fyrra. Stjórnar- skráin hefur verið numin úr gildi ög herlög komið i hennar stað. Að vonum hefur herstjöm- in verið harðlega gagnrýnd, en veramáaðhún sé aö bjarga þvi sem bjargað verður úr þvi sem komið er. Pólverjar standa nú I niðurlægjandi samningagerðum við lánardrottna sina um greiðslufresti og ný lán til að greiða hin gömlu og heima fyrir herða þeir sultarólina enn meira og taka fegins hendi við hverjum matarbita sem að þeim er rétt. Þar hefst engin ný uppbygging betra mannlifs i fyrirsjáanlegri framtið. Nýfundnaland er annað dæmi um efnahagslegt gjaldþrot. Þjóðin safnaði skuldum þar til hún gat ekki lengur staðið i skil- um og glutraði sjálfstæðinu niður. Kanada innlimaöi rikið og greiddi skuldirnar og stjórnarsetrið flutti frá St. John til Ottawa. Veröbólga erfyrir löngu orðin leiðigjarnt umræðuefni, og svo að þjóðin er orðin bólusett fyrir þvi og lætur sig hana litlu skipta. Þaö er helst þegar fólk stendur með tómar buddurnar i höndum og spyrán þess að bú- ast við svari: Hvað varö af öll- um peningunum? Og þetta ger- ist þrátt fyrir allar „kaup- hækkanirnar” sem launþegar fá að minnsta kosti ársfjóröungs- lega. Snúið á kerfið Rikisstjórnin hefur nú lagt fram áætlun um aðgerðir i efna- hagsmálum. Þær miðast að þvi aðhægja á verðbólguhraðanum. Framsóknarmenn hafa lagt rika áherslu á að þær aðgerðir sem sáu dagsins ljós i vikunni sem er að liöa, séu aöeins viö- nám og að fylgja verði þeim eftir með enn róttækari aðgerö- um og að þá veröi ráðist að rót- um meinsins þannig aö ráðstafanirnar verði varan- legri. Meðal þeirra atriða iþvisam- komulagi sem náðst hefur sam- staða um i rfkisstjóminni er kafli sem ber yfirskriftina „Nýtt viðmiðunarkerfi”. Hann hljóðar svo: Rfkisstjórnin mun nú þegar stofna til viðræðna við samtök launafólks og aðra hagsmuna- aðila atvinnulifsins um viðmiðunarkerfi, sem gæti komið i stað núverandi visitölu- kerfis og tryggt kaupmátt og jöfnun lifskjara en væri laust við höfuöókosti þess kerfis, og tryggt kaupmáttog jöfnun lifs- kjara en væri laust við höfuð- ókosti þesskerfis, sem nú gildir. M.a. verði reynt að finna leið til þess að ráöstafanir til að jafna orkukostnað landsmanna valdi ekki aukinni verðbólgu. Þá mun rikisstjórnin hefja viðræður við aðila að verð- myndunarkerfi sjávarútvegs og landbúnaöar um breytingar að skipan þeirra mála, sem stuðlað gætu að hjöönun verðbólgu en tryggt um leið afkomu I grein- um þessum. Svo mörg eru þau orð. Það er ekkert launungarmál aö þessi liður er settur inn að undirlagi framsóknarmanna og að vel at- huguðu máli. Það veröhvetjandi visitölu- kerfi er hér er viö lýöi og hefur verið lengi, er einn höfuðhvati óðaveröbólgu. Allar efnahags- ráðstafanir siðustu ára og ára- tuga hafa haft þaðeitt markmið að snúa á kerfiö með niður- greiðslum og allskyns kúnstum. En kerfið hefur ávallt hrósaö sigri aö lokum og jafnvel vaxið á það tveir hausar i stað hvers eins sem af þvi hefur verið höggvinn. Þessum vonlausa bardaga hlýtur aðlinna,vonandi með sigri skynseminnar. Ekkert nýmæli Hér er ekkert nýmæli á ferðinni. Þeir sem á annað borð vita eitthvað i sinn haus og þekkja undirstöðuatriði efna- hagsmála sjá hvilik svikamylla malar stöðugt. En þegar ein- hver vogar sér að impra á að höggva að rótum illgresisins risa upp ótal þursar og and- mæla. Málatilbúnaður þeirra er einfaldur. Sá sem 'telur kerfiö ekki alfullkomið eins og sósialismann I Póllandi og annað af þvi tagi er úthrópaður kaupránsmaður og illviljaður i garð launþega og alþýöu, fá- tæklinga og öryrkja og guö má vita hverra. Þeir semlita upp úr tómum buddum sinum ættu ein- hvern tima að spyrja þessa kerfiskarla hvað orNð hafi af öllum aurunum. En svoleiðis smámunum þurfa þeir ekki að svara. Orsakir verðbólgu eru marg- ar og oft samtvinnaðar. Verð- bólga i helstu viöskiptalöndum okkar er ein, en heimatilbúnu vandræðin eru miklum mun meiri. Löngum hefur verið staglastá að svokallaðar launa- hækkanir séu litt verðbólgu- hvetjandi. Er þá gjarnan stuðst við kenningasmiöi sem fyrir löngu eru orönir að steinrunnum nátttröllum og koma nútiman- um lítt við. Sannleikurinn er sá að nokkuð yfir 70 af hundraði af hlutfalli þjóðartekna eru launagreiðsiur. Menn geta dundað sér við að reikna þetta dæmi fram og til baka. Þessari staðreynd verður ekki breytt. Það er þvi til litils að vinna fyrir launþega þegar tii lengdar lætur að „kaup- hækkanir” þærsem þeir fá sem visitölubætur fara óöfluga inn i verðlagið aftur og hækka vöru- verð ogþjónustu. Þeir einu sem á þessu græða eru þeir launa- menn sem hæsta kaupiö hafa. Launamismunurim eykst jafnt og þétt eftir þvi sem verðbætur eru oftar reiknaðar. Þaö er ekki vilji framsóknar- manna að leggja verðbætur niður með öllu, heldur aö sniða verstu agnúa af kerfinu, og að miða að þvi að halda kaup- mætti, en hann er það sem öllu máli skiptir fyrir launþega. Eins og fram kemur i tilkynn- ingu rikisstjórnarinnar verða ekki gerðar einhliöa breytingar, heldur verður leitaö samstarfs og umræðna viö launþegasam- tökin og aðra hagsmunaaðila um hvernig lagfæringunum verður háttað. Það er m ikils um vert að almenn samstaða náist og að sérhagsmunahópar sker- istekki úr leik vegna imyndaðra stundarhagsmuna. Innlend orka Eitt er það atriði sem fram- sóknarmenn leggja rika áherslu á enþað er að innlend orka verði tekin út úr framfærsiuvisitöl- unni. Innlendum orkukostnaði hef- ur verið haldið óeðlilega mikið niöri vegna visitöluleiksins. Þetta bitnar á þeim fyrirtækj- um sem orkuna vinna og selja og þau verða vanmáttug tii að sinna þvi hlutverki er þeim er ætlað. Það er glórulaust kerfi sem þröngvar Hitaveitu Reykjavikur til að kynda undir með oli'u, aðeins vegna þess að visitölukerfið kallar á slikt at- hæfi. Hitaveitan má ekki hækka afnotagjöldin vegna þess að þá hækka laun allra landsmanna og verðlag að sama skapi. Samt sem áður eykur þetta mjög ójöfnuð meöal lands- manna. Þeirsem hita þurfa hús sin með oliu greiöa margfaldan kyndingarkostnað miöaö við þá sem njóta Hitaveitu Reykjavik- ur. Þessi mismunur mundi jafn- ast verulega ef skynsamlega væri aö málum staöiö. Raforkuverði er haldið niðri af sömu sökum, sem þýöir aö raforkan eins og heita vatniö á Reykjavikursvæðinu, er seld undir sannvirði. Mismunurinn er greiddur með erlendum lán- tökum. Stofnkostnaður við orkuver og dreifingarkerfi «• mikill en rekstrarkostnaður lágur. Það er þvi góð fjárfesting að fjár- magna orkuver með erlendum lánum, en fráleitt að reka þau með slætti. OD orkuver á tslandi eru al- menningseign og eiga að koma öllum landsmönnum til góða. Það er þvi hvorki launþegum né neinum öðrum til neinna hags- bóta að halda orkufyrirtækjun- um i' fjársvelti, og enn síður að reka þau á erlendum lánum að hluta. Eða hver borgar þennán mismun þegar upp er staðið? Auðvitað sá sami almenningur sem verið er að vernda með óeðlilega lágum orkutöxtum eða veriö er að varast að fái launa- hækkanir með þvi' að láta hann búa við orkuskort. Innlend orka er mjög ódýr miðað við það sem gerist er- lendis. Sem betur fer búa um 85% þjóöarinnar við hitaveitu. Menn mættu velta fyrir sér hvernig ástatt væri ef öll þjóðin þyrfti að kynda með oliu og greiöa allt upp i nifaldan hit- unarkostnað miðað við það sem Reykvikingar gera nú. „Hvenærdrepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?” er einni af ástsælustu þjóðhetjum lslendinga lagt i munn. Hvað er kjaraskerðing og hvaö er kjarabót? er allt eins hægt að spyrja. Siaukin kronu- tala I launaumslögunum, segja sumir, en hver á að svara þeim sem lita upp úr tómum buddum sinum og spyrja: Hvað varð af öllum peningunum? Oddur Ólafsson, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.