Tíminn - 31.01.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.01.1982, Blaðsíða 16
16 Sunnudagur 31. janúar 1982 17 Sunnudagur 31. janúar 1982 Kvikmyndahátíð í Reykjavík § Kvikmyndahátíð í Reykjavík § ■ UeiAurNgcstir kvikmyndahátíöar verða meðal annarra þau Juliet Berto og Jean-Henri Roger frá Frakklandi. Hér er atriði úr mynd þeirra ..Snjór", sem hvorki er kaldur nc blautur. f HEIÐURSKYNI VIÐ LUIS BUNUEL Snjór (Neigc) Frakkland 1981 Stjórn og handrit: Juliet Berto og Jean-Henri Roger Aðalhlutverk: Juliet Berto, Jean- P'rancois Stcvenin, Jean-Fran- cois Baimer, Patrick Chesnais Svningartimi: 90 mfnútur Hátið: Canncs 1981, en þar lilaut niyndin viðurkenninguna „Meilleur film contemporain”. ■ Gestir kvikmyndahátiðar að þessu sinniveröa þau JulietBerto og Jean-Henri Roger, leikstjórar þessarar myndar, en Juliet Berto leikur jafnframt aðalhlutverk i myndinni. Þetta er fyrsta mynd þeirra, en bæði hafa þau meöal annars starfað með Jean-Luc Goddard. Anita vinnur á bar i Pigalle hverfinu iParis.hverfi sem þekkt erfyrir gleöilifog glaum.þar sem túrhestaflóðið knýr Mylluna rauðu og skolast um búluvarðana inn á búllur. En Pigalle er lika hverfi inn- fluttra verkamanna, .glæpalýös, gleðikvenna og kynskiptinga. Að tjaldabaki i umferðarsirkusum og búllum, þangað sem ferða- menn fá aldrei að koma, þar sem skuggi ljósadýrðarinnar fellur, þar á gleðin ekki heima, þar er ekki höndlað með kampavin. Hörkuleg lifsbaráttan snýst um eiturlyf og vændi og þar getur grammið af snjó orðið dýrkeypt. (A götumáli er snjór= heróin.) Anita hefur Bobby, ungling frá Antillaeyjum, undir sinum verndarvæng, en hann er orðinn einn helsti heróinhöndlari hverfisins. Þegar hann er skotinn til bana af lögreglunni f miöju neonflóölýsi BarbesbUluvarös, verða viðskiptavinir hans illa Uti af skorti og þar á meðal kyn- skiptingurinn Betty, „vinkona” Anitu, sem hótar að fyrirfara sér ef hún fái ekki snjóskammtinn sinn. Anita fdlst á að bjarga mál- unum af hjartagæsku sinni og fær ástvin sinn Willy glimukappa til liðs við sig og Jacko blökkuprest. En snjórinn er hrollkaldur. Snjórvar valin i aðalkeppnina i Cannessiöastliðið vor og fékk þar viðurkenningu og vakti sérstaka athygli fyrir ferskleika i kvik- myndagerð, göfgi og mannlega hiýju i persónusköpun, þar sem hvergi vottar fyrir siðfræðilegri innrætingu höfundarma gagnvart þessum heimi skuggaliðs, heldur virðast þeir þekkja þar vel til og fjalla um þetta mannlif innan frá af vináttu og skilningi. Kona flugmannsins eða ekki er hægt að hugsa um ekki neitt (Le femme de l’aviateur ou on ne saurait penser á rien) Stjórn og handrit: Eric Rohmer Aðalhlutverk: Philipp Marlaud, Marie Riviére, Anne-Laure Meury, Mathieu Carrie're Sýningartimi: 104 minútur Eric Rohmer er tslendingum af góðu kunnur, meðal annars var mynd hans Parsifal sýnd hér á siðustu kvikmyndahátið, og er meðal virtustu kvikmyndahöf- unda Frakka og einn upphafs- manna „la nouvelle vague”, ný- bylgjunnar frönsku sem varð til þess að losa franskar kvikmyndir úrviðjum þrúgandi stóriðju kvik- myndaframleiðslunnar og skapa um leið nýtt ferskt kvikmynda- mál með léttari tækni utan við kvikmyndaverin. Þau áhrif tak- markast reyndar ekki við fransk- ar myndir einar heldur má jafn- vel flokka heimskvikmyndasög- una i skeiðin fyrir og eftir frönsku nýbylgjuna, svo víðtæk hafa áhrif hennar orðið. Kona flugmannsins er nokkurs konar endurfæðing þessa sextuga unglings, Erics Rohmer, endur- fundir hans og nýbylgjunnar eftir nokkrar feröir á önnur mið og svið (þar má nefna Parsifal og sex mynda flokk sem hann gerði með sögum með siðaboðskap). Mynd þessi er upphaf að nýjum flokki sem Rohmer nefnir Gleði- leikir og orðskviðir, og það sem birtist okkur fyrst er sami ein- faldleiki f formgerð og i fyrstu myndum hans. En þessi einfald- leiki er einmitt snilldin að segja margslungna og samantvinnaða sögu eins og ekkert sé, fullkom- lega áreynslulaust. Myndin gæti þvi verið með bestu kennslu- stundum fyrir þá sem vilja gera góðar myndir fyrir minna fé en aðrir og fyrir kvikmyndasælkera að læra að meta það sem gott er. t sögunni eru fjölmargar til- visanirtil klassiskragamanleikja leikhússins. Þar segir frá nætur- verðinum Francois sem sér vin- konu sina þar sem hún kemur út heiman frá sér aö morgni dags i fylgd með ungum manni. Hann veit auðvitað ekki að sá hinn sami kom gagngert þennan morgun til að segja vinkonunni upp. Fran- coise hittir flugmanninn siðar i fylgd meö öörum kvenmanni (og heldur að hann sé þar að halda framhjá vinkonu sinni) og ákveð- ur að njósna. Honum berst liðs- auki frá fjörlegri ungri stúlku sem hann hittir i strætó. Þau vita ekki að „viðhaldið” er systir flug- mannsins. Vinkonan fær ekki aö vita neitt þegar Francois hittir hana um kvöldið. Og það sem Francoisfékk ekki að vita var að unga fjörlega stúlkan var með besta vini hans, fyrir nú utan allt sem hann missti úr atburöarás- inni vegna þess aö hann var eilif- lega dottandi... Eric Rohmer á þaö sameigin- legt meö höfundum eins og t.d. Bergman og Scorcese að vera af- Þýska nybylgjan Borg örvæntingar (Desperado City) Sambandslýðveldið Þýskaland 1981 Stjórn og handrit: Vadim Glowna Aðalhlutverk: Siemen Ruhaak, Beate Finckli, Vera Tschechowa, Karin Baal, Vadim Glowna Sýningartimi: 97 minútur Hátiðir: Cannes 1981, en þar hlaut hún verðlaunin „Camera d’or” ■ Myndin segir sögu tveggja einstaklinga sem sökkva sér i dagdrauma, þegar grimmd ytri aðstæðna verður þeim ofviða. Sögusviðiðer Hamborg, þar sem uppreisnarfólk, spássiufólk, dólgar, ræsislið og mellur hafast við. Fólk sem hefur hörfað inn i öngstrætin og niður i kjallara. Þar finnur það skjólhýsi sem i raun reynast gildrur þar sem það festist á endanum. Liane er ung stúlka sem neitar að ganga sömu braut og móðir hennar og allar hinar konurnar, braut niðurlægingarinnar. Hún hrökklast úr einni vinnunni i aðra og hittir Skoda, ungan mann sem hefur yfirgefið yfirstéttarheimili foreldra sinna. Hann vinnur fyrir sér sem leigubilstjóri, lifir og hrærist i ævintýraheimi kvik- myndanna og dreymir um að komast til Bandarikjanna. Liane hrifst með i Amerikudraumnum og þau ákveða að gera hann að veruleika. Skoda fer og rænir banka, reyndar banka föður sins, en er skotinn á flóttanum. Með lögregluna á hælunum kemst hann helsærður heim i port til Li- ane og deyr i höndum hennar. Lögreglan handtekur hana og eina svar hennar er ópið, sem aldrei ætlar neinn endi að taka. Leikstjórinn Vadim Glowna, sem er þekktur leikari bæði i leik- húsi og kvikmyndum, segir sjálf ur um þessa mynd sina: „Mig langaði að gera mynd um l»rg, umhverfi sem ég ólst sjálfur upp i. Hamborg er gróskumikil en grimm borg. Það liggur i loftinu, þrengir sér inn i' samskipti fólks, það er af þvi einkennilegur þefur vinnu og svefnlausra nátta, þar getur löngunin til að sigra endað hvort he.ldur sem er i hamingju eða harmleik.” Desperado City er fyrsta mynd Gowna og hlaut hún „Camera d’Or”, Gullmyndavélina, i einni samkeppni Cannes-hátiðarinnar 1981. Systurnar oöa vogar- skálar hamingjunnar (Schwestern oder die Ba lance des Gluc ks) Sa mbandslýðveldið Þýskaland 1979 Stjóm og handrit: Margarethe von Trotta Aðalhlutverk: Jutta Lampe, Gudrun Gabriel, Jessica Fruli, Reiner Delventhal Sýningartimi: 95 minútur Hátiðir: Berlin 1980, Paris 1981. Tvær systur búa saman i Hamborg. Sú eldri, Maria, er rit- ari hjá stóru fyrirtæki, sú yngri, Anna, er við nám i liffræði. Maria fjármagnar nám systur sinnar og krefst þess að hún standi sig i prófum. Dag einn þegar Maria kemur heim eftir nótt með syni forstjórans, finnur hún Onnu i blóði sinú, hún hefur framið sjálfsmorð. Maria reynir að hefta sektarkenndina, en imynd Onnu ásækirhana. Þá gripur Maria til þess ráðs að taka til sin unga stúlku, Miriam, kosta hana tii náms og gera hana jafn háða sér og önnu. En Mirian sér við henni og rffur sig lausa. Myndin byggir minna á fram- vindu eiginlegs söguþráðar heldur en á tilfinningaviðbrögð- um sem verða til vegna ákveð- innar framvindu i lifi persóna. Þannig veitir myndin sýn inn á við og birtir undirölduna i sam- skiptum fólks, viddir sem erfitt er að greina eða sem menn vilja kannski hvorki sjá né heyra. Allar höfuðpersónur myndar- innar eru konur og karlmenn, birtast þar aðeins sem aukapers- ónur. Þó mætti lita á samband systranna eins og afstöðu tveggja kynja, hjóna, foreldra og barna, eða þjóðfélagsvaldsins og ein- staklingsins. Maria er hin full- komna imynd konunnar sem hefur komið sér áfram innan kvenlegs ramma (einkaritari), óaðfinnanlega nákvæm, sjálf- stjórnin alger og jarðtengslin pottþétt. Hún er sterk köld og út spekúleruð. Anna situr heima með næmi sitt og draumlyndi og skrifarda^bók í staö þess aö lesa undir prof. Ölikt systur sinni hafnar hún ósjálfrátt afkasta- skyldunni, angistin hrannast upp eftir því sem hún verður fjár- hagslega og tilfinningalega háö ari systur sinni hún verður afbrýð issöm, óttafull, veikluð. Hún „brýtur náttúrulögmál” (Anna) og sker sig á púlsinn til að „geta horft á sjálfa sig og deyja” (Maria). Jafnvel þá heldurMaria rósinni. Miriam brýstundan hinu kerfisbundna valdi. Hún býr yfir óhömdum frumkrafti og verður sá hvati sem gerir Mariu grein fyrir rýrnun eigin persónuleika, að hún sé ekki annað en það sem beðið er um, og ef hún eigi ekki að einangrast alveg, verði hún að vekja upp drauminn á sér. Þar með öðlast Anna nýtt lff. Fyrir utan fagurfræðilegan styrkleika myndarinnar kemur einnig til afburðaleikur undir handleiðslu Margarethe von Trotta, en hún er vel þekkt sjálf sem leikkona (i mörgum myndum Fassbinders og Schlön- dorffs) og handritahöfundur. Þetta er hennar þriðja mynd sem leikstjóri og höfundur, en þá fyrstu, Ærumissi Katrinar Blum, geröi hún meö manni sinum Schlöndorff. ■ Tvær þýskar nýbylgjumyndir eru á hátiðinni. önnur þeirra er „Desperado City” eftir Vadim Glowna. Bergman, Barnaeyjan og Brecht Lif leikbrúðanna (Das Leben der Marionetten) Sambandslýðveldið Þýskaland 1981 Stjórn og handrit: Ingmar Berg- man Aðalhlutverk: Robert Atzorn, Christine Buchcgger, Martin Benrath, Rita Russek, Lola Muet- hel Kvikmyndataka: Sven Nykvist Það var eitt sinn haft eftir Ing- mar Bergmann að hann væri gift- ur leikhúsinu en kvikmyndirnar væru hjákona hans. 1 þessu tilfelli geta vist flestir glaðst yfir þvi að Bergmann skuli halda svo oft framhjá, að minnsta kosti sú kyn- slóð sem hann átti þátt i að móta og opna hyldýpi miskunnarlausr- ar sjálfskoðunar. Lif leikbrúðanna er þriðja myndin sem Bergmann gerir i „útlegð” i Þýskalandi og kemur á eftir Haustsónötunni sem svo mikla athygli vakti. Hér heldur Bergmann áfram þrjátiu ára hugleiðingum sinum um ein- manaleikann, viti hjónabandsins og þögla örvæntingu nútima- mannsins. I tveimur fyrri myndum hans, Augliti til auglitisog Slönguegg- inu komu geðlæknar við sögu, annar veikur, hinn sadisti. 1 Lifi leikbrúðanna er enn sögð saga af geðlækni, Peter Egerman, sem giftur er tiskuhönnuðinum Katarinu. Peter er haldinn þeirri þráhyggju að hann muni daga uppi á sorglegan hátt og upplifir stöðugt sömu martröðina: að hann muni drepa konu sina. Hann er einn með angist sinni, múraður inni i fangelsi þagnarinnar — og á endanum kemur að þvi að Peter Egerman brestur og drepur. Hvers vegna gerast slikar hörmungar i lifi fólks þar sem allt ætti fljótt á litið að geta gengið i sólarátt? 1 myndinni er leitað skýringa, og i þvi skyni rifjaðir upp atburðir fyrir og eftir morðið. Hér ræðst Bergmann harkaleg- ar en áður að sálgreiningunni og kennisetningum hennar, sem ef til vill gerir einangrun fólks sem leitar á náðir hennar enn meiri en áður. Eftir þvi sem sjúklingar Egermans tala meira um sjálfa sig, þeim mun minni verða mögu- leikarnir á raunverulegum sam- skiptum við annað fólk. Sjálfur einangrast Egerman sifellt meir og lif hans öðlast fyrst lit þegar stund glæpsins rennur upp. Visbendinginum lausn liggur ef til vill i öðrum persónum myndarinnar, til dæmis i móður Peters og klæðskeranum Tim sem er samkynhneigður vinnufé- lagi Katarinu. Með þeim virðist ástúð og umhyggja fyrir öðrum ekki útkulnuð. Auk þess má segja að persóna Tims bendi á bráða nauðsyn þess að stokka upp hlut- verkaskiptingu kynjanna. Tim, sem er bæði kvenlegri en Kata- rina og karlmannlegri en Peter, virðist búa yfir lifsþrótti sem hjónin hafa misst i örvæntingar- fullum tilraunum sinum til að ná tökum hvort á öðru. Barnaeyjan (Barnens Ö) Sviþjóð 1980 Stjórn: Kay Pollack Handrit: Kay Pollack, Ola Ols- son, Carl-Johan Seth, byggt á samnefndri skáldsögu P.C. Jer- silds. Aðalhlutverk: Thomas Fryk, Anita Ekström, Ingvar Hirdwall, Hjördis Petterson, Sif Ruud Sýningartimi: 108 minútur Hátið: Berlin 1981 Sænskir blaðagagnrýnendur eru þekktari fyrir lága tóna en of- hlæði i umsögnum sinum. En um Barnaeyjuna, nýjustu mynd Kay Pollack, sögðu þeir meðal ann- ars: „Þessi mynd segir allt”, „Þetta er meira en meistara- verk”, „stórkostlegt” o.s.frv. Pollack er einnig höfundur myndarinnar Elvis, Elvis, sem sýnd var hérlendis. Þaö er vandaverk að fjalla um hugarheim barnsins og forvitni- legt fyrir okkur Islendinga að sjá hvaða lausnir Sviar hafa fundið á efni sem mikill hluti islenskrar kvikmyndaframleiðslu hefur hingað til snúist um. Pollack not- ar metsölubók rithöfundarins P.C. Jersilds til að gera mynd um ellefu ára dreng og leit hans að sjálfum sér. Það liggur mikið við fyrir barnið að finna haldbær svör áður en kynhvötin hellist yfir og hefur endaskipti á hlutunum. Og drengurinn Reine teflir djarft. Hann býr einn með móður sinni, faðir hans er óþekktur, og það er ef til vill bara betra — þá getur hann verið hetja i friði. Reine er ellefu ára og það er heitt sumar i Stokkhólmi, móðir hans ætlar að senda hann i sumarbúðir þvi sjálf þarf hún að fara i burtu. En hann hefur engan áhuga á sumarbúð- um, allra sist núna, og honum tekst að leika á móður sina: hún ■ Sænska mvndin , þjóð og víðar. .Barnaeyjan” hefur notið gifurlegra vinsælda I Svi- fer en hann verður eftir upp á eig- in spýtur og lendir i ýmsum ævin- týrum. Hann vinnur við að búa til útfararkransa, gerist leikari, lendir i lifshættu, i löggunni og vondum félagsskap. Þegar sumarið er liðið stendur eftir ell- efu ára gamalreyndur maður. Puntila og Matti vinnu- maður hans (Herr Puntila och hans drang Matti) Finnland og Sviþjóö 1979 Stjórn: Ralf Lángbacka Handrit: Ralf Lángbacka, byggt á leikriti eftir Bertolt Brecht og Hellu Wuolijoki Aöalhlutverk: Lasse Pöysti, Pekka Laiho, Arja Sijonmaa, Martin Kurtén Sýningartimi: 112 minútur Bertholt Brecht var alltaf ósáttur við kvikmyndir sem gerð- ar voru eftir verkum hans og fór oftar en einu sinni i mál við fram- leiðendur, en þeim málaferlum tapaði hann vist öllum. Nú er Brecht allur og óvist hvernig hann hefði tekið þessari sænsk- finnsku kvikmyndagerð á Puntila og Matta. En vafalitið hefði það þó glatt hann að Ralf Lángbacka skyldi taka að sér þetta verk, en hann mun vera með meiri Breeht- túlkendum i heiminum i dag. Ennfremur eru Puntila og Matti hér á heimaslóðum, þvi Brecht skrifaði verkið einmitt i útlegð i Finnlandi árið 1940 ásamt finnsku skáldkonunni Hellu Wuolijoki. Siðan hefur það talist með mestu nútimaleikverkum. Þar segir frá Puntila óðals- bónda sem er vellrikur gósseig- andi, harður húsbóndi og ofstopa- maður þegar hann er allsgáður, sem er betur fer sjaldan. En hifaður breytist hann i gjafmild- an bjartsýnan öðling, alminileg- heita manneskju. En i þvi ástandi vinnur hann gegn eigin hagsmun- um, það er að segja Puntila góss- eiganda. Kófdrukkinn trúlofast hann fjórum alþýðustúlkum i einu og ræöur atvinnuleysingja i vinnu, þessum samningum riftir hann svo þegar af honum er runn- ið. 1 gegnum þykkt og þunnt er Matti bilstjóri við hlið hans og veröur allt að þola, jafnt uppá- tækin i fyllerium sem skammirn- ar þegar Puntila er allsgáður. I brúðkaupi dóttur Puntila og sendiráðsfulltrúa nokkurs svifur á kall, hann fleygir tengdasynin- um væntanlega á dyr og gefur Matta dóttur sina og sögunar- myllu i ofanálag. Siðan staflar hann mublum i imyndað fjall og dregur Matta með sér i fjall- göngu .UppúrþessuerMatta nóg boðiö. Hann fer. burðaleikstjóri og færa jafnframt sönnur á að það er ekki atburða- rásin sem góð mynd byggist á, heldur samtvinnaðri hreyfingu tilfinninga, sjónleikjum, orðum og röddum. Sonarómynd (Un mauvais fils) Frakkland 1981 Stjórn: Claude Sautet Handrit: Claude Sautet, Daniel Biasini, J-P Torok Aðalhlutverk: Patrick Dewaere, Yves Robert, Birgitte Fossey, Jaques Dufilho, Claire Maurier Claude Sautet á langan feril að baki sem kvikmyndaleikstjóri og hefur notið mjög almennra vin- sælda, enda fjalla nær allar myndirhans um franskan meðal- jón, fjölskyldu hans og vinahóp, daglegt amstur, gleði og sorgir. En fjöldahylli á Claude Sautet ekki einungis efniviö sinum aö þakka, heldur fremur vegna hins að hann spilar velá sitthljóðfæri. Hann lærði söng frá bamsaldri og það sem er kannski aðalsmerki Claude Sautet er rækt hans við hljómfall og laglinu myndmálsins ef svo mætti að oröi komast. Þessar hógværu myndsögur hans hljóma sannari en lífið sjálft. Sonarómyndfjallar um samband piltsins Bruno og föður hans. 1 upphafi myndarinnar snýr hinn glataði sonur heim eftirfimm ára fangelsisvist i Bandarikjunum fyrir eiturlyfjasölu. Móðir hans hefur dáið i f jarveru hans, faðir- inn ásakar hann um aö bera ábyrgð á dauða hennar og feðgunum sinnast alvarlega. Bruno reynir að ná sér á flot i samfélaginu, byrjar sem verka- maður og endar i bökabúð hjá göfuglyndum homma og óperu- unnanda. Þar vinnur li"ka ung kona sem enn á eftir að losa sig endanlega úr ánauð eiturlyfj- anna... Leikararnir i myndinni eru engir aukvisar: Patrick Dewaere og Brigitte Fossay eru bæði I allra fremstu röð franskra leikara. Gullöldin (L’Age d’or) Frakkland 1939 Stjórn: Luis Bunuel Handrit: Luis Bunuel og Salvador Dali Aðalhlutverk: Gaston Modot, Lya Lys, Caridad de Labardesque, Pierre Prévert, Artigas, Max Ernst Sýningartimi: 67 minútur Gullöldin hefur aldrei áður verið sýnd hérlendis, þótt óefað sé hún bæði elst og frægust þeirra mynda sem nú eru á kvikmynda- hátið. Ekki er óliklegt að hún sé lika sú sem á lengsta lifdaga fyrir höndum. Þegar Gullöldin var frumsýnd i Paris 3ja desember 1930 lagði liö- safnaöur úr samtökum ættjarðar- sinna, andgyðinga og önnur öfga- sinnuð hægriöfl kvikmyndasalinn i rúst og kærði myndina sem var bönnuð eftir mikil blaðaskrif. Hálfri öld siðar var Gullöldin sýnd á kvikmyndahátiðinni i Cannes 1981 i heiðurs- og virðingarskyni við meistarann aldna, Luis Bunuel, en hátiðin var tileinkuð honum. Þar varð lýðn- um ljóst að myndin hefur ekki tapað neinu af upprunalegri ögr- un, frumkrafti og hamslausri erötik sem allt ætlar um koll að keyra. 1 myndinni gekk Bunuel, sem þá skipaði flokk súrrealista, svo rækilega i skrokk á siðferðis- postulum, kirkju, riki og yfirleitt flestöllum máttarstólpum borgaralegs þjóðfélags að tæpast verður lengra gengið, né heldur hefur nokkrum tekistað gera það af jafntærri, barnslegri ögrun og einfaldleik. Segjamætti um Gaston Modot, aðalpersónu Gullaldarinnar að þar hefði Chaplin hittömmu sina, þvi Modot er um margt i ætt við Charlie, en gengur þó miklu lengra en hann og uppátækin eru slik aö fólk ærist af barnslegri kátfnu yfir kollvörpun á öllu sem mönnum er heilagast. Gullöldin er ein af þeim myndum sem þýðingarlaust er að rekja sögu- þráðinn úr, þvi s jón er sögu ri'kari i oröanna fyllstu merkingu þegar bestu kvikmyndir heimsins eiga i hlut. Sonur marmaramannsins (Czlowiek Zlaza) Pólland 1981 Stjórn: Andrzej Wajda Handrit Aleksander Scibor- Rylski Aðallilutverk: Jerzy Radzwii- owicz, Krystyna Janda, Martin Opania, Irena Bryska, Boguslaw Linda, en ennfremur taka þátt Anna Walentynowicz og Lecb Walesa. Sýningartimi: 140 mfnútur Hátíðir: Cannes 1981, og blaut þar Gullpálmann, sem eru æðstu verðlaun hátfðarinnar. ■ Andrzej Wajda sat eftir i Pól- landi meðan aðrir frægir kvik- myndaleikstjórar á borð við Polanski, Skolimowski og Zulawski völdu þann kostinn að flýja pólitiska ritskoðun og þrengingar. Wajda kaus að standa i návigi við pólskan veru- leika, reyna að túlka hann eftir bestu getu og taka þannig þátt i viöleitni til endurbóta. Alla tið hefur ferill Wajda verið linnulaus sigling milli skers og báru og ýmsu hefur hann þurft að kyngja um dagana. En hann hefur hvorki gerst „andófs- maður” né hafnað alveg rikjandi kerfi, heldur hefur hann af mikilli list leikið hlutverk vandræða- barns sem þykir allur varinn góður. Af þeim sökum tókst honum að gera myndirnar um feðgana Marmaramanninn og Járnmann- inn sem vart hafði verið hugsan- legt fram að þvi. 1 Marmara- manninum, sem sýnd var hér á kvikmyndahátið fyrir tveimur árum, var fjallað um timabilið frá 1950, timann þegar áhrif Stalinsvoru sem mest, til 1976, en þá nam myndin staðar i skipa- smiðastöðinni frægu i' Gdansk. I lok Marmaramannsins var upplýst að verkalýðshetjan fyrr- verandi, faðirinn Birkut, heföi fallið i óeiröunum i skipasmiða- stöðinni 1970. Járnmaöurinn gerir sina út- tekt á áttunda áratugnum, þar er það sonurinn, verkfallsnefndar- maður, sem hefur tekið sæti föð- urins. Hann á nú barn með Agnieszku, kvikmyndaleikstjór- anum sem reyndi að grafast fyrir um örlög Birkuts i Marmara- manninum, þau giftast á kaþólska visu og einn af vottum þeirra er sjálfur Lec Walesa. Myndin endar á hinni sögulegu stund þegar skipasmiðastöövarn- ar i Gdansk voru opnaðar á ný i september 1980 og verkfalls- mennimir streyma aftur til vinnu. Samstaða hafði sigraö — I bili... I Járnmanninum fléttarWajda saman leiknum atriðum og heim- ildamyndum um hina sögulegu atburði, skáldskapinn og raun- veruleikann, tengir hann svo saman með einum aðal-,,leikar- anum ”, fréttamanni sem sendur er af yfirvöldum með þvi augna- miði aö safna efni um þessa „andbyltingarsinna sem misnota sér verkalýösstéttina”. Hann leggur upp ( efnisleit og það er i viðtölum hans og vettvangskönn- un sem þróun mála fram að þessu fagnandi augnarbliki er skýrö. Niðurlag myndarinnar er að sögn ógleymanlegt, þó þvi miður kveöi nú við nokkurn annan tón i borg- um og sveitum Póllands. Meistara Andrezej Wajda ætti að vera óþarfi aö kynna fyrir islenskum kvikmyndaunnendum, fjöldi mynda hans hefur veriö sýndur hér á kvikmyndahátiðum, iFjalakettinum og isjónvarpi. Og núsitur Wajda vist ifangelsi eftir að hafa lánast að þræða einstigið milli listræns frelsis og þjónkunar i marga áratugi. ^4 ■ (jr Járnmanni Wajdas, sem nú situr að likindum I fangelsi fyrir vikið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.